Vestfirskar fréttir

bb.is | 27.05.16 | 16:56 Hættir eftir sumarið

Mynd með frétt Hafsteinn Vilhjálmsson hefur í áratugi séð vestfirskum verslunum, útgerðum og fleiri aðilum fyrir öllum helstu nauðsynjavörum. Í ágústlok ætlar hann að láta gott heita og að öllu óbreyttu hættir H.V. umboðsverslun rekstri. „Ég hef verið þessum rekstri í 33 ár, eða frá því ég hætti í Sandfelli og fór að brölta ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 16:25Skúli mennski í Tjörunni

Mynd með fréttÍsfirski tónlistarmaðurinn Skúli mennski spilar á tónleikum í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á sunnudagskvöld. „Þetta eru fyrstu tónleikarnir mínir af nokkrum fyrir vestan í sumar. Ég ætla að spila aftur á Ísafirði og á Patró í ágúst,“ segir Skúli mennski Þórðarson. Hann hefur verið iðinn við plötuútgáfu síðustu árin, en segir að ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 15:49Viltu vera hjólari?

Mynd með fréttEins og greint var frá í frétt á dögunum þá safnar félagsskapurinn Hjólavinir í Ísafjarðarbæ nú fyrir þar til gerðu ferðahjóli sem notað verður til að bjóða íbúum Eyrar út í hjólatúra. Hið sérútbúna hjól sem hjólavinirnir safna nú fyrir er væntanlegt í bæinn á þriðjudaginn og mun Sesselja Traustadóttir frá ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 14:50Menntaskólinn á Ísafirði útskrifar nemendur

Mynd með fréttÚtskrift verður hjá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn. Fer hún fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13. Að þessu sinni útskrifast alls 41 nemandi, einn með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar, einn lýkur prófi af vélvirkjabraut og 31 stúdent og er öllum velkomið að mæta á útskriftarathöfnina.
Meira

bb.is | 27.05.16 | 14:14 Gómsætir réttir á sjávarréttakvöldi Bása

Mynd með frétt Hið árlega sjávarréttakvöld Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði verður haldið í Kiwanishúsinu annaðkvöld. Sjávarréttakvöldið er ein af fjölmörgum stoðum í fjáröflunarstarfi Bása, en félagsmenn eru óþreyttir við að styrkja góð málefni heima í héraði og víðar. Að vanda verður boðið upp á gómsæta sjávarrétti og kokkurinn í ár líkt of fyrri ár ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 13:23Vestri fær fram í bikarnum

Mynd með fréttFjölmennt var í höfuðstöðvum KSÍ í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla. Það sem helst bera að nefna er að Vestri dróst gegn fornfræga stórveldinu Fram og verður leikið á Torfnesvelli á Ísafirði. Fram leikur í B-deild Íslandsmótsins, svokallaðri Inkassodeild. Framundan eru fjölmargar spennandi viðureignir og í þremur ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 12:56Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgar

Mynd með fréttNýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um sextán prósent á liðnu ári og gjaldþrotum félaga hefur fækkað um sex prósent á sama tíma. Nýskráningar voru alls 227 í apríl og gjaldþrotin voru 123. Hagstofa Íslands greinir frá þessu. Á síðustu tólf mánuðum hafa alls 2.507 einkahlutafélög verið skráð. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Þorrablót í Holti 2016

Dreifbýli Önundarfjarðar hélt sitt margfræga þorrablót í Holti laugardaginn 20. febrúar. Fullt var út úr dyrum og miklar væntingar til skemmtiatriða. Þau stóðust væntingar, sem og Stebbi Jóns sem ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 27.05.16 | 10:12 Snarpar vindhviður við fjöll

Mynd með frétt Veðurstofa Íslands spáir sunnan 10-15 m/s og rigning eða súld á norðanverðum Vestfjörðum í dag, en hvassara og talsverð úrkoma sunnantil. Suðaustan 8-13 m/s og styttir smám saman upp á morgun. Hiti 7 til 12 stig. Í athugasemdum veðurfræðings segir að búast megi við snörpum vindhviðum við fjöll á landinu norðvestan- ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 09:58Samfylkingin að þurrkast út – framsókn tapar þremur í NV-kjördæmi

Mynd með fréttSamfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingar og ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 09:33Árekstur í Vestfjarðagöngum

Mynd með fréttÖkumaður ók utan í gangavegg í Vestfjarðagöngum í gærkvöldi. Piltur á átjánda ári var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til aðhlynningar eftir áreksturinn. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði hlaut hann lítilsháttar höfuðmeiðsl við áreksturinn, en ekki alvarleg. Hann var einn í bílnum. Einhverjar tafir urðu á umferð á meðan olía var hreinsuð ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 09:01 Rækjan á uppleið

Mynd með frétt Rækjan á uppleið Mokveiði hefur verið á rækju við Snæfellsnes og veiðin á úthafsrækju hefur einnig verið góð. Jón Árnason, skipstjóri á Vestra BA frá Patrekfirði, segir í samtali við Fiskifréttir að veiðin hafi ekki verið jafngóð frá því hann hóf rækjuveiðar fyrir fjórum árum. Vestri BA hefur nú klárað ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 08:29LalomA spilar í Edinborg

Mynd með fréttÞjóðlagadúettinn LalomA spilar í Edinborg í kvöld . Efnisskrá tónleikanna samanstendur að mestu leiti af danslögum frá Íslandi, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, og Norðurlöndum. LalomA er samstarfsverkefni Kristjáns Martinssonar sem spilar á flautu og harmonikku og Laura Lotti sem spilar á hörpu.
Meira

bb.is | 26.05.16 | 16:56Sýnir ferðafólki bæinn í vetrarham

Mynd með fréttLjósmyndarinn Ágúst Atlason undirbýr nú ljósmyndasýningu þar sem Ísafjörður í vetrarham er sýndur. Myndirnar voru teknar um áramótin 2012-13 í miklum hríðarhvelli er þá skall á bæinn. Ágúst var á ferðinni með myndavélina og segir hann að veturinn sé sinn uppáhalds árstími, sér í lagi þegar hann blæs líkt og gerði ...
Meira


bb.is | 26.05.16 | 16:25 Steinshús opnar um helgina

Mynd með frétt Um helgina opnar Steinshús fyrir sumarið og verður það opið fram í september, en það opnað fyrst dyr sínar gestum síðasta sumar eftir margra ára undirbúningsvinnu undir styrkri stjórn Þórarins Magnússonar. Steinshús er í gamla félagsheimilinu á Nauteyri og er það helgað minningu skáldsins Steins Steinarrs. Þar er að finna sögusýningu ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 15:49Suðureyrarhöfn fékk Bláfánann

Mynd með fréttÍ súgfirskri rjómablíðu í morgun tóku fulltrúar Ísafjarðarbæjar við Bláfánanum frá Landvernd sem Suðureyrarhöfn var að hlotnast. Bláfáninn er viðurkenning sem er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.
Meira

bb.is | 26.05.16 | 14:54Vegagerð um Teigskóg gæti hafist á næsta ári

Mynd með fréttVegamálastjóri vonast til að hin umdeilda vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði verði boðin út fyrir áramót og að endurskoðun umhverfismats ljúki í sumar. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í frétt á Vísi segir að deilurnar um hvort Vestfjarðavegur um Gufudalsveit verði lagður um Teigsskóg virðist ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 26.05.16 | 14:14 Dómstigin verða þrjú

Mynd með frétt Lagafrumvörp um stofnun millidómstigs voru samþykkt á Alþingi nú í morgun. Eru það annars vegar lög um dómstóla og hins vegar breyting á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Með breytingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, og hefur hann aðsetur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 13:23Hólmfríður Vala formaður Skíðafélagsins

Mynd með fréttJóhanna Oddsdóttir hefur látið af formennsku í Skíðafélagi Ísfirðinga. Við starfanum tekur Hólmfríður Vala Svavarsdóttir. Auk Hólmfríðar Völu eru í stjórn þau Sigríður Laufey , Jóhann Bæring Pálmason, Kristján Elías Ásgeirsson og Ásgerður Þorleifsdóttir. Á ársfundi Skíðasambands Íslands um síðustu helgi var Hólmfríður Vala sæmd silfurmerki Skíðasambandsins.
Meira

bb.is | 26.05.16 | 11:48Reynslunni ríkari að loknu spennandi ævintýri

Mynd með fréttÍ vikuviðtali Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við fjögur hress bolvísk ungmenni sem síðustu tvö árin hafa tekið þátt í miklu ævintýri, ungmennaskiptiprógrammi á vegum Erasmus+ áætlunarinnar. Þetta eru þau Emil Uni Elvarsson, Karólína Sif Benediktsdóttir, Kristjana Berglind Finnbogadóttir og Svanhildur Helgadóttir, nemendur í 9. ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli