Vestfirskar fréttir

bb.is | 28.11.14 | 16:56 Veðurstofan varar við illviðri

Mynd með frétt Veðurstofan vill vekja athygli á spá um illviðri síðdegis á sunnudag og fram á mánudag. Spár gera ráð fyrir að hraðfara og dýpkandi lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt, meðalvindhraði víða á bilinu 18-25 m/s síðdegis. Suðaustanáttinni fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir talsverða ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 16:46Aukin lántaka og of lítill afgangur

Mynd með frétt„Ég vona að þetta séu bara drög, mér líst satt að segja ekkert á þessa fjárhagsáætlun,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Fyrsta fjárhagsáætlun Í-listans var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. „Rekstrarafgangurinn er einfaldlega of lítill og það á að fjármagna alla útgjaldaaukningu, meðal annars launahækkanir, ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 16:10Gjaldtaka heima í héraði heppilegri

Mynd með frétt„Ég er í sjálfu sér sammála því að það sé greitt gjald til að skoða og njóta náttúrunnar á Íslandi en ég óttast svona miðlægt batterí þar sem allir peningarnir safnast á einn stað,“ segir Sigurður Jónsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Aurora Arktika á Ísafirði um hugmyndir um náttúrpassa ríkisstjórnarinnar. Hann vill frekar ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 15:49Ísafjörður og Reykjavík skora hæst í hættumati Ríkislögreglustjóra

Mynd með fréttHættumat Ríkislögreglustjóra sem er í vinnslu og viðbúnaðarþörf lögreglu var kynnt nefndarmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku. Fréttaskýringaþátturinn Spegillinn á Rás 1 greinir frá því að í hættumatinu hafi þéttbýlisstaðir verið merktir gulir, rauðir og svartir eftir því hve mikil hætta væri á viðkomandi stöðum. Flestir voru ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 15:02 Verslunarstjórarnir mætast í göngunum

Mynd með frétt Ingólfur Hallgrímsson hefur verið ráðinn verslunarstjóra Samkaupa á Ísafirði en hann sinnti áður sama starfi hjá Samkaup í Bolungarvík. „Ég byrjaði óformlega á Ísafirði 1. október til að aðstoða en tók formlega við starfinu 1. nóvember,“ segir Ingó eins og hann er jafnan kallaður. „Arnar Guðmundsson frá Ísafirði tekur við mínu ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 14:51Afgangur en versnandi afkoma

Mynd með fréttLítilsháttar afgangur verður á rekstri Ísafjarðarbæjar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í gær. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 18 milljóna króna afgangi á rekstri næsta árs en sex milljónum króna, ef aðeins er miðað við A-hluta bæjarsjóðs. Í stefnuskjali Gísla Halldór Halldórssonar ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 14:05Að halda jólastjörnum lifandi

Mynd með fréttNú þegar bæjarstarfsmenn eru önnum kafnir við að koma upp jólatré á Silfurtorgi eru jólavörurnar einnig farnar að ryðja öðrum vörum úr hillum verslanna. Eitt af því sem birtist í hillunum í Blómavali, Bónus, Samkaupum og fleiri stöðum á hverju ári eru jólastjörnurnar. Margir húsfeður og mæður gleðjast yfir að sjá ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 28.11.14 | 13:02 Arctic Oddi til Þingeyrar og Valþjófur í fiskvinnslu á Flateyri

Mynd með frétt Áfram verður bolfiskvinnsla á Flateyri og vinnsla eldisfisks Arctic Odda ehf. flyst til Þingeyrar. Í yfirlýsingu frá Vísi hf. Valþjófi ehf. og Arctic Odda kemur fram að Arctic Oddi flytji starfsemi sína frá Flateyri í húsnæði sem var í eigu Vísis á Þingeyri. Þar ætlar fyrirtækið að sinna vinnslu og pökkun ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 11:51Lögreglan óskar eftir vitnum

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að því þegar ekið var á gangandi vegfaranda við hringtorgið á Ísafirði á miðvikudag milli kl. 17:30 og 18:00. Maðurinn var að leiða hjól yfir gangbraut efst í Pollgötu þegar bíll kom út úr hringtorginu og keyrði á hann. Hann varð fyrir lítilsháttar meiðslum, en ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 11:22„Strandveiðar skila engum arði“

Mynd með fréttRagnari Árnasyni hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands reiknast svo til að glataður hagnaður af því að nota að hluta til önnur veiðikerfi en aflamarkskerfið í þorskveiðum, sé rúmir fjórir milljarðar króna á ári eða 10% af arði veiðanna. Fiskifréttir greina frá erindi Ragnars á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku. Í erindinu taldi Ragnar ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 10:57 Leggst gegn veitu úr Stóra-Eyjavatni

Mynd með frétt Umhverfisstofnun leggst gegn áformum Orkubús Vestfjarða um að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni í Mjólkárvirkjun. Ísafjarðarbær hefur auglýst breytingar á aðalskipulagi og ein breytingin á skipulaginu er ósk Orkubúsins um vatnsmiðlun úr Stóra-Eyjavatni. Í umsögn Umhverfisstofnunar við aðalskipulagsbreytinguna segir að stofnunin telur að með vatnsmiðlun úr Stóra-Eyjavatni skerðist verndargildi náttúrvættisins Dynjanda umtalsvert. ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 10:26Jólatorgsala TÍ á morgun

Mynd með fréttÁrleg jólatorgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram á Silfurtorgi kl. 15:30 á morgun. Jólatorgsalan er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur í bæjarlífinu á að ventunni og einn stærsti liðurinn í fjáröflun skólans, en allur ágóði af sölunni rennur til hljóðfæra-, tækjakaupa eða annars sem þörf er á í skólanum. Boðið verður alls ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 09:41Skólarnir opna dyr sínar

Mynd með fréttÍ dagsins önn er ákaflega mikilvægt að fjölskyldumeðlimir gefi sér tíma til að fylgjast með því hvað aðrir í fjölskyldunni eru að gera og sýna því áhuga. Eitt skrefið í þá átt er að grunnskólar ljúka upp dyrum sínum og hafa svokallaða opna daga fyrir foreldra og forráðamenn. Grunnskóli Önundarfjarðar hefur ...
Meira


bb.is | 28.11.14 | 09:26 Frumsýna Drangeyjarsundið í Vatnsfirði

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur hafið æfingar á nýju leikriti um Gretti Ásmundsson. Um er að ræða einleik byggðan á einni vinsælustu Íslendingasögunni. Höfundur og leikari verksins er Elfar Logi Hannesson en leikstjórn er í höndum Víkings Kristjánssonar leikara. Grettir hefur verið lengi á óskalista Elfars Loga en listinn er langur sagði ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 08:58Beðið eftir go.com air

Mynd með fréttÍ kvöld kl. 19:30 sýnir leiklistarval Grunnskólans á Ísafirði leikritið Beðið eftir go.com air eftir Ármann Guðmundsson, í leikstjórn Guðnýjar Hörpu Henrysdóttur. Eftir sýninguna verður dansleikur fyrir unglingastig skólans. „1. desember er mikil hátíð og þá frumsýnum við Beðið eftir go.com.air,“ segir Guðný Harpa Henrysdóttir, leikstjóri sýningarinnar og kennari við skólann. ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 08:35Bónus með lægsta verðið en minnsta úrvalið á bökunarvörum

Mynd með fréttBónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup-Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á bökunarvörum í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land, þriðjudaginn 25. nóvember. Kannað var verð á 113 algengum vörum til baksturs og konfektgerðar. Samkaup-Úrval var oftast með hæsta verðið eða í 42 ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 28.11.14 | 08:12 Einn bíll á hverja hundrað Íslendinga

Mynd með frétt Fyrir stuttu greindi BB frá því að dýrfirski Dúabíllinn ætti að prýða evrópsk frímerki. Þannig er farið með bílinn að hluta til eins og forngrip, jafnvel þó við sem lékum okkur með hann, finnist við alls ekki vera gömul. Eiginlega bara rétt skriðin af barnsaldri. En Dúabíllinn var ákaflega vinsæll og ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 07:44Bók um Rögnvald Ólafsson

Mynd með fréttBjörn G. Björnsson leikmyndahönnuður gefur út bók um Rögnvald Ólafsson í mars á næsta ári. Rögnvaldur, sem hefur verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn, fæddist á Ytrihúsum í Dýrafirði 1874 og ólst upp á Ísafirði. Leikmyndahönnun og framleiðsla sjónvarpsefnis hefur verið starfsvettvangur Björns síðustu hálfa öldina eða svo. Og það var ...
Meira

bb.is | 27.11.14 | 16:55Mælir ekki með hækkun hámarkshraða

Mynd með fréttSkipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar mælir ekki með því að hámarkshraði í Pollgötu og Krók á Ísafirði verði hækkaður. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, fór fram á að nefndin skoðaði kosti og galla þess að hækka hámarkshraðann í allt að 50 km/klst. Á fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli