Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 25.04.15 | 16:38 Víðtæk áhrif á Vestfjörðum

Mynd með frétt Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að verði af verkfalli hjá Starfsgreinasambandinu (SGS) muni það hafa mikil áhrif á Vestfirði, félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestfjarða séu að vinna í grunnstoðum samfélagsins. „Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif hér eins og annars staðar á ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 16:452000 tonna viðbót verði nýtt til jöfnunar milli svæða

Mynd með fréttLandssamband smábátaeigenda (LS) hefur ítrekað kröfu sína um auknar strandveiðar á komandi vertíð. Krafa LS er að aflaviðmið verði hækkað um 2000 tonn, fari úr 8.600 tonnum í 10.600 tonn. Í ályktun frá LS segir að aukingin sé afar mikilvæg fyrir ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 14:51Smíði á nýjum Páli hafin

Mynd með fréttSmíði á nýju skipi Hraðfrystihússins-Gunnvarar er hafin, en stálskurðurinn í skipasmíðastöðinni í Kína hófst kl. 10.38 á laugardaginn, 18. apríl. Tímasetningin er engin tilviljun því að Kínverjar telja að tölunni 8 fylgi gæfa, segir á vef Hraðfrystihússins-Gunnvarar. Við þetta tækifæri voru ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 13:01Engan eldislax í Ísafjarðardjúp

Mynd með fréttLandssamband stangveiðifélaga (LS) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, áskorun þess efnis að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði verði lokað fyrir eldi á norskum laxi. Áður hafði sambandið sent ráðherra kröfugerð sama efnis. „Þann 24. mars 2015 sendi Landssamband veiðifélaga þér ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 10:57Litli leikklúbburinn 50 ára

Mynd með fréttÞann 24 apríl 1965 var Litli leikklúbburinn á Ísafirði stofnaður og er hann því 50 ára í dag. Um helgina verður margt gert til að minnast tímamótanna. Ber þar hæst sögusýning í Gamla sjúkrahúsinu. „Þar verða til sýnis munir og myndir ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 09:271,8% stöðugilda ríkisins á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Vestmannaeyjum fyrir stuttu voru birtar niðurstöður könnunar sem Byggðastofnun hefur gert á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 07:53Áframhaldandi ófremdarástand

Mynd með fréttFormenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga héldu vorfund sinn í Reykjavík fyrir stuttu þar sem meðal annars var rætt um stöðu verkefna samtakanna. Einnig var sérstök umræða um stöðu almenningssamgangna og framkvæmd sóknaráætlunar landshluta. Undir liðnum önnur mál voru tekin til umræðu, ...
Meira

bb.is | 22.04.15 | 16:46Hreppurinn opnar verslun í Súðavík

Mynd með frétt„Við höfum leitað allra leiða við að finna einhvern til að taka við verslunarrekstrinum en það hefur ekki gengið. Við lítum svo á að lítil verslun með nauðsynjavörur sé hluti af grunnþjónustu og því ákvað sveitarstjórnin að fara þessa leið,“ segir ...
Meira

bb.is | 22.04.15 | 14:52Góður rekstur í Vesturbyggð

Mynd með fréttNiðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir síðasta ár er umfram væntingar. Ársreikningurinn var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Samstæða Vesturbyggðar, A og B hluti, skilar 34,1 milljónum króna í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert ...
Meira

bb.is | 22.04.15 | 13:02Hefja vinnslu í vikunni

Mynd með fréttÍslenskt sjávarfang í Kópavogi hefur fiskvinnslu á Þingeyri nú í vikunni. Fyrirtækið byrjaði sem lítið fiskvinnslufyrirtæki sem sinnti eingöngu innanlandsmarkaði en fór síðan í útflutning. Nú er fyrirtækið með stærri framleiðendum á ferskum fiski. Árið 2011 var fjöldi starfsmanna Íslensks sjávarfangs ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli