Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 03.03.15 Ráðherra marki stefnu um eflingu brotthættra byggða

Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinna framtíðarstefnumörkun um eflingu brothættra byggða í samráði við Byggðastofnun og helstu hagsmunaaðila. Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Lilja Rafney Magnúsdóttur, Steingrímur J. Sigfússon og Steinunn Þóra Árnadóttir. Í tillögunni segir að til grundvallar stefnumörkuninni fyrir minni sjávarbyggðir verði lögð verulega aukin byggðafesta veiðiheimilda og metið hversu miklum veiðiheimildum er nauðsynlegt að ráðstafa til þessa. Hliðsjón verði höfð af þeirri reynslu sem fengist hefur af ráðstöfun og notkun þeirra veiðiheimilda sem Byggðastofnun hefur haft til meðferðar.
Meira

bb.is | 03.03.15 | 16:56 Stormspá fyrir morgundaginn

Mynd með frétt Veðurstofa Íslands hefur sett fram stormspá fyrir morgundaginn. Gert er ráð fyrir SA 18-25 m/s með snjókomu undir hádegi. Hvessir fyrst vestanlands. Á Vestfjörðum er spáð að vaxandi suðaustanátt með sjókomu síðdegis á morgun og 15-23 m/s undir kvöld og hlánar ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 16:10Búaðstoð bauð lægst í slátt

Mynd með fréttBúaðstoð ehf., átti lægsta tilboð í slátt á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ sem boðin voru út fyrir stuttu. Búaðstoð ehf., sem er í eigu Valþórs Atla Birgissonar, sem sér um hreinsun snjó af gangstéttum á Ísafirði, bauð kr. 7.435.308.- í verkið. ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 15:49Samið við Íslenskt sjávarfang

Mynd með fréttÍslenskt sjávarfang ehf., á Þingeyri fær aflaheimildis Byggðastofnunar á Þingeyri en á síðasta stjórnarfundi stofnunarinnar var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið. Um er að ræða allt að 400 þorskígildistonna aflaheimildir sem eiga að styrkja atvinnu og byggð á Þingeyri. ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 15:02Febrúar 2015 sá kaldasti frá 2008

Mynd með fréttSíðasti mánuður var kaldasti febrúar frá árinu 2008 að telja. Meðalhiti febrúarmánaðar í Reykjavík mældist -0,1 stig. Það var -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961- 1990 en -1,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Bolungarvík var mánaðarmeðalhitinn -1,5 stig eða ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 14:51Óttast að helmingur kvótans verði seldur

Mynd með fréttHelmingslíkur eru á því að um helmingur aflaheimilda á Hólmavík verði seldar úr bænum. Útgerðarmaðurinn Ingvar Þór Pétursson á kvótann og hefur auglýst útgerðarfyrirtækið sitt Hlökk ehf. til sölu. Það gerir út tvo báta, Hlökk ST-66 og Herja ST-66, sem eru ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 14:04Stund milli stríða á skíðasvæðinu

Mynd með fréttSkíðasvæði Ísafjarðarbæjar verður opið í dag en afar erfiðlega hefur gengið að halda svæðinu opnu síðustu daga og vikur vegna veðurs. Á morgun kemur önnur lægð upp að landinu með suðlægum áttum og óvíst hvernig verður með opnun og færð næstu ...
Meira


Margrét Halldórsdóttir | 02.03.15 | 08:44 Staðan í leikskólamálum á Ísafirði

Mynd með frétt Nokkrar breytingar hafa verið í leikskólamálum á Ísafirði undanfarin misseri og eru þær að stærstum hluta tilkomnar vegna mikilla sveiflna í árgangastærð. Í litlu samfélagi verða hlutfallslegar sveiflur miklar, árgangar hafa síðustu ár farið úr 20 upp í 50 börn og aftur niður í 20. Leikskólakerfið þarf að geta tekið slíkum sveiflum og hefur sannarlega gert það undanfarin ár. Foreldrar, fagfólk og yfirstjórn Ísafjarðarbæjar eru þó sammála nauðsyn á framtíðarsýnar í málaflokknum. Fræðslunefnd hefur nú óskað eftir heimild til að móta heildstæða stefnu til framtíðar í dagvistarmálum þannig að mögulegar úrlausnir séu vel þekktar með góðum fyrirvara og stefnt að enn ...
Meira


  Sælkerar vikunnar – Hafdís Gunnarsdóttir og | 27.02.15 Lime kjúklingur með taílensku ívafi, spínatkartöflumús og karrýsósu

  Mynd með frétt Þessi uppskrift er stöðugt í þróun og er tekin úr ýmsum áttum en taílensk matargerð er grunnurinn í uppskriftinni. Fiskisósan (e. Fish sauce), limebörkurinn og limesafinn gefa aðalréttinum einkennandi bragð. Þennan rétt er hægt að einfalda mikið og t.d. bera fram með grjónum í staðinn fyrir kartöflumúsina og sleppa karrýsósunni þar sem kjúklingurinn er bragðmikill og safaríkur.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli