Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 24.05.16 Ísfirskt Ívaf á veraldarvefnum

Þeir eru margir þúsundþjalasmiðirnir sem finnast á Íslandi og oft klóra erlendir gestir sér í kollinum yfir fjölhæfni fólks. Hvernig viðskiptamaðurinn er líka þjálfari skokkhóps, bílstjórinn ljóðskáld, verslunarkonan sauðfjárbóndi. Þau eru mýmörg dæmin og kristalla með berum hætti að enginn er bara eitthvað eitt. Við erum heppin á Ísafirði, því til okkar höfum við fengið í flóru þúsundþjalasmiða Sigríði Sif Gylfadóttur, eða Siggu Sif líkt og hún er yfirleitt kölluð. Hún kom hingað vegna þess hversu vel hið vestfirska landslag rímaði við útivistaráhuga hennar og ósjaldan má finna hana upp um fjöll og firnindi. Hún starfar sem eðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og fæst við líkanareikninga, starf sem hafði þann möguleika að geta flutt það með sér á milli landshluta. Ekki nóg með þetta heldur hefur Sigga Sif nú opnað vefsíðu með eigið handverki og hönnun – Ívaf.
Meira

bb.is | 24.05.16 | 16:26 Kveðja Tónlistarskólann með tónleikum

Mynd með frétt Í kvöld kveðja þær Melkorka Ýr Magnúsdóttir og Sigríður Salvarsdóttir Tónlistarskóla Ísafjarðar og bjóða af því tilefni til tónleika. Þær hafa báðar frá unga aldri stundað píanó- og söngnám við skólann. Sigríður lauk miðprófi í söng vorið 2015 og Melkorka nú ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 15:49Söfnin komin í sumargír

Mynd með fréttSumaropnun Byggðasafns Vestfjarða er komin í fastar skorður, enda „sísonið“ byrjað með komum skemmtiferðaskipa og auknum ferðamannaþunga til Vestfjarða. Í Neðstakaupstað á Ísafirði er safnið opið alla daga vikunnar frá kl. 9-18 og stendur sú opnun til 15. september. Vélsmiðja GJS ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 14:48Nemendur útskrifast úr Fab Lab smiðju

Mynd með fréttFræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifaði í gær sjö nemendur úr námi í Fab Lab hönnunar- og tilraunasmiðjunni sem starfrækt hefur verið á vorönn. Námið var 120 kennslustundir og var það sett upp í samstarfi við Fab Lab og voru kennarar á því Elísabet ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 14:14Æðarkóngur í Arnarfirði

Mynd með fréttÁgúst Svavar Hrólfsson var á ferð í Arnarfirði á dögunum þar sem hann myndaði glæsilegan æðarkóng í grennd við Hrafnseyri. Það ratar oft í fréttir ef sést til æðarkóngs en Ágúst segir nokkuð algengt að rekast á þá á Vestfjörðum í ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 13:23Grímur AK aflahæstur á svæði A

Mynd með fréttStrandveiðum á svæði A lauk í síðustu viku þegar heildarúthlutun maímánaðar var náð og 64 tonnum betur. Á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að Grímur AK fiskaði mest í mánuðinum, eða 8,4 tonn í 10 róðrum. Sif SH og Katrín SH ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 12:59Kómedíuleikhúsið sýnir í Andalúsíu

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið frá Ísafirði sýnir nú leikrit sitt Gretti í Andalúsíu á Spáni og lýkur sýningarferðinni í Almedinilla í Cordoba 27. maí. Elfar Logi Hannesson leikur Gretti Ásmundarson og lék hann m.a. nýverið í grunnskólanum Virgen de la Peña í strandborginni Fuengirola. ...
MeiraSælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
Meira

  Leitarvélin

  Útgefandi

  Athafnagleði ehf
  Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
  Sími 456 4560 - Fax 456 4564
  Kt. 690715-0740
  netfang: bryndis@bb.is
  Veffang: www.bb.is

  Ritstjóri vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Bryndís Sigurðardóttir

  Ábyrgðarmaður vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Bryndís Sigurðardóttir  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli