Ritstjórnargreinar

Leiðari 3. tbl. 2015 | 22.01.15 | 09:55 Nýja Súðavík

Nýverið var þess minnst að 20 ár voru liðin síðan Íslendingar voru enn eina ferðina minntir á hverra fórna kann að vera krafist af þeim fyrir það eitt að búa við nyrsta haf: snjóflóð í Súðavík, sem á snöggu augabragði breytti litlu friðsælu sjávarþorpi, þar sem ættliðir margra íbúanna höfðu notið ...
Meira

Leiðari 2. tbl. 2015 | 15.01.15 | 09:53Enn vofir hún yfir

Umræðan um flutning ríkisstofnana frá höfuðborginni er ekki ný af nálinni. Og eins og réttilega hefur verið á bent viðgekkst um tveggja alda einstefna flutnings ríkisstofnana í hina áttina, öllu sem talinn var fengur í var troðið niður í þéttbýlinu, sem varð höfuðstaður landsins. Tilraunir til bakfærslna flestar í ...
Meira


Leiðari 1. tbl. 2015 | 08.01.15 | 09:58 Vestfirðingur ársins 2014

Flestum er kunn frásögnin í hinni helgu bók um manninn sem lenti í höndum ræningja á leiðinni frá Jerúsalem ofan til Jeríkó; sagan um afskiptaleysi prests og levíta er þar áttu leið fram hjá og létu hinn dauðvona mann sig engu skipta og loks miskunsama Samverjanum, sem tók manninn upp á ...
Meira

Leiðari 50. tbl. 2014 | 18.12.14 | 10:02 Friður og farsæld

Jólin eru sögð hátíð barnanna og fjölskyldunnar. Ef til vill þess vegna, auk ríkrar trúarþarfar almennings, urðu þau yrkisefni fjölda skálda. Þar kennir margra grasa, minningar dregnar fram og fjallað um tíðarandann á raunsæan hátt. Ekki þarf að fara langt aftur í aldir til að við blasi þjóðfélag, gjörólíkt því ...
Meira


Leiðari 49. tbl. 2014 | 11.12.14 | 09:25 Sælla er að gefa en þiggja

Aðventan er sögð vera tími íhugunar og undirbúnings fyrir hátíðina miklu. Fagrar skreytingar, utan dyra sem innan, og metnaðarfullir litsrænir viðburðir, meira og minna tengdir jólahátíðinni bera því vitni að mikið stendur til. Allt gleður þetta sálarhróið, nær um stund að hefja það upp úr hversdagsamstrinu. Nokkuð sem ekki veitir af.
Meira

Leiðari 48. tbl. 2014 | 04.12.14 | 09:38 Leggjum lávarðadeildina niður

Hugmyndin um að þingmenn segi sig frá þingmennsku meðan þeir gegna ráðherraembættum er ekki ný af nálinni. Varla er þó við að búast, þrátt fyrir tilllögu þar um, að þeir sem nú verma stólana séu tilbúinir að gefa eftir, frekar en fyrirrennarar þeirra í gegnum árin. Sigurður Líndal, prófessor, orðaði það ...
Meira


Leiðari 47. tbl. 2014 | 27.11.14 | 09:24 Aðventa

BB ætlar eina ferðina enn, þegar jólafasta er við það að ganga í garð, að minna á meistaraverk Gunnars Gunnarssonar, Aðventu, sakir þeirrar einstæðu umhyggju sem þar opinberast fyrir öllum lífverum, gæddum holdi og blóði, í þessu tilfelli eftirlegukindum, inni á heiðum, frá síðustu leitum. Og ekki rýrir það gildi sögunnar ...
Meira

Leiðari 46. tbl. 2014 | 20.11.14 | 09:59 Með lögum skal land byggja

,,Ég var bæjarstjóri þegar starfsstöðinni var lokað og á þeim tíma fullvissaði Sigurður Ingi mig um að Fiskistofa opnaði aftur og því sýndum við biðlund, en nú er sú biðlund á enda og krafan er að innan tveggja vikna verði þetta starf (fagsviðsstjóri fiskeldis) auglýst á Ísafirði, auk fleiri starfa hjá ...
Meira


Leiðari 45. tbl. 2014 | 13.11.14 | 09:24 Bæjarins besta 30 ára

Hratt flýgur stund. Hver hefði látið sér til hugar koma þegar strákapjakkarnir, Halldór og Sigurjón, leituðu á náðir Gumma Massa með að fá húsaskjól hjá honum með barnungann þeirra, Bæjarins besta (BB) sem þeir höfðu gengið með um nokkurt skeið, en tók á fjórtánda degi nóvember mánaðar 1984, sín fyrstu skref ...
Meira

Leiðari 44. tbl. 2014 | 06.11.14 | 09:31 Einn fyrir alla – allir fyrir einn

Íslandi allt! Kjörorð Ungmennafélagshreyfingarinnar (UMFÍ) kjarnyrt vegasnesti í baráttu samtaka fyrir fegurra og betra mannlífi, þar sem hver og einn fengi notið sín, sem einstaklingur og í samskiptum við aðra. Tuttugasta öldin var nýhafin. Miklir umbrota- og framfaratímar fram undan. ,,Eftir súðbyrðings för / kom hinn seglprúði knörr / eftir ...
Meira


Leiðari 43. tbl. 2014 | 30.10.14 | 09:32 Meira af svo góðu

Ástæða er til að fagna viðurkenningunni til mjólkurvinnslufyrirtækisins Örnu ehf. í Bolungarvík; Fjöreggi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) 2014, en Arna ehf. var eitt af fimm fyrirtækjum, sem tilnefnd voru til viðurkenningar, að þessu sinni.
Meira

Leiðari 42. tbl. 2014 | 23.10.14 | 09:14 Vangaveltur við veturnætur

Veturnætur. Fullt tungl. Fyrsti vetrardagur og Gormánuður framundan. Sumarið kvatt. Haft er á orði að það verði ekki kvatt sem aldrei kom. Ef til vill fast að orði kveðið. En blautt var það, sumarið. Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík var haldið síðast liðinn sunnudag. Morgunblaðið birti eindálka frétt, örsmáa mynd: Ísafjörður - ...
Meira


Leiðari 41. tbl. 2014 | 16.10.14 | 09:22 Perlan í Arnarfirði

,,Þessar framkvæmdir eru löngu orðnar tímabærar. Svæðið hefur verið undir gríðarlega miklu álagi undanfarið vegna fjölda ferðamanna.“ Þessi ummæli Hákons Ásgeirssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, fyrir breyttu aðgengi að einni helstu náttúruperlu Vestfjarða, Dynjanda í Arnarfirði, eru ekki aðeins orð í tíma töluð. Yfirlýsing um tilteknar framkvæmdir, sem ætlunin er að ljúki ...
Meira

Leiðari 40. tbl. BB 2014 | 09.10.14 | 09:56 Fiskeldiseftirlit á Vestfjörðum

Þegar illa gengur að púsla saman orðum og athöfnum manna er sagt að þeir tali út og suður. Útogsuðurtaktíkurinnar gætir tíðum hjá stjórnvöldum og sjálfsákvörðunarfullum embættismönnum, þegar segja má að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir. Glöggt dæmi er einvaldsákvörðun Fiskistofustjóra um lokun útibús stofnunarinnar á Ísafirði, en eftir ...
Meira


Leiðari 39. tbl. 2014 | 02.10.14 | 09:24 Snúum bökum saman í mjólkurmálinu

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, 27. sept., bregst skemmtilega við viðbrögðum formanns atvinnuveganefndar Alþingis við stjórnvaldssekt á hendur Mjólkursamsölunni (MS) upp á 370 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsstöðu. Sem kunnugt er nýtur MS undanþágu frá samkeppnislögum, nokkuð sem tók Alþingi tvær vikur, fyrir 10 árum, að færa fyrirtækinu á silfurfati. Formaður atvinnuveganefndarinnar segir ...
Meira

Leiðari 38. tbl. 2014 | 25.09.14 | 09:53 Tökum slaginn

Enn heldur Teigsskógarviðundrið áfram að ríða röftum í Skipulagsstofnun, valda samfélaginu ómældu tjóni, að ekki sé minnst á beinan skaða sem samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum hafa orðið fyrir, árum saman.
Meira


Leiðari 37. tbl. 2014 | 18.09.14 | 09:38 Vandi samfélagsins alls

Bæjarins besta hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að unnt sé að auka og styrkja stoðir sveitarfélaganna með því að færa til þeirra ýmis verkefni, sem hafa sjálfskipast hjá ríkisvaldinu. Ætla má að um þetta sé nokkur sátt. Hængurinn á þessu, hvað sveitarfélögin áhrærir, er þó sá að fylgi ekki ...
Meira

Leiðari 36. tbl. 2014 | 11.09.14 | 09:48 Sérstaða Vestfjarða

Á fundi Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, með bæjarstjórum Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, fyrir skömmu, ásamt fleiri fulltrúum sveitarfélaganna, var meðal annars rætt um hugsanlega virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, sem í engu hefur miðað áfram frá því virkjunin var sett í nýtingarflokk. Mun þar miklu valda kostnaður í formi tengingargjalds, lögum samkvæmt.
Meira


Leiðari 35. tbl. 2014 | 04.09.14 | 10:08 Þriðja flokks

Yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, þáv. iðnaðarráðherra, frá 2008, um að Vestfirðingar búi við 3ja flokks raforkukerfi stendur óhögguð. Enn búa Vestfirðingar við 3ja (ef ekki 4. eða 5.) flokks vegakerfi innan fjórðungsins. Allar hugmyndir um úrbætur líkt og fugl í skógi. Hver er staða Vestfirðinga hvað fjarskipti, nokkuð sem nútíma samfélög fá ...
Meira

Leiðari 34. tbl. 2014 | 28.08.14 | 09:04 Senn haustar að

Mörgum þykir hausta snemma, reyndar býsna margar raddir uppi um að sumarið hafi haft stuttan stans. Hvað sem því líður eru kveinstafir ástæðulausir, þakka ber í þess stað fyrir það sem við fengum, þrátt fyrir allt. Veðurblíða er ekki sjálfsögð frekar en annað. Og enn er ekki öll nótt úti: gleymum ...
Meira


Leiðari 33. tbl. 2014 | 21.08.14 | 09:25 Hverju getum við átt von á?

Berandi augum frumskóg byggingakrana á höfuðborgarsvæðinu undir lok tímabilsins sem kallað er fyrir hrun, kváðu erlendir peningamenn upp þann dóm, að nú þyrftu Íslendingar að gæta sín. Viðvörunin fór inn um annað eyrað og út um hitt. Auðvitað vissum við miklu betur. Íbúðalánasjóður, sem búinn er að kosta almenning fjárhæðir, ...
Meira

Leiðari 32. tbl. 2014 | 14.08.14 | 09:31 Höggva verður á hnútinn

Bæjarins besta telur að afstaða blaðsins í Teigsskógarmálinu hafi birst með skilmerkilegum hætti í leiðara 17. júlí síðastliðinn, þar sem kveðið var upp úr með að ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga gætu ekki lengur beðið, ekki lengur dregið lappirnar í pattstöðunni sem uppi er og því þyrfti að láta kné fylgja kviði, ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli