Vestfirskar fréttir

bb.is | 02.12.16 | 16:50 Vilja gefa Töniu og fjölskyldu góða jólagjöf

Mynd með frétt Stöllurnar Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir og Karen Gísladóttir standa fyrir liðakeppni undir yfirskriftinni „Gerum gagn“ í Stúdíó Dan á Ísafirði þann 10. desember næstkomandi. Keppnin er bæði til gamans gerð, jafnframt því sem hún er fjáröflun fyrir Töniu Ciulwik og fjölskyldu hennar. Tania litla, sem fjallað hefur verið um á vef Bæjarins ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 15:48Feita mamma frumsýnd í G.Í.

Mynd með fréttNemendur á efsta stigi við Grunnskólann á Ísafirði frumsýna í dag leikritið Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur á fullveldisfagnaði 10.bekkjar. Sýningin í dag verður fyrir nemendur í 8.10.bekk G.Í. og nágrannaskóla og eftir sýninguna verður slegið upp balli í skólanum. Á morgun laugardag, klukkan 14, verður svo sýning öllum opin í ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 14:14Vestri – Álftanes í dag

Mynd með fréttEf yfirvöld veðurs og vinda og Flugfélagið standa sína plikt eigum við von á hörkublakleik á Torfnesi kl. 17:30 í dag. Kvennalið Vestra í blaki tekur þá á móti Álftanesi í fyrstu deild Íslandsmótsins í blaki og stefnan auðvitað að raka inn stigum og potast ofar í mótinu en Vestri er ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 13:23Jólaljósin tendruð á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með fréttÁ sunnudag er annað dagur aðventu og eru nú þegnar þessa lands teknir til við að koma sér í jólagírinn með ýmsu móti, jafnframt því sem hátíðarundirbúningur er hafinn á mörgum heimilum. Tendrun ljósa á jólatrjám í flestum byggðum bólum er löngu orðið að föstum lið og er það oft tíminn ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 12:59 Jólalag Ingvars Alfreðssonar komið í spilun

Mynd með frétt Nýtt jólalag Ísfirðingsins Ingvar Alfreðssonar kom út í gær. Lagið heitir Vetrarnótt og var það Ingvar samdi lagið og Friðrik Sturluson samdi texta lagsins. Sigríður Beinteinsdóttir syngur lagið, en Ingvar hefur unnið með Sigríði um árabil. Hér má hlýða á lagið í heild sinni.
Meira

bb.is | 02.12.16 | 11:50Íhuguðu að sniðganga tendrun jólaljósanna

Mynd með fréttKennarar við Tónlistarskólann á Ísafirði sýndu á fundi sínum á mánudag eindreginn vilja til að koma ekki að tendrun jólaljósanna á Silfurtorgi með nokkrum hætti, en Lúðrasveit skólans og barnakór hafa í gegnum tíðina glatt bæjarbúa með tónlistarflutningi sínum við þetta tilefni. Einnig er hefð fyrir því að T.Í. og velunnarar ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 10:59Gufudalssókn og Reykhólasókn sameinast

Mynd með fréttÁ nýafstöðnu kirkjuþingi sem haldið var í nóvember var samþykkt að sameina Gufudalssókn og Reykhólasókn í eina sókn. Var breytingin gerð að frumkvæði heimamanna en áður höfðu aðalsafnaðarfundir beggja sóknanna samþykkt sameiningu. Ástæða sameiningarinnar er fólksfækkun í Gufudalssókn. Presturinn á Reykhólum, Hildur Björk Hörpudóttir, hefur sinnt Gufudalsókn. Sameiningin tekur gildi frá ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Sandkastalakeppni 2016

Hin árlega sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði fór fram um helgina. „Þetta var alveg frábær dagur, sólin byrjaði að skína þegar við sandkastalagerðin hófst. Við höfðum byggingartímann 90 mínútur og það ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 02.12.16 | 09:37 Segir hótanir um brottrekstur færast í vöxt

Mynd með frétt Á nýafstöðnu þingi Sjómannasambandsins skoraði sambandið á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Í ályktun þingsins segir að vantraust hafi farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna síðustu misserin, að í sumum tilfellum sé um algjöran trúnaðarbrest að ræða. Eins og fram kom í fréttum í nóvember fóru sjómenn í ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:24Vestrakrakkar gera það gott í blakinu

Mynd með fréttUngir blakiðkendur hjá Vestra hafa verið að gera góða hluti að undanförnu og hafa tveir drengir verið valdir í drengjalandsliðið, þeir Hafsteinn Már Sigurðsson og Gísli Steinn Njálsson og er Katla Vigdís Vernharðsdóttir komin í 15 manna úrtak fyrir stelpnalandsliðið, en um næstu helgi verður valið í 12 manna hóp. Blaksamband ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:01OV auglýsir samfélagsstyrki

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. Við styrkúthlutun er leitast við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði og miðað við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til 500.000.- þúsund krónur. Við síðustu úthlutun hlutu hæstu styrkina Björgunarsveitin ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 08:36 Bréfmaraþon Amnesty International á Ísafirði

Mynd með frétt Árlegt bréfmaraþon Amnesty International stendur yfir dagana 3-17. desember. Maraþonið er til þess gert að vekja athygli fólks á mannréttindum og á meðan átakinu stendur er fólk hvatt til þess að skrifa nafn sitt undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Á Ísafirði verður hægt að mæta í Rammagerð Ísafjarðar ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 07:45Netverslun hefur áhrif á jólaverslun á Ísafirði

Mynd með fréttÍ fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum var fjallað um netverslun á Íslandi og kom þar fram að fleiri virðist ætla gera jólainnkaupin á netinu en áður. Í spá Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina í ár segir að líklegt verði að meira verði um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 16:50Öll miðasala af heimaleik Vestra til Birkis Snæs

Mynd með fréttMeistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember klukkan 20. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir Snær er sonur Þóris Guðmundssonar fyrrum leikmanns KFÍ og Guðrúnar ...
Meira


bb.is | 01.12.16 | 15:50 Hefur lifað ótrúlegar breytingar

Mynd með frétt Í nýjasta tölublaði Bæjarins Besta er talað við Engilbert S. Ingvarsson, sem var lengst af bóndi á Tirðilmýri við Ísafjarðardjúp. Engilbert er fæddur árið 1927 og bjó stóran hluta lífs síns við Ísafjarðardjúp, fyrst sem barn og síðar meir sem bóndi. Líkt og fólk sem ólst upp í sveitum Íslands á ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 15:37Tónleikum karlakórsins á Þingeyri frestað

Mynd með fréttTil stóð að Karlakórinn Ernir héldi tónleika í kvöld á Þingeyri, því miður verður ekki af þeim vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Að sögn Andrésar Guðmundssonar, talsmanns kórsins eru tónleikar í Bolungarvík og Ísafirði á sunnudaginn og ekki er vitað betur á þessari stundu en að þeir standist.
Meira

bb.is | 01.12.16 | 14:14Kindur hrella ökumenn í skammdeginu

Mynd með fréttTíðin það sem af er vetri hefur verið sérlega góð á Vestfjörðum. Margir fagna að þurfa ekki að ösla skaflana eða glíma við ófærð á vegum, aðrir fagna minna. Þó enn sé snjólétt á vegum í fjórðungnum þá er ýmislegt sem ber að varast, til að mynda hefur mikil hálka verið ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 01.12.16 | 13:53 Skólamál á Flateyri í samráðsferli

Mynd með frétt Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að sameina ekki leik- og grunnskólastig Flateyrar án samráðs við íbúa. Forseti bæjarstjórnar segir það hafa verið mistök að hefja ekki samráð við íbúa fyrr. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpins. Frá því hefur verið greint á undanförnum vikum að íbúar á Flateyri hafi brugðist illa við ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 13:32Fullveldisdagurinn í dag

Mynd með fréttÍ dag 1. desember er fullveldisdagur Íslendinga. En þá fagna Íslendingar því að hafa hlotið fullveldi frá Dönum þann 1. desember 1918. Í orðinu fullveldi felst að hafa einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, það er dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks. Að vera fullvaldur er ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 12:59Aðventukvöld í Hólskirkju á sunnudag

Mynd með fréttÁrlegt aðventukvöld Bolvíkinga er haldið í Hólskirkju í Bolungarvík annan sunnudag í aðventu sem er 4. desember árið 2016. Aðventukvöldið í ár er 51. aðventukvöld og hefst kl. 20:00. Að aðventukvöldi loknu standa foreldrar drengja í fjórða flokki í fótbolta fyrir kaffiveitingum í safnaðarheimilinu. Fjórtán ára og eldri greiða 1.500 ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli