Vestfirskar fréttir

bb.is | 29.05.15 | 13:22 Ríkisstjórnin sýnir spilin

Mynd með frétt Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasaminga á almennum vinnumarkaði. Aðgerðirnar eru í 11 liðum og lúta að ýmsum sviðum skatta- og velferðar- og húsnæðismála, sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Mikilvæg forsenda fyrir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er að kjarasamningar á almennum og opinberum markaði ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 13:02Hlaupa yfir Sprengisand og safna áheitum

Mynd með fréttÍsfirsku félagarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í júlí. Hlaupaleiðin liggur yfir Sprengisand og mun taka alls níu daga. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á málefnum langveikra barna og safna áheitum fyrir Kristján Loga Vestmann Kárason, ungan Vestfirðing sem er með fjölfötlun ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 11:44Svo hverful er heimsins dýrð

Mynd með fréttAllt hefur sinn tíma, eins og segir á góðum stað. Tímans tönn er iðin við að naga Óshlíðarveginn gamla milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, sem aflagður var þegar Bolungarvíkurgöngin voru opnuð haustið 2010. Þá voru liðin rúm sextíu ár frá því að vegurinn um hlíðina var fullgerður að þeirrar tíðar tækni. Fyrsta ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 11:25Fagnar framlagi til ferðamannastaða

Mynd með fréttUmhverfisstofnun fagnar framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Þar af verður rúmlega fimmtíu milljónum króna varið til verkefna á Vestfjarðakjálkanum. Framkvæmdir við Fjallfoss í Dynjandi ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 10:51 Leggja jarðstreng í stað sæstrengs

Mynd með frétt Orkubú Vestfjarða hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að leggja jarðstreng í Arnarfirði í stað sæstrengs sem slitnaði í haust. Strengurinn verður lagður í samstarfi við Neyðarlínuna til að útvega rafmagn að fjarskiptastöð á Langanesi ofan Laugabóls í Arnarfirði. Strengurinn mun ná frá Snjalleyri að Laugabóli. Skipulags- og mannvirkjanefnd tók fyrir umsókn ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 10:27Flugi aflýst vegna snjókomu

Mynd með frétt„Hefur nokkur heyrt þetta fyrr, að það þurfi að aflýsa flugi vegna snjókomu 28. maí?“ spyr Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi á fréttavefnum litlihjalli.is. Flugfélagið Ernir aflýsti flugi í gær vegna snjókomu á Ströndum. Jón bætir við að alþekkt sé að flugi sé aflýst vegna þoku á þessum árstíma.
Meira

bb.is | 29.05.15 | 09:45Góður gangur hjá nýju búðinni á Reykhólum

Mynd með fréttTveir mánuðir eru liðnir frá því að verslun var opnuð á nýjan leik á Reykhólum eftir nærri þriggja mánaða verslunarleysi frá áramótum. Hún ber nafnið Hólabúð og eigendur hennar eru þau Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal. Þau láta mjög vel af sér og viðtökunum. „Fólk hefur tekið okkur rosalega vel, ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 29.05.15 | 09:07 Tíföldun fiskeldis á Íslandi spáð

Mynd með frétt Fyrirtæki í fiskeldi hafa mikil áform og væntingar um stækkun stöðva sinna, ekki síst í sjókvíaeldi laxfiska. Ef áformin eru reiknuð saman er útkoman að samtals er um 110 þúsund tonna ársframleiðsla í myndinni eins og er. Hvenær það mark næst er hins vegar óljóst. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, fór ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 08:15Spáir spennu á vinnumarkaði

Mynd með fréttSérfræðingar Vinnumálastofnunar spá því að atvinnuleysi verði að jafnaði 2,8% árið 2016 og 2,4-2,5% árið 2017. Rætist spáin verður talsverð spenna á vinnumarkaði á næstu misserum. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir stofnunina spá 3,1% atvinnuleysi að meðaltali í ár og 2,7-2,8% atvinnuleysi yfir hábjargræðistímann í sumar. Til samanburðar var atvinnuleysið ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 07:52„Sísonið komið á fullt“

Mynd með frétt„Nú er sísonið komið á fullt og skipin koma eitt af öðru,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Skemmtiferðaskipið Saga Pearl II kom til hafnar í morgun. „Norska skipið Fram var hjá okkur á annan í hvítasunnu. Það fór fyrst til Flateyrar og seinna um daginn kom það til Ísafjarðar. ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 19:17 Ósjálfbjarga að líkindum vegna inntöku fíkniefna

Mynd með frétt Lögregla og sjúkralið voru kölluð að húsi nokkru á Ísafirði snemma í morgun. Þar hafði einstaklingur veikst og orðið ósjálfbjarga, að því er virðist vegna inntöku fíkniefna. Læknir var kallaður til að meta ástand hans og félaga hans, sem virtist líka vera í fíkniefnavímu. Þeir voru þó ekki taldir í lífshættu. ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 16:57Eldsneytisverð hækkar

Mynd með fréttOlíufélögin hafa frá því fyrir síðustu helgi hækkað lítraverð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur. Algengt verð á bensíni í gær var frá 223 krónum upp í 225 krónur og dísilolían á rúmar 214 krónur. Um 10 króna verðmunur er nú orðinn á þessum eldsneytistegundum, sem ræðst að mestu af ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 16:44Þuríðardagurinn haldinn öðru sinni

Mynd með fréttÞuríðardagurinn 2015 verður haldinn hátíðlegur í Bolungarvík á fimmtudaginn í næstu viku, þann 4. júní. Markmiðið er að gera hann að árlegum viðburði og er þetta í annað sinn sem hann er haldinn. Það er ekki tilviljun að Þuríðardeginum skuli valinn tími rétt fyrir sjómannadag. Þuríður sundafyllir, landnámskona í Bolungarvík, seiddi ...
Meira


bb.is | 28.05.15 | 16:12 Fiskafurðir í matinn hækkuðu um 4-12%

Mynd með frétt Algengt er að verð á fiskafurðum hafi hækkað um 4 til 10 prósent á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð var kannað 20. maí, en sambærileg könnun var gerð 2. júní á síðasta ári. Í samanburði verðlagseftirlitsins segir, að til hliðsjónar megi benda á að verð á fiski hafi hækkað ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 15:19Ríkið gengur ekki nógu langt

Mynd með fréttFulltrúar verkalýðsfélaganna telja ekki nóg lagt í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og vilja ræða ýmis önnur mál við ríkisvaldið. Fjallað er um gerð kjarasamninga í Morgunblaðinu í dag og kemur fram, að fjármálaráðherra vonast til að útspil ríkisins greiði fyrir gerð kjarasamninga. Viðsemjendum voru kynntar hugmyndir ríkisstjórnarinnar á fundi í Karphúsinu ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 14:54600 manns á landsþing og Björgunarleika

Mynd með fréttVon er á um 600 björgunarsveitarmönnum til Ísafjarðar um helgina á landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þingið er haldið annað hvert ár og er með stærri viðburðum innan þessa stóra félags. Á þinginu verður kosinn nýr formaður og stjórn og línur lagðar fyrir næstu tvö árin. „Búast má við að rauðu peysurnar fari ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 28.05.15 | 14:12 Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar

Mynd með frétt Tónlistarskóli Ísafjarðar heldur Lokahátíð sína í Ísafjarðarkirkju kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. maí, en skólinn er nú að ljúka 67. starfsári sínu. Á Lokahátíðinni verða flutt fjölbreytt tónlistaratriði, ávörp, verðlaun afhent fyrir framúrskarandi námsárangur og námsskírteini afhent, en hátíðinni lýkur með því að skólanum er slitið. Meðal tónlistaratriða má nefna ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 13:15Víða vetrarfærð á fjallvegum

Mynd með fréttVegagerðin vekur athygli á því, að á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er víða vetrarfærð á fjallvegum og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Klettshálsi og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Dynjandisheiði. Á Ströndum er þæfingsfærð frá Bjarnarfirði og norður í ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 13:03Fagna stórsókn í uppbyggingu og úrbótum

Mynd með fréttRíkisstjórnin tilkynnti í fyrradag að stórauknu fé verði varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um land allt, ásamt því að umtalsverðum fjármunum verði varið til brýnna vegaframkvæmda á vegakerfi landsins. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) fagna þessum áformum, enda sé ljóst að úrbóta er þörf við fjölfarna ferðamannastaði og á vegakerfi landsins. Fyrir liggur ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli