Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 31.08.16 Arnfirskir leikhússtrákar æfa Gísla á Uppsölum

Æfingar standa nú yfir á nýju leikriti um Gísla á Uppsölum. Hér er á ferð einstök saga um þekktasta einbúa þjóðarinnar, sem undi sáttur við sitt á sama stað allt sitt líf, á Uppsölum í Selárdal Arnarfirði. Það er Kómedíuleikhús Elfars Loga Hannessonar sem færir leikritið upp og frumsýningin verður á heimaslóðum Gísla í kirkjunni í Selárdal 24. september. Í kynningu segir að höfundar verksins séu arnfirsku leikhússtrákarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson, en þeir eru báðir upprunnir á Bíldudal. Elfar Logi leikur Gísla og Þröstur Leó leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einstaki listamaður Svavar Knútur.
Meira

bb.is | 31.08.16 | 16:25 Von á næturfrosti

Mynd með frétt Ef ekki er búið að bjarga mest að þeim verðmætum í hús sem finna má í formi bláa gullsins – berjunum, þá gæti hver farið að verða síðastur með slíkt ef marka má spá Veðurstofunnar. Búist er við næturfrosti á Vestfjörðum ...
Meira

bb.is | 31.08.16 | 15:57Unnið að endurskoðun strandveiðanna

Mynd með fréttÍ sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun strandveiðikerfisins. Þar er m.a. skoðað sérstaklega hvort hefja eigi strandveiðitímabilið á svæði D, sem nær frá Höfn í Borgarbyggð, fyrr til að koma til móts við óskir sjómanna á svæðinu en þeir telja fiskigöngu ...
Meira

bb.is | 31.08.16 | 14:50Mesta árstíðasveiflan á Vestfjörðum

Mynd með fréttSamkvæmt niðurstöðum Ferðamannapúls Isavia, Ferðamálastofu og Gallup fyrir mánuðina júní og júlí, þá eru ferðamenn sem sækja Ísland heim almennt ánægðir með dvöl sína. Meðaleinkunnin sem þeir gefa er um 85 á skalanum 0- 100 sem er svipuð einkunn og hefur ...
Meira

bb.is | 31.08.16 | 14:01Gylfi í 1. sæti hjá Viðreisn

Mynd með fréttUppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið hverjir skipa efstu þrjú sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann í þingkosningunum í haust. Í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu og þriðja sæti skipar ...
Meira

bb.is | 31.08.16 | 13:23Framhjálöndun til rannsóknar

Mynd með fréttÞann 23. ágúst óskaði starfsmaður Fiskistofu eftir aðstoð lögreglunnar vegna gruns um framhjálöndun í Bolungarvík. Það mál er til rannsóknar og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um það mál. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni síðustu ...
Meira

bb.is | 31.08.16 | 12:58Fóru um borð í 84 báta

Mynd með fréttLíkt og undanfarin ár héldu Fiskistofa og Landhelgisgæslan uppi sameiginlegu fiskveiðieftirliti í sumar. Eftirlitið fór fram dagana 13. til 15. júlí og 2. til 10. ágúst bæði á djúpslóð og grunnslóð umhverfis landið. Farið var með varðskipunum Tý og Þór. ...
Meira


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir | 31.08.16 | 07:55 Sterkir innviðir skapa sterkt samfélag

Mynd með frétt Á Íslandi er mikill mannauður. Hér býr kraftmikið fólk sem skapar verðmæti í sínum störfum og með því að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Allir landsmenn, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli hafa þá sameiginlegu hagsmuni að allir landsmenn hafi sömu tækifæri. Átök milli landssvæða veikja samfélagið í heild. Við eigum að hafa trú á getu okkar, framtíð og samtakamætti.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli