Í kvöld fara fram styrktartónleikar í Félagsheimilinu í Bolungarvík fyrir Birki Snæ Þórisson, sem einmitt fagnar eins árs afmæli sínu í dag. Fjölmargir leggja þessu verðuga verkefni lið til að létta megi undir með fjölskyldunni sem hefur staðið í ströngu vegna veikinda Birkis litla, sem í maímánuði greindist með LCH (Langerhans cell histiocytosis) sem er afar sjaldgæfur frumusjúkdómur sem oftast er skilgreindur sem krabbamein.

Dagskrá hefst klukkan 20 með hugvekju frá Sr. Ástu Ingibjargar Pétursdóttur. Á tónleikunum koma fram söngvararnir: Hjörtur Traustason, Sigrún Pálmadóttir, Elísabet Traustadóttir og Helga Þuríður Hlynsdóttir. Feðginin Benni Sig og Karólína Sif ásamt barnakór flytja nýtt jólalag Selvadore Rähni með texta Benna og þá mun Oliver Rähni leika einleik á píanó.

Hljómsveit kvöldsins skipa: Jón Hallfreð Engilbertsson á gítar, Gudmundur Hjaltason á bassa, trommurnar slær Haraldur Ringsted, á hljómborð, Selvadore Rähni og píanó, Tuuli Rähni. Kynnir kvöldsins er Elfar Logi Hannesson.

Ekki er allt upptalið enn því spennandi uppboð fer einnig fram þar sem gestir geta boðið í piparkökuhús og málverk sem málað verður á staðnum. Þar má einnig bítast um tvennar íþróttatreyjur, annarsvegar einni sem handboltakappinn Ólafur Stefánsson lagði til áritaða af honum sjálfum og hinsvegar landsliðstreyju frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem leikmenn þess hafa áritað.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt og langar að styðja við bakið á fjölskyldunni, má leggja söfnuninni lið á bankareikningi: 0556-26-100088 Kt.250388-2339

annska@bb.is

DEILA