Ritstjórnargreinar

Leiðari 15. tbl. 2014 | 16.04.14 | 09:50 Kólflausar klukkur

Þó einhver stjarnfræðilegur útreikningur leiði til þeirrar niðurstöðu að páskadagur í ár rennur ekki upp fyrr en 20. apríl, í stað 31. mars á síðasta ári, er tilhugsunin um páskafríið einhvern veginn alltaf sú sama. Sem fyrr flykkjast ,,gamlir“ Ísfirðingar á heimaslóðir til endurfunda við ættingja og vini, gangandi að því ...
Meira

Leiðari 14. tbl. 2014 | 10.04.14 | 09:28Lok lok og læs

Fyrir um það bil fjórum mánuðum gerði BB misheppnaða einkavæðingu póstsins á Íslandi að umtalsefni og benti á að síðan einokunin var innleidd hafi póstleiðin legið í eina átt: linnulaus samdráttur og verðhækkanir, hverri póstafgreiðslunni á fætur annarri lokað, í besta falli holað niður hjá öðrum fyrirtækjum, svo sem bankaútibúum og ...
Meira


Leiðari 13. tbl. 2014 | 03.04.14 | 09:27 Stutt skref en áfangi samt

Bæjarins besta hefur aldrei kvikað frá þeirri sannfæringu að ein af megin undirstöðum fyrir eflingu byggðar á Vestfjörðum séu bættar samgöngur innan fjórðungsins og við ,,meginlandið“ sem svo skal orðað en sem kunnugt er töldu þá sitjandi stjórnvöld Vestfirði utan markalínunnar þegar ,,hringvegurinn“ var teiknaður á kortið.
Meira

Leiðari 12. tbl. 2014 | 27.03.14 | 09:49 Vindmillur

Flestum ber saman um að virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum er sá kostur nærtækastur, sem ekki aðeins myndi tryggja stöðugleika raforku á Vestfjörðum, heldur einnig auka möguleika á að þangað sæktu orkufrek iðnfyrirtæki, nokkuð sem nú er ekki í boði. Þröskuldurinn í vegi virkjunar Hvalár er tengigjaldið, sem stjórnvöld segja ...
Meira


Leiðari 11. tbl. 2014 | 20.03.14 | 09:53 Þröskuldar

Í rammaáætlun um nýtingu og verndun orkusvæða var Hvalárvirkjun, sem horft hefur verið til sem helsta og besta kosts vatnsvirkjunar á Vestfjörðum, sett í nýtingarflokk. Fannst mörgum sem þá rofaði til og Vestfirðingar þyrftu ekki mikið lengur að búa við þriðja flokks raforkukerfi. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar beindi þeim eindregnu óskum til þáv. ...
Meira

Leiðari 10. tbl. 2014 | 13.03.14 | 10:00 Sérhagsmunagæsla

Vilji borgarstjórnar Reykjavíkur í flugvallarmálinu svokallaða leynir sér ekki lengur. Flugvöllurinn skal í burtu, hvað sem öllum skoðanakönnunum og þjóðarvilja líður. Vinnubrögðin eru kunnugleg. Það er laumast inn um bakdyrnar. Eða eins og Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartans í Vatnsmýrinni, orðar það í viðtali við Morgunblaðið. ,,Nú skal þrengt að flugvellinum ...
Meira


Leiðari 9. tbl. 2014 | 06.03.14 | 09:43 Mekka rækjuvinnslunnar

Yfirskriftin er sótt í gagnmerka grein Ólafs Bjarna Halldórssonar, framkvæmdastjóra á Ísafirði, á bb.is. 24. f. m. Þar fjallar hann um þá hættu sem vofir yfir á Vestfjörðum hvað rækjuveiðar og vinnslu þess fágæta sjávarfangs varðar, ef fyrirætlan sjávarútvegsráðherra um veiðirétt gengur eftir. ,,Hvaða hagsmunir eiga að ráða ferð?“ spyr Ólafur ...
Meira

Leiðari 8. tbl. 2014 | 27.02.14 | 09:46 ,,Svona gerist þetta“

,,Margar og brattar brekkur mæta okkur, þegar unnið er að því að setja niður opinber störf á landsbyggðinni. En leiðin er ólíkt greiðari þegar stofnað er til slíkra starfa á höfuðborgarsvæðinu. Það gerist með næsta sjálfvirkum hætti.“ Tilvísunin er í grein Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns, og nú forseta Alþingis, á bb.is. ...
Meira


Leiðari 7. tbl. 2014 | 20.02.14 | 09:28 Gríman fellur

,,Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi og hún er hvað öflugust á Vestfjörðum. Okkur fannst því það vera rökrétt niðurstaða að byggja upp fiskeldisstöð fyrir vestan.“ (Fiskistofustjóri, bb.is 14.01.13)
Meira

Leiðari 6. tbl. 2014 | 13.02.14 | 09:19 Hvað bíður íbúanna í Sotsjí?

Allt frá því að Ólympíuleikarnir voru endurvaktir í Aþenu 1896 hefur æðsti draumur sérhvers íþróttamanns verið að taka þátt í þessum alþjóðaleikum, þar sem þrautsegjan, drengskapurinn og göfugmennskan á að vera leiðarljós keppenda að því marki að ná sem lengst, hæst og hraðast. Frásagnir af þátttöku Íslendinga í fyrstu leikunum, sem ...
Meira


Leiðari 5. tbl. 2014 | 06.02.14 | 09:55 Hömrum járnin

Engan þarf að undra þótt Vestfirðingum, mörgum hverjum, hlaupi kapp í kinn yfir yfirgangi embættismanna í stjórnsýslunni, líkt og þegar starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði var skellt í lás. Einn þeirra er Magnús Reynir Guðmundsson, maður sem af löngum starfsferli er gjörkunnugur málum sveitarfélaga. Í grein á bb.is, fyrir stuttu, minnist hann ...
Meira

Leiðari 4. tbl. 2014 | 30.01.14 | 09:33 Lútum ekki í gras

Með ólíkindum er hversu margar hugmyndir um fjölgun atvinnutækifæra á Vestfjörðum, margar hverjar í upphafi málaðar sterkum litum eftirvæntinga, gufa upp án vitneskju um orsakir. Öllu verra er þó að það er líkt og mörgum standi á sama. Sé reynt að grennslast fyrir um orsakir er alla jafnan lítið um svör, ...
Meira


Leiðari 3. tbl. 2014 | 23.01.14 | 09:47 Valdníðsla

Embættismannavaldið í Reykjavík sýndi klærnar og lokaði starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði fyrirvaralaust. Kjaftshögg, sem kom á óvart þrátt fyrir að sýnilega hafði dregið í loftið. Hrokinn sem Vestfirðingum er sýndur opinberast enn betur í viðbrögðum fiskistofustjórans, ummælum um að ótímabært sé að tala um lokun starfsstöðvarinnar, þótt stöðin verði mannlaus! Þeim ...
Meira

Leiðari 2. tbl. 2014 | 16.01.14 | 09:27 Straumhvörf í sjávaútvegi

Haft hefur verið á orði að nú eigi hljóðlát bylting sér stað í sjávarútvegi. Afturhvarf til fortíðar, árabátanna? Nei, fjandakornið. Af umræðunni má ráða að byltingin sé fólgin í að færa allan afla til vinnslu í landi, auk hugarfarsbreytingar í þá veru að gjörnýta þurfi sjávarfangið. Frystitogaraævintýrið sé að líkindum á ...
Meira


Leiðari 1. tbl. 2014 | 09.01.14 | 09:51 Vestfirðingur ársins 2013

,,Um leið og ég heyrði lætin vissi ég hvað var að gerast, að fyrir utan væri að rísa alda sem myndi hafa miklar afleiðingar. Ég lít í áttina þangað og sé þessa öldu og það fyrsta sem kemur í hugann er að fara beint á hana, ekki að láta hana koma ...
Meira

Leiðari 50. tbl. 2013 | 19.12.13 | 09:30 Páfinn, Fjalla-Bensi og Gísli á Uppsölum

Sterkt kann að þykja að orði kveðið, að undur og stórmerki hafi skeð þegar sjálfur páfinn í Róm lýsir yfir að hann ætli að lifa látlausu lífi og forðast prjálið, sem einkennt hefur embættið, draga úr orðskrúðinu um andlegheitin. Ekki nóg með það. Páfinn reiðir til höggs gegn óréttlæti hins alþjóðlega ...
Meira


Leiðari 49. tbl. 2013 | 12.12.13 | 09:02 Misheppnuð einkavæðing

Einkavæðing póstþjónustunnar á Íslandi voru mistök. Póstdreifikerfinu á landsbyggðinni er vel lýst í einni af vísum Jónasar Hallgrímssonar um veðrið, þar sem hann eftir nokkrar vangaveltur kemst að niðurstöðu: ,,það er svo sem ekki neitt.“ Segja má að frá því einkavæðing póstþjónustunnar var innleidd hafi leiðin verið á einn veg: linnulaus ...
Meira

Leiðari 48. tbl. 2013 | 05.12.13 | 09:41 Mátturinn og valdið

Víst má orða það svo að mátturinn og valdið sé heilbrigðisráðherrans, til að smala saman nægri hjörð þingmanna til stuðnings þeirri fyrirætlan stjórnvalda að koma heilbrigðisstofnunum á Ísafirði og Patreksfirði undir einn hatt, en því er dýrðinni sleppt úr hinni háttbundnu þrenningu, að efast skal um ljóma gloríunnar þá upp verður ...
Meira


Leiðari 47. tbl. 2013 | 28.11.13 | 09:51 Allt fram streymir

,,Allt fram streymir endalaust, / ár og dagar líða. / Nú er komið hrímkalt haust,/ horfin sumars blíða.“* Vera má að seint þyki vitnað til horfinnar sumarblíðu, réttum mánuði eftir að vetur er formlega genginn í garð og sér í lagi vegna þess að víða þótti sumarið hafa farið hjá garði, ...
Meira

Leiðari 46. tbl. 2013 | 21.11.13 | 09:52 Lítið hefur lærst

Greinilega hafa ekki orðið miklar breytingar á ríkjandi stefnu í stjórnun fiskveiða frá því þegar kvótakerfið var innleitt. Um það vitna ummæli sjávarútvegsráðherra, sem nú hyggst koma makrílnum fyrir í kvótakerfinu, með framseljanlegum veiðiheimildum, þar sem það hafi sýnt sig, að kerfi framseljanlegra heimilda sé ,,gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt.“
Meira


Leiðari 45. tbl. 2013 | 14.11.13 | 09:31 BB á afmæli í dag

Fyrsta tölublað Bæjarins besta kom út 14. nóvember fyrir 29 árum; þá eins og hver annar fyrirburður hvað stærðina áhrærir, í Neðsta, í húsakynnum Gumma Massa, sem af greiðasemi skaut skjólshúsi yfir frumraun tveggja ungra manna til blaðaútgáfu í bæjarfélagi, sem um langt árabil, allt aftur til 1886, með útkomu ,,Þjóðvilja“ ...
Meira

Leiðari 44. tbl. 2013 | 07.11.13 | 09:33 Samstöðu er þörf

Samgöngur voru ofarlega í hugum fulltrúa á Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var í Trékyllisvík fyrri hluta október. Í einni af mörgum ályktunum þingsins er þess krafist að forgangsröðun stjórnvalda beinist áfram að bættum samgöngum á Vestfjörðum, þar sem íbúar þess landshluta njóti ekki líkt og aðrir landsmenn, að allar byggðir tengist ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli