Vestfirskar fréttir

bb.is | 30.07.14 | 16:57 Fallslagur í Grindavík í kvöld

Mynd með frétt BÍ/Bolungarvík sækir Grindvíkinga heim í dag. Um stórleik er að ræða þar sem liðin eru að berjast á botni 1. deildar. BÍ/Bolungarvík er í þriðja neðsta sæti með 14 stig og Grindavík er sæti neðar með 13 stig. Tapi BÍ/Bolungarvík í kvöld fellur liðið niður í fallsæti. Tindastóll vermir botninn með ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 16:46Lagaheimildir skemmtiskipaútgerða til landtöku kannaðar

Mynd með fréttLandhelgisgæslan kannar nú lagalega hlið þess að skipverjar á skemmtiferðaskipum séu farnir að stunda útsýnissiglingar á léttabátum skipanna sjálfra og hleypa ferðamönnum af skipunum á land, meðal annars í friðlönd. Talin er hætta á slysum þar sem enginn kunnugur Íslendingur er með í för og lendingar sumstaðar hættulegar. Í hádegisfréttum Bylgjunnar ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 16:08Stíga dansinn í takt við markaðinn

Mynd með frétt„Ef það brestur á með geggjaðri blíðu líkt og fyrir fimm árum, höfum við opið lengur að það er allavega ekki planið eins og er. Á verslunarmannahelgi fyrir fimm árum, fylltist miðbærinn af fólki sem var að labba heim eftir brennuna og komið fram yfir miðnætti. Þá hefðum við viljað geta ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 15:40Merktu lómsunga í Bolungarvík

Mynd með fréttStarfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík merktu nokkra lómsunga á dögunum. Ungarnir voru á tveimur tjörnum sem eru að þorna upp en vatnið var orðið það lítið að fullorðnu fuglarnir voru hættir að lenda á því og gátu ungarnir því ekki tekið á loft. Það höfðu því liðið nokkrir dagar frá því ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 15:01 Frisbí golfvöllur í Bolungarvík

Mynd með frétt Bæjarráð Bolungarvíkur hefur ákveðið að setja upp frisbí golfvöll í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður við verkið nemur um einni milljón króna. Nokkrir slíkir vellir eru hérlendis m.a. einn á Flateyri. Þar tóku nokkrir hressir strákar sig til síðasta sumar og smíðuðu körfur úr allskynd afgöngum og settu upp völl sem staðsettur er ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 14:47Heilsársakstur milli Ísafjarðar og Hólmavíkur

Mynd með fréttFjórðungssamband Vestfirðinga og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf., hafa undirritað samning um akstur á sérleyfinu milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Engar áætlunarferðir hafa verið á þessari leið frá því í ágúst á síðasta ári. Fjórðungssambandið auglýsti í byrjun mánaðarins eftir aðilum með fólksflutningaleyfi og með heimilisfestu á Vestfjörðum, varðandi verðkönnun á akstri á einkaleyfum ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 14:01Embætti lögreglustjóra auglýst

Mynd með fréttInnanríkisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Í auglýsingunni er ekki tekið fram hvar á Vestfjörðum embættið verður staðsett en áður hefur komið fram að aðalstöð lögreglustjóra verði á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst. Innanríkisráðherra skipar í embættið frá 1. janúar 2015 til fimm ára. Einnig er ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 30.07.14 | 13:01 Gylfi dæmir úrslitaleiki mýrarboltans

Mynd með frétt Mótsstjórnendur Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta hafa náð samkomulagi við Gylfa Orrason knattspyrnudómara um að hann dæmi úrslitaleiki mýrarboltans í kvenna- og karlaflokki. Gylfi er landsþekktur knattspyrnudómari. Jóhann Bæring Gunnarsson, forseti Mýrarboltafélags Íslands, segir að samkomulagið sé mikill hvalreki fyrir mýrarboltahreyfinguna ekki síður en fyrir Gylfa. „Íslenskir dómarar hafa aldrei áður dæmt úrslitaleiki ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 11:46Þurrt fyrir vestan - rok og rigning í Eyjum

Mynd með fréttVeðurspá fyrir verslunarmannahelgina er smátt og smátt að skýrast. Vilji Íslendingar elta góða veðrið ættu þeir að setja stefnuna á Vestfirði. Útlitið er ekki gott fyrir gesti Þjóðhátíðar, en í Vestmannaeyjum er von á rigningu og vindi. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að votviðri og vindar herji á flesta ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 11:05Rafmagnslaust í stutta stund

Mynd með fréttRafmagn verður tekið af í Hnífsdal og í Bolungarvíkurgöngum í hádeginu í dag vegna prófana á fjarstýribúnaði. Að því er segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, er gert ráð fyrir að rafmagnslaust verði í stutta stund á hverjum stað.
Meira

bb.is | 30.07.14 | 10:50 Safna fyrir fjölskylduna á Patreksfirði

Mynd með frétt Hafin er söfnun fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í eldsvoða á Patreksfirði á mánudagskvöld. Lilja Sigurðardóttir hóf söfnunina og segir hún samhug Patreksfirðinga ótrúlegan. „Þetta er alveg ótrúlegt., ég er bara klökk fyrir þeirra hönd. Það er svo rosalega mikill samhugur í fólki og allir vilja hjálpa en það vissi ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 10:19Sveitaball í Trékyllisvík

Mynd með fréttSlegið verður upp alvöru sveitaballi í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á laugardagskvöld. Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi en hljómsveitin hefur spilað mörg undanfarin í Árnesi um verslunarmannahelgina. Fáar ef nokkrar ballhljómsveitir eru eins lærðar í tónlistinni en hana skipa að mest meðlimir í Sinfoníuhljómsveit Íslands. Sveinn Sveinsson, vert á ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 09:34Lengdur opnunartími Sundhallarinnar

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að lengja opnunartíma Sundhallar Ísafjarðar um verslunarmannahelgina. Um er að ræða samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Mýrarboltafélags Íslands. Keppendur sem eru drullugir upp fyrir haus eiga því hægar um vik að skola af sér drulluna að keppni lokinni. Sundhöllin verður lokuð vegna þrifa dagana 5.-7. ágúst. Aðrar sundlaugar í sveitarfélaginu ...
Meira


bb.is | 30.07.14 | 09:19 Skemmtum okkur fallega saman um helgina

Mynd með frétt Sólstafir Vestfjarða og Mýrarboltafélag Íslands taka höndum saman þriðja árið í röð um samstarf við forvarnir gegn kynferðisofbeldi á Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta sem fram fer um helgina í Tungudal. Sólstafakonur verða með símavakt alla helgina í 846 7487 og 867 0394, auk þess sem þær verða sýnilegar á dansleikjum og tónleikum ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 08:51Miðaldadagur í Djúpinu

Mynd með fréttInndjúpsdagurinn verður haldinn í fjórða sinn við innanvert Ísafjarðardjúp á laugardag. Dagurinn er samstarfsverkefni fræðimanna sem starfað hafa við fornleifauppgröft í Vatnsfirði og aðila í ferðaþjónustu við innanvert Ísafjarðardjúp og í Súðavíkurhreppi. Meðal þess sem í boði verður er, messa í Vatnsfjarðarkirkju og staðarhaldarar segja frá staðnum. Í Heydal verður leiksýning ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 08:28Sandsballið á sínum stað

Mynd með fréttHið árlega Sandsball verður haldið í félagsheimilinu Vonarlandi á Ingjaldssandi laugardagskvöldið 2. ágúst. Önfirðingurinn Ívar Kristjánsson og félagar hans sjá um tónlistarflutning í húsinu, en átthagafélagið Vorblóm heldur dansleikinn. Átthagafélagið Vorblóm var stofnað á vordögum 1996. Það eru gamlir Sandarar sem eru þar innanborðs og aðrir sem bera hlýjan hug til ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 30.07.14 | 08:05 Síðustu tónleikar UMTBS verða á Ísafirði

Mynd með frétt Ísfirðingar og nærsveitungar fá að njóta síðustu tónleika hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandsins Stefáns (UMTBS) um óákveðinn tíma, að því er fram kemur en sveitin, sem er að hætta, kemur fram á Mýrarbolta-hátíðinni á Ísafirði um helgina. „Okkur þykir þetta vera komið gott í bili og er þetta því síðasta giggið okkar ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 07:38Af Bolafjalli og bjartsýnu fólki

Mynd með frétt„Það skiptir miklu máli að taka þátt í svona viðburðum og Bolvíkingar hafa frá heilmiklu að segja þegar leitað er eftir bolvískum sögnum og sérkennum,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir formaður menningaráðs Bolungarvíkur. Vinnufundir Vestfiðringsverkefnisins halda áfram og fer næsti fundur fram í Félagsheimilinu í Bolungarvík í dag kl. 17 „Í verkefni ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 16:58Minningarbekkur um Línu Dalrós afhentur

Mynd með fréttAfkomendur Línu Dalrósar Gísladóttur efndu til ættarmóts í Bolungarvík dagana 25.-27. júlí. Ríflega 230 afkomendur Línu Dalrósar mættu til mótsins sem þótti takast hið besta. Að sögn Óskars Jóhannssonar, sonar Línu Dalrósar, eru afkomendur hennar orðnir 350 en sá nýjasti bættist við á sunnudag. Á laugardag afhentu afkomendurnir Bolungarvíkurkaupstað bekk að ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmenn vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli