Brandari hjá Viðskiptaráði

Hrafnseyrarkirkja.

Viðskiptaráð bauð upp á brandara dagsins þegar það lagði til í síðustu viku að ríkið seldi kirkjuna á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Í bréfi sem Hreinn Þórðarson, formaður sóknarnefndar og Hallgrímur Sveinsson, fv. formaður sóknarnefndar, skrifa á Þingeyrarvefinn kemur fram að ríkissjóður eigi ekkert í krikjunni, „hvorki spýtu né nagla!“

Þá kemur einnig fram að kirkjan hafi verið í eigu Hrafnseyrarsafnaðarins frá því síðla árs árið 1910, þegar séra Böðvar Bjarnason sóknarprestur og kirkjuhaldari á Hrafnseyri afhenti söfnuðinum kirkjuna til eignar og varðveislu. Söfnuðurinn hafi síðan þá alfarið séð um kirkjuna og kirkjugarðinn sjálfur. Hrafnseyrarnefndin hafi stundum lagt hönd á plóg með viðhald á kirkju og garði á meðan hún starfaði.

smari@bb.is

DEILA