Vestfirskar fréttir

bb.is | 31.08.14 | 09:15 Þrír leikir eftir og allt heimaleikir

Mynd með frétt Eftir fjóra taplausa leiki í röð (þrír sigrar, eitt jafntefli, tíu stig) lutu Djúpmenn í gras fyrir ÍA á Skaganum í gær, 1-0. Eins og gangurinn hefur verið að undanförnu hefur BÍ/Bolungarvík komist nokkuð vel upp úr fallsæti í fyrstu deildinni. Núna eftir 19 umferðir af 22 er liðið í þriðja ...
Meira

bb.is | 30.08.14 | 16:36Óþolandi ástand sem kórónar mismuninn

Mynd með fréttÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að sambandsleysið sem varð á nánast öllum sviðum fjarskipta um nánast alla Vestfirði hafi verið algerlega óþolandi ástand. Hún segir að það hafi einhvern veginn kórónað mismuninn á þjónustustigi sem fólk á Vestfjörðum upplifir í samanburði við aðra landsmenn.
Meira

bb.is | 29.08.14 | 16:55Kemur á óvart hvað ætlar að teygjast úr sumrinu

Mynd með fréttSteinar Pálmason, sem rekið hefur Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum í rúm átta ár, segir að sumarið hafi verið ágætt og júlí og ágúst hafi aldrei verið eins góðir. „Það kemur mér á óvart hvað ætlar að teygjast úr sumrinu, það er búið að bóka út allan september,“ segir hann. Um áttatíu ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 16:45Míla: Útskýringar og afsökunarbeiðni

Mynd með fréttBilunin sem varð í stofnneti Mílu á Vestfjörðum á þriðjudaginn sást fyrst í stjórnkerfum Mílu um klukkan 9.30. Þá var strax hafist handa við að leita bilunarinnar í gegnum stjórnkerfi Mílu í Reykjavík. Kerfið gat staðsett bilunina á milli Krossholts og Patreksfjarðar en ekki nákvæmar en það. Því var, vegna alvarleika ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 16:09 Fyrstu fjárréttir um helgina

Mynd með frétt Bændur eru bjartsýnir á að fá væna dilka úr réttum í haust enda hefur vorið og sumarið með eindæmum gróðursælt um allt land. Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 15:48Stefnt að viðbyggingu við Hótel Ísafjörð

Mynd með frétt„Vonandi tökum við Hótel Ísafjörð alveg í gegn í vetur,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Hótel Ísafjarðar hf. sem rekur þar að auki Hótel Horn, Gamla gistihúsið á tveimur stöðum við Mánagötu og Hótel Eddu yfir sumarið. „Við ætlum að endurbyggja algerlega tuttugu af þeim þrjátíu og sex herbergjum sem þar eru. ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 15:00Leikslok eftir þrjú sumur

Mynd með fréttLokað var í gær á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Gestgjafarnir Sveinn Sveinsson og Margrét S. Nielsen (Daddi og Magga) segjast vera ánægð með aðsóknina í sumar. „En nú eru komin leikslok hjá þeim, því þetta var þriðja sumarið þeirra með Kaffi Norðurfjörð, nú eigi að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 29.08.14 | 14:02 Bíldudalsskóli fær spjaldtölvur að gjöf

Mynd með frétt Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal afhenti í morgun Bíldudalsskóla níu iPad spjaldtölvur að gjöf. Fjöldi tölvanna samsvarar fjölda núverandi starfsmanna hjá Kalkþörungafélaginu sem luku á sínum tíma námi frá skólanum á Bíldudal. Með þessu tekur Kalkþörungafélagið þátt í átaki í spjaldtölvuvæðingu skólans ásamt öðrum fyrirtækjum og félögum á Bíldudal.
Meira

bb.is | 29.08.14 | 13:20Viðbjóðslegt að koma nálægt hræinu

Mynd með frétt„Þetta er til bölvaðrar óþurftar og viðbjóðslegt að koma nálægt hræinu,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöðum á Ströndum. Þar liggur enn búrhvalshræ sem rak á fjöru Finnbogastaða í Trékyllisvík í byrjun mánaðarins. Megnan ódaun leggur af hræinu og þrífa þarf föt og tæki sem komast í snertingu við það. ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 13:01Nýtingin á Hótel Horni langt umfram væntingar

Mynd með frétt„Það hefur verið betri gangur í sumar á öllum gististöðunum hjá okkur heldur en var í fyrra. Þrátt fyrir fjölgun herbergja í vor hefur nýtingin á þeim verið betri en í fyrra og veltan aukist mjög mikið,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri Hótel Ísafjarðar hf. Fyrirtækið rekur fimm gististaði á Ísafirði, en ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 11:54 Límt fyrir hraðamyndavél

Mynd með frétt Meðfylgjandi mynd tók vegfarandi í Bolungarvíkurgöngum í morgun. Eins og sjá má hefur verið límt yfir auga hraðamyndavélar sem þar er. Lögreglumaður á Ísafirði sem spurður var hvort svona lagað hefði verið gert áður hafði ekki heyrt um slíkt. Myndavélar þessar eru í umsjá Vegagerðarinnar.
Meira

bb.is | 29.08.14 | 11:13Sprenging í gestafjölda í Hænuvík

Mynd með frétt„Þetta er búið að vera mjög gott sumar hjá okkur,“ segir Guðný Ólafía Guðjónsdóttir hjá Ferðaþjónustunni Hænuvík við utanverðan Patreksfjörð. Hún segir að aðsóknin hafi farið vaxandi með árunum en núna hafi orðið gífurleg aukning. „Ég er ekki komin með tölur fyrir ágúst en hinir mánuðirnir eru með mikla fjölgun gesta, ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 10:58Truflun á áætlun Baldurs

Mynd með fréttSæferðir í Stykkishólmi sem gera út Breiðafjarðarferjuna Baldur hafa unnið að því í um eitt ár að finna nýtt skip til að endurnýja núverandi ferju. Á vef fyrirtækisins segir, að eftir mikla vinnu og eftirgrennslan hafi loks tekist að finna norska ferju sem hentar vel. Um er að ræða nokkru stærra ...
Meira


bb.is | 29.08.14 | 10:27 Tónleikar og fleiri viðburðir á Skrímslasetrinu í vetur

Mynd með frétt „Júní fór frekar illa af stað, þá var lítið af Íslendingum á ferðinni,“ segir Ingimar Oddsson, sem veitt hefur Skrímslasetrinu á Bíldudal forstöðu í sumar. „Eftir seinustu helgina í júní fór aðsóknin að glæðast og síðan var hún stigvaxandi alveg fram undir verslunarmannahelgi, en þá fór hún aftur að dala,“ segir ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 09:42Matarhandverk á Patreksfirði

Mynd með fréttMatarhandverk verður kynnt fyrir framleiðendum og neytendum á ráðstefnu, keppni og sýningu sem haldin verður á Pateksfirði dagana 2.-3. október. Markmið og tilgangur matarhandverkskeppninnar er að koma leiðbeiningum um aukin gæði til þeirra framleiðenda sem taka þátt í keppninni og stuðla þannig að framþróun og kynningu á matarhandverki. Í tilkynningu frá ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 09:27Aukin áhersla lögð á upplýsingatækni

Mynd með fréttSkólastarfið í Grunnskólanum á Ísafirði fer vel af stað og ríkir bjartsýni fyrir komandi vetri bæði meðal nemenda og starfsfólks, að sögn Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur skólastjóra. Skólinn var settur á föstudaginn í síðustu viku. Núna í skólabyrjun eru nemendur um 340 en voru á síðasta vetri rúmlega 350. Nemendur í fyrsta ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 29.08.14 | 08:59 Námskeið um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum

Mynd með frétt Námskeið sem byggt er á efni bókarinnar „Verndum þau“ og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum, verður haldið á sal Menntaskólans á Ísafirði, miðvikudaginn 3. september. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum og öðrum ...
Meira

bb.is | 29.08.14 | 08:36Skemmutímar í Árbæ

Mynd með fréttJónas L. Sigursteinsson og Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, aðstandendur Líkamsræktarstöðvarinnar Skemmunnar í Bolungarvík, hafa ákveðið að hefja æfingatíma í íþróttahúsinu Árbæ, en áður var Skemman til húsa á Hafnargötu 58. Skemmutímarnir verða þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 18.15 og á laugardögum klukkan 11.
Meira

bb.is | 29.08.14 | 08:13Dreg­ur úr afla­verðmæti

Mynd með fréttAfla­verðmæti ís­lenskra skipa var í maí um 3,2% lægra en í maí 2013. Sam­drátt­ur var í veiði botn­fisks, en upp­sjáv­ar­afli tvö­faldaðist frá fyrra ári. Minna veidd­ist af skel­fiski en í sama mánuði í fyrra. Afla­verðmæti ís­lenskra skipa á tólf mánaða tíma­bili, frá júní 2013 til maí 2014, dróst sam­an um 12,7% ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmenn vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli