Frétt

mbl.is | 18.01.2007 | 08:17Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn

Danski herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að taka boðinu en vopnin eru þó ekki komin til landsins þar sem eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Í gær fengust hvorki upplýsingar um gerð rifflanna og vélbyssanna né magn. Vopnin verða væntanlega til taks í varðskipum Landhelgisgæslunnar og víðar.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Danir aðstoða Landhelgisgæsluna við að útvega vopn og skotfæri. Einnig hefur Gæslan fengið sprengjueyðingarbíla og róbóta sem þeim fylgja frá danska hernum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildi í gær ekkert segja um hvort slíkt boð hefði borist eða hvort því hefði verið tekið. Hann sagði einungis að Landhelgisgæslan ætti vopn af ýmsum gerðum, bæði nýleg sem eldri.

Í nýjum lögum um Landhelgisgæslu Íslands, sem tóku gildi 1. júlí 2006, segir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem hafi lögregluvald og starfi við löggæslu, þ.m.t. siglingavernd og sprengjueyðingu, hafi heimild til að beita skotvopnum við störf sín samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Í nýju lögunum voru tekin af öll tvímæli um að starfsmenn Gæslunnar hefðu heimild til að beita skotvopnum við störf sín. Lögum samkvæmt ættu þeir að geta tekist á við smyglara, hryðjuverkamenn, mengunarvalda og veiðiþjófa og yrðu því að vera vopnum búnir. Þá hefði Gæslan að sjálfsögðu heimild til að grípa til annarra vopna en skotvopna til að ná árangri við störf sín, t.d. hafi togvíraklippum verið beitt með góðum árangri í landhelgisdeilum.


bb.is | 24.05.16 | 14:14 Æðarkóngur í Arnarfirði

Mynd með frétt Ágúst Svavar Hrólfsson var á ferð í Arnarfirði á dögunum þar sem hann myndaði glæsilegan æðarkóng í grennd við Hrafnseyri. Það ratar oft í fréttir ef sést til æðarkóngs en Ágúst segir nokkuð algengt að rekast á þá á Vestfjörðum í ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 11:48Lögreglan á Vestfjörðum skorar hæst allra lögregluliða

Mynd með fréttSFR – stéttarfélag í almannaþjónustu árlega könnun meðal félagsmanna sinna, sem vinna á ríkisstofnunum. Í henni eiga þeir að gefa ýmsum þáttum í starfi stofnunarinnar einkunn frá einum og upp í fimm. Þær stofnanir sem fengu hæstu einkunn voru verðlaunaðar fyrr ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 09:58Segja hversdagssögur í Skóbúðinni

Mynd með fréttInnan skamms tekur Skóbúðin til starfa á Ísafirði, en ekki munu þar vera gladdir skóþyrstir íbúar svæðisins heldur er um að ræða sögumiðlunarmiðstöð þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér sögur úr hversdagslífi þeirra sem svæðið byggja. Að baki ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 07:50Hægt að skrá sig til keppni í stígvélakasti

Mynd með fréttOpnað hefur verið fyrir skráningar á landsmót UMFÍ 50+ sem sett verður á Silfurtorgi á Ísafirði með pompi og prakt 10. júní. Von er á fjölda fólks í bæinn að keppa í greinum líkt og sundi, frjálsum íþróttum, golfi, þríþraut, skák, ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 16:57Tínt í 55 saltpoka

Mynd með fréttTuttugu og sex sjálfboðaliðar tíndu rusl af miklum móð í árlegri hreinsunarferð í friðlandi á Hornströndum. Ferðin hófst á föstudag þegar hópnum var siglt í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum þaðan sem gengið var yfir Skorarheiði og endað í Fururfirði. „Við tíndum í ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 14:16Hreyfivika HSV farin af stað

Mynd með fréttHSV og Ísafjarðarbær sameina krafta sína í Hreyfiviku dagana 23.-29.maí. Hófst hún með morgungöngu upp í Naustahvilft á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga og út vikuna standa hinir ýmsu heilsueflandi viðburðir til boða fyrir gesti og gangandi. Fjölmargar gönguferðir verða farnar og ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 11:49Jarkko verðlaunaður í Cannes

Mynd með fréttÁ dögunum var finnsku kvikmyndinni The Happiest Day in the Life of Olli Mäki veitt hin eftirsóttu Un Certain Regard verðlaun á Cannes kvikmyndahátíðinni, verðlaun sem íslenska kvikmyndin Hrútar hlaut á síðasta ári. Í ár má aftur tengja verðlaunin eyjunni í ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 09:51Arna Sigríður og Kristín tilnefndar

Mynd með fréttVerðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 14. skiptið. Um tvö hundruð tilnefningar bárust frá almenningi í ár en, dómnefnd hefur haft það erfiða verkefni undanfarna daga ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 09:02Aquamin hráefni ársins

Mynd með fréttFæðubótarefnið Aquamin, sem búið er til úr kalkþörungum frá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal, hlaut á dögunum fyrstu verðlaun þegar það var kosið hráefni ársins í alþjóðlegri samkeppni Nutraingredient. Úrslitin voru tilkynnt á glæsilegu úrslitakvöldi sem fram fór í Genf í ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 07:41Mikið um að vera hjá Skelli

Mynd með fréttMikið hefur verið um að vera hjá blakfélaginu Skelli upp á síðkastið; lokahóf, framkvæmdir við strandblakvöll og æfingar fyrir alla hópa með landsliðsþjálfurum. Fjölmennt lokahófið var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi í síðustu viku. Þar fengu allir að leika listir sínar, bæði ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli