Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 31.08.15 Óskar eftir svörum um nótaþvottastöð á Þingeyri

Wouter Van Hoeymissen, formaður hverfisráðs Þingeyrar, hefur óskað eftir svörum frá Ísafjarðarbæ um starfsemi nótaþvottastöðvar á Þingeyri. Fyrirtækin Ísfell og Fiskeldisþjónustan áforma að setja á fót nótaþvottastöð á staðnum og hafa fyrirtækin sótt um lóð í þorpinu. Í bréfi til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir Wouter að Þingeyringar velti fyrir sér þessa dagana hvað sé að gerast varðandi þetta mál og segir hann að margar spurningar hafi brunnið á fólki um nokkurn tíma.
Meira

bb.is | 31.08.15 | 16:56 Hljóðfærasafnið vel sótt

Mynd með frétt Ríflega eitt þúsund manns hafa sótt hljóðfærasafn Jón Sigurðssonar á Þingeyri í sumar. Meirihluti gestanna eru útlendingar m.a. heimsfræg leikkona, Geena Davis. Sömu sögu er að segja af handverkshópnum Koltru á Þingeyri. Þar eru ¾ hluta gestanna í sumar erlendir ferðamenn. ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 16:10Anna Ragnheiður og Anton Helgi sigruðu

Mynd með fréttAnton Helgi Guðjónsson (GÍ) sigraði í höggleik karla á Landsbankamótinu í golfi sem fram fór á Tungudalsvelli í gær. Anton Helgi lék holurnar átján á 67 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Annar varð Högni Gunnar Pétursson (GÍ) á 77 ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 15:49Kvennakórinn tekur inn nýja félaga

Mynd með fréttRíflega 20 konur í Kvennakór Ísafjarðar koma saman vikulega í Tónlistarskóla Ísafjarðar og taka saman lagið. Kórinn vekur hvívetna athygli fyrir fallegan söng og skemmtilega framkomu, en nú er að ganga í garð 10. starfsár kórsins. Í tilefni af 10 ára ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 14:48Hagnaður af rekstri Byggðastofnunar

Mynd með fréttÁrshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar í síðustu viku. Hagnaður tímabilsins nam 36,5 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður Byggðastofnunar 75 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní var 21,38% en var 20,2% ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 14:22Rekstrarsamningur Eyrar vikum saman í ráðuneytunum

Mynd með fréttHjúkrunarheimilið Eyri var ekki afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða við athöfn á Eyri í gær eins og búið var að auglýsa. „Framkvæmdastjóri stofnunarinnar afboðaði komu sína daginn áður og gat þess vegna ekki tekið við því. Það verður að benda á að samningsdrög ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 13:23Aflaverðmæti upp úr sjó eykst

Mynd með fréttAflaverðmæti upp úr sjó jókst um 5.4% í maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Mikil aukning varð á aflaverðmæti ufsa og flatfisks. Heildarverðmæti aflans yfir eins árs tímabil jókst um 7.5%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. ...
Meira


Ólafur B. Halldórsson | 31.08.15 | 09:36 Að fresta er ekki það besta

Mynd með frétt Ein er sú framkvæmd eða öllu heldur framkvæmdaleysi sem hefur aðskilið Vestfirði og í raun klofið þá í sundur um áratugi. Það er frestunin á gerð heilsárssamgangna á milli norður- og suðurhluta Vestfjarða eða þess sem lengst af hétu Ísafjarðar- og Barðastrandasýslur. Þessi frestun hefur haft margvíslegar og alvarlegar afleiðingar og í raun leitt af sér óbætanlegt tjón fyrir þessi byggðalög og þar með þjóðfélagið allt. Hvað á ég við með slíkri staðhæfingu?
Meira


  Sælker vikunnar – Þorgerður Elíasdóttir frá | 05.06.15 Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta

  Mynd með frétt Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lambalæri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pekanhnetu ístertu.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli