Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 29.07.16 | 16:52 Ein löng og þrjár stuttar og öll sveitin gat hlustað

Mynd með frétt Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands, á rætur sínar að rekja vestur Brekku á Ingjaldssandi þar sem hún dvaldist á sumrin hjá afa, ömmu og móðursystkinum sínum. Í dag er hún einn af eigendum Brekku og dvelur þar ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 15:48Flateyrarkirkja áttatíu ára

Mynd með fréttFlateyrarkirkja var vígð 26. júlí 1936 og varð því 80 ára gömul síðasta þriðjudag. Að sögn Fjölnis Ásbjörnssonar sóknarprests í Holtsprestkalli verður haldin hátíðarmessa í haust í tilefni afmælisins. „Okkur þótti það betra vegna sumarleyfa og fjarveru ýmissa,“ segir hann. Kirkjan ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 14:50Íslendingar neikvæðari gagnvart ferðamönnum

Mynd með fréttMMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Þeim hefur fækkað nokkuð sem kváðust jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum frá því í júlí í fyrra. Þannig sögðust 67,7% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi nú, borið saman við 80,0% ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 13:23Opið allan sólarhringinn í Hamraborg

Mynd með fréttÞað er ekki úr vegi að fara yfir opnunartíma bakaría og matvöruverslana á Ísafirði um verslunarmannahelgina enda líklegt að bætist töluvert við mannfjöldann vegna Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta sem fram fram í Tungudal á morgun en mótið lokkar fjölda fólks til Ísafjarðar. ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 11:50Talsvert tjón í Dýrafirði vegna of hárrar spennu

Mynd með frétt„Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um tjón í Dýrafirði á miðvikudaginn vegna þess að of há spenna fór inn á dreifikerfið,“ segir Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða í samtali við BB nú í morgunsárið. Hann segir þetta ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 09:51Hlynur Þór og Ingibjörg hlutu viðurkenningar Reykhólahrepps

Mynd með fréttHlynur Þór Magnússon sagnfræðingur og blaðamaður hlaut viðurkenningu Reykhólahrepps fyrir gott starf í þágu hreppsins undanfarin ár. Hann hefur meðal annars séð um vef Reykhólahrepps frá vorinu 2008. Þar hefur hann, og gerir enn, skrifað fréttir og annan fróðleik af mikilli ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 09:01Hafragrautur, lifrarpylsa og lýsi í morgunmat og ball um kvöldið

Mynd með fréttGönguhátíðin í Súðavík hefst í dag og lýkur á mánudag. Á dagskrá verða 14 gönguferðir af öllum toga í fylgd heimafólks í vestfirsku landslagi og einnig verða fjölbreyttir viðburðir í þorpinu fyrir börn og fullorðna. Í boði verður ganga um þorpið í ...
Meira

bb.is | 29.07.16 | 07:50Væntingar um endanlegt umhverfismat um áramót

Mynd með fréttVinna við umhverfismat Háafells, dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins – Gunnvarar, á laxeldi í Ísafjarðardjúpi gengur hægar en vonir stóðu til. Í tillögu að matsáætlun var gert ráð fyrir að endanlegt álit Skipulagsstofnunar lægi fyrir eftir rúman mánuð, eða í september. „Málið er í ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 16:47Afhentu heiðursborgarabréf Hjartar Hjálmarssonar

Mynd með fréttEmil Ragnar og Grétar Snær Hjartarsynir færðu Héraðsskjalasafninu á Ísafirði heiðursborgarabréf föður síns, Hjartar Hjálmarssonar, fyrrum skólastjóra á Flateyri, fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef safnsins. Var Hjörtur gerður að heiðursborgara Flateyrarhrepps árið 1975 og var einn af ...
Meira

bryndis@bb.is | 28.07.16 | 15:50Ísfirsk fjölskyldustemning á afmælistónleikum Jónasar

Mynd með fréttEins og áður hefur verið greint frá verða í kvöld tónleikar í Hömrum í tilefni þess að ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson verður sjötugur á árinu. Allir þeir sem koma fram á tónleikunum eru Ísfirðingar eða nátengdir Ísafirði og tengjast Jónasi fjölskyldu- ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli