Vestfirskar fréttir

bb.is | 20.04.14 | 11:22 Nostalgíuköst með SSSól Krúsinni

Mynd með frétt Það má segja að skemmtanahaldi páskanna á Ísafirði verði slúttað í kvöld og nótt með pompi og prakt en um er að ræða þrjú böll sem hægt er að velja um, nú eða rölta á milli. Hljómsveit sem á að baki lengra líf en flestar hljómsveitir landsins, engin önnur en SSSól, ...
Meira

bb.is | 20.04.14 | 10:47Víða hátíðarmessur í dag

Mynd með fréttPáskarnir eru ein stærsta hátíð kristinna manna þar sem minnst er fórnardauða frelsarans. Hátíðarmessa verður í flestum kirkjum í dag, eða á morgun, svo Vestfirðingum gefst úrvals færi á að sækja kirkju nálægt heimili sínu. Páskamessa var í Ísafjarðarkirkju klukkan 9 í dag og kaffi fyrir kirkjugesti í safnaðarheimilinu eftir messu. ...
Meira

bb.is | 20.04.14 | 10:03Garpamótið haldið í dag

Mynd með fréttGarpamótið svokallaða verður haldið í dag á skíðasvæðunum í Tungudal og á Seljalandsdal, en mótið er ætlað skíðamönnum sem eru komnir af sínu léttasta skeiði og er mótið fyrst og fremst haldið til gamans. Keppt er bæði alpagreinum og göngu á mótinu en það hefst kl. 14. Skíðavæðin eru að sjálfsögðu ...
Meira

bb.is | 20.04.14 | 09:16Lay Low og Emilíana á Rauðasandur Festival

Mynd með fréttTónlistarhátíðin Rauðisandur Festival verður haldin í þriðja sinn í sumar dagana 3.-6. júlí. Fjöldi listamanna hefur nú þegar staðfest komu sína en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum. Þeir sem þegar er staðfest að komi fram eru:
Meira

bb.is | 20.04.14 | 08:48 Gleðilega páska!

Mynd með frétt Fréttavefur bb.is óskar lesendum sínum gleðilegra páska. Páskar eru elsta hátíð kristinna manna en á sér enn eldri rætur meðal gyðinga, en hjá þeim nefnist hátíðin Pasach og er haldin til að minnast brottfarar gyðinga frá Egyptalandi og þess að Drottinn hafi hlaupið yfir hús Ísraelsmanna er hann deyddi frumburði Egypta, ...
Meira

bb.is | 19.04.14 | 10:03Skúli, Bongo og Óli sjá um gleðina í kvöld

Mynd með fréttÞegar síga tekur á seinni hluta kvölds í kvöld er óhætt að fara smokra sér í dansskóna, eða bara halda þeim sem í var stappað í takt við rokkið á Aldrei fór ég suður fyrripart kvölds, því frá kl. 23 til 03 verður dansleikur með Skúla Mennska og níu manna hljómsveit ...
Meira

bb.is | 19.04.14 | 09:18„Erum að rifna úr stolti“

Mynd með fréttÁrshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar fór fram á dögunum og þótti hún takast einstaklega vel. Nemendur skólans sýndu leikverkið Ávaxtakörfuna og slógu þar í gegn. „Þegar við höldum að nemendur okkar geta ekki komið okkur lengur á óvart þá sýna þau annað. Þau stóðu sig svo stórkostlega að við erum að rifna úr ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 18.04.14 | 10:47 Hægt að dansa frá sér vitið í nótt

Mynd með frétt Nóg er um að vera í dag fyrir skemmtanaglaða gesti og íbúa Ísafjarðar, þá sem ekki hafa fengið nóg eftir dagskrá dagsins, bæði á Skíðavikunni og rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður, en hægt er að velja um þrjú böll sem hefjast um miðnætti. Í Edinborgarhúsinu er það enginn annar en Páll ...
Meira

bb.is | 18.04.14 | 10:03Fjármagn til gatnakerfis ekki verið nægjanlegt

Mynd með frétt„Fjármagn til gatnakerfis hefur því miður ekki verið nægjanlegt svo hægt sé að halda því við. Segja má að á flestum árum sé um að ræða hjálp í viðlögum, þó hafa nokkrar götur verið endurnýjaðar. Æskilegt væri að fjármagn malbiks gatna væri um 50 millj. annað hvert ár. Þá hefur fjármagn ...
Meira

bb.is | 18.04.14 | 09:15Les Passíusálmana í Hólskirkju

Mynd með fréttSíðustu tvö árin hefur leikarinn og Bolvíkingurinn Pálmi Gestsson lesið upp Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hólskirkju á föstudaginn langa og fékk hann góðar undirtektir bæði árin. Pálmi endurtekur leikinn í dag, á 400 ára fæðingarafmæli sálmaskáldsins, og hefst lesturinn kl. 13 og stendur fram eftir degi. Í viðtali við BB um ...
Meira

bb.is | 18.04.14 | 08:55 Aldrei fór ég suður sett í 11. sinn

Mynd með frétt Á þessum þriðja degi Skíðavikunnar á Ísafirði, og jafnframt fyrsta degi rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, er úr nógu að velja, bæði fyrir íbúa og gesti svæðisins. Skíðasvæðin í Tungudal og Seljalandsdal eru opin frá kl. 10 til 17 og hefst furðufatadagur þar kl. 11. Þá mæta bæði íþróttaálfurinn og Solla ...
Meira

bb.is | 17.04.14 | 12:01Fiskneysla á föstunni eykst

Mynd með fréttFiskneysla Ísfirðinga á lönguföstu hefur aukist undanfarin ár. „Ég sé mun milli ára. Kannski er fiskneyslan að aukast vegna þess að þjónustan er betri,“ segir Kári Jóhannsson, fisksali í Fiskbúð Sjávarfangs. Kári opnaði búðina í júlí 2011. „Þá hafði ekki verið fiskbúð á Ísafirði í fimmtán ár,“ segir Kári. Föstudagurinn langi ...
Meira

bb.is | 17.04.14 | 11:20BÍ/Bolungarvík dæmdur sigur gegn Fram

Mynd með fréttLiði BÍ/Bolungarvíkur var dæmdur sigur í leik gegn Fram þar sem Fram tefldi fram leikmanni sem átti að vera í leikbanni. Leikurinn var í Lengjubikarnum og fór fram 4. apríl og sigraði Fram 3-0. Í leiknum notuðu Framarar Aron Þórð Jónsson þrátt fyrir að hann hefði fengið þrjú gul spjöld í ...
Meira


bb.is | 17.04.14 | 10:48 Fyrstu fermingar vorsins

Mynd með frétt Í dag er skírdagur en þá minnast kristnir menn þess er Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Um er að ræða almennan frídag og nýta margir fríið í að fara á skíði, nú eða til að sækja guðsþjónustur. Víða á Vestfjörðum er messað í dag en tvær fermingar messur eru ...
Meira

bb.is | 17.04.14 | 10:02Pá-skar er tilbúinn fyrir Ísafjörð

Mynd með frétt„ÍSAFJÖRÐUR! Ég er svo gjörsamlega tilbúinn í Pallaball í Edinborg á Ísafirði, föstudaginn langa. Ókeypis barnaskemmtun kl. 16.00 um daginn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook. Páll Óskar, eða Pá-skar eins og hann snýr út úr nafninu í Facebook-færslunni, hefur undanfarin ár haldið barnaskemmtanir í Edinborg og hafa þær ...
Meira

bb.is | 17.04.14 | 09:18Skíðablaðið komið út

Mynd með fréttSkíðablaðið 2014 er komið út og að venju er um veglegt blað að ræða sem er stútfullt af áhugaverðu efni enda fagnar Skíðafélag Ísfirðinga áttatíu ára afmæli í ár. Langt viðtal er í blaðinu við göngukappann og ólympíufarann Þröst Jóhannesson. Hann hefur mörg ár verið einn að prímusmótorum Fossavatnsgöngunnar og fer ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 17.04.14 | 08:59 Skíðaskotfimi, leikir og leikrit meðal viðburða dagsins

Mynd með frétt Skíðavikan var sett í 80. sinn í gær með pompi og prakt á Silfurtorgi. Hátíðin stendur fram á 2. í páskum og verður nóg um að vera alla dagana. Í dag verða skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal opin frá kl. 10-23 og verður aðsóknin vafalítil mikil enda um almennan frídag ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 16:58Kynna raunfærnimat í skipstjórn

Mynd með fréttKynning á raunfærnimati í skipstjórn fer fram mánudaginn 28. apríl kl. 16:30. Kynningin verður í fjarfundarformi og er hægt að taka þátt í henni á starfsstöðvum Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Raunfærnimat í skipstjórn er ætlað þeim sem hafa starfað á sjó í fimm ár eða lengur og hafa áhuga ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 16:53Víur – ræktunarfélag fékk þriggja milljóna króna styrk

Mynd með fréttStyrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað í gær og fengu 38 verkefni styrki að upphæð 35 milljónir króna. Þrjú vestfirsk verkefni fengu styrk og fékk ísfirska fyrirtækið Víur - ræktunarfélag fóðurskordýra þrjár milljónir króna sem er hæsta úthlutunin úr sjóðnum en tvö önnur verkefni fengu jafnháa úthlutun. True North í Bolungarvík ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmenn vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli