Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 17.04.15 Metróður hjá Brimnesi BA

Það eru ekki bara krókaaflamarksbátarnir í Bolungavík og á Suðureyri sem hafa verið að gera góða veiði í steinbít upp á síðkastið. Brimnes BA, línubátur Odda hf. á Patreksfirði, kom til heimahafnar á miðvikudag. Aflabrögðin voru ekki af verri endanum, eða 40 tonn, þarf 36 tonn af steinbít. Á þriðjudag kom Brimnesið til hafnar með 24 tonn. „Það er búið að vera stuð á miðunum síðustu daga. Við fengum þetta við Víkurálinn,“ segir Þorsteinn Ólafsson, skipstjóri á Brimnesi. „Við vorum stoppaðir af, það gengur ekki að taka allan kvótann á nokkrum dögum,“ segir hann. Brimnes rær með beitningarvél og eru 24.000 krókar á línunni. Aflinn fer allur til vinnslu hjá Odda.
Meira

bb.is | 17.04.15 | 16:56 Með húfur gegn einelti

Mynd með frétt Einstaklingsframtak getur oftar en ekki leitt margt skemmtilegt af sér. Ragnheiður I. Ragnarsdóttir og Guðmunda Hreinsdóttir kennari 1. bekkjar við Grunnskóla Bolungarvíkur, fóru í samstarf gegn einelti. Ragnheiður fékk hugmynd af verkefninu frá Noregi þar sem hún las frétt um konu ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 16:10Árangurslaus fundur hjá sáttasemjara

Mynd með fréttSamningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 15:49Endurbætur geta verið leyfisskyldar

Mynd með fréttMeð hækkandi hitastigi og snjóbráðnun eykst framkvæmdagleði landans og margir húseigendur stefna eflaust á framkvæmdir í sumar. Ólöf Guðný Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, vill koma því á framfæri við bæjarbúa að huga að því að framkvæmdir, jafnt stórar sem smáar, ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 15:02Minjar í stórhættu vegna sjávarrofs

Mynd með fréttÁhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands boða til ráðstefnu um alvarlega stöðu minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar. Hún verður í salnum Kötlu á Hótel Sögu kl. 13-16.30 á morgun og öllum opin. Ráðstefnan ber heitið Strandminjar ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:51Mokveiði í Arnarfirði

Mynd með fréttFádæma rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði að undanförnu. Andri BA er eini báturinn sem eftir er á veiðum og gerði hann einn besta rækjuróður sem sögur fara af í Arnarfirði. „Við fengum tæp 10 tonn í gær og sprengdum pokann og ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:14Íþróttaskóli HSV á ráðstefnu ÍSÍ

Mynd með fréttRáðstefna um íþróttir barna og unglinga fer fram í Laugarásbíói í Reykjavík í dag á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Meðal erinda á ráðstefnunni er kynning á Íþróttaskóla Héraðssambands Vestfirðinga. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV mun þar kynna starfsemi skólans, upphafleg ...
Meira


Gauti Geirsson | 14.04.15 | 11:26 Sundlaugamál á Ísafirði

Mynd með frétt Sem framtíðaríbúí í Ísafjarðarbæ langar mig til skrifa aðeins um íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar í ljósi ákvörðunar um að setja 10 milljónir í hönnunarsamkeppni til uppbyggingar Sundhallarinnar. Ég sat í íþrótta og tómstundanefnd lungað af seinasta kjörtímabili og þekki því aðeins til mála. Þeirri nefnd var falið í samstarfi við HSV að vinna að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja og forgangsraða þeim. Tilgangur skýrslunar var að reyna að minnka tilviljanakenndar ákvarðanir pólitíkusa varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og fá þarfir íþróttafélaganna fram í dagsljósið. Skýrslan er auðvitað ekki tæmandi og svona hlutir þurfa að vera í sífelldri endurskoðun en í skýrslunni eru mörg mjög þörf verkefni.
Meira


  Sælkerar vikunnar – Halldóra Karlsdóttir og | 17.04.15 Uppáhalds pizza blúndnanna og dulbúnar sveitastelpur

  Mynd með frétt Á hverju ári hittumst við æskuvinkonurnar úr Hnífsdal og eigum góða stund saman. Í hópnum leynast snillingar í matseld og í einni slíkri gæðastund fengum við þessa dásamlega pizzu en þessi uppskrift er komin frá Halldóru Elíasdóttur (Ella Bjössa og Dódóardóttur) og Hnífsdælingi. Þessi pizza hefur heldur betur slegið í gegn hér í Lærdal og hefur hróður hennar borist víða. Í Lærdal eru eplatré í hverjum garði og trén nánast svigna undan þeim síðsumars og eplaanganinn leggur fyrir vitum þeirra sem ganga framhjá. Við frænkur vorum nánast heillaðar af þessum dásemdum og þykir við hæfi að koma með uppskrift af norskum ...
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli