Vestfirskar fréttir

bb.is | 23.11.14 | 12:21 Teygja sig í suður-amerískum takti

Mynd með frétt Leikfimi iðkendur í Reykhólahreppi hafa verið beðnir um að grúska í gegnum tónlistarsöfn sín til að vita hvort ekki leynist einhverjir diskar þar með suður-amerískri tónlist. Ástæða þessa er að leikfimitímarnir hjá þeim taka nokkrum breytingum í næstu viku því Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, sem hefur um árabil stýrt leikfimihópi í íþróttahúsinu ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 11:22Ýsan étur grjót

Mynd með fréttAð undanförnu hefur ekkert lát verið á fréttum af góðum afla og mikilli ýsugengd á grunnslóð vítt og breitt umhverfis landið. Nýverið lögðust nokkrir Strandamenn í rannsóknarvinnu, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Rannsókninni var beint að ýsu, hvort það ætti við rök að styðjast að ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 10:38Fleiri störf á landi en úti á sjó

Mynd með fréttÍslandsbanki gaf á fimmtudag út nýja skýrslu um sjávarútveg hér á landi en í henni er fjallað um þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Í skýrslunni segir m.a. að beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu hafi verið 10% á síðasta ári. Hlutfall veiða var 6,3% og hlutfall vinnslu ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 09:52Nýja verta vantar á Kaffi Norðurfjörð

Mynd með fréttNýjan rekstraraðila vantar fyrir Kaffi Norðurfjarðar í Árneshreppi, en það er eitt afskektasta kaffihús landsins. Sveinn Sveinson og Margrét S Nielsen sem hafa verið vertar þar síðustu þrjú ár verða ekki lengur. Umsóknarfrestur er út desember og upplýsingar fást á skrifstofu Árneshrepps. Kaffihúsið hefur verið starfrækt yfir sumarmánuðina frá árinu 2008. ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 09:15 Ef okkur dettur í hug að fara eitthvað, þá förum við

Mynd með frétt Það er alltaf dálítið gaman að hringja í Strandamenn því af öðrum Vestfirðingum ólöstuðum, virðist loftið á Ströndum vera ofurlítið meira hressandi en annars staðar. Íbúar í Árneshreppi eru þar ekki undanskildir en þar búa 53 manneskjur. Af þessum 53 eru sex nemendur í Finnbogastaðaskóla, einn strákur og fimm stelpur, tveir ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 08:47Óbreyttur starfsmannafjöldi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Mynd með fréttFjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur ekki áhrif á starfsmannafjölda Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíusonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns VG. Björn Valur spurði einnig um áhrif fjárlaga 2014 á starfsmannafjölda stofnana sem heyra undir heilbrigðisráðherra. Í svari frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða kom ekki fram ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 14:40Boðað til mótmæla við lögreglustöðina

Mynd með fréttBoðað hef­ur verið til mót­mæla fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Ísaf­irði nk. laugardag. Er mót­mæl­un­um sér­stak­lega beint að aðgerðum lög­reglu fyrr í vik­unni sem leiddu til þess að maður hand­leggs­brotnaði. Boðað var til mót­mæl­anna á Face­book í gær­kvöldi. Á síðu viðburðar­ins kem­ur fram að maður­inn hafi aðeins fengið gifs til bráðabirgða en ...
Meira


Nýjasta myndasyrpan

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu ...

Ljósmyndin

Sólsetrið við Ísafjarðardjúp getur tekið á sig ýmsar myndir og er einstaklega fagurt eins og ljósmyndarinn Þorsteinn J. Tómasson náði að festa á filmu á dögunum.


bb.is | 22.11.14 | 12:23 Ellefu fiskeldisstöðvar á Vestfjörðum

Mynd með frétt Ellefu fiskeldisstöðvar eru skráðar á Vestfjörðum. Ein stöð er stór á íslenskan mælikvarða, Fjarðalax ehf. á sunnanverðum Vestfjörðum, en þrjú til fjögur önnur munu líklega vaxa umtalsvert á næstu árum. Heildarframleiðsla er tæplega 5.000 tonn en mun væntanlega þrefaldast eða fjórfaldast á næstu árum.Fjöldi starfsmanna við fiskeldi á Vestfjörðum er um ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 11:26Einar K. undirbýr alheimsráðstefnu

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sótti fund í undirbúningsnefnd alheimsráðstefnu þingforseta í New York á mánudag og þriðjudag. Einar var tilnefndur, af forseta Alþjóðaþingmannasambandsins, til að taka sæti í undirbúningsnefndinni fyrir fjórðu alheimsráðstefnu forseta þjóðþinga sem fyrirhugað er að halda í höfuðstöðvum S.þ. haustið 2015. Hlutverk undirbúningsnefndarinnar er að ákveða dagskrá ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 10:44Ekkert svæðisskipulag fyrir Vestfirði

Mynd með fréttEkkert svæðisskipulag fyrir Vestfirði hefur verið unnið en Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur beitt sér fyrir gerð nýtingaráætlana fyrir strandsvæði Vestfjarða sem er umfangsmikið verk og svipar til svæðisskipulags. Fjórðungssamband Vestfirðinga vinnur að verkefninu í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, sveitarfélögin og fleiri. Vinna við verkefnið hófst árið 2009 þegar hafist var handa við ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 09:56 Umhverfisstofnun vinnur að verndar og stjórnunaráætlun fyrir Dynjanda

Mynd með frétt Umhverfisstofnun hefur hafið vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd við gerð áætlunarinnar og í henni sitja Hákon Ásgeirsson sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Steinunn Huld Atladóttir gæða- og umhverfisstjóri RARIK. Verndar- og stjórnunaráætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 09:19Bolungarvík er stærsta verstöðin

Mynd með fréttEf litið er til síðustu 10 ára hefur heildaraflamagn annarra tegunda en uppsjávarfisks af skipum skráðum á Vestfjörðum haldist svipað. Hins vegar hefur aflamagnið sveiflast nokkuð á milli ára og þó einkum með samdrætti á árunum 2007 og 2008 eftir nokkra aukningu árin á undan. Þar vegur mest samdráttur í þorskveiðum. ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 08:48Opin bók í Edinborgarhúsinu

Mynd með fréttBókmenntavakan Opin bók verður haldin í Edinborgarhúsinu í dag. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífinu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Rithöfundarnir sem fram koma að þessu sinni eru: Kristín Steinsdóttir með bókina Vonarland, Orri Harðarson með Stundarfró, Halldór Armand ...
Meira


bb.is | 21.11.14 | 16:55 Bærinn þarf að breyta skipulagi

Mynd með frétt Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, gerir ráð fyrir að Ísafjarðarbær fari í breytingar á aðalskipulagi til að bregðast við niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi úr gildi framkvæmdaleyfi sem Ísafjarðarbær veitti til virkjunarframkvæmda í Breiðadal í Önundarfirði. „Þetta sýnir að það er auðvelt að gera mistök í skipulagsmálum og þess ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 16:45Ferðamannastaðir kortlagðir

Mynd með fréttFerðamálastofa vinnur að kortlagningu áhugaverða ferðamannastaða um allt land, m.a. fjölmargra áfangastaða á Vestfjörðum sem eru flokkaðir eftir því hvort aðstæður á stöðunum bjóði upp á komur ferðafólks eða ekki. Verkefnið er liður í framtíðarskipulagningu sem miðar að því að dreifa álagi á ferðamannastaði og vernda þá sem þess þurfa. Kortlagningin ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 16:09Gáskafulla liðið mætir Stykkishólmi í kvöld

Mynd með fréttFyrsta umferð spurningaleiksins Útsvars er í fullum gangi og í kvöld mun Ísafjarðarbær mæta til leiks í Reykjavík. Þar ætlar unga og gáskafulla liðið, eins og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar lýsti þeim, að takast á við lið Stykkishólms. Lið Ísafjarðarbæjar skipa Gunnar Atli Gunnarsson frá Ísafirði, María Rut Kristinsdóttir frá ...
Meira

Eldra efni

bb.is | 21.11.14 | 15:48 Einar K. næsti innanríkisráðherra?

Mynd með frétt Heimildir fréttastofu 365 miðla herma að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, sé líklegur til að taka við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins.
Meira

bb.is | 21.11.14 | 15:01Elfar Logi sækir um leikhússtjórastöðu

Mynd með fréttElfar Logi Hannesson leikari og leikstjóri á Ísafirði er meðal umsækjenda um starf leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. Elfar Logi hefur um langt árabil starfrækt Kómedíuleikhúsið á Ísafirði og sýnt eigin verk og annarra á Vestfjörðum og um allt land. Menningarfélag Akureyrar er ný sjálfseignarstofnun sem annast rekstur Leikfélags Akureyrar, menningarhússins Hofs og ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 14:50Brýnt að fjölga millilandaflugvöllum

Mynd með fréttLandshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvelli, hafa náð þolmörkum. Í tilkynningu segir að brýnt sé að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins. Atvinnuþróunarfélag ...
Meira


Leitarvélin

Útgefandi

Gúttó ehf.
Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560 - Fax 456 4564
Kt. 680501-2620
netfang: bb@bb.is
Veffang: www.bb.is

Ritstjóri vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson

Ábyrgðarmaður vikublaðsins
Bæjarins besta

Sigurjón J. Sigurðsson


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli