Vestfirskar fréttir

bb.is | 02.09.14 | 16:09 Þingeyrarlaug lokuð næstu daga

Mynd með frétt Sundlauginni á Þingeyri var lokað kl. 10 í morgun vegna skerðingar á umframorku. Vegna vinnu Landsnets á flutningsleiðinni til Vestfjarða þarf að keyra varaleiðir á meðan og verður því afgreiðslu á skerðanlegri orku hætt á meðan. Íþróttahús staðarins verður þó opið. Lokunin stendur til kl. 18 á fimmtudag. Starfmaður Þingeyrarlaugar getur ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 15:48VestFiðringur á Reykhólum

Mynd með fréttFundaherferð VestFiðringsins fikrar sig nú sunnar á kjálkann og kl. 17 á morgun, miðvikudaginn 3. september, verður sjötti skemmti- og vinnufundur VestFiðrings haldinn á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Umræðuefni fundarins er Reykhólahreppur og eyjarnar, íbúar svæðisins og saga. Þar verða helstu sérkenni svæðisins dregin fram, skoðuð og skráð, auk þess ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 15:00Gott útlit á vinnumarkaði

Mynd með fréttStarfandi fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög að undanförnu og er fjöldi þess nú orðinn svipaður sem hlutfall af mannfjölda og var fyrir áratug eða í júlí árið 2004. Batnandi ástand á vinnumarkaði stafar fyrst og fremst af fjölgun fólks á vinnumarkaði en ekki hefur dregið jafnhratt úr fjölda atvinnulausra.
Meira

bb.is | 02.09.14 | 14:48Kristinn H. í ritstjórastólinn

Mynd með fréttKristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins Vestfirðir, sem er eitt af landsmálablöðunum sem Ámundi Ámundason gefur út. Kristinn hóf störf í gær, 1. september. „Þetta kom þannig til að ég hitti Ámunda á Austurvelli á einum góðviðrisdegi í sumar. Þannig stóð á hjá mér að ég hafði ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 14:02 Fjögur umferðaróhöpp í síðustu viku

Mynd með frétt Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Minniháttar umferðaróhapp var í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi sunnudaginn 24. ágúst. Daginn eftir varð bílvelta á Örlygshafnarvegi. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin var óökuhæf og var flutt af vettvangi með kranabíl. Þriðjudaginn 26. ágúst varð bílvelta á Strandavegi við ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 13:20Arna og Í einum grænum í samstarf

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna ehf., í Bolungarvík hefur gert samning um umsjón sölu- og dreifingarstarfs við dótturfélag Sölufélags garðyrkjumanna ehf, Í einum grænum. Með samningum tekur, Í einum grænum við allri þjónustu við söluaðila. Að sögn Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu stórbætir þessi samningur þjónustu til allra verslana sem selja þeirra ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 13:01Úthlutun á þorski stendur í stað

Mynd með fréttFiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir komandi fiskveiðiár. Rúm 376 þúsund tonn í þorskígildum eru til úthlutunar eða um tveimur þúsundum tonna minna en í fyrra. Úthlutunin í þorski stendur nánast í stað og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 02.09.14 | 11:08 Norðurljós að hefja vetrarstarfið

Mynd með frétt Vetrarstarfið er að hefjast hjá Kvennakórnum Norðurljósum, en í honum eru konur frá Hólmavík, Drangsnesi og sveitunum í kring. Ætlunin er að hittast þriðjudagskvöldið í Hólmavíkurkirkju annað kvöld. Allar konur sem vilja taka þátt í starfinu eru hvattar til að mæta á æfingu, hvar á landsbyggðinni sem þær búa. Ef að ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 10:53Hyggst flytja inn hrefnukjöt frá Noregi

Mynd með fréttHrefnuveiði hefur gengið afar illa á þessari vertíð og hefur aðeins 22 hrefnum verið landað síðan veiðar hófust 30. apríl. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 36 hrefnur á þremur hvalveiðiskipum en í ár hefur aðeins verið ein útgerð. Einn bátur var notaður í vor og svo tók hvalveiðiskipið Hrafnreyður ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 10:22Vara við tölvuþrjótum

Mynd með fréttSíminn varar eindregið við þrjótum sem hafa sent tölvupóst á landsmenn þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum í nafni fyrirtækisins en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Síminn biður aldrei um kreditkortaupplýsingar í tölvupósti. Við hvetjum því viðskiptavini, sem og aðra sem hafa fengið þennan póst, til að hafa varann ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 09:37 Breyttur útivistartími eftir 1. september

Mynd með frétt Útivistartími barna og unglinga tók breytingum í gær, 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 09:22Sérhvert sveitabýli skiptir miklu máli

Mynd með frétt„Landbúnaður er stór hluti af atvinnulífi Strandabyggðar, í sveitarfélaginu eru um það bil 30 býli þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur, hér er einungis búið með sauðfé. Svæðið er annað tveggja sauðfjárveikilausra svæða á Íslandi öllu og héðan eru seld líflömb til allra annarra svæða á landinu. Við erum því laus við ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 08:54Risavaxin skráning á auðlindum ferðaþjónustunnar

Mynd með fréttTæplega tvö hundruð samráðsfulltrúar hafa verið tilnefndir af sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni til að koma að skráningu gagnagrunns. Hann er hluti af verkefni um kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu. „Þeir tilgreina hvernig eignarhaldið er, hvernig á að komast á staðinn, hvernig aðgengið er, hvort ...
Meira


bb.is | 02.09.14 | 08:31 Einar Örn flytur óð til Bolungarvíkur

Mynd með frétt Bolvíski tónlistarmaðurinn og trúbadorinn Einar Örn Konráðsson hefur sent frá sér nýtt lag sem er heitir Fjaran og ég. Í samtali við Víkara.is sagði Einar Örn að lagið væri nokkurs konar óður hans til æskuslóðanna í Bolungarvík. Hann samdi lagið sjálfur en Már Elíson er höfundur textans. Hægt er að hlusta ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 08:08Ellefu pör á Opna Hólakaupsmótinu í bridge

Mynd með fréttOpna Hólakaupsmótið í bridge (sem kemur í stað Dalbæjarmótsins á Snæfjallaströnd) fór fram í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardag. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Saurbæingarnir Jón Jóhannsson og Davið Stefánsson (59,7%), 2. sæti Eyvindur Magnússon og Jón Stefánsson (57,4%) og 3. sæti Selfyssingarnir Karl Þ. Björnsson (frá Smáhömrum á Ströndum) og ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 07:40Gríðarleg umferð út á Látrabjarg

Mynd með frétt„Ferðasumarið hér á Hótel Breiðavík gekk vel þó að auðvitað hefði mátt vera meira af sólinni, en sólarleysið gerði það að verkum að Íslendingar skiluðu sér illa,“ segir Birna Mjöll Atladóttir hótelstýra. „Erlendu gestirnir skiluðu sér ágætlega enda eru þeir að skipuleggja sig allt upp í tvö ár fram í tímann. ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 01.09.14 | 16:56 Fleiri nýta sér réttinn til húsaleigubóta

Mynd með frétt Fleiri nýta sér réttinn til húsaleigubóta að sögn Önnu Sigurðardóttur hjá fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar. Bæði eru fleiri sem eiga rétt á húsaleigubótum vegna efnahagsþrenginga og eins eru margir sem hafa átt rétt á húsaleigubótum en ekki sóst eftir þeim fyrr en nú. Húsaleigubætur eru tekju- og eignatengdar og hefur fjölskyldustærð áhrif ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 16:46Tuttugu ára starfsafmæli í strögglinu

Mynd með frétt„Þetta er bara ströggl eins og alltaf,“ sagði Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri og hló, aðspurður um ganginn hjá fyrirtækinu. „Það er alltaf ströggl í hvítfiskvinnslu, en þetta lullar allt sinn vanagang í stórum dráttum. Ég held að það sé betra að vera útgerðarmaður en með fiskvinnslu. Núna eru ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 16:10Sr. Ólafur í tali og tónum

Mynd með fréttRáðstefna undir yfirskriftinni „Sr. Ólafur Jónsson á Söndum í tali og tónum“ fer fram á Þingeyri laugardaginn 13. september. Þar flytja sex fræðimenn erindi um kveðskap sr. Ólafs og tónlistina hans. Sönghópur frá Þingeyri flytur nokkur lög eftir skáldið og leikfélagið Höfrungur setur upp stuttan leikþátt. Ráðstefnan, sem hefst kl. 11 ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmenn vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli