Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 23.04.14 Í-listinn kynntur í kvöld

Undirbúningshópur vegna framboðs Í-listans í Ísafjarðarbæ kynnir tillögu að framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor, á opnum fundi í kosningamiðstöð Í-listans að Aðalstræti 24 kl. 20 í kvöld. Á listanum eru tíu konur og átta karlar sem hafa að meginmarkmiði að vinna að hagsmunamálum íbúanna og bæjarfélagsins. Á fundinum verður tillaga undirbúningshópsins kynnt og borin undir atkvæði stuðningsmanna listans. Í-listinn er samstarf fólks úr mörgum flokkum, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, öðrum en Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Að listanum stendur fólk úr Samfylkingu, Vinstrihreyfingunni, grænu framboði, Dögun, Lýðræðisvaktinni og úr fleiri áttum og fólk sem stendur utan stjórnmálaflokka.
Meira

bb.is | 23.04.14 | 10:19 Bolungarvík fær þrjár milljónir í arð

Mynd með frétt Bolungarvík fær tæpar þrjár milljónir króna í arð vegna hlutar síns í Lánasjóði sveitarfélaga ohf., á síðasta ári. Á aðalfundi lánasjóðsins í lok mars var samþykkt að greiða út arð, alls 358 milljónir króna, til hluthafa vegna góðrar afkomu síðasta árs. ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 09:36Ásgeirsmótið í Tungudal

Mynd með fréttÁsgeirsmótið í svigi fór fram í Tungudal á skírdag í blíðskaparveðri. Þátttakendur voru alls 39 og á öllum aldri. Í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri er keppt um Ásgeirsbikarana og urðu sigurvegarar í ár þau Thelma Rut Jóhannsdóttir og ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 09:13Afskrifaði 250 milljónir vegna tapaðra lána til pítsustaða

Mynd með fréttSparisjóðurinn í Bolungarvík afskrifaði 250 milljónir króna vegna tapaðra lána til pítsustaða í Reykjavík og fór sparisjóðsstjórinn í sumum tilfellum út fyrir þær heimildir sem útlánareglur gáfu honum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann hafði sjálfur veitt lán sem honum bar að ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 08:51Drífa og Marteinn STIGA sleða meistarar

Mynd með fréttDrífa Gestsdóttir og Marteinn Svanbjörnsson unnu STIGA sleða rallý sem fór fram á skíðasvæðinu í Tungudal á skírdag. Í öðru sæti í flokki karla var Aron Svanbjörnsson og í því þriðja var Rúnar Hólm. Í öðru sæti í flokki kvenna var ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 08:28Sauðburður hafinn í Árneshreppi

Mynd með fréttÞrjár ær í eigu Guðlaugs Ágústssonar, bónda í Steinstúni í Norðurfirði, báru á mánudag og báru þær óvenju snemma. Voru það tvær tvílembur og ein einlemba. Að sögn Guðlaugs gætu fimm ær borið næstu daga. Skýringin er sú að nokkrar rollur ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 08:05Fá fjórar milljónir úr mannvirkjasjóði KSÍ

Mynd með fréttBoltafélag Ísafjarðar fékk fjórar milljónir króna úr mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands vegna uppsetningar á girðingum og hliðum við Torfnesvöllinn á Ísafirði. Úthlutað var til sjö verkefna, samtals 16 milljónir króna en hæsti styrkurinn fór til BÍ. Í samræmi við reglugerð um sjóðinn ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Bjarnabúð Bolungarvik

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum, stofnuð 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Vanti þig nál, tvinna, garn, lambalæri, mjólk, bók, gjafir eða fatnað, þá finnur þú það í Bjarnabúð. Opið alla daga vikunnar.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Hörður Högnason | 17.04.14 | 08:31 3X Technology og framfarir í endurlífgun á N-Vestfjörðum

Mynd með frétt Miklar framfarir hafa orðið á stuttum tíma í þremur mikilvægustu þáttum endurlífgunar vegna hjartastopps, ef rafstuð er undanskilið. Þær snúa að ...
Meira

  Leitarvélin

  Útgefandi

  Gúttó ehf.
  Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
  Sími 456 4560 - Fax 456 4564
  Kt. 680501-2620
  netfang: bb@bb.is
  Veffang: www.bb.is

  Ritstjóri vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson

  Ábyrgðarmenn vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson
  Halldór Sveinbjörnsson  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli