Vestfirskar fréttir

bb.is | 23.07.14 | 16:58 Veðrið og HM hefur áhrif

Mynd með frétt Wouter Van Hoeymissen, annar eigenda Simbahallarinnar á Þingeyri, lætur ágætlega af ferðamannastraumi til bæjarins í sumar. Hann segir þó að veðrið hafi neikvæð áhrif, sérstaklega á hestaferðirnar sem Wouter og kona hans, Janne Kristensen, bjóða upp. „Veðrið hefur eðlilega minni áhrif á kaffihúsið. En það var fín traffík í byrjun júní ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 16:47Samráð í orði en ekki borði

Mynd með fréttAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að algjörlega hafi verið gengið framhjá viðhorfum og skoðunum heimamenna þegar ákvörðun um sameiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði, var tekin. Stjórn Fjórðungssambandsins sendi frá sér harðorða ályktun í síðustu viku sen send var Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra og þingmönnum NV-kjördæmis. „Því miður ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 16:09Njóta ekki góðs af fjölgun ferðamanna

Mynd með fréttFerðaþjónustan á Vestfjörðum hefur ekki notið góðs af fjölgun ferðamanna til landsins yfir vetrarmánuðina. Á Vestfjörðum hefur ferðamönnum ekki fjölgað hlutfallslega eins mikið og á landinu öllu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina en í fyrra voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð um 750 þúsund auk þeirra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum. Langflestir ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 15:41Hið vestfirska prang er ekki sprang

Mynd með fréttSkipuleggjendur Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta sem fram fer í Tungudal um verslunarmannahelgina vilja meina að orðið að pranga sé notað yfir íþróttina „prang“ sem sögð er byggja á gömlum vestfirskum hefðum sem legið hafa í dvala áratugum saman. Í orðabók Snöru þýðir sögnin að pranga að „beita brögðum í viðskiptum, manga, braska, ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 15:02 Vive la Vie í Ísafjarðarhöfn

Mynd með frétt Ofursnekkjan Vive la Vie lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun eftir viðdvöl í Arnarfirði þar sem hún var í gær. Snekkjan er talin vera í eigu svissneska auðkýfingsins Willy Michel sem rekur fyrirtækið Ypsomed. Fjölskylda Michels á um 76% hlut í fyrirtækinu. Auður hans og fjölskyldunnar er metinn á um ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 14:48Kennslustund hjá graníthörðum og froðufellandi Rússum

Mynd með fréttEvrópumeistarar FC Kareoke eru komnir heim frá HM í mýrarbolta sem haldið var um síðustu helgi í Ukkohalla í Finnlandi. Kolbeinn Einarsson, einn liðsmanna FC Kareoke, segir það hafa verið mjög gaman að taka þátt í mótinu þrátt fyrir misjafnt gengi, en liðið vann einn leik og tapaði þremur. Eftirminnilegasti leikurinn ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 14:02Fékk öngul í gegnum höndina

Mynd með fréttSjómaður, sem var einn á báti sínum úti af Vestfjörðum síðdegis í gær, fékk öngul í gegnum aðra höndina og sat hann þar fastur. Óskaði hann eftir aðstoð frá nálægum bátum og höfðu þeir samband við lækni í landi. Ráðlagði læknirinn þeim að reyna ekki að losa öngulinn heldur sigla með ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 23.07.14 | 13:02 Jónas sýslumaður Vestfjarða – í Bolungarvík

Mynd með frétt Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, verður sýslumaður á Vestfjörðum og aðalskrifstofa embættisins verður í Bolungarvík, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þá segir að skipunarbréf til sýslumanna, samkvæmt nýjum lögum um sýslumannsembætti, verði send úr ráðuneytinu fyrir vikulok. Aðalstöðvar lögreglunnar á Vestfjörðum verða á Ísafirði. Ekki eru komnar fram upplýsingar um hvort og þá ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 11:48Aron nálgast 400 þúsund – Jón Geir drattast á fætur

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Aron Guðmundsson, sem ætlar að hlaupa hálft Reykjavíkurmaraþon til styrktar MND-félaginu, hefur þegar þetta er skrifað safnað 383 þúsund krónum í áheit og á því einungis eftir 17 þúsund krónum markmið sitt sem er að safna 400 þúsund krónum. Hann hefur forystuna þegar kemur að hlaupurum sem safna áheitum í ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 11:07Snjóflóð í Súgandafirði

Mynd með fréttLítið snjóflóð féll á veginn út í Selárdal í Súgandafirði á sunnudag. Í miklu vatnsviðri fyrstu vikuna í júlí féll á sama stað mikið aurflóð og lokaði veginum út í Selárdal. Fádæma snjóalög voru í Súgandafirði í vetur eins og má lesa um í þessari frétt. Jóhann Hannibalsson, snjóathugunarmaður á Hanhóli ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 10:54 Menningarráð úthlutar styrkjum

Mynd með frétt Menningarráð Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2014 og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða staðfest tillögu ráðsins um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 10:21Öll dagskrá RÚV verður send út stafrænt

Mynd með fréttÖll dagskrá RÚV í sjónvarpi verður send út á stafrænu formi frá og með næstu áramótum, að því er fram kemur á ruv.is, en verið er að skipta úr hliðrænum útsendingum í stafrænar. Tugir þúsunda landsmanna þurfa þá að gera ráðstafanir til þess að bregðast við því þar sem ekki verður ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 09:36Viljaverk í Palestínu

Mynd með fréttÚt er komið ljóðasafnið Viljaverk í Palestínu sem menningarvefrit eftir Eirík Örn Norðdahl. Eiríkur Örn er jafnframt ritstjóri bókarinnar. Vinnsla bókarinnar hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Fyrir viku fengu skáldin áskorun um að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Flest ljóðanna í bókinni ...
Meira


bb.is | 23.07.14 | 09:21 Konum fækkar í leiðtogastöðum sveitarstjórna

Mynd með frétt Konur eru 27% sveitarstjóra, bæjarstjóra og oddvita ef miðað er við 67 sveitarfélög sem hafa nú þegar skipað í hlutverk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna eftir kosningar í vor, að því er fram kemur á dv.is. Um er að ræða 18 konur og 49 karla. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 voru konur 34% æðstu stjórnenda og ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 08:53Neyðarskýlið á Gemlufallsheiði fjarlægt

Mynd með fréttBúið er að fjarlæga neyðarskýlið Kristjánsbúð af Gemlufallsheiði. Skýlið hefur verið í umsjá björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri og segir Björn Gunnarsson, formaður Sæbjargar, að lengi hafi staðið til að fjarlæga skýlið. „Það er orðið mjög lélegt og fúið í gegn og ekki talin þörf á að hafa það lengur á heiðinni,“ ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 08:3024 lið skráð til keppni

Mynd með fréttÞegar rétt rúm vika er í Evrópumeistaramótið í mýrarbolta hafa 20 karlalið verið skráð til keppni en einungis fjögur kvennalið, þar af er svokallað skraplið sem samanstendur af konum sem standa utan liðs en hafa áhuga á að keppa. Metþátttaka var í fyrra en þá var mótið haldið í tíunda sinn. ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 23.07.14 | 08:07 Makrílveiðar smábáta verði án takmarkana

Mynd með frétt Stjórn Landsambands smábátaeigenda skorar á stjórnvöld að aflétta öllum veiðitakmörkunum af færaveiðum smábáta á makríl. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn LS samþykkti í síðustu viku þar sem meðal annar var rætt um makrílveiðar smábáta og framtíð þeirra. „Stjórn Landssambands smábátaeigenda er þeirrar skoðunar að það stríði gegn allri sanngirni ...
Meira

bb.is | 23.07.14 | 07:39Sérkenni Önundarfjarðar skrásett

Mynd með frétt„Það verður vissulega margt skrafað á fundinum í kvöld enda saga svæðisins stórbrotin og margt sem fólk mun bera með sér, bæði sem varðar hugmyndir um framtíðina, það sem er í gangi núna og hvaða atvinnuvegir byggðu hér upp mannlíf og sjálfsmynd Flateyringa,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir hjá Vestfiðringi en fundaröð verkefnisins ...
Meira

bb.is | 22.07.14 | 16:57Á ekki eftir að gleyma tónleikunum í bráð

Mynd með fréttOpnunartónleikar nýstofnaða listahópsins Errata Collective í tónleikahúsinu Hörpu í Reykjavík á föstudag fengu fjórar stjörnur frá Jónasi Sen, tónlistargagnrýnanda, í Fréttablaðinu í dag. Að hópnum standa tónskáldin Finnur Karlsson, Ísfirðingurinn Halldór Smárason, Haukur Þór Harðarson og Pettri Ekman. Um tónverk Halldórs segir Jónas: „Frumflutt var tónlist eftir náunga sem, rétt eins ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmenn vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli