Vestfirskar fréttir

bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en þær eru hluti af þróunarstarfi Alþjóðaskíðasambandinu, FIS, fyrir minni þjóðir. ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða sæti deildarinnar en mjótt er á munum og gríðarlega mikilvægt ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:24Fjallabræður með plötu vikunnar á Rás 2

Mynd með fréttVestfirski karlakórinn Fjallabræður á plötu vikunnar á Rás 2. Platan heitir Fjallabræður og vinir og var tekin upp í Abbey Road hljóðverinu í Lundúnum. Í umfjöllun um plötuna segir: „Það er mikil rómantík í kringum karlakórinn Fjallabræður og þetta er sjarmerandi hópur. Hann sker sig skemmtilega frá öðrum hefðbundnum karlakórum en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið fyrir slíkar til 9. janúar og mun hann leiðbeina fundargestum ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50 Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með frétt Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með sterka samfélagsvitund, á borð við Kampa, þarf að grípa til ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:14Vinnustofa, Antti og verk haustsins í Fab labinu

Mynd með fréttÁ morgun, laugardaginn 10.desember verður heilmikið um að vera í Fab-lab smiðjunni á Ísafirði. Klukkan 16 verður boðið upp á vinnustofu í forritinu Sculpuris, sem er þrívíddarforrit sem líkir eftir vinnu með leir. Það virkar þannig að hanna má hluti í forritinu sem síðan má fræsa út eða þrívíddarprenta í tækjum ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði á árinu 2017. Fram kemur að úrræði í barnavernd hafi aukist ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Sandkastalakeppni 2016

Hin árlega sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði fór fram um helgina. „Þetta var alveg frábær dagur, sólin byrjaði að skína þegar við sandkastalagerðin hófst. Við höfðum byggingartímann 90 mínútur og það ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 09.12.16 | 11:45 Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með frétt Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að fyrri áætlanir um fjármögnun Dýrafjarðarganga fari inn í fjárlög. Í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á Vestfjörðum. Þar má sjá hoppað víðsvegar um Skutulsfjörð og Álftafjörð, ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er alvarlegt mál og ískyggileg þróun sem er að verða í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01 Flestir brunar á heimilum í desember og janúar

Mynd með frétt Samkvæmt tölfræði VÍS verða flestir brunar á heimilum í desember og fast á eftir fylgir svo janúar. Rúmlega fjórðungur allra bruna á heimilum verða í þessum tveimur mánuðum. Algengast er að kvikni í út frá eldamennsku en opinn eldur er einnig tíður brunavaldur, sér í lagi yfir jólahátíðina þegar kertanotkun er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ár bókmenntaverðlaun Runebergs fyrir bók sína Draumapredikarann. Því fengu þau ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 08:27Biðja ökumenn að kveikja á ljósum

Mynd með fréttSamgöngustofa vekur athygli á því að margir ökumenn bifreiða séu ólöglegir við akstur sökum ljósaskorts, en margar nýjar bifreiðar eru búnar ljósum sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að víða í ...
Meira


bb.is | 09.12.16 | 07:41 Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með frétt Heildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða skuli hverjum starfsmanni sem var í fullu starfi í desember ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 16:53Ótrúlegt að sjá hvað eitt símtal getur gert

Mynd með fréttÍ gærkvöldi voru haldnir styrktar- og afmælistónleikar fyrir Birki Snæ Þórisson í Félagsheimili Bolungarvíkur og segist Benedikt Sigurðsson einn af skipuleggjendum viðburðarins aldrei hafa séð annan eins fjölda samankominn í húsinu, en vel á fjórða hundrað manns mættu til að leggja fjölskyldunni lið í erfiðum veikindum Birkis Snæs. „Þetta var bara algjört ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 16:25Opið fyrir umsóknir í Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins

Mynd með fréttAuglýst er eftir umsóknum í Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins. Opið er fyrir umsóknir næstu úthlutunar til 12. desember 2016. Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins Í Tónskáldasjóð rennur hluti af þeim gjöldum sem Ríkisútvarpið greiðir fyrir hljóðritunarrétt íslenskra tónverka ár hvert. Áður hefur Ísfirðingurinn Halldór Smárason unnið til verðlauna úr skóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1984 og ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 08.12.16 | 15:48 Krefjast þess að Alþingi standi við göngin

Mynd með frétt Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, SASV, krefjast þess að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og tryggi nauðsynlegt fjármagn svo halda megi þeirri áætlun sem ákveðin hafði verið um opnun tilboða í Dýrafjarðargöng í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér nú ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 14:50„Ég var alltaf kúreki“

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér bókina Sagan af Jóa. Þröstur er einnig tónlistarmaður og hefur ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 14:14Talverð rigning eða slydda á Ströndum

Mynd með fréttHvöss norðaustanátt verður norðvestantil á landinu í dag og má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll og í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við talsverðri rigningu eða slyddu á Ströndum fram á nótt. Spáin fyrir Vestfirði kveður á um norðaustan 10-18 m/s og rigningu eða slyddu ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli