Vestfirskar fréttir

bb.is | 10.02.16 | 16:50 Ráðning Gauta umdeild

Mynd með frétt Sitt sýnist hverjum um ráðningu Gauta Geirssonar, 22.ára Ísfirðings í starf aðstoðarmanns utanríkisráðherra, en eins og greint var frá í gær mun Gauti vera í 50% starfi ásamt því að leggja stund á nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Margir hafa risið upp og tjáð sig og eins og iðulega ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 16:24Víkingur tilnefndur til Edduverðlauna

Mynd með fréttVíkingur Kristjánsson, leikari á Suðureyri, er tilnefndur til Edduverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Bakk. Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 á blaðamannafundi í Bíó Paradís í dag. Edduhátíðin verður sunnudaginn 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Bakk segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 16:17Fjallafólk vari sig á háspennulínum

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða minnir fjallafólk á að lágt er undir háspennulínur víða til fjalla. Eftir norðanáhlaup í síðustu viku snjóaði mikið til fjalla eins og sjá má á myndinni með þessari frétt. Hún var tekin í gær á Rauðkolli ofan Fossavatns í Engidal. Súðavíkurlína frá Skutulsfirði til Álftafjarðar liggur yfir Rauðkoll.
Meira

bb.is | 10.02.16 | 15:49Eyrarrósin ekki til Vestfjarða í þetta sinn

Mynd með fréttÍ ársbyrjun var tilkynnt hvaða tíu verkefni kæmu til greina sem handahafar Eyrarrósarinnar 2016, þar var að finna tvö vestfirsk verkefni, Sauðfjársetrið á Ströndum og einleikjahátíðina Act alone. Nú liggur fyrir niðurstaða valnefndar um hvaða þrjú verkefni munu keppa um verðlaunin og eru vestfirsku verkefnin tvö ekki þeirra á meðal. Hvert ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 14:50 Bør í brælustoppi á Orkneyjum

Mynd með frétt Sigurður Jónsson sem gert hefur út skútuna Áróru frá Ísafirði í rétt tæp tíu ár, siglir nú nýrri fleytu, Bør, yfir Atlantshafið. Skútan, sem er hin glæsilegasta verður einnig gerð út frá Ísafirði þó ekki liggi ljóst fyrir hvert endanlegt hlutverk hennar innan ferðaþjónustunnar verður. Sigurður, sem heimamenn þekkja best sem ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 14:14Of rúmur tímarammi í frumvarpi um gististaði

Mynd með fréttSamtök ferðaþjónustunnar gagnrýna frumvarp um breytingar á lögum um gististaði. Samtökin segja að sá tímarammi þar sem heimilt er að veita heimagistingu með sérstökum ívilnunum sé allt of rúmur og skekki samkeppnisstöðu gististaða. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hægt sé að vera með heimagistingu með sérstökum ívilnunum í þrjá ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 13:23Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

Mynd með fréttAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar Um er að ræða styrki sem einkum er ætlað að styðja við uppbyggingu verkefna á vegum fyrirtækja, samtaka og einstaklinga og stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða. Við mat á umsóknum verður litið til þeirrar þekkingar ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Stútungur 2016

Stútungur, hinn árlegi þorragleðskapur þeirra Flateyringa fór fram laugardaginn 6. febrúar og var hann vel sóttur og þótti ágætlega heppnaður. Núpsbræður sáu um að fram reiða veitingarnar og stóðu þeir ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 10.02.16 | 11:53 400 tonna kvóti Byggðastofnunar til sunnanverðra Vestfjarða

Mynd með frétt Undirritaður hefur verið samningur um aukna byggðafestu á vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum. Samningurinn felur í sér samstarf um nýtingu á 400 þorskígildistonna aflamarki árlega í þrjú ár auk mótframlags samstarfsaðila. Að samkomulaginu koma, auk Byggðastofnunar, Oddi hf. á Patreksfirði og útgerðarfyrirtækin Stegla ehf. og Garraútgerðin ehf. á Tálknafirði. Oddi hf. ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 10:31Ríflega helmingur grásleppuveiðinnar á Íslandi og Grænlandi

Mynd með fréttÁrlegur upplýsingafundur um grásleppumál (LORUMA) var haldinn í Kaupmannahöfn fyrir helgi. Fundurinn var sá 28. í röðinni, en hann hefur verið haldinn árlega frá 1989. Landssamband smábátaeigenda hefur frá upphafi séð um skipulagningu og boðun þessara funda. Alls voru þátttakendur á fundinum 34 frá 10 löndum, en ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 09:49Aukin þjónusta hjá Verk Vest

Mynd með fréttStjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur að undanförnu unnið að breytingum á starfsemi félagsins á Ísafirði og Patreksfirði. Breytingarnar felast fyrst og fremst í aukinni þjónustu við félagsmenn á starfssvæðinu. Á Patreksfirði hefur Stefanía Árnadóttir verið ráðin í hlutastarf á móti Hrönn Árnadóttur og í kjölfarið hefur opnunartími skrifstofunnar á Patreksfirði verið lengdur ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 09:32 Hæglætis veður í dag

Mynd með frétt Klukkan 9 í morgun blés hægur vindur úr suðri í Boungarvík og var þar einnar gráðu frost. Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag og dálitlum éljum, einkum norðantil. Heldur hægari á morgun og snjókoma með köflum. Frost verður á bilinu 2 til 10 stig. Hálka er á ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 09:24Auglýst eftir byggingarfulltrúa

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur auglýst laust til umsóknar starf skipulags- og byggingarfulltrúa. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur gegnt starfinu en sagði upp fyrir skemmstu. Skipulags- og byggingarfulltrúi starfar á umhverfis- og eignasviði bæjarins og næsti yfirmaður er sviðsstjóri. Í auglýsingu segir að um sé að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vaxandi sveitarfélagi. Um ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 09:01Einar ráðinn til Samskipa

Mynd með fréttEinar Pétursson hefur verið ráðinn í starf stöðvarstjóra hjá Samskipum á Ísafirði. Kristín Hálfdánsdóttir, sem þar hefur starfað sem rekstrarstjóri Samskipa, hefur látið af störfum. Hjá Samskipum mun Einar m.a. sjá um flutningaþjónustu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, fæddur og alinn upp í Bolungarvík og ...
Meira


bb.is | 10.02.16 | 08:34 Nancy tekin við Náttúrustofu Vestfjarða

Mynd með frétt Nancy Bechtloff hefur tekið við keflinu sem nýr forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, tók hún við stöðunni af Huldu Birnu Albertsdóttir sem sinnti starfinu tímabundið frá 1. ágúst síðastliðnum. Hún var ráðin til starfa á haustmánuðum en tók til starfa í janúarmánuði að fæðingarorlofi loknu. Nancy er með meistarapróf í landafræði frá Ernst-Mritz-Arndt ...
Meira

bb.is | 10.02.16 | 07:48„Ráðherra og ríkisstjórn skila auðu í sjávarútvegsmálum“

Mynd með fréttÓlína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hafi hætt við að leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni hafi hann og ríkisstjórnin skilað auðu í málefnum sjávarútvegsins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi. Ólína sagðist ekki vera að kalla eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 16:51Tölvuleikur til að auðvelda tónfræðinám

Mynd með fréttTónlistarskóli Bolungarvíkur er fyrsti tónlistarskóli landsins til að taka tónlistarforritið Meludia til notkunar við kennslu í tónfræði. Meludia er tölvuleikur sem miðar að því að auka færni notenda forritsins í tónlist og tónlistarfræðum. Forritið hentar öllum, allt frá byrjendum til atvinnutónlistarfólks en byggir fyrst og fremst á hlustun og greiningu og ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 09.02.16 | 16:24 Vodkafest hjá MÍ-ingum

Mynd með frétt Nokkrir drengir í Menntaskólanum á Ísafirði tóku sig saman og sömdu lag og gerðu myndband fyrir árshátíð MÍ. Lagið heitir Vodkafest og drengirnir kalla sig Fjögurhundruð. Drengirnir segja lagið blöndu af gríni og alvöru en hópinn skipa þeir Ásgeir Kristján Karlsson, Dagur Elí Ragnarsson, Friðrik Þórir Hjaltason, Hjalti Hermann Gíslason og ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 15:49Hálf milljón á mánuði fyrir hálft starf

Mynd með fréttRáðning Gauta Geirssonar sem aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hefur vakið verðskuldaða athygli, enda ekki á hverjum degi sem ráðherrar ráða 22 ára nema í starf aðstoðarmanns. Gauti verður í hálfu starfi og verður áfram í námi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á launum aðstoðarmanna árið 2014 ...
Meira

bb.is | 09.02.16 | 14:50Tálknfirðingar fjölmenntu á íbúafund

Mynd með fréttFjölmenni sótti íbúafund á Tálknafirði sem haldinn var þar á laugardaginn, en um 60 manns komu þá saman í íþróttahúsi staðarins, þar sem rædd voru helstu mál sveitarfélagsins. Framsögumenn fundarins voru þeir, Sölvi Sólbergsson sérfræðingur frá Orkubúi Vestfjarða, sem kynnti stöðu mála á hitaveitu í Tálknafirði og Einar Sveinn Ólafsson, formaður ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Athafnagleði ehf
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 690715-0740
netfang: bryndis@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Bryndís Sigurðardóttir


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli