Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 27.05.15 Fjárveitingar til fimm staða á Vestfjörðum

Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins, eftir því sem fram kemur hér á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar af verður rúmlega fimmtíu milljónum króna varið til verkefna á Vestfjarðakjálkanum, eins og nánar kemur fram hér fyrir neðan. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu.
Meira

bb.is | 27.05.15 | 16:56 Óskað eftir vitnum að líkamsárás

Mynd með frétt Í liðinni viku voru tveir ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem leið áttu um Vesturbyggð og nágrenni. Þrjú fíkniefnamál komu til meðferðar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. ...
Meira

bb.is | 27.05.15 | 16:10Misjafnlega mosagrónir bæjarstarfsmenn hreinsa til

Mynd með fréttStarfsfólk bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í grænni viku í bænum og hreinsar svæðið á Suðurtanga á Ísafirði frá lokun skrifstofunnar á morgun, fimmtudag, og fram eftir degi. Svæðið er stórt, ruslið mikið og starfsfólk bæjarskrifstofunnar ekki ...
Meira

bb.is | 27.05.15 | 15:45Skiptar skoðanir hjá fyrrverandi þingforsetum

Mynd með fréttÞrír fyrrverandi forsetar Alþingis, þau Halldór Blöndal, Sturla Böðvarsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, líta störf Alþingis þessa dagana svolítið mismunandi augum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt yfir þúsund ræður um fundarstjórn forseta að undanförnu og ekkert lát varð á þeim ræðuhöldum á ...
Meira

bb.is | 27.05.15 | 15:01Áfram svalt í veðri

Mynd með fréttEnn bólar ekkert á hlýju lofti. Hiti hefur þó hangið í meðallagi síðustu tíu ára á landinu í heild síðustu tíu til tólf daga – og út af fyrir sig varla hægt að kvarta undan því. En maímánuður í heild verður ...
Meira

bb.is | 27.05.15 | 14:51Teigsskógarleið aftur í umhverfismat

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. Um er að ræða rúmlega 15 km kafla ...
Meira

bb.is | 27.05.15 | 14:14Verkfalli frestað hjá landsbyggðarfélögum

Mynd með fréttSamninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Þetta gildir meðal annars um Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn ...
Meira


bb.is | 21.05.15 | 19:58 Háskólasetrið 10 ára

Mynd með frétt Með þekkingu virkjum við auðinn sem liggur ónýttur í auðlindunum ef við kunnum ekki til verka. Það er sama hvort það er þekking sjómannsins, bóndans, fiskverkafólksins, smiðsins eða rannsakandans og frumkvöðulsins. Allar þessar stéttir, og svo miklu fleiri til, þurfa á grunnþekkingu að halda og aðstæðum til að næra hana og bæta við. Að hafa stoð í rannsóknar- og menntastofnunum sem aðgengilegar eru íbúum Vestfjarða er bæði eðlilegt og mikilvægt fyrir metnaðarfullt samfélag. Þess vegna kölluðu Vestfirðingar eftir menntaskóla á sínum tíma, og þess vegna var svo mikil eftirspurn eftir háskólastarfsemi á Vestfjörðum.
Meira


  Sælkerar vikunnar – Unnur Sigfúsdóttir og | 22.05.15 Núðlusúpa

  Mynd með frétt Við ætlum að bjóða upp á uppskrift af hálfgerðri naglasúpu. Það tekur í mesta lagi klukkustund að útbúa hana og hún er bæði bragðgóð og saðsöm. Hægt er að nota frosna kjúklingabita í súpuna og afgangs grænmeti. Það er því yfirleitt einfalt að skella í þessa súpu þó óvænta gesti beri að garði.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli