Ritstjórnargreinar

Leiðari 36. tbl. 2014 | 11.09.14 | 09:48 Sérstaða Vestfjarða

Á fundi Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, með bæjarstjórum Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, fyrir skömmu, ásamt fleiri fulltrúum sveitarfélaganna, var meðal annars rætt um hugsanlega virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, sem í engu hefur miðað áfram frá því virkjunin var sett í nýtingarflokk. Mun þar miklu valda kostnaður í formi tengingargjalds, lögum samkvæmt.
Meira

Leiðari 35. tbl. 2014 | 04.09.14 | 10:08Þriðja flokks

Yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, þáv. iðnaðarráðherra, frá 2008, um að Vestfirðingar búi við 3ja flokks raforkukerfi stendur óhögguð. Enn búa Vestfirðingar við 3ja (ef ekki 4. eða 5.) flokks vegakerfi innan fjórðungsins. Allar hugmyndir um úrbætur líkt og fugl í skógi. Hver er staða Vestfirðinga hvað fjarskipti, nokkuð sem nútíma samfélög fá ...
Meira


Leiðari 34. tbl. 2014 | 28.08.14 | 09:04 Senn haustar að

Mörgum þykir hausta snemma, reyndar býsna margar raddir uppi um að sumarið hafi haft stuttan stans. Hvað sem því líður eru kveinstafir ástæðulausir, þakka ber í þess stað fyrir það sem við fengum, þrátt fyrir allt. Veðurblíða er ekki sjálfsögð frekar en annað. Og enn er ekki öll nótt úti: gleymum ...
Meira

Leiðari 33. tbl. 2014 | 21.08.14 | 09:25 Hverju getum við átt von á?

Berandi augum frumskóg byggingakrana á höfuðborgarsvæðinu undir lok tímabilsins sem kallað er fyrir hrun, kváðu erlendir peningamenn upp þann dóm, að nú þyrftu Íslendingar að gæta sín. Viðvörunin fór inn um annað eyrað og út um hitt. Auðvitað vissum við miklu betur. Íbúðalánasjóður, sem búinn er að kosta almenning fjárhæðir, ...
Meira


Leiðari 32. tbl. 2014 | 14.08.14 | 09:31 Höggva verður á hnútinn

Bæjarins besta telur að afstaða blaðsins í Teigsskógarmálinu hafi birst með skilmerkilegum hætti í leiðara 17. júlí síðastliðinn, þar sem kveðið var upp úr með að ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga gætu ekki lengur beðið, ekki lengur dregið lappirnar í pattstöðunni sem uppi er og því þyrfti að láta kné fylgja kviði, ...
Meira

Leiðari 31. tbl. 2014 | 07.08.14 | 09:11 Allt í einni körfu

BB hefur oft á tíðum vitnað til skrifa Þórodds Bjarnasonar, formanns stjórnar Byggðastofnunar, um byggðaþróun á Íslandi. Kemur þar fyrst og síðast til afstaða hans og yfirveguð framsetning tillagna til lausnar þeim vanda sem víða blasir við á landsbyggðinni, sem æði margir kjósa ýmist að horfa fram hjá, láta sem þeim ...
Meira


Leiðari 30. tbl. 2014 | 31.07.14 | 09:34 Heilbrigðisþjónustan lögð að veði

Steinn Steinarr fjallar á gamansaman hátt í einu kvæða sinna um vandræðin sem vestfirskur framburður hans olli honum fyrst í stað þegar kom að því að tala sunnlensku. Lyktir urðu þó að sunnlenskan var orðin vestfirsk í framburði skáldsins. Mállýskur eru mismiklar meðal þjóða. Af norskum fóru þær sögur að mállýskur ...
Meira

Leiðari 29. tbl. 2014 | 24.07.14 | 09:05 Í fáum orðum sagt

Hvert af öðru líða árin í aldanna skaut án þess að úr rætist hvað orkubúskap Vestfirðinga varðar. 2008: Össur Skarphéðinsson, þáv. iðnaðarráðherra lýsir yfir að Vestfirðingar búi við þriðja flokks raforkukerfi. Virkjun Hvalár gæti skipt sköpum til lausnar þessum vanda. 2009: Tenging Hvalárvirkjunar við Ísafjörð er sá kostur sem ...
Meira


Leiðari 28. tbl. 2014 | 17.07.14 | 09:16 Lengur verður ekki beðið

Það er ekki auðgripið til prenthæfra orða sem í reynd eiga við um það fyrirbrigði sem Teigsskógarmálið er; uppákoma þar sem þvergirðingsháttur embættismanna og sérhagsmunir fáeinna einstaklinga hafa tekið Vestfirðinga og stjórnvöld kverkataki og komið í veg fyrir vegaframkvæmdir, sem óumdeilt myndu styrkja stöðu þeirra byggða sem hlut eiga að máli.
Meira

Leiðari 27. tbl. 2014 | 10.07.14 | 09:35 Tími til kominn að athafnir fylgi orðum

Það sprakk sprengja í samfélaginu. Eitt stykki Fiskistofa verður flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra studdi á hnappinn. Hann minnir á fyrirheit í stjórnarsáttmálanum og bendir óánægðum þingmönnum samstarfsflokksins kurteislega á að lesa samþykkt, sem þeir stóðu sjálfir að.
Meira


Leiðari 26. tbl. 2014 | 03.07.14 | 09:59 Inndjúpið

Frá Hestinum, rismiklu fjalli milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar, teygir smá undirlendi sig út í Djúpið, Folafótur. Varla kemur nokkrum manni, sem ber þetta landsvæði augum í dag, til hugar að á manntali 1910 hafi íbúafjöldinn þar verið 101. Árið 1940 voru átta eftir. Kreppuárin sögðu til sín; árabátarnir úreltust og Fótungar, ...
Meira

Leiðari 25. tbl. 2014 | 26.06.14 | 09:58 Umbúðir og innihald (Orð og efndir)

Snaggaraleg viðbrögð er fregnir bárust um komu sveitar Ríkisútvarpsmanna til Ísafjarðar, til þess eins að rýma leiguhúsnæði RÚV við Aðalstræti af tækjabúnaði fyrrum svæðisútvarps til margra ára, voru eðlileg í alla staði. Er RÚV endanlega að kveðja Vestfirði? var spurt. Ástæðan fyrir hörðu viðbrögðunum er að meginefni tvíþætt: Í fyrra ...
Meira


Leiðari 24. tbl. 2014 | 20.06.14 | 09:56 Húsin í bænum

Undantekningarlítið er það fyrsta sem leitar á huga ferðamannsins, þegar komið er á ókunnar slóðir, hvað eftirtektarvert væri að skoða. Í þéttbýli lenda byggingar og söfn af margvíslegum toga tíðum ofarlega á lista. Ætla má að sífellt fleiri, einkum útlendingar, reyni samhliða sviðsmyndinni sem við blasir að teikna upp mynd af ...
Meira

Leiðari 23. tbl. 2014 | 12.06.14 | 09:03 Höfum við gengið til góðs ...

....götuna fram eftir veg? spurði Jónas í kvæðinu Ísland, meira en öld áður en lokaskrefið var stigið í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar, fyrir sjötíu árum, tímamóta sem minnst verður í næstu viku.
Meira


Leiðari 22. tbl. 2014 | 05.06.14 | 08:58 Þegar upp er staðið

Þegar veruleikinn blasir við á ný takast menn í hendur, hvoru megin sem atkvæðin hafa fallið. Staða liðanna er misjöfn. Sum þeirra geta ein og óstudd haldið áfram, önnur þurfa að leita sér liðsinnins og sum eru hreinlega dæmd úr leik. Ef þannig vindar geta þau tekið upp þráðinn að nýju, ...
Meira

Leiðari 21. tbl. 2014 | 30.05.14 | 09:51 Eitt markmið

Varlega orðað hefur hálfgerð lognmolla umleikið liðsveitirnar sem sækjast eftir stuðningi almúgans í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í herskaranum sem þar stríðir fram, eru fylkingar sem ýmist sækjast eftir endurnýjuðu umboði til valdasetu (með vísan til fyrri afreka) eða fólk úr ýmsum áttum sem slegist hefur í för hvert með öðru í ...
Meira


Leiðari 20. tbl. 2014 | 22.05.14 | 09:46 Ef sundur er skipt lögunum

,,Ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum,“ voru skilaboð fyrsta forseta lýveldisins til þjóðarinnar, við veldistöku á Þingvöllum, og vitnaði hann þar til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða, er hann mælti frá Lögbergi, á tímum mikillar óeiningar meðal þjóðarinnar. Það væri of djúpt í árina tekið að jafna ástandinu í ...
Meira

Leiðari 19. tbl. 2014 | 15.05.14 | 10:00 Skammsýni

Á misjöfnu þrífast börnin best. Af þessu spakmæli hefur meðal annars verið dregin sú ályktun að sóttvarnarofforsið sem umlykur nútímabarnið sé tvíeggjað. Með þessari glórulausu sterilseringu tapi mannslíkaminn smátt og smátt eiginleikanum til að mynda eigin varnir gegn utanaðkomandi áreitni, bakteríum sem nóg virðist vera af í andrúmloftinu þrátt fyrir ...
Meira


Leiðari 18. tbl. 2014 | 08.05.14 | 09:59 Sagan endalausa

Skjótt hallar degi. Fyrir réttum mánuði funduðu ráðamenn Ísafjarðarbæjar og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða með Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegsráðherra um stöðu mála á Þingeyri í kjölfar tilkynningar Vísis hf um fyrirhugaða lokun fiskvinnslunnar á staðnum. Að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarfulltrúa á Ísafirði, tók ráðherrann málflutningi heimamanna bara vel, án þess þó ...
Meira

Leiðari 17. tbl. 2014 | 30.04.14 | 09:19 Víti til varnaðar

Fullyrða má að tilfinningar í brjóstum verkafólks á Þingeyri séu að þessu sinni með öðrum hætti en alla jafnan á frídegi verkalýðsins. Ástæðan er einföld en ógnvænleg. Segja má að hún sé einföld vegna þess að fyrir dyrum stendur lokun eins fyrirtækis, og ógnvænleg vegna þess að þetta eina fyrirtæki er ...
Meira


Leiðari 16. tbl. 2014 | 25.04.14 | 09:55 Glöggt er gestsaugað

Vestfirðingar hafa trúlega öðrum Íslendingum fremur mátt sætta sig við sumarkomuna, samkvæmt Almanakinu, hvað sem tíðarfari líður. Harpan er gengin í garð og þar við situr. Huggun er að þá eru alla jafnan veðurfarslega erfiðustu mánuðir ársins að baki og í vændum betri tíð með blóm í haga og kýrnar ...
Meira

Leiðari 15. tbl. 2014 | 16.04.14 | 09:50 Kólflausar klukkur

Þó einhver stjarnfræðilegur útreikningur leiði til þeirrar niðurstöðu að páskadagur í ár rennur ekki upp fyrr en 20. apríl, í stað 31. mars á síðasta ári, er tilhugsunin um páskafríið einhvern veginn alltaf sú sama. Sem fyrr flykkjast ,,gamlir“ Ísfirðingar á heimaslóðir til endurfunda við ættingja og vini, gangandi að því ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli