Dropi ferðast um víða veröld

Þorsklifrarolían Dropi sem framleidd er af True Westfjords í Bolungarvík fæst nú í þremur heimsálfum, eða nánar tiltekið í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Bretlandi, Hollandi, Danmörku og Slóvakíu og segir Sigrún Sigurðardóttir að söluaðilar vörunnar á hverjum stað séu mjög ánægðir með þær viðtökur sem varan hefur verið að fá. Salan innanlands hefur einnig gengið vel en Dropi er seldur í heilsuvöruverslunum og apótekum víða um land, einnig fæst Dropi í fríhöfninni.

Um síðustu áramót hóf True Westfjords styrktarsamstarf við ungan og efnilegan taekwondokappa frá Keflavík, Svan Þór Mikaelsson. Svanur er margfaldur Íslands og bikarmeistari og auk þess Norðurlandameistari í sinni íþrótt. Hann var kjörinn taekwondomaður ársins á Íslandi 2016 og einnig var hann kjörinn taekwondomaður Reykjanesbæjar og Keflavíkur.

Sigrún segir helstu verkefni True Westfjords á þessu ári vera að auka markaðshlutdeild Dropa, þróun og nýir markaðir. Þróunarvinna með Dropa heldur áfram og segir Sigrún nýjungar á teikniborðinu en of snemmt er að segja frá þeim á þessari stundu.

annska@bb.is

DEILA