Frétt

mbl.is | 18.01.2007 | 08:17Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn

Danski herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að taka boðinu en vopnin eru þó ekki komin til landsins þar sem eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Í gær fengust hvorki upplýsingar um gerð rifflanna og vélbyssanna né magn. Vopnin verða væntanlega til taks í varðskipum Landhelgisgæslunnar og víðar.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Danir aðstoða Landhelgisgæsluna við að útvega vopn og skotfæri. Einnig hefur Gæslan fengið sprengjueyðingarbíla og róbóta sem þeim fylgja frá danska hernum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildi í gær ekkert segja um hvort slíkt boð hefði borist eða hvort því hefði verið tekið. Hann sagði einungis að Landhelgisgæslan ætti vopn af ýmsum gerðum, bæði nýleg sem eldri.

Í nýjum lögum um Landhelgisgæslu Íslands, sem tóku gildi 1. júlí 2006, segir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem hafi lögregluvald og starfi við löggæslu, þ.m.t. siglingavernd og sprengjueyðingu, hafi heimild til að beita skotvopnum við störf sín samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Í nýju lögunum voru tekin af öll tvímæli um að starfsmenn Gæslunnar hefðu heimild til að beita skotvopnum við störf sín. Lögum samkvæmt ættu þeir að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa og yrðu því að vera vopnum búnir. Þá hefði Gæslan að sjálfsögðu heimild til að grípa til annarra vopna en skotvopna til að ná árangri við störf sín, t.d. hafi togvíraklippum verið beitt með góðum árangri í landhelgisdeilum.


bb.is | 05.03.15 | 14:51 Upphefð að vera hafnað af SFS

Mynd með frétt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að taka þátt í fundi Pírata um sjávarútvegsmál sökum þess að Kristinn H. Gunnarsson átti að vera einn frummælenda á fundinum. „Ég fékk þau skilaboð í gær að þessu hefði verið aflýst með þeim rökum ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 13:01Óviðunandi ástand

Mynd með frétt„Ég kem hér til að lýsa yfir áhyggjum st stöðu barnshafandi kvenna á Vestfjörðum, Ísafirði, en okkur berast fregnir af því að sú ljósmóðir sem hefur sinnt ómskoðun fyrir barnahafandi konur hefur sagt upp störfum sínum, hefur reyndar ekki komist vestur ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 10:54Samþykkja að fara viðræður við ríkið

Mynd með fréttBæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt erindi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks þess efnis að viðræðrur verði hafnar við velferðarráðuneytið um að ríkið takið við málaflokki fatlaðra á Vestfjörðum frá sveitarfélögunum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur einnig samþykkt erindið en lýsti þó að Ísafjarðarbær ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 09:23Strengdi þess heit að verða aldrei hundlaus aftur

Mynd með frétt„Mér finnst gott að vera heima hjá mér og kann afar vel við mig í garðinum. Það er mín líkamsrækt á sumrin að dytta að garðinum, slá grasið og annað slíkt og mig langar mikið til að koma upp gróðurhúsi. Þar ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 07:49Mottukeppni á Húsinu í lok mars

Mynd með fréttMottumars er hafinn með pompi og prakt en eins og alkunnugt er orðið er um að ræða árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þá eru karlmenn hvattir til að sýna samstöðu og safna ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 16:46Útbýr listaverk úr hári

Mynd með fréttÁstu Björk Friðbertsdóttur á Suðureyri er margt til lista lagt. Meðal þess sem hún tekur sér fyrir hendur er að búa til skrautmuni úr mannshári, meðal annars blómamyndir og skartgripi. Ásta hefur unnið með hár í yfir 20 ár, en hún ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 14:52Mótmælir lokun póstafgreiðslu

Mynd með fréttSveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslunnar á Tálknafirði. Í ályktun sveitarstjórnar segir að undarlegt sé á þeim tíma sem mesta uppbygging á Tálknafirði sé að eiga sér stað skuli fyrirtækið Íslandspóstur, í eigu ríkisins, ákveða að draga úr þjónustu. „Opinberum ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 13:02Siglum inn í tímabil átaka

Mynd með fréttStjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir í ályktun að gera megi ráð fyrir að launafólk sé að sigla inn í tímabil átaka á vinnumarkaði og að samstöðu sé þörf sem aldrei fyrr. Flestir kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ runnu út um mánaðamótin. Stjórnin segir að ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 10:59Málþing um menningar- og söguferðaþjónustu á Vestfjörðum

Mynd með fréttFerðamennska sem byggir á menningu ákveðins lands, svæðis eða staðar hefur vaxið mikið. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenskan ferðamannaiðnað að kynna menningu landsins en finna þarf leiðir til að miðla upplýsingum. Vestfirðir eru ákaflega margbrotnir, t.d. er ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 09:28Niðurskurður ýsukvótans rót vandans

Mynd með fréttHætta er á að helmingur aflaheimilda í Strandabyggð verði seldur, hugsanlega frá sveitarfélaginu, eins og greint var frá hér á bb.is. í gær. Fyrirtækið Hlökk ehf. hefur verið sett á sölu en aflaheimildir fyrirtækisins nema um 170 tonnum. Andrea Kristín Jónsdóttur, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli