Atvinnuleysisbætur hækka

Þann 1. janúar hækkaði fjárhæð atvinnuleysisbóta og er nú óskert upphæð grunnatvinnuleysisbóta 217.208 kr. á mánuði fyrir skatt. Óskert upphæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 342.422 kr. á mánuði fyrir skatt. Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 8.688 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum). Þá hækkuðu fjárhæðir bótaflokka almannatrygginga á sama tíma að jafnaði um 7,5%.

annska@bb.is

DEILA