Vestfirskar fréttir

bb.is | 01.11.14 | 10:44 Styrkir miðist við landnýtingu

Mynd með frétt Afnema þarf beingreiðslur í landbúnaði til að draga úr sóun og ýta undir verðmætasköpun. Réttara væri að láta greiðslur fylgja ræktarlandi ef menn vilja styrkja landbúnaðinn á annað borð. Þetta segir Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði í samtali við visir.is. Daði Már hélt erindi á fundi Viðreisnar á dögunum þar ...
Meira

bb.is | 01.11.14 | 09:56Íslendingar ríflega 128 þúsund

Mynd með fréttÍ lok þriðja ársfjórðungs í ár bjuggu 164.710 karlar og 163.460 konur eða alls 328.170 manns hérlendis samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hafði landsmönnum fjölgað um 1.130 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 23.840 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 210.660 manns. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs fæddust 1.200 börn en 510 einstaklingar létust.
Meira

bb.is | 01.11.14 | 09:19Hrekkjavaka er unglingahátíð á Norðurlöndum

Mynd með fréttFlestir tengja hrekkjavöku við efnislitla búninga og nammibetl í bandarískum bíómyndum. Skemmtanir á þessum degi verða sífellt algengari en þá frekar fyrir fullorðna heldur en börn. Þó nokkur partý verða haldin á Vestfjörðum í tilefni dagsins. Á vísindavefnum er sagt frá hátíðinni og einnig í bók Árna Björnssonar, saga daganna. Þar ...
Meira

bb.is | 01.11.14 | 08:48Hjónaballið í áttatíu ár

Mynd með fréttFyrsta hjónaball á Þingeyri var haldið fyrir 80 árum og því stendur mikið til í kvöld þegar enn og aftur er blásið til hjónaballs í Félagsheimilinu á Þingeyri, og það í veglegri kantinum. Meistarakokkurinn Þorsteinn Þráinsson sér um matseldina og verður meðal annars boðið upp á hangikjöt úr reykkofanum á Kirkjubóli ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 16:55 KFÍ tekur á móti Þór Þorlákshöfn

Mynd með frétt KFÍ mætir úrvalsdeildarliði Þór frá Þorlákshöfn í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins kl. 19:15 á sunnudagskvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þórsarar hafa á að skipa sterku liði og sitja sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap. Ljóst er því að hér er um verðugt verkefni að ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 16:45Leikföng á Byggðasafnið

Mynd með frétt„Við teljum mjög mikilvægt að leikföng frá liðnum tímum varðveitist og nú eru síðustu forvöð að bjarga þessum leikföngum sem eru frá árunum 1940 og fyrr og fram til um 1970“, segir Björn Baldursson safnvörður á Byggðasafni Vestfjarða. „Við eigum ekki mikið frá þessu tímabili en tökum á móti alls kyns ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 16:09Þjónusta gæti skerst

Mynd með fréttSamband íslenskra sveitarfélaga gerir verulegar athugasemdir við fjárlagafrumvarp næsta árs. Sambandið segir að ekkert samráð hafi verið haft við það við gerð frumvarpsins, þrátt fyrir að lög kveði á um að svo eigi að vera og að miklir fjárhagslegir hagsmunir séu undir. Þörf sé á rýmlega 7,5 milljarða króna viðbótarfjármagni eigi ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 31.10.14 | 15:01 Landsbyggðin lifi í Félagsbæ

Mynd með frétt Samtökin Landsbyggðin lifi efnir til opins fundar í sal eldri borgara í Félagsbæ á Flateyri kl. 14 á morgun. Þar munu þeir Björgvin Hjörleifsson, formaður samtakanna og Guðjón Arnar Kristjánsson, varaformaður, kynna samtökin og helstu áherslumál þeirra. Á fundinum gefst tækifæri til að ræða sameiginlega þau málefni sem brenna á Vestfirðingum ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 14:50Til Víetnam á flótta undan norskum ljóðahátíðum

Mynd með fréttÞað kom Ísfirðingnum Eiríki Erni Norðdahl rithöfundi síður en svo á óvart að Kjell Westö hafi fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, þvert á móti, þá bjóst hann við því. Eiríkur Örn var tilnefndur til verðlaunanna sem voru afhent á miðvikudag. „Auðvitað langar mann alltaf að vinna en ég spáði því allan tímann sjálfur ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 14:04Stelpudagur BÍ/Bol á morgun

Mynd með fréttStelpudagur BÍ/Bolungarvíkur verður á morgun í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði og í íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík. Landsliðskonurnar Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttur verða á svæðinu, spjalla við vestfirskar fótboltastelpur, taka þátt og aðstoða við æfingu gefa eiginhandaráritanir. Dagskrá stelpudaga er eftirfarandi: Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.10:30-12:00 fyrir stelpur í 4., 3. ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 13:22 Steinunn skólastjóri tímabundið

Mynd með frétt Steinunn Guðmundsdóttir tekur tímabundið við starfi skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur frá og með 1. nóvember og þar til nýr skólastjóri verður fastráðinn við skólann. Fráfarandi skólastjóri, Soffía Vagnsdóttir, lætur af störfum frá sama degi en hún hefur verið ráðin fræðslustjóri Akureyrarbæjar og eru henni þökkuð góð störf í þágu grunnskólans um leið ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 13:01Umfangsmiklar breytingar sem stórbæta raforkuöryggi

Mynd með fréttLandsnet hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu á raforkukerfinu á norðanverðum Vestfjörðum síðustu misseri. Notendur á svæðinu hafa orðið varir við það á síðustu dögum enda hefur rafmagn verið óstöðugt meðan nýr búnaður í kerfinu er prófaður. „Á miðvikudagskvöld vorum við að uppfæra og breyta varnarbúnaði á Mjólká og því miður leysti ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 11:44Netlaust í Túngötu

Mynd með fréttStarfsmenn Mílu vinna nú að breytingum á símalínum í Túngötu á Ísafirði og hefur ekkert netsamband verið á stórum hluta götunnar frá því í gær. Guðmundur Hrafnsson, hjá Mílu á Ísafirði, segir að netsamband komist aftur á í dag. „Þetta tekur lengri tíma en búist var við. Það kom upp bilun ...
Meira


bb.is | 31.10.14 | 11:15 Stafrænt sjónvarp í Árneshreppi

Mynd með frétt Íbúar í Árneshreppi á Ströndum geta nú horft á stafrænt sjónvarp eftir að Vodafone setti upp móttökusenda á fjarskiptamastrið í Reykjaneshyrnu, við svonefnt Reiðholt. Nú er gamla og nýja kerfið bæði í notkun, en gamla kerfinu fyrir túbusjónvörpin verður lokað í lok janúar á næsta ári. Móttökumastur VHF útsendinganna sem hætta ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 10:50Hundruð manna á jólahlaðborð

Mynd með fréttAð fara á jólahlaðborð er árleg hefð hjá mörgum vinnustöðum og einstaklingum. Þar byrjar upphitunin fyrir jólamatinn og gleðina og Ísfirðingar og nærsveitungar geta valið um kræsingar, hvort sem farið er á Við Pollinn eða einn af þeim þremur stöðum sem Núpsbræður sjá um. Veitingastaðurinn Við Pollinn á Hótel Ísafirði hefur ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 10:19Fámennur skóli að Birkimel

Mynd með fréttBirkimelur á Barðaströnd lætur ekki mikið yfir sér en þar er samt ofur lítið þorp. Mörg húsanna standa þó tóm yfir vetrartímann líkt og í öðrum þorpum, þar sem íbúðirnar eru frekar nýttar sem sumarhús af brottfluttum, frekar en að í þeim sé búið allt árið. Á Birkimel er aðeins búið ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 31.10.14 | 09:34 Nýkomin frá Tenerife

Mynd með frétt Vesturafl er geðræktarmiðstöð á Ísafirði fyrir fólk sem býr við skert lífsgæði og getur ekki tekið virkan þátt í samfélaginu. Megin markið Vesturafls er að rjúfa félagslega einangrun og er því boðið upp á opið hús á virkum dögum. „Til okkar koma allir þeir sem hafa misst hlutverk sitt í samfélaginu,“ ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 09:19„Stutt og notalegt að fara“

Mynd með fréttHeydalur í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi eru einn af þeim stöðum sem reka ferðaþjónustu allt árið um kring. Þar búa Stella Guðmundsdóttir og Gísli Pálmason og ferðamenn sem þangað koma geta valið úr ævintýralega mörgum afþreyingum, sem taka þó mið af bæði árstíma og veðri. Yfir vetrartímann eru norðurljósaferðirnar vinsælar hjá þeim ...
Meira

bb.is | 31.10.14 | 08:51Íran og Kaspíahaf í Vísindaporti

Mynd með fréttÍ Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða í dag er ferðinni heitið til Írans. Majid Eskafi, haffræðingur frá Íran og nemandi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið kynnir Íran fyrir áhugasama, og þá sérstaklega strandlengjuna sem liggur að Kaspíahafinu. Kaspíahaf er salt stöðuvatn og er langstærsta stöðuvatn heims. Um 1000 kílómetrar af strandlengju þess ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli