6 standa eftir

Unnið er að því að ráða í stöðu forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða líkt og greint hefur verið frá á vef Bæjarins besta. Tólf umsækjendur voru um stöðuna og eftir stendur nú helmingur þeirra. Þeir hafa verið boðaðir í viðtöl sem verða í næstu viku og á Smári Haraldsson sem nú gegnir stöðunni von á að í vikunni þar á eftir liggi niðurstöður fyrir.

annska@bb.is

DEILA