Ritstjórnargreinar

Eldra efni

bb.is | 28.08.15 | 11:56 Furðuleg vika

Þegar þessi leiðari er skrifaður er hitabylgja sumarsins að skella á landið okkar fagra, 16° hiti á Hvilftarströndinni fyrir klukkan átta og framundan er fallegur dagur. Krakkaskottin skondrast í skólana algjörlega óafvitandi um þann hvirfibyl sem þeytist nú um ganga og stofur í grunnskólum landsins. Vér óbreyttir landsmenn sem ...
Meira

bb.is | 21.08.15 | 11:17Fastar skoður hversdagsins

Þessa dagana er líf okkar allra að komast aftur í fastar skorður, sumarleyfið búið og skólar að hefjast. Óregla sumarsins sem er svo skemmtileg tilbreyting er að verða lokið og við tekur hefðbundinn vinnu- og skóladagur. Það verður fundarhæft á vinnustöðum, börnin fara aftur snemma í rúmið og matartímar ...
Meira


bb.is | 21.08.15 | 11:14 Ísland best í heimi

Þegar hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík og tugþúsundir ganga saman til að fagna og styðja mannréttindi hinsegin fólks, þá fyllist ég þjóðarstolti. Okkar litla þjóð er í fararbroddi hvað þetta varðar, við getum öll verið stolt af því. Alltaf má þó betur gera því ennþá hafa prestar þjóðkirkjunnar ...
Meira

bb.is | 06.08.15 | 14:37 Kæru Vestfirðingar

Það er af mikilli auðmýkt sem ég tekst á við það verkefni að stýra þessum merku fjölmiðlum sem þeir félagar Sigurjón og Halldór hafa byggt upp og fóstrað í rúma þrjá áratugi. Bæjarins besta og BB.is eru gríðarlega mikilvægur farvegur upplýsinga innan fjórðungs og til umheimsins. Það er ekki ...
Meira


Leiðari 30. tbl. 2015 | 30.07.15 | 09:35 Tímamót

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sama gildir um viðfangsefni sérhvers einstaklings í gegnum lífshlaupið. Þau verða til, mörg hver, fyrir tilviljun og líftími þeirrra mörgu háður, margt ræður för. Framansagt á við um útgáfu Bæjarins besta. Hver hefði spáð litla fjórblöðungnum, sem leit dagsins ljós 14. nóvember 1984, ...
Meira

Leiðari 29. tbl. 2015 | 23.07.15 | 09:40 Förum að með gát

Haft er á orði að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Vel má heimfæra tilvitnaða námstregðu á æði margt sem hendir á lífsgöngunni án þess að seppi, einn tryggasti vinur mannsins í gegnum aldirnar, komi þar beint við sögu. Hverju sem um er að kenna virðumst við lítið hafa ...
Meira


Leiðari 28. tbl. 2015 | 16.07.15 | 09:39 Áhuga- og afskiptaleysi

,,Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum.“ (Forsíðufétt, Fréttablaðið 1. júlí) Sem við var að búast ...
Meira

Leiðari 27. tbl. 2015 | 09.07.15 | 09:35 Hagsmunir margra í húfi

Stöðugt er klifað á nauðsyn sátta um stjórnun fiskveiða. Frá því kvótakerfið leit dagsins ljós hefur ósætti markað umræðuna. Ef til vill má segja að við öðru hafi ekki verið að búast þegar séð varð hvernig aðgangur að kerfi, sem stofnað var til verndar hnignandi fiskistofnum, gekk kaupum og sölum ...
Meira


Leiðari 26. tbl. 2015 | 02.07.15 | 09:56 Í mörg horn að líta

Að því er ætla má ríkir samstaða um að í Stjórnarskrá skuli tekin af öll tvímæli um að auðlindir í náttúru Íslands séu þjóðareign. Sá ljóður er hins vegar á að mikill ágreiningur er uppi um orðaval á ákvæðinu. Og þar við situr. BB hefur í skrifum sínum að undanförnu haldið ...
Meira

Leiðari 25. tbl. 2015 | 25.06.15 | 09:21 Alvaran verður ekki umflúin

Þjóðhátíðardagurinn, haldinn hátíðlegur samkvæmt hefðbundinni venju, víðast hvar, að viðbættum trumbuslætti á Austurvelli höfuðborgarinnar, og dagur aldarafmælis kosningaréttar kvenna, eru runnir úr tímaglasinu, og fólk klæðst hvunndagsfötum á ný. Veruleikinn tekinn við, bitur að margra mati. Á laugardaginn gengu mörg hundruð ungra kvenna og karla út úr æðstu menntastofnunum landsins ...
Meira


Leiðari 24. tbl. 2015 | 18.06.15 | 09:16 Þrátt fyrir allt

,,Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða.“ Þessi augljósa ábending skáldsins opinberast daglega án þess að við fáum nokkru þar um ráðið. Þannig rann þjóðhátíðardagurinn upp á sínum frátekna degi. Þrátt fyrir óróleika og djúpstætt sundurlyndi sem nú skekur þjóðarsálina er heldur ólíklegt að einhverjum hafi komið til hugar að ...
Meira

Leiðari 23. tbl. 2015 | 11.06.15 | 09:32 Spellvirki

Vera kann að hvasslega þyki til orða tekið með yfirskrifinni. Svo er þó að staðið þar sem ekki verður annað séð en að yfirvofandi sé hryðjuverk í tónlistarframhaldsnámi á landsbyggðinni. Eldar hafa verið kveiktir í tjaldbúðum menntamálaráðherra Íslands. Þaðan hafa borist boð um að ríkið hætti öllum stuðningi við framhaldsnám í ...
Meira


Leiðari 22. tbl. 2015 | 04.06.15 | 09:43 Skín við sólu ...

,,Mér finnst ríkisstjórn, framkvæmdavaldið, hafa sótt í sig veðrið og ég hef áður orðað það svo að ríkisstjórnin sé raunverulega eins og önnur deild Alþingis. Mál eru þar rædd. Þar eru atkvæðagreiðslur og mér sýnist að þingmenn sækist mjög eftir að komast í þess nýju deild; ég veit veit ekki hvort ...
Meira

Leiðari 21. tbl. 2015 | 28.05.15 | 09:39 Hvað er til ráða?

Ein af frumþörfum mannsins er að hafa þak yfir höfuðið. Allt frá því að hið opinbera tók að hafa hönd í bagga við að koma þeim er minnst máttu sín í boðlegt húsnæði hefur sitthvað gengið á um leiðir að markmiðinu. Um það verður þó ekki deilt að lögin um verkamannabústaði ...
Meira


Leiðari 20. tbl. 2015 | 21.05.15 | 08:57 Blásið til sóknar

Sú var í eina tíð staða Vestfirðinga , áður en stjórnvöld innleiddu geðþótta úthlutun aðgangs að auðlindum hafsins, ákváðu hverjir áttu að lifa, eins og einn þekktasti fyrri tíma stjórnmálamaður landsins orðaði það um fyrirgreiðsluúthlutanir, þegar leyfi stjórnvalda þurfti fyrir einu og öllu, voru þeir á meðal þeirra er mest ...
Meira

Leiðari 19. tbl. 2015 | 13.05.15 | 09:35 Hvað gera bændur nú!

Um miðjan apríl leitaði BB frétta af ráðningu veiðieftirlitsmanns í starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði, í kjölfar auglýsingar í febrúar. Í lok mánaðarins lágu fyrir upplýsingar frá Fiskistofu um að ekki verði ráðinn eftirlitsmaður að svo stöddu. Ástæðan var einföld. Af átta umsækjendum um stöðuna uppfylltu þrír skilyrði sem gerð eru ...
Meira


Leiðari 18. tbl. 2015 | 07.05.15 | 09:19 Hættunni boðið heim

Það skal hreint út sagt að brotthvarf Þórodds Bjarnasonar úr stjórn Byggðastofnunar skilur eftir sig vandfyllt skarð. Mun þar sannast hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. BB stenst ekki freistinguna að vitna til greinar ÞB frá miðbiki síðasta árs þar sem hann kvað alvarlegan byggðavanda ...
Meira

Leiðari 17. tbl. 2015 | 30.04.15 | 09:07 Réttan skerf sinn og skammt

Vetur og sumar frusu saman. Þjóðtrúin segir að það boði gott sumar. En hvað sem þjóðtrúnni líður verður ekki fram hjá því horft að dökk ský hrannast upp yfir vinnumarkaðnum. Í áratugi hafa önnur eins átök ekki vofað yfir á frídegi verkalýðsins. Hvað veldur?
Meira


Leiðari 16. tbl. 2015 | 22.04.15 | 09:31 Litli leikklúbburinn

Þrenn tímamót eru í vikunni. Í fyrsta lagi kveður veturinn sem fáir virðast sakna, veðurfarslega. Í öðru lagi heilsar sumarið sem vonast er eftir að komi með betri tíð og blóm í haga, eins og Kiljan orðar það í einu kvæða sinna. Þriðju tímamótin, sem tengjast ekki veðurfari með neinum hætti, ...
Meira

Leiðari 15. tbl. 2015 | 16.04.15 | 09:17 Sviptivindar

Þótt margir eigi erfitt með að sætta sig við óstöðugleika veðráttunnar sem býsna oft hefur samdægurs spannað mörg afbrigði tíðarfars, er rótleysið í samfélaginu langtum meira áhyggjuefni. Slæmt dæmi þar um er uppákoman á Patreksfirði, sem nú verður vart annað séð en að efnt hafi verið til af tilefnislitlu? Fagnaðarefni er ...
Meira


Leiðari 14. tbl. 2015 | 09.04.15 | 09:52 Þið gefið laxinum að éta!

Það virðist allt á eina bókina lært hvað fyrirtæki á landsbyggðinni varðar, þar sem sóst er eftir aðstöðu, sem ekki er í boði á hverju strái, líkt og við á um fiskeldi í fjörðum Vestfjarða. Það vita allir, sem vilja vita, að síðan Vestfirðingar sátu eftir með sárt ennið, trúandi að ...
Meira

Leiðari 13. tbl. 2015 | 01.04.15 | 09:17 Stöndum vörð

Rík ástæða er til að fagna tíu ára afmælis Háskólaseturs Vestfjarða og gleðjast yfir þeim árangri sem þar hefur náðst og þeirri sérstöðu sem stofnunin hefur skapað sér. Eflaust hafa margir lagt hönd á plóginn við þróun Háskólaseturisins en vonandi er á engan hallað þótt aðeins sé íað að starfi forstöðumanns.
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli