Fréttir frá Púkunum í Grunnskóla Önundarfjarðar

Örnefnaganga í rigningu
Allir nemendur í Grunnskóla Önundarfjarðar fóru í gönguferð að skrá niður örnefni í umhverfinu. Við löbbuðum að útsýnisskífu sem er upp á  A-inu. A-ið er frekar nýtt örnefni og er snjóflóðavarnagarður. Útsýnisskífan er dálítið skökk og gaf ekki réttar upplýsingar til dæmis að Ingjaldssandur væri út í sjó og Barðinn ekki réttum megin.
Við ætluðum að fara í langa göngu en það kom grenjandi rigning og við fórum aftur í skólann alveg rennandi blaut. Við náðum að skrifa niður og taka myndir af nokkrum örnefnum eins og af Minningargarðinum, Hvalsteininum, Þorfinni, Galtargilsfjalli, Jóhönnulundi og Goðahól
Við ætlum aftur í gönguferð og klára að skrá örnefnin á Flateyri. Svo ætlum við að teikna kort af eyrinni og merkja örnefnin inn á.

Höfundar:
Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar

DEILA