Vestfirskar fréttir

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á bak við Ráðagjafa- og nuddsetrið og býður þar upp á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi framleiða 50 þúsund tonn af fiski á ári á þessu ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:40Mistök við vísitöluútreikning

Mynd með fréttVísitala neysluverðs var vitlaust reiknuð síðustu sex mánuði vegna mistaka Hagstofunnar. Mistök voru gerð við útreikning á tólf mánaða takti verðbólgu sem var umtalsvert vanmetinn síðusta hálfa árið. Vegna þessara mistaka tvöfaldaðist 12 mánaða taktur verðbólgunnar í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði milli mánaða um tæp 0,5%, langt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns á biðlista vegna þess að gistipláss fáist ekki. Daníel rekur ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 15:31 Bleikar slaufur í október

Mynd með frétt Á um 40 klukkustunda fresti greinist kona með brjóstakrabbamein hér á landi. Skipuleg leit að brjóstakrabbameini er talin lækka dánartíðni um allt að 40%. Líkt og síðustu 10 ár er októbermánuður tileinkaður baráttunni gegn krabbameini í konum undir merkjum Bleiku slaufunnar. Í ár er sjónum beint að algengasta krabbameini íslenskra kvenna ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson leiðir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hann er í opnuviðtali BB í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:52Tónlistaruppákoma í Úthverfu

Mynd með fréttÁ laugardaginn verða tónlistarkonurnar Megan Alice Clune og Roosmarijn Tuenter með uppákomu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Þær hafa dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði undanfarnar vikur og á laugardaginn munu þær segja frá verkum sem þær eru með í vinnslu og flytja tónlist sína. Roosmarijn Tuenter hefur dvalið á Ísafirði ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Sandkastalakeppni 2016

Hin árlega sandkastalakeppni í Holti í Önundarfirði fór fram um helgina. „Þetta var alveg frábær dagur, sólin byrjaði að skína þegar við sandkastalagerðin hófst. Við höfðum byggingartímann 90 mínútur og það ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 29.09.16 | 10:58 Viðurkenningar veittar á sjávarútvegssýningunni

Mynd með frétt Sýningin Sjávarútvegur 2016 / Iceland Fishing Expo 2016 er hafin í Laugardalshöll og henni lýkur á morgun, föstudag.. Sýningin var opnuð formlega af Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra í gær að viðstöddum forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og fleiri gestum. Í opnunarathöfn sýningarinnar voru veittar viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 10:27Gísli fer úr Selárdal á Þingeyri

Mynd með fréttÁ laugardagskvöld verður einleikurinn um Gísla á Uppsölum sýndur á Þingeyri, en verkið var frumsýnt um síðustu helgi á söguslóðum í Selárdal. Sýnt var fyrir stappfullri Selárdalskirkju og hlaut verkið góðar viðtökur gesta, en meðal þeirra sem lögðu leið sína í Selárdal var Ómar Ragnarsson, sem var mikill áhrifavaldur í lífi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ár 75 sentímetrar, 22 laxar yfir 90 sentímetrum veiddust, þar ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:39 Vestri vann í vítaspyrnukeppni

Mynd með frétt Vestri slapp með skrekkinn á móti Herði í Vestfjarðabikarnum í gær. Hörður komst tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn náðu að klóra í bakkann og staðan 2 -2 eftir venjulegan leiktíma. Leikurinn fór því í vítaspyrnukeppni þar sem Vestri sigraði 4-2. Mikið var barist í leiknum og á köflum mátti ekki ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic Sea Farm hefur ekki verið með lax í sjó í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:34Verðhækkanir í sjö af ellefu verslunum

Mynd með fréttVörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í sjö verslunum frá því í júní 2016 þar til nú í september. Verð hækkaði mest hjá Iceland, eða um 2%. Í fjórum verslunum lækkaði vörukarfan í verði. Verð hækkuðu næstmest hjá Kjarval (1,4%), Víði (0,6%), Nettó (0,4%), Bónus (0,4%) og um 0,2% hjá Krónunni ...
Meira


bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu og er slysavarnarfélagið Landsbjörg hluti af því. 5 ár eru ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það í annað sinn sem slík nemendaferð er farin. Í þetta ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess og þróun árið 2013. Í athugasemdum var annars vegar fjallað ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. Það geta verið t.d. vinnufélagar, vinir eða fjölskyldumeðlimir. Ef fylla ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:14Nýtt fjarskiptamastur á Flateyri

Mynd með fréttStarfsmenn Græðis í Önundarfirði reistu í gær nýtt fjarskiptamastur á Flateyri á vegum Mílu. Það leysir af hólmi misgóð loftnet þar í bæ með misjafnri virkni. Mastrið er mikil búbót fyrir Önfirðinga sem hafa glímt við helst til stopult fjarskiptasamband, bæði hvað varðar GSM samband og ekki síður útvarpssendingar. Hið nýja ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum og því talsverðar líkur á að íbúar og gestir geti ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli