Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 28.09.16 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það í annað sinn sem slík nemendaferð er farin. Í þetta sinn fóru sjö nemendur með tveimur kennurum, sex nemendur frá Grunnskólanum á Ísafirði og einn frá Grunnskóla Þingeyrar. Hópurinn var valinn þannig að nemendur sóttu um og þurftu að útbúa ferðabækling um Ísafjörð á ensku og dönsku og uppfylla ýmis önnur skilyrði s.s. varðandi mætingar og ástundun í skólanum. Að lokum var dregið úr nöfnum þeirra sem uppfylltu skilyrðin. Krakkarnir þurftu að vera tilbúin að gista á heimilum hjá fjölskyldum í Þýskalandi og taka á móti þýskum jafnöldrum í gistingu í eina viku í apríl.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54 Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með frétt Móta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:14Nýtt fjarskiptamastur á Flateyri

Mynd með fréttStarfsmenn Græðis í Önundarfirði reistu í gær nýtt fjarskiptamastur á Flateyri á vegum Mílu. Það leysir af hólmi misgóð loftnet þar í bæ með misjafnri virkni. Mastrið er mikil búbót fyrir Önfirðinga sem hafa glímt við helst til stopult fjarskiptasamband, bæði ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:16Vestri og Hörður spila um Vestfjarðabikarinn

Mynd með fréttBræður munu berjast á Torfnesvellinum á Ísafirði í dag þegar Vestri og Hörður spila til þrautar um Vestfjarðabikarinn í sjö manna bolta. Hjörtu nostalgískra Ísfirðinga taka án vafa kipp þegar þessi tvö lið leiða saman hesta sína á knattspyrnuvellinum, en Vestri ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira


Elsa Lára og Lilja | 28.09.16 | 11:53 Jöfnum rétt foreldra

Mynd með frétt Framtíðarstefna stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum hefur verið lögð fram. Helstu markmið þeirra breytinga sem kveðið er á um, er að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína, jafnframt því að gera foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í þessu skyni er áhersla lögð á að raska sem minnst tekjum heimila þegar foreldrar leggja niður störf í fæðingaroflofi til að annast börn sín. Færri feður taka nú fæðingarorlof Hér er um að ræða mikilvæg markmið og það er ábyrgðarhlutverk okkar stjórnmálamanna að koma þessum markmiðum í framkvæmd. Nú er það svo að undanfarin ár nýta færri feður sér sameiginlegan rétt foreldra ...
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli