Vestfirskar fréttir

bb.is | 24.04.15 | 16:56 Öflugt þjálfarateymi í æfingabúðum KFÍ

Mynd með frétt Unnið er að því að setja saman þjálfarateymi fyrir komandi æfingabúðir KFÍ sem haldnar verða dagana 2.-7. júní. Yfirþjálfari í ár verður Borce Ilievski, sem hefur verið einn af megin stólpunum í búðunum undanfarin ár en hann er þjálfari U16 landsliðs drengja. Andri Kristinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik kemur nýr ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 16:452000 tonna viðbót verði nýtt til jöfnunar milli svæða

Mynd með fréttLandssamband smábátaeigenda (LS) hefur ítrekað kröfu sína um auknar strandveiðar á komandi vertíð. Krafa LS er að aflaviðmið verði hækkað um 2000 tonn, fari úr 8.600 tonnum í 10.600 tonn. Í ályktun frá LS segir að aukingin sé afar mikilvæg fyrir þróun veiðanna og yrði þess valdandi að strandveiðar sitji ekki ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 16:10Lundinn kominn í Látrabjarg

Mynd með frétt„Það stefnir í mjög gott sumar hjá okkur,“ segir Birna Mjöll Atladóttir á Hótel Breiðavík, skammt frá Látrabjargi, og bætir því við, að fuglalífið sé að taka við sér: „Lundinn er kominn fyrir viku.“ Hótelgestirnir í Breiðavík eru að langmestum hluta erlendir ferðamenn. „Íslendingarnir eru innan við tíu prósent, en við ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 15:49Arnarfjörður á miðöldum

Mynd með fréttFornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hefur undanfarin ár stundað fornleifarannsóknir í Arnarfirði sem bera nafnið Arnarfjörður á miðöldum. Nýlega voru gerðir tveir þættir um fornleifarannsóknir í Arnarfirði, annar um rannsóknina á Hrafnseyri og Auðkúlu og hinn um rannsókn sem fór fram á Grélutóftum. Það voru hjónin Eyþór Eðvarðson og Ingrid Kuhlman sem ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 15:02 Vortónleikar Átthagafélags Strandamanna

Mynd með frétt Kór Átthagafélags Strandamanna heldur vortónleika í Árbæjarkirkju kl. 16 á sunnudag. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar t.d. nefna lög eins og Þannig týnist tíminn, Ég er kominn heim, Bjartar vonir vakna, og Ríðum sem fjandinn. Einnig hefur Vilberg Viggósson útsett sérstaklega fyrir kórinn nokkur lög eins og Vegir ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 14:51Smíði á nýjum Páli hafin

Mynd með fréttSmíði á nýju skipi Hraðfrystihússins-Gunnvarar er hafin, en stálskurðurinn í skipasmíðastöðinni í Kína hófst kl. 10.38 á laugardaginn, 18. apríl. Tímasetningin er engin tilviljun því að Kínverjar telja að tölunni 8 fylgi gæfa, segir á vef Hraðfrystihússins-Gunnvarar. Við þetta tækifæri voru einnig sprengdir margir kínverjar, eins og alsiða er þar í ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 14:04G.E. vinnuvélar buðu lægst

Mynd með fréttTvö tilboð bárust í hellulögn og bílastæðisgerð við Neðstakaupstað á Ísafirði og voru þau bæði talsvert yfir kostnaðaráætlun. Tilboð G.E. vinnuvéla hljóðaði upp á 16,8 milljónir króna og tilboð frá SRG múrun hljóðaði upp á 19,3 milljónir. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 13,5 milljónir króna. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ganga ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 24.04.15 | 13:01 Engan eldislax í Ísafjarðardjúp

Mynd með frétt Landssamband stangveiðifélaga (LS) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, áskorun þess efnis að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði verði lokað fyrir eldi á norskum laxi. Áður hafði sambandið sent ráðherra kröfugerð sama efnis. „Þann 24. mars 2015 sendi Landssamband veiðifélaga þér bréf þar sem gerð er krafa um að lokað verði ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 11:50Skíðamarkaður á skíðaskálanum

Mynd með fréttSkíðamarkaður verður í skíðaskálanum í Tungudal á morgun. Til sölu verða þriggja ára gömul svigskíði úr skíðaleigunni ásamt skíðaklossum og brettaskóm. Einnig verða til sölu hjálmar, hanskar, skíða- og sólgleraugu á 25% afslætti. Skíðin eru í öllum stærðum frá 80 cm og upp í 166 cm. Einnig eru klossar frá minni ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 11:23Gufupönkað á Bíldudal í sumar

Mynd með fréttÆvintýralandið Bíldalía verður í fullu fjöri í sumar á sunnanverðum Vestfjörðum. Dagana 20. til 27. júní verður haldin ein af athyglisverðustu sumarhátíðum landsins í annað sinn þegar sunnanverðir Vestfirðir breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Í Bíldalíu er svokallað gufupönk í hávegum haft og á gufupönkshátíðinni getur allt gerst enda sögusviðið skáldskapur sviðsettur ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 10:57 Litli leikklúbburinn 50 ára

Mynd með frétt Þann 24 apríl 1965 var Litli leikklúbburinn á Ísafirði stofnaður og er hann því 50 ára í dag. Um helgina verður margt gert til að minnast tímamótanna. Ber þar hæst sögusýning í Gamla sjúkrahúsinu. „Þar verða til sýnis munir og myndir úr 50 ára sögu LL. Þetta er öðruvísi og lifandi ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 10:27Mun fleiri einstaklingar í gjaldþrot

Mynd með fréttMikil fjölgun var meðal einstaklinga sem úrskurðaðir voru gjaldþrota á síðasta ári en alls voru 540 skráðir gjaldþrota í samanburði við 369 árið 2013. Skýringin á þessari fjölgun gjaldþrota einstaklinga er samkvæmt heimildum Seðlabankans sú að margir væntu þess að tveggja ára fyrningarfrestur krafna í gjaldþroti, sem lögfestur var í desember ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 09:43Gríðarlega erfiður vetur

Mynd með fréttVeturinn var starfsmönnum vetrarþjónustu Vegagerðarinnar gríðarlega erfiður. Snjómoksturstæki stofnunarinnar óku vegalengd sem jafngildir nærri fimm ferðum til tunglsins. Vegagerðin sinnti mokstri eða hálkuvörnum upp á hvern einasta dag í vetur. Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru í síðustu viku yfir liðinn vetur með starfsmönnum og verktökum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að veturinn hafi verið ...
Meira


bb.is | 24.04.15 | 09:27 1,8% stöðugilda ríkisins á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Vestmannaeyjum fyrir stuttu voru birtar niðurstöður könnunar sem Byggðastofnun hefur gert á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 09:06Fjölmenni á vorfagnaði

Mynd með fréttÁtthagafélögin úr Vestur - Ísafjarðarsýslu; Dýrfirðingafélagið, Önfirðingafélagið og Súgfirðingafélagið og Hljómsveitin Æfing frá Flateyri stöðu fyrir vorfagnaði í Súlnasal Hótel Sögu föstudagskvöldið 17. apríl. Mjög góð þátttaka brottfluttra var og einnig komu allnokkrir að vestan til hátíðarinnar. Rúmlega 200 manns sátu borðhaldið. Síðan komu vel á annað hundrað manns til ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 08:37Íslandsmethafi í blóðgjöf

Mynd með fréttÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og f.v. sýslumaður á Ísafirði, gaf blóðgjöf í 180. skiptið í Blóðbankanum í Reykjavík á mánudag. Enginn hefur gefið eins oft blóð á Íslandi eins og hann. Ólafur Helgi var til margra ára formaður Blóðgjafafélagsins og vann þar þarft og gott starf. „Ég ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 24.04.15 | 08:14 Tvær meistaraprófsvarnir í dag

Mynd með frétt Tvær meistaraprófsvarnir í haf- og strandsvæðastjórnunarnámi Háskólaseturs Vestfjarða verða í dag. Sex nemendur munu kynna og verja ritgerðir sínar á vorönninni, þar af fjórir í eigin persónu á Ísafirði. Áður hafði einn nemandi, Jean-Phillip Sargeant, varið sitt verkefni í ársbyrjun. Auk þess vörðu tveir nemendur, Laura Nordgren og Victor Buchet, í ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 07:53Áframhaldandi ófremdarástand

Mynd með fréttFormenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga héldu vorfund sinn í Reykjavík fyrir stuttu þar sem meðal annars var rætt um stöðu verkefna samtakanna. Einnig var sérstök umræða um stöðu almenningssamgangna og framkvæmd sóknaráætlunar landshluta. Undir liðnum önnur mál voru tekin til umræðu, starf landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra og umræða um fjárveitingar til ...
Meira

bb.is | 22.04.15 | 16:57BBC uppgötvar Vestfirði

Mynd með fréttFerðamálafrömuðir BBC eru búnir að uppgötva Vestfirði. Á ferðavef BBC er löng ferðasaga um ferðalag Katie Hummel um Vestfirði þvera og endilanga í september. Katie er blaðamaður hjá BBC Travel. Hún segir Vestfirði vera „villtasta og hrjóstrugasta svæði á annars villtu og hrjóstrugu landi. En þeir sem gera sér ferð þangað, ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli