34 börn komin í heiminn á HVEST

Á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði hafa fæðst 34 börn ár árinu sem senn líður í aldanna skaut. Það er aðeins færra en síðustu tvö ár er 40 börn komu í heiminn á fæðingardeildinni á síðasta ári og 39 árið á undan, árið 2013 fór talan reyndar nærri því sem nú er, er 37 börn fæddust þar. Von er á einu barni á næstu dögum svo líklegt er að talan endi í 35 fyrir árið 2016, en þó ekki fullkomlega á vísan að róa með slíkt.

Fæðingartölurnar gefa ekki fullkomna mynd af því hversu margir nýir Vestfirðingar bætast í hópinn á svæðinu á ári hverju, þar sem sumar konur fæða annarsstaðar á landinu, sér í lagi ef um áhættumeðgöngu að ræða en þá á fæðingin sér stað í Reykjavík og segir Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir við HVEST að árlega séu um 20% barnshafandi kvenna á svæðinu sem fæði annarsstaðar.

annska@bb.is

DEILA