Vestfirskar fréttir

bb.is | 04.05.16 | 16:50 Leggja drög að evrópskri sköpunarviku

Mynd með frétt Í kvöld verður opinn fundur í Fab Lab smiðjunni á Ísafirði þar sem verkefnið Europian maker week verður kynnt, en það samanstendur af viðburðum víðsvegar um Evrópu sem tengjast sköpun á margvíslegan hátt. Markmið verkefnisins er að stuðla að tengingu á milli ýmissa skapandi greina og skapa vettvang fyrir fólk til ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 16:34Landsnámskonur svífa um loftin blá

Mynd með fréttBombardier flugvélar Flugfélags Íslands munu skarta nöfnum þekktra kvenskörunga frá fyrstu árum Íslandsbyggðar. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar nafn fyrstu flugvélarinnar var afhjúpað. Efnt var til nafnasamkeppni meðal almennings í tilefni af komu flugvélanna hingað til lands og bárust tæplega 6.000 tillögur. Sérstök dómnefnd ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 15:46Ólöglegar breytingar á stjórn Orkubúsins

Mynd með fréttLög um Orkubú Vestfjarða voru brotin þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið samþykkti að fækka varamönnum í stjórn Orkubús Vestfjarða úr fimm í einn. Fréttastofa RÚV greinir frá að ráðuneytið kanni nú hvort gera megi breytingu á ákvæði laganna þannig að skipan stórnar verði samkvæmt hlutafélagalögum. Gísli Jón Kristjánsson, fyrrverandi varamaður í stjórn ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 14:50Opinn fundur um leikskólamál

Mynd með fréttDagvistunarmál barna á Ísafirði hafa verið fyrirferðamikil í umræðunni að undanförnu. Foreldrar í bænum eru langþreyttir á stöðunni, líkt og lesa má um hér. Bæjaryfirvöld hafa leitað ákjósanlegra leiða til að bregðast við auknum fjölda barna á leikskólaaldri í bænum og hafa nú lagt fram hugmyndir um að opna 5 ára ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 14:14 Að ná settu marki með Óla Stef

Mynd með frétt Ólafur Stefánsson okkar ástsælasti handboltakappi heldur opinn fyrirlestur í Félagsheimilinu í Bolungarvík í dag kl. 20:00. „Að ná settu marki“ er yfirskrift fyrirlestursins og eins segir á fésbókarsíðu fyrirlestursins verður hann „óformlegum nótum um það að ná settu marki í lífinu. Það getur til að mynda átt við unglinga í ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 13:23Andlát: Kári Eiríksson

Mynd með fréttKári Eiríksson listmálari, búsettur á Felli í Dýrafirði, er látinn, 81 árs að aldri. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann 1. maí. Kári fæddist á Þingeyri 13. febrúar 1935. Kári nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 12:57Nemendum býðst að kaupa spjaldtölvur

Mynd með fréttNemendum sem ljúka 10.bekk við Grunnskólann á Ísafirði í vor gefst kostur á að kaupa spjaldtölvur þær sem þeir hafa haft til afnota við skólann undanfarin tvö ár. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti þetta á fundi sínum á dögunum að tillögu Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Undanfarin ár hafa skólar í Ísafjarðarbæ ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Þorrablót í Holti 2016

Dreifbýli Önundarfjarðar hélt sitt margfræga þorrablót í Holti laugardaginn 20. febrúar. Fullt var út úr dyrum og miklar væntingar til skemmtiatriða. Þau stóðust væntingar, sem og Stebbi Jóns sem ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 04.05.16 | 10:30 Úrkoma næstu daga

Mynd með frétt Klukkan níu í morgun var lítilsháttar rigning í Bolungarvík, norðaustan stinningsgola og hiti tæpar þrjár gráður. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gengur í norðaustan 10-15 m/s um hádegi. Dálítil rigning eða slydda verður, einkum á svæðinu norðanverðu, en úrkomuminna á morgun. Hiti á bilinu 0 til 5 stig. Í veðurspá fyrir landið næstu ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:50VG og Samfylking vilja úttekt á stjórn Orkubúsins

Mynd með fréttÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hafa farið fram á úttekt Ríkisendurskoðunar á tilteknum þáttum í störfum stjórnar Orkubús Vestfjarða. Í umræðum um störf þingsins í gær kallaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, eftir því að fjármálaráðherra geri þinginu grein fyrir því hvernig hann hyggst skipa í stjórn Orkubúsins en aðalfundur fyrirtækisins ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:37Harður árekstur á Eyrarhlíð

Mynd með fréttHarður árekstur varð á Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, laust fyrir kvöldmat í gær. Tveir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Ísafirði fór töluvert betur en á horfðist en bílarnir eru mikið skemmdir eða ónýtir.
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:24 Vaxandi ostrurækt í Mexíkóflóa viðfangsefni MA-ritgerðar

Mynd með frétt Curtis Gamble, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða , ver meistararitgerð sína í dag kl. 14. Ritgerðin ber yfirskriftina An Evaluation of The Floating Cage System for Eastern Oyster (Crassostrea Virginica) Aquaculture Production in The Northern Gulf of Mexico. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir eldisostrum í háum gæðaflokki hefur verulegum kröftum hin síðari ár verið ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 09:01Púkamótið verður haldið í Reykjavík

Mynd með fréttPúkamótið 2016 verður haldið í Reykjavík en ekki á Ísafirði eins og frá upphafi. Alls hafa verið haldin 11 Púkamót og fyrir löngu orðið að föstum lið í sumardagskránni á Ísafirði að fylgjast með belgmiklum og tignarlegum körlum á besta aldrei spila fótbolta af meira kappi en forsjá. Í tilkynningu frá ...
Meira

bb.is | 04.05.16 | 08:34Hagstætt tíðarfar í apríl

Mynd með fréttTíðarfar í apríl var hagstætt að mestu að því er segir í samantekt Veðurstofunnar. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990, en þó var að tiltölu kaldara um landið austanvert heldur en í öðrum landshlutum. Úrkoma var mikil austast á landinu en þurrviðrasamt og sólríkt um landið vestanvert. Snjór var ...
Meira


bb.is | 04.05.16 | 07:47 Gróandi undirbýr sína fyrstu uppskeru

Mynd með frétt Gróandi, félag sem stendur fyrir ræktun lífræns grænmetis á Ísafirði hefur nú hafið handa við að undirbúa sína fyrstu uppskeru. Hildur Dagbjört Arnardóttir, starfsmaður Gróanda, er byrjuð að vinna við ræktunarsvæðið sem staðsett er fyrir ofan Hlíðarveg og hefur hún í nægu að snúast. Leitar hún til bæjarbúa eftir ýmsum hlutum ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 16:47Síðasta uppskeruhátíðin og ein sú fjölmennasta

Mynd með fréttUppskeruhátíð yngri flokka KFÍ fór fram á Torfnesi í gær og muna elstu menn varla eftir öðru eins fjölmenni á sambærilegum hátíðum félagsins, eftir því sem kemur fram á vefsíðu félagsins. Þetta var jafnframt síðasta uppskeruhátíðin undir hinu gamalgróna nafni Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og við tekur nafn hins nýja fjölgreinafélags, Vestri. Vel ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 16:25Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð

Mynd með fréttSnjóflóð féll á veginn um Súðavíkurhlíð um kl. 14 í dag. Vegurinn var lokaður stærri bílum en fólksbílar komust fram hjá flóðinu með því að keyra neðan við það. Flóðið féll örskammt frá einni vefmyndavél Vegagerðarinn og meðfylgjandi mynd er úr henni. Snjómoksturstæki var sent á staðinn um leið og tilkynnt ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 03.05.16 | 15:50 Daðrað við Sjeikspír á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið hefur undanfarið sýnt verkið Daðrað við Sjeikspír, sem sett var upp í tilefni af 400 ára dánarafmælis William Shakespeare. Verkið var frumsýnt í Bolungarvík og síðan var haldið með það í leikferð og það sýnt á Patreksfirði, Bíldudal og Hólmavík, hefur leikur hvarvetna fengið góðar viðtökur, er kemur fram í ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 14:50Tvö vestfirsk verkefni hlutu styrki

Mynd með fréttNýverið var úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og var þar úthlutað 32 milljónum til 33 verkefna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina í athöfn að Nauthóli í Reykjavík. Í ár bárust 219 umsóknir frá konum um allt land og því ljóst að margar kepptust um hituna og vafalítið úr vöndu ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 14:14Kraftmikill hagvöxtur

Mynd með fréttHorfur í efnahagslífinu eru bjartar um þessar mundir, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá hagdeildar ASÍ til næstu tveggja ára. Spáð er kraftmiklum hagvexti á þessu ári, 4,9%, og að jafnaði 3,8% vexti á næstu tveimur árum. Gangi spáin eftir verður samfelldur hagvöxtur hér á landi í átta ár. Vöxturinn hvílir á vaxandi kaupmætti, ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli