Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 21.08.14 Nóg pláss fyrir ferðamenn á Vestfjörðum

Þeirri spurningu var kastað fram í útvarpsþættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær hvort á Vestfjörðum séu síðustu ósnortnu óbyggðirnar þar sem ferðamenn geta upplifað náttúruna í friði og ró. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi á síðustu árum. Um ein milljón ferðamanna kemur til Íslands í ár. Ef vöxturinn verður með sama móti næstu ár verður fjöldinn kominn upp í tvær milljónir vel fyrir árið 2020 og hætt við að upplifun af ósnortnum víðáttum verði æ sjaldgæfari. Rætt var við Rúnar Karlsson, einn eigenda Borea adventures á Ísafirði, og segir hann að enn sé nóg pláss fyrir ferðamenn á Vestfjörðum. „Markaðssetning á Íslandi hefur að mestu snúist um suðvesturhornið í mörg, mörg ár. Fólk sér myndir í bæklingum af Gullfossi og Geysi og vill eðlilega sjá þessa staði. Svo hefur maður heyrt frá fólki sem kemur til okkar og hefur farið á þessa hefðbundnu og vinsælu ferðamannastaði, að það hefur orðið hissa og orðið fyrir vonbrigðum yfir því að sjá hvað túristavæðingin er orðin mikil,“ sagði Rúnar.
Meira

bb.is | 21.08.14 | 16:56 Skrímslafræðingar útskrifaðir á Bíldudal

Mynd með frétt Skrímslafræðingar útskrifuðust frá Skrímslasetrinu á Bíldudal um síðustu helgi. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur, sólin skein og speglaðist í sléttum sjónum þar sem við fórum í fjöruna fyrir neðan þorpið og hlustuðum á skrímslasögur,“ segir Ingimar Oddsson, forstöðumaður Skrímslasetursins. Dagskráin byrjaði ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 15:42Hjólaferð Ferðafélags Ísfirðinga

Mynd með fréttFerðafélag Ísfirðinga stendur fyrir hjólaferð í Dýrafjarðarbotn á laugardag. Farið verður frá afleggjaranum í Lambadal og hringurinn hjólaður. Vegurinn lagðist af sem þjóðvegur þegar Dýrafjarðarbrú komst í gagnið fyrir tæpum aldarfjórðungi. Leiðsögumaður verður Ómar Smári Kristinsson, myndlistarmaður og hjólreiðafrömuður. Ferðin er ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 14:51Forgangsröðun umhverfismats einkennileg

Mynd með fréttJóhann G. Bergþórsson verkfræðingur gagnrýnir í grein í Morgunblaðinu í dag þá forgangsröðun sem kom fram í dómi Hæstaréttar þegar rétturinn hafnaði umhverfismati vegagerðar um Teigsskóg í Þorskafirði. „Áður hef ég [...] bent á að vegagerð um Teigsskóg var hafnað í ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 13:57Landsbankamótið á laugardag

Mynd með fréttLandsbanki Íslands í samvinnu við Golfklúbb Ísafjarðar stendur fyrir golfmóti á Tungudalsvelli á laugardag. Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Landsbankinn veitir verðlaun fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum í höggleik og punktakeppni. Mótsstjórn er í höndum ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 13:01Búinn að selja mestallan bolfiskkvótann

Mynd með fréttJón Guðbjartsson útgerðarmaður á Ísafirði er búinn að selja 500 tonn af bolfiskkvóta sem var í eigu fyrirtækja hans. Jón er hættur í útgerð og ætlar að selja skip fyrirtækjanna. „Ég seldi ekkert af rækjukvótanum, hvorki í innfjarðarækjunni eða úthafsrækjunni, og ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 11:02Matthías Vilhjálmsson meiddur

Mynd með fréttÍsfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson, sem leikur með Start í norsku úrvalsdeildinni, verður frá keppni í einhvern tíma, en hann hefur glímt við bakmeiðsli. Læknir og þjálfari Start ákváðu að Matthías myndi ekki spila á móti Odd Grenland á sunnudag. „Matthías verður ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Bjarnabúð Bolungarvik

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum, stofnuð 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Vanti þig nál, tvinna, garn, lambalæri, mjólk, bók, gjafir eða fatnað, þá finnur þú það í Bjarnabúð. Opið alla daga vikunnar.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Sölvi R. Sólbergsson | 19.08.14 | 08:18 Dynjandi ekki í hættu

Mynd með frétt Gunnlaugur Finnbogason skrifar grein hér á bb.is með fyrirsögninni „Dynjandi í hættu“ og talar út frá frétt með fyrirsögninni „Nauðsynlegt að ...
Meira

  Leitarvélin

  Útgefandi

  Gúttó ehf.
  Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
  Sími 456 4560 - Fax 456 4564
  Kt. 680501-2620
  netfang: bb@bb.is
  Veffang: www.bb.is

  Ritstjóri vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson

  Ábyrgðarmenn vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli