Frétt

mbl.is | 18.01.2007 | 08:17Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn

Danski herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að taka boðinu en vopnin eru þó ekki komin til landsins þar sem eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Í gær fengust hvorki upplýsingar um gerð rifflanna og vélbyssanna né magn. Vopnin verða væntanlega til taks í varðskipum Landhelgisgæslunnar og víðar.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Danir aðstoða Landhelgisgæsluna við að útvega vopn og skotfæri. Einnig hefur Gæslan fengið sprengjueyðingarbíla og róbóta sem þeim fylgja frá danska hernum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildi í gær ekkert segja um hvort slíkt boð hefði borist eða hvort því hefði verið tekið. Hann sagði einungis að Landhelgisgæslan ætti vopn af ýmsum gerðum, bæði nýleg sem eldri.

Í nýjum lögum um Landhelgisgæslu Íslands, sem tóku gildi 1. júlí 2006, segir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem hafi lögregluvald og starfi við löggæslu, þ.m.t. siglingavernd og sprengjueyðingu, hafi heimild til að beita skotvopnum við störf sín samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Í nýju lögunum voru tekin af öll tvímæli um að starfsmenn Gæslunnar hefðu heimild til að beita skotvopnum við störf sín. Lögum samkvæmt ættu þeir að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa og yrðu því að vera vopnum búnir. Þá hefði Gæslan að sjálfsögðu heimild til að grípa til annarra vopna en skotvopna til að ná árangri við störf sín, t.d. hafi togvíraklippum verið beitt með góðum árangri í landhelgisdeilum.


bb.is | 31.03.15 | 16:45 Viðræður um vinnslu á Flateyri

Mynd með frétt Fjarðalax og Dýrfiskur eiga í viðræðum um að vinnsla á laxi frá Fjarðalaxi verði á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Dýrfisks, segir enga niðurstöðu komna í viðræðurnar. „Við erum að reyna að kappkosta að auka vinnsluna á Flateyri og þurfum meira hráefni. ...
Meira

bb.is | 31.03.15 | 14:51Tuttugu þúsund tonn í Arnarfirði og 10 þúsund í Dýrafirði

Mynd með fréttHafrannsóknastofnun hefur sent frá sér bráðbirgðamat á burðarþoli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar vegna fiskeldis. Niðurstaðan er að Arnarfjörður þolir 20 þúsund tonna fiskeldi á ársgrundvelli og Dýrafjörður 10 þúsund tonna eldi. Við breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ...
Meira

bb.is | 31.03.15 | 13:01Beruðu sig á Grænlandi

Mynd með fréttKærustuparið Íris Ösp Heiðrúnardóttir frá Ísafirði og Karl Ottosen Faurschou (Kaali) lögðu heldur mikið á sig í þeirri von um að hreppa ferð til Balí þegar þau tóku þátt í #éghefaldrei leiknum sem símafyrirtækið Nova stendur fyrir á Instagram þessa dagana. ...
Meira

bb.is | 31.03.15 | 10:55Náði mynd af hvítfálka á Hornströndum

Mynd með fréttFuglaljósmyndarinn Daníel Bergmann náði mynd af Hvítfálka, öðru nafni Grænlandsfálka, í síðustu viku á Hornströndum. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Nátttúrufræðistofnun, segir í samtali við fréttastofu RÚV, að hvítfálki sé sjaldséður hér á landi. „En þeir sjást á hverju ári, svona ...
Meira

bb.is | 31.03.15 | 09:23Fjölgaði mest á Vestfjörðum

Mynd með fréttSeldar gistinætur voru 5,5 milljónir hér á landi á síðasta ári og fjölgaði um tæp 21% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 80% af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði um 25% frá fyrra ári en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. Gistinætur ...
Meira

bb.is | 31.03.15 | 07:49Álag ferðamanna of mikið

Mynd með fréttNiðurstöður liggja fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2014 og viðhorf þeirra til málefna ferðaþjónustunnar. Ferðamálastofa fékk MMR til að framkvæma könnunina í janúar síðastliðnum. Er þetta sjötta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð ...
Meira

bb.is | 30.03.15 | 16:46Bjóða samstarf um byggingu fjölnota íþróttahúss á Torfnesi

Mynd með fréttBoltafélag Ísafjarðar hefur ekki gefið upp á bátinn draum um fjölnota íþróttahús. Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ sem birt er hér á bb.is undir aðsendum greinum, eru bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ beðnir um að taka til skoðunar byggingu fjölnota íþróttahúss. „Frá því ...
Meira

bb.is | 30.03.15 | 14:52Funduðu með forsvarsmanni Fjarðalax

Mynd með fréttBæjarfulltrúar í Vesturbyggð áttu símafund á laugardag með Einari Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóri Fjarðalax um uppsagnir fjórtán starfsmanna fyrirtækisins og framtíðar staðsetningu vinnslu fyrirtækisins. Fjarðalax sagði upp 14 starfsmönnum í byrjun síðustu viku. Starfsfólkið starfar allt við vinnslu og pökkun á laxi ...
Meira

bb.is | 30.03.15 | 13:02Tók tíma að átta sig á sigrinum

Mynd með fréttÞað er ekki laust við að Hrafnkell Hugi Vernharðsson hafi verið pínu vankaður í morgun þegar blaðamaður hafði samband við hann og óskaði honum til hamingju með sigur Rythmatik í Músíktílraunum á laugardag. „Það er búið að taka tíma til að ...
Meira

bb.is | 30.03.15 | 10:59Bjóst við erfiðum leikjum í byrjun

Mynd með fréttÞað var viðbúið að það yrði við ramman reip að draga í Lengjubikarnum áður mótið hófst en úrslitin hafa þó verið heldur verri en Jón Hálfdán Pétursson, þjálfari meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur bjóst við. Liðið hefur tapað fyrstu sex leikjunum í sínum riðli, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli