Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 26.10.16 Hættur eftir 38 ár á Páli

Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til sjós. „Ég byrjaði á Páli í júní 1978 þannig að þetta eru rúmlega 38 ár á skipinu. Ég var 29 ára þegar ég byrjaði á Páli en fór fyrstu vertíðina 14 ára gamall á bátum heima í Bolungarvík. Fyrst fór ég á sjó 12 ára þannig að þetta eru um 54 ár á sjó,“ segir Jón.
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:32 Atvinnuleysið 3 prósent

Mynd með frétt Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 195.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í september 2016, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 189.300 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9% og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:14Sjómenn og útgerðarmenn til sáttasemjara

Mynd með fréttViðsemjendur í sjómannadeilunni eru boðaðir til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun og eru það fyrstu fundahöldin frá því að úrslit lágu fyrir í atkvæðagreiðslu sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum um boðun verkfalls. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ótímabundið verkfall ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 12:58Varað við hálku

Mynd með fréttNú kólnar, einkum um landið vestan- og norðvestanvert og er í tilkynningu frá Vegagerðinni varað við því að á fjallvegum á Vestfjörðum megi gera ráð fyrir éljum eða snjómuggu með tilheyrandi hálku upp úr miðjum degi, en nú eru hálkublettir á ...
Meira


Þorgeir Pálsson | 26.10.16 | 18:26 Vilt þú spillingu?

Mynd með frétt Kjóstu þá núverandi stjórnarflokka. En ef þú ert hugsi yfir ástandinu á Íslandi, ættir þú að staldra við og skoða aðra valmöguleika. Hafðu einnig í huga að:
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli