Vestfirskar fréttir

bb.is | 26.09.16 | 08:34 Fjölbreytt námskeið á döfinni

Mynd með frétt Það er fjöldinn allur af námskeiðum á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Eins og svo oft áður í starfi Fræðslumiðstöðvarinnar spanna námskeiðin vítt svið og er bæði fyrir lærða og leika. Af námskeiðum sem verða haldin á næstunni má nefna námskeið um hljóðvist í húsum, en það er ætlað fyrir fagmenn í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn Ársæll Níelsson sem framleiðir myndina ásamt Marzibil Sæmundardóttur og Svövu ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta því svo úr því verði góður íveru- og vinnustaður fyrir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:24Lokaleikur knattspyrnuvertíðarinnar

Mynd með fréttVestri mætir Njarðvík á Torfnesvellinum á Ísafirði á morgun í lokaleik 2. deildar Íslandsmóts karla. Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig, jafnmörg og Sindri á Hornafirði sem er reyndar með betra markahlutfall. Liðin munu eiga sætaskipti fari það svo að Vestramenn nái betri úrslitum en Sindri á morgun, ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 15:50 Nýtt lag frá Mugison

Mynd með frétt Tónlistarmaðurinn Mugison sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber heitið I'm a Wolf og er sannkallaður föstudagshittari og undir sterkum áhrifum frá Tom Waits . Mugison sendir frá sér breiðskífu í haust, þá fyrstu síðan Haglél kom út árið 2011. Í millitíðinni hefur hann sinnt öðrum verkum, meðal annars ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll fædd og upp alin á Ísafirði og hafa barist fyrir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:14Árneshreppur keppir í Útsvarinu í kvöld

Mynd með fréttÁrneshreppur á Ströndum tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Útsvar á RÚV í kvöld. Lið Árneshrepps er skipað Birnu Hjaltadóttur frá Bæ, Guðmundi Björnssyni frá Melum og Arnari H. Ágústssyni úr Steinstúni. Símavinur liðsins verður Hrafn Jökulsson sem var búsettur í Árneshreppi um tíma. Andstæðingurinn í þessari fyrstu keppni Árneshrepps ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Sandkastalakeppni 2016

Hin árlega sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði fór fram um helgina. „Þetta var alveg frábær dagur, sólin byrjaði að skína þegar við sandkastalagerðin hófst. Við höfðum byggingartímann 90 mínútur og það ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 23.09.16 | 12:59 Fríða Dagmar ÍS í 3. sæti

Mynd með frétt Smábátar veiddu 95.433 tonn á síðasta fiskveiðiári. Megnið af þessum afla veiddu krókaaflamarksbátar, eða 73.646 tonn. Smábátar með aflamark koma þar á eftir með 12.252 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Annar afli smábáta fékkst við strandveiðar og frístundaveiðar. Sextán krókaaflamarksbátar náðu að fiska yfir eitt þúsund tonn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir Antoni Helgasyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, á vef RÚV. Heilbrigðiseftirlitinu bárust ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 10:38Tannsar á Torfnesi sigruðu púttið

Mynd með fréttGóð þátttaka var í árlegu fyrirtækjamóti í pútti hjá Kubba, íþróttafélagi eldriborgara í Ísafjarðarbæ, fór fram á þriðjudag. 16 fyrirtæki tóku þátt og voru liðsmenn bæði félagar úr Kubba sem og starfsmenn fyrirtækjanna og hefur mótið verið ein aðal fjáröflun félagsins undanfarin sjö ár. Sigurvegari mótsins í ár var Reynir Pétursson ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með frétt Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista yfir sendiráð og ræðismenn Væntanlegum kjósendum ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:18Greinaröð um vestfirska listamenn

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar birtist fyrsta greinin af tíu sem Elfar Logi Hannesson skrifar fyrir blaðið um vestfirska listamenn. Í þessu fyrsta blaði fjallar Elfar um þann fjölhæfa listamann Guðmund Thorsteinsson eða Mugg. Muggur er Bílddælingur eins og Elfar en var fyrr á ferðinni því hann var fæddur árið 1891, hann ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins og að hringja beint úr síma, t.d. í aðila þjónustumiðstöðvar. Vefurinn ...
Meira


bb.is | 23.09.16 | 08:34 Guðni og Eliza heimsækja Vesturbyggð

Mynd með frétt Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Vesturbyggðar dagana 3. og 4. október. Forsetahjónin heimsækja meðal annars skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Á mánudagskvöldið 3. október kl. 20 verður kaffisamsæti í Félagsheimili Patreksfjarðar fyrir forsetahjónin og alla íbúa Vesturbyggðar. Þar verða ávörp og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 08:24Stöndum saman Vestfirðir safnar að nýju

Mynd með fréttGóðgerðafélagið Stöndum saman Vestfirðir hefur blásið til næstu söfnunar sinnar. Að þessu sinni verður safnað fyrir tækjum á Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði og fyrir valinu varð að safna fyrir sjúkrarúmi og dýnu. Síðasta vetur fór fyrsta söfnun félagsins fram og í byrjun júní var Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði afhentur afrakstur söfnunarinnar; barkaþræðingatæki ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi í sjávarbyggðafræðum. Meistaranám í byggðafræðum er ekki til á landinu en ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 22.09.16 | 16:53 Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með frétt Á sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið varið í að gera sögu Gísla sem best skil og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og er hver koma skráð. Til tíðinda telst að hver einasta ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli