Bjóða upp örnámskeið í umsóknagerð

Fjórðungssamband Vestfirðinga býður upp á örnámskeið í gerð umsókna til uppbyggingarsjóðs Vestfjarða víðsvegar um fjórðunginn næstu daga. Það eru þeir Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða og Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnumálafulltrúi sem þar munu leiða þátttakendur í gegnum ferlið við gerð umsókna. Í kjölfarið bjóða þeir upp á viðtöl og ráðgjöf fyrir þá sem eftir því óska.

Fyrsta námskeiðið verður haldið í Birkimel á Barðaströnd á morgun, 3.janúar klukkan 14, þá verður farið í Þekkingarsetrið Skor á Patreksfirði þar sem námskeið hefst klukkan 17 og annað kvöld klukkan 20:30 verður það á Skrímslasetrinu á Bíldudal. Þann 4. janúar verður örnámskeiðið haldið fyrir Tálknfirðinga í Hópinu klukkan 12.

 

annska@bb.is

DEILA