Frétt

mbl.is | 18.01.2007 | 08:17Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn

Danski herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að taka boðinu en vopnin eru þó ekki komin til landsins þar sem eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Í gær fengust hvorki upplýsingar um gerð rifflanna og vélbyssanna né magn. Vopnin verða væntanlega til taks í varðskipum Landhelgisgæslunnar og víðar.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Danir aðstoða Landhelgisgæsluna við að útvega vopn og skotfæri. Einnig hefur Gæslan fengið sprengjueyðingarbíla og róbóta sem þeim fylgja frá danska hernum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildi í gær ekkert segja um hvort slíkt boð hefði borist eða hvort því hefði verið tekið. Hann sagði einungis að Landhelgisgæslan ætti vopn af ýmsum gerðum, bæði nýleg sem eldri.

Í nýjum lögum um Landhelgisgæslu Íslands, sem tóku gildi 1. júlí 2006, segir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem hafi lögregluvald og starfi við löggæslu, þ.m.t. siglingavernd og sprengjueyðingu, hafi heimild til að beita skotvopnum við störf sín samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Í nýju lögunum voru tekin af öll tvímæli um að starfsmenn Gæslunnar hefðu heimild til að beita skotvopnum við störf sín. Lögum samkvæmt ættu þeir að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa og yrðu því að vera vopnum búnir. Þá hefði Gæslan að sjálfsögðu heimild til að grípa til annarra vopna en skotvopna til að ná árangri við störf sín, t.d. hafi togvíraklippum verið beitt með góðum árangri í landhelgisdeilum.


bb.is | 28.11.14 | 16:46 Aukin lántaka og of lítill afgangur

Mynd með frétt „Ég vona að þetta séu bara drög, mér líst satt að segja ekkert á þessa fjárhagsáætlun,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Fyrsta fjárhagsáætlun Í-listans var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. „Rekstrarafgangurinn er einfaldlega of lítill ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 14:51Afgangur en versnandi afkoma

Mynd með fréttLítilsháttar afgangur verður á rekstri Ísafjarðarbæjar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í gær. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 18 milljóna króna afgangi á rekstri næsta árs en sex milljónum króna, ef aðeins ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 13:02Arctic Oddi til Þingeyrar og Valþjófur í fiskvinnslu á Flateyri

Mynd með fréttÁfram verður bolfiskvinnsla á Flateyri og vinnsla eldisfisks Arctic Odda ehf. flyst til Þingeyrar. Í yfirlýsingu frá Vísi hf. Valþjófi ehf. og Arctic Odda kemur fram að Arctic Oddi flytji starfsemi sína frá Flateyri í húsnæði sem var í eigu Vísis ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 10:57Leggst gegn veitu úr Stóra-Eyjavatni

Mynd með fréttUmhverfisstofnun leggst gegn áformum Orkubús Vestfjarða um að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni í Mjólkárvirkjun. Ísafjarðarbær hefur auglýst breytingar á aðalskipulagi og ein breytingin á skipulaginu er ósk Orkubúsins um vatnsmiðlun úr Stóra-Eyjavatni. Í umsögn Umhverfisstofnunar við aðalskipulagsbreytinguna segir að stofnunin telur ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 09:26Frumsýna Drangeyjarsundið í Vatnsfirði

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur hafið æfingar á nýju leikriti um Gretti Ásmundsson. Um er að ræða einleik byggðan á einni vinsælustu Íslendingasögunni. Höfundur og leikari verksins er Elfar Logi Hannesson en leikstjórn er í höndum Víkings Kristjánssonar leikara. Grettir hefur verið ...
Meira

bb.is | 28.11.14 | 07:44Bók um Rögnvald Ólafsson

Mynd með fréttBjörn G. Björnsson leikmyndahönnuður gefur út bók um Rögnvald Ólafsson í mars á næsta ári. Rögnvaldur, sem hefur verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn, fæddist á Ytrihúsum í Dýrafirði 1874 og ólst upp á Ísafirði. Leikmyndahönnun og framleiðsla sjónvarpsefnis hefur verið ...
Meira

bb.is | 27.11.14 | 16:45Í doktorsnám til að halda sönsum í rasísku samfélagi

Mynd með fréttÁrný Aurangasri Hinriksson varði doktorsritgerð sína í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands á föstudag. Árý, eins og hún er þekkt á Ísafirði, segir ástæðu þess að hún fór í doktorsnám hafa verið að hún þurfti að dreifa huganum frá kynþáttafordómum sem ...
Meira

bb.is | 27.11.14 | 14:50Afar ósennilegt að skemmtiferðaskip missi vélarafl

Mynd með fréttEkki er til eiginleg viðbragðsáætlun kæmi til óhapps eða slyss hjá skemmtiferðaskipi í nágrenni Ísafjarðar. Skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar hefur fjölgað mikið undanfarin ár og stefnir í metár næsta sumar. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, bendir þó á að fyrir nokkrum árum ...
Meira

bb.is | 27.11.14 | 13:01Mikil viðbót við atvinnulíf Vestfirðinga

Mynd með fréttSúðavíkurhreppur og Íslenska kalkþörungafélagið hafa átt í viðræðum um uppbyggingu fyrirtækisins í Álftarfirði frá því í sumar. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að viðræðurnar hafi verið með hléum. „Enda lá alltaf ljóst fyrir að aðrir staðir komu einnig til ...
Meira

bb.is | 27.11.14 | 10:56Eins sveitt og hægt er að vera við lestur

Mynd með fréttÞað er mikið að gera hjá Glæpafélagi Vestfjarða fyrir jólin. Félagið tengist þó ekki kærum og byssunotkun lögreglunnar, eins og mikið hefur verið fjallað um, heldur er um að ræða áhugafélag um innlendar glæpasögur. Markmið félagsins er að stuðla að eflingu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli