Ritstjórnargreinar

Leiðari 16. tbl. 2015 | 22.04.15 | 09:31 Litli leikklúbburinn

Þrenn tímamót eru í vikunni. Í fyrsta lagi kveður veturinn sem fáir virðast sakna, veðurfarslega. Í öðru lagi heilsar sumarið sem vonast er eftir að komi með betri tíð og blóm í haga, eins og Kiljan orðar það í einu kvæða sinna. Þriðju tímamótin, sem tengjast ekki veðurfari með neinum hætti, ...
Meira

Leiðari 15. tbl. 2015 | 16.04.15 | 09:17Sviptivindar

Þótt margir eigi erfitt með að sætta sig við óstöðugleika veðráttunnar sem býsna oft hefur samdægurs spannað mörg afbrigði tíðarfars, er rótleysið í samfélaginu langtum meira áhyggjuefni. Slæmt dæmi þar um er uppákoman á Patreksfirði, sem nú verður vart annað séð en að efnt hafi verið til af tilefnislitlu? Fagnaðarefni er ...
Meira


Leiðari 14. tbl. 2015 | 09.04.15 | 09:52 Þið gefið laxinum að éta!

Það virðist allt á eina bókina lært hvað fyrirtæki á landsbyggðinni varðar, þar sem sóst er eftir aðstöðu, sem ekki er í boði á hverju strái, líkt og við á um fiskeldi í fjörðum Vestfjarða. Það vita allir, sem vilja vita, að síðan Vestfirðingar sátu eftir með sárt ennið, trúandi að ...
Meira

Leiðari 13. tbl. 2015 | 01.04.15 | 09:17 Stöndum vörð

Rík ástæða er til að fagna tíu ára afmælis Háskólaseturs Vestfjarða og gleðjast yfir þeim árangri sem þar hefur náðst og þeirri sérstöðu sem stofnunin hefur skapað sér. Eflaust hafa margir lagt hönd á plóginn við þróun Háskólaseturisins en vonandi er á engan hallað þótt aðeins sé íað að starfi forstöðumanns.
Meira


Leiðari 12. tbl. 2015 | 26.03.15 | 09:30 Förgun matar meðan fjöldinn sveltur

Hvað þarf að fara langt aftur í tímann? Nokkra áratugi aftur fyrir stofun Morgunblaðsins? Hálfa til heila öld? Það nægir. Á þeim tímum hefðu fyrirsagnir í blaðinu, ef það hefði verið til, eins og birtust þriðjudaginn 17. mars s.l. jaðrað við guðlast. Á þeim tímum háttaði svo til hjá þjóðinni að ...
Meira

Leiðari 11. tbl. 2015 | 19.03.15 | 09:24 Hvað bíður handan hornsins

Veðurkortin sem íslenskir veðurfræðingar máttu horfast í augu við fyrir síðustu helgi voru sögð þau dekkstu sem sögur fara af. Sem betur fór varð ekki manntjón, þrátt fyrir öll ósköpin, sem yfir gengu. Veðurfræðingarnir á Veðurstofunni voru þó ekki þeir einu sem stóðu agndofa yfir kortunum, sem fyrir þeim lágu. ...
Meira


Leiðari 10. tbl. 2015 | 12.03.15 | 09:44 Það dugir ekki að horfa niður á tærnar

,,Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir þvi að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist.- Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ...
Meira

Leiðari 9. tbl. 2015 | 05.03.15 | 09:14 Sameinaðir stöndum vér

Ekki þarf að líta aftur í aldir til að við blasi mynd af fámennu íslensku samfélagi, á heildina litið, bútuðu niður í fjölda sýslna og hreppa, jafnvel svo fámennra að á fingrum manns urðu íbúar sumra taldir. Geipimikil breyting er orðin þar á, meðal annars fyrir áeggjan og þrýsting stjórnvalda, sem ...
Meira


Leiðari 8. tbl. 2015 | 26.02.15 | 09:54 Biðin verður dýrkeypt

Lengst af hefur linnulaust verið reynt að telja þjóðinni trú um að frjálst framsal aflaheimilda væri möndull kvótakerfisins. Í aðdraganda þingkosninga 2003 rofaði þó örlítið til þegar Halldór Ásgrímsson kvað uppúr með það að framsalið hafi alla tíð verið ágalli á kvótakerfinu og hafði orð á að auka bæri veiðiskylduna í ...
Meira

Leiðari 7. tbl. 2015 | 19.02.15 | 09:54 Fuglar í skógi

Góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Þörfin fyrir endurtekningu er af ýmsu tagi. Þótt Vestfirðingar hafi árum saman tönnlast á þeim augljósu sannindum að þeir sætu eftir í samanburði við íbúa annarra landshluta hvað raforku og samgöngur varðar, hafa raddir þeirra aðeins náð eyrum ráðamanna þjóðarinnar með óttalegum seinagangi. Þeir ...
Meira


Leiðari 6. tbl. 2015 | 12.02.15 | 09:24 Fiskistofa rumskar

,,Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi og hún er hvað öflugust á Vestfjörðum. Okkur fanst því það vera rökrétt niðurstaða að byggja upp fiskeldisstöð fyrir vestan.“ (Fiskistofustjóri, bb.is.14.01.13) Trúlega birti í hugum margra Vestfirðinga við jafn ótvíræða yfirlýsingu og hér er vitnað til. Eftir þessu var beðið: Uppbygging fiskeldisstöðvar á Vestfjörðum. ...
Meira

Leiðari 5. tbl. 2015 | 05.02.15 | 09:41 Umhleypingar

Tíðarfarið sem af er þorra hefur verið rysjótt. Sem betur fer hafa menn ekki jafn miklar áhyggjur af því og áður með hvaða hætti þreyja megi þetta tímabil vetrarins, sem öllu jafnan er erfiðast, bæði til lands og sjávar. Hvað sem þessu líður þarf ekki að leita langt yfir skammt til ...
Meira


Leiðari 4. tbl. 2015 | 29.01.15 | 10:14 Ísfirðingafélagið í Reykjavík 70 ára

Kynningarfundur fyrir Ísfirðinga búsetta í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Tjarnarcafé, sunnudaginn 22. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Rætt um félagsstofnun. Söngur, gítarspil og dans. Aðgöngumiðar fást hjá Jóni Jóhannessyni og Co, sími: 5821. Nokkrir Ísfirðingar. (Auglýsing í dagblöðunum í Reykjavík 1945) Gripið til fundargerðar: 168 aðgöngumiðar seldir, aðgangseyrir var kr. ...
Meira

Leiðari 3. tbl. 2015 | 22.01.15 | 09:55 Nýja Súðavík

Nýverið var þess minnst að 20 ár voru liðin síðan Íslendingar voru enn eina ferðina minntir á hverra fórna kann að vera krafist af þeim fyrir það eitt að búa við nyrsta haf: snjóflóð í Súðavík, sem á snöggu augabragði breytti litlu friðsælu sjávarþorpi, þar sem ættliðir margra íbúanna höfðu notið ...
Meira


Leiðari 2. tbl. 2015 | 15.01.15 | 09:53 Enn vofir hún yfir

Umræðan um flutning ríkisstofnana frá höfuðborginni er ekki ný af nálinni. Og eins og réttilega hefur verið á bent viðgekkst um tveggja alda einstefna flutnings ríkisstofnana í hina áttina, öllu sem talinn var fengur í var troðið niður í þéttbýlinu, sem varð höfuðstaður landsins. Tilraunir til bakfærslna flestar í ...
Meira

Leiðari 1. tbl. 2015 | 08.01.15 | 09:58 Vestfirðingur ársins 2014

Flestum er kunn frásögnin í hinni helgu bók um manninn sem lenti í höndum ræningja á leiðinni frá Jerúsalem ofan til Jeríkó; sagan um afskiptaleysi prests og levíta er þar áttu leið fram hjá og létu hinn dauðvona mann sig engu skipta og loks miskunsama Samverjanum, sem tók manninn upp á ...
Meira


Leiðari 50. tbl. 2014 | 18.12.14 | 10:02 Friður og farsæld

Jólin eru sögð hátíð barnanna og fjölskyldunnar. Ef til vill þess vegna, auk ríkrar trúarþarfar almennings, urðu þau yrkisefni fjölda skálda. Þar kennir margra grasa, minningar dregnar fram og fjallað um tíðarandann á raunsæan hátt. Ekki þarf að fara langt aftur í aldir til að við blasi þjóðfélag, gjörólíkt því ...
Meira

Leiðari 49. tbl. 2014 | 11.12.14 | 09:25 Sælla er að gefa en þiggja

Aðventan er sögð vera tími íhugunar og undirbúnings fyrir hátíðina miklu. Fagrar skreytingar, utan dyra sem innan, og metnaðarfullir litsrænir viðburðir, meira og minna tengdir jólahátíðinni bera því vitni að mikið stendur til. Allt gleður þetta sálarhróið, nær um stund að hefja það upp úr hversdagsamstrinu. Nokkuð sem ekki veitir af.
Meira


Leiðari 48. tbl. 2014 | 04.12.14 | 09:38 Leggjum lávarðadeildina niður

Hugmyndin um að þingmenn segi sig frá þingmennsku meðan þeir gegna ráðherraembættum er ekki ný af nálinni. Varla er þó við að búast, þrátt fyrir tilllögu þar um, að þeir sem nú verma stólana séu tilbúinir að gefa eftir, frekar en fyrirrennarar þeirra í gegnum árin. Sigurður Líndal, prófessor, orðaði það ...
Meira

Leiðari 47. tbl. 2014 | 27.11.14 | 09:24 Aðventa

BB ætlar eina ferðina enn, þegar jólafasta er við það að ganga í garð, að minna á meistaraverk Gunnars Gunnarssonar, Aðventu, sakir þeirrar einstæðu umhyggju sem þar opinberast fyrir öllum lífverum, gæddum holdi og blóði, í þessu tilfelli eftirlegukindum, inni á heiðum, frá síðustu leitum. Og ekki rýrir það gildi sögunnar ...
Meira


Leiðari 46. tbl. 2014 | 20.11.14 | 09:59 Með lögum skal land byggja

,,Ég var bæjarstjóri þegar starfsstöðinni var lokað og á þeim tíma fullvissaði Sigurður Ingi mig um að Fiskistofa opnaði aftur og því sýndum við biðlund, en nú er sú biðlund á enda og krafan er að innan tveggja vikna verði þetta starf (fagsviðsstjóri fiskeldis) auglýst á Ísafirði, auk fleiri starfa hjá ...
Meira

Leiðari 45. tbl. 2014 | 13.11.14 | 09:24 Bæjarins besta 30 ára

Hratt flýgur stund. Hver hefði látið sér til hugar koma þegar strákapjakkarnir, Halldór og Sigurjón, leituðu á náðir Gumma Massa með að fá húsaskjól hjá honum með barnungann þeirra, Bæjarins besta (BB) sem þeir höfðu gengið með um nokkurt skeið, en tók á fjórtánda degi nóvember mánaðar 1984, sín fyrstu skref ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli