Vestfirskar fréttir

bb.is | 31.01.15 | 12:24 Ákvörðun í fyrsta lagi um miðjan febrúar

Mynd með frétt Ákvörðun um samstarfsaðila Byggðastofnunar um nýtingu á aflaheimildum á Þingeyri verður í fyrsta lagi tekin um miðjan febrúar. Stjórn Byggðastofnunar kemur saman til fundar þá. Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, segist ekki geta svarað því hvort að ákvörðun verði tekin á fundinum. Tveir sóttu um Þingeyrarkvótann, Íslenskt sjávarfang ehf. og ...
Meira

bb.is | 31.01.15 | 11:27Hvetja til meiri neyslu ávaxta og grænmetis

Mynd með fréttÍ endurskoðuðum ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri eru breyttar áherslur. Lögð er rík áhersla á mataræðið í heild sinni og á mat úr jurtaríkinu sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi svo sem á grænmeti, ávexti, ber, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Meiri ...
Meira

bb.is | 31.01.15 | 10:45Atvinnulausum fækkar

Mynd með fréttÁ fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru að jafnaði 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði sem jafngildir 80,9% atvinnuþátttöku. Frá fjórða ársfjórðungi 2013 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 1.100 en atvinnuþátttakan var nánast sú sama og á sama ársfjórðungi 2013. Atvinnuþátttaka kvenna var 78,1% en karla 83,7%. Borið ...
Meira

bb.is | 31.01.15 | 09:57„Ár leiðréttinganna! - Gildir það fyrir eldri borgara?“

Mynd með fréttFyrir síðustu alþingiskosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og ...
Meira

bb.is | 31.01.15 | 09:20 Mat­væla­verð get­ur hækkað meira

Mynd með frétt Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja að hækk­un neðra þreps virðis­auka­skatts hafi ekki skilað sér að fullu út í verðlag versl­ana í janú­ar. SA seg­ir, að mat­ur og matur og drykkjar­vör­ur hafi hækkað um 2,6% milli des­em­ber og janú­ar en hækk­un lægra þreps virðis­auka­skatts hafi gefið til­efni til 3,7% hækk­un­ar. Þar af hækkuðu mat­vör­ur ...
Meira

bb.is | 31.01.15 | 08:50Þorrablót á Ströndum og Bíldudal

Mynd með fréttStrandamenn blóta þorra í dag, bæði á Hólmavík og á Drangsnesi. Þorrablótið á Hólmavík verður haldið í Félagsheimilinu á staðnum en þorrablót Drangsnesinga, nærsveitunga og velunnara verður haldið í samkomuhúsinu Baldri. Þar verður boðið upp á hefðbundið þorrahlaðborð, skemmtidagskrá á heimsmælikvarða og dansleik með hljómsveitinni Ungmennafélaginu.
Meira

bb.is | 30.01.15 | 16:56Launamál hjá Vísi á borð VerkVest

Mynd með fréttFinnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélag Vestfirðinga, segir að ábendingar hafi borist um að starfsfólk Vísis hf. á Þingeyri hafi ekki fengið greidd laun í samræmi við kjarasamninga. „Talsvert af fólki hefur haft samband við okkur í dag og segir að það sé verulegur munur á útborguðum launum frá því sem verið hefur. ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 30.01.15 | 16:10 Íþróttamaður ársins valinn í dag

Mynd með frétt Íþróttamaður ársins 2014 í Bolungarvík verður kjörinn í hófi sem hefst kl. 17 í dag í félagsheimilinu í Bolungarvík. Fjórir einstaklingar eru tilnefndir til nafnbótarinnar að þessu sinni, Bragi Björgmundsson hestamaður, Jón Egill Guðmundsson skíðamaður, Nikulás Jónsson knattspyrnumaður og Stefán Kristinn Sigurgeirsson sundmaður. Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á hófið til ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 15:49Ekki nægur fiskur hjá Vísi

Mynd með fréttLélegar gæftir og lítið fiskerí veldur því að ekkert hefur verið unnið hjá Vísi á Þingeyri frá því fyrir jól að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis. Hann segir að stefnt verði að vinnslu út mars eins og til stóð. „En það fer eftir fiskeríi og veðri. Óvissan er fyrst og ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 15:02Þrettán fyrirtæki gjaldþrota

Mynd með fréttGjaldþrotum einkahlutafélaga fækkaði um 14% á síðasta ári miðað við árið á undan. Alls voru 795 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrotum í flokknum fasteignaviðskipti fækkaði mest eða um 36%. Gjaldþrotum fjölgaði um 22% í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, um 11% í flokknum ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 14:51 Tvístefna besta lausnin

Mynd með frétt Tvístefna um Aðalgötu á Suðureyri er besta lausnin til að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Fjórir kostir hafa verið skoðaðir af nefndinni. Í greinargerð Sigurðar Jóns Hreinssonar, formanns nefndarinnar, kemur fram að forsögu málsins megi rekja 15 ár aftur í tímann ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 14:05Gistinóttum fjölgaði um 16%

Mynd með fréttGistinætur á hótelum í nóvember voru 160.300 sem er 16% aukning miðað við nóvember 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 24% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 10%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 13:23Minna aflaverðmæti á Vestfjörðum

Mynd með fréttHeildar aflaverðmæti á Vestfjörðum í október í október á síðasta ári dróst saman um 9,4% milli ára. Í október 2013 var aflaverðmæti á vestfirskum verkunarstöðum 901,5 milljónir króna. Í október 2014 lækkaði það niður í 816,9 milljónir króna. Á landinu í heild var samdráttur í aflaverðmæti 5,5%. Þegar litið er til ...
Meira


bb.is | 30.01.15 | 13:02 Hærra leiguverð á Ísafirði

Mynd með frétt Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tugi prósenta á síðustu fjórum árum sem er langt umfram verðlagsþróun á tímabilinu. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40% síðan í ársbyrjun 2011 en vísitala neysluverðs um 16%. Athygli vekur að síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala leiguverðs hækkað um 7,5%. Til samanburðar ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 11:47Vina- og foreldravikur hjá Vestra

Mynd með fréttSundfélagið Vestri á Ísafirði efnir til sprettsundsmót í dag þar sem gestum og gangandi er boðið að líta við og fylgjast með sundkrökkum bæjarins etja kappi. „Einnig erum við að fara í gang með nýjung í næstu viku, svokallaða vinaviku, sem verður 1.-7. hvers mánaðar. Þá mega iðkendur hjá Vestra bjóða ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 11:20Facebook má safna gögnum

Mynd með fréttAllir sem hafa farið inn á Facebook eftir 1. janúar s.l. hafa veitt fyrirtækinu leyfi til að safna upplýsingum af öllum tækjum sem notuð eru til að fara inn á samskiptamiðilinn. Ekkert verndar fólk fyrir því að löggæsluaðilar fái aðgang að þeim gögnum, að sögn ráðgjafa hjá Deloitte. Nýir notendaskilmálar tóku ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 30.01.15 | 10:55 Þvert á fyrirheit framkvæmdastjóra Vísis

Mynd með frétt „Ég var búinn að heyra þetta frá okkar fólki á Þingeyri. Þetta er þvert á það sem Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði á starfsmannafundi í lok nóvember. Á fundinum ítrekaði hann að það yrðir vinnsla til 4. apríl og eftir það yrðu öll tæki Vísis á Þingeyri flutt til Grindavíkur,“ ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 10:24Ungmenni lesa minna

Mynd með fréttSvo virðist sem heldur færri ungmenni fari í partí nú en áður. Árið 1997 sögðust 11% stelpna og stráka í 9. og 10. bekk fara í partí, en 3% árið 2014. Þetta kemur fram í skýrslunni Ungt fólk 2014 en í henni eru niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og ...
Meira

bb.is | 30.01.15 | 09:40Verðlag upp á yfirborðið

Mynd með fréttHægt verður að fylgjast með verðlagsbreytingum á nýrri vefsíðu þar sem almenningur mun sjá um að senda inn myndir af kassastrimlum. Markmiðið er að búa til óvéfengjanlegan gagnagrunn verðlagsgagna. Þetta segir Hugi Þórðarson, sem þróaði Strimilinn ásamt Lee Roy Tipton og Sindra Bergmann, á vegum hugbúnaðarfyrirtækisins Loftfarsins, í samtali við Morgunblaðið. ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli