Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 04.09.15 | 16:52 Kolólöglegir kálfar

Mynd með frétt Þau eru margvísleg sveitaverkin og eins og allir vita þurfa bændur að vera útsjónasamir við verkin. Þetta mátti bóndinn á Vöðlum í Önundarfirði reyna þegar tvær kýr tóku upp á því að bera lengst út í haga. Þá voru góð ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 15:49Rífandi gangur hjá Pedal Projects

Mynd með fréttNýverið gekk Pedal Projects á Flateyri til samstarfs við bandarískan dreifingaraðila sem mun alfarið sjá um dreifingu á vörum fyrirtækisins út um allan heim. Dreifingaraðilinn heitir Motherlode Audio Supply og hefur, að sögn Ásgeirs Þrastarsonar eiganda Pedal Projects, mikil og sterk ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 14:50Kerecis á lista yfir fimm mikilvægustu nýliðana í sáraheiminum

Mynd með fréttBandaríska tímaritið Wound Source birti núna í vikunni lista yfir fimm mikilvægustu nýju vörurnar sem kynntar hafa verið til sögunnar á sáramarkaðinum á árinu. Vara Kerecis sem framleidd er á Ísafirði er á listanum og er tekið fram í greininni að ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 14:22Skutull.is fer í leyfi

Mynd með fréttEins og fram kemur á vefsíðu Skutuls fer fréttamiðillinn í síðbúið sumarleyfi eða öllu heldur langt haustfrí . „Fréttamiðillinn hefur starfað frá haustinu 2007 og miðlað fréttum og fróðleik sem varða samfélag og þjóðlíf á Vestfjörðum. Á fyrstu árum vefsins tóku ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 13:23Ísafjarðarbær reiðubúinn til móttöku flóttamanna

Mynd með fréttÁ bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar í gær, þann 3. september samþykkti bæjarstjórn samhljóða að lýsa sig reiðubúna til að taka á móti flóttamönnum. Tillagan hljóðar svo: "Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Mikil þekking ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 13:06Vantar leiguíbúðir fyrir aldraða

Mynd með fréttMarzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram þá tillögu að samþykkt yrði að Ísafjarðarbær keypti íbúðirnar sem sveitarfélagið seldi einstaklingum á Hlíf I aftur þegar þær verða næst boðnar til sölu á frjálsum markaði.
Meira

bb.is | 04.09.15 | 12:02Fyrst landsbyggðin, svo Vestfirðir

Mynd með fréttFram kemur á vef velferðarráðuneytisins að þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) öðlaðist nýja vídd í dag þegar tekin var í notkun þjónustubifreið stofnunarinnar sem innréttuð er með klefa til heyrnamælinga og tengdum búnaði. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk fyrstur ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 10:31Sérstaðan í samstarfinu

Mynd með frétt„Skýringar á árangri Norðurlanda eru flóknar, en byrja má að nefna að ekki hefur verið reynt að meðhöndla Norðurlönd sem hverja aðra vöru sem hægt er að pakka inn í glanspappír og búa til tilheyrandi slagorð. Vörur og þjónusta koma frá ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 09:38Fréttatilkynning frá biskupi Íslands

Mynd með fréttMargir hafa kallað eftir viðbrögðum þjóðkirkjunnar um flóttamannavandann og seinnipartinn í gær barst fréttatilkynning frá biskupi Íslands. Hún leggur áherslu á hjálparstarf kirkjunnar víða um heim en tekur ekki afstöðu um hvort Íslandi skuli leggja meira af mörkum, til dæmis ...
Meira

bb.is | 04.09.15 | 07:55Tónlist fyrir alla eða Menningarpoki

Mynd með fréttUm árabil hefur öllum nemendum í öllum grunnskólum landsins boðist að hlýða á landsfræga tónlistarmenn í boði okkar allra. Verkefnið „Tónlist fyrir alla” fól í sér að tveir til þrír tónlistarmenn heimsóttu alla grunnskóla og sungu og spiluðu, börnunum til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli