Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 20.09.14 | 10:45 Fólk í fjárhagsörðugleikum leitar til kirkjunnar

Mynd með frétt Töluvert er um að fólk í fjárhagserfiðleikum leiti til Þjóðkirkjunnar um hjálp að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests á Ísafirði. „Í Reykjavík getur fólk snúið sér beint til Hjálparstarfs kirkjunnar en á landsbyggðinni eru allir prestar umboðsmenn hjálparstarfsins. Þess vegna tökum ...
Meira

bb.is | 20.09.14 | 09:20Vestfirskir sauðfjárbændur skora á ráðherra

Mynd með fréttSauðfjárbændur á Vestfjörðum skora á sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra að sjá um að sauðfjárvarnarlínu milli vestra og eystra Vestfjarðahólfs verði haldið við eða hún rifin niður. Þetta kom fram á aðalfundi Félags sauðfjárbænda sem haldinn var í Holti í Önundarfirði 10. ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 16:46Ást gegn hatri – tárfellt yfir frásögnum af ofbeldinu

Mynd með fréttEinelti getur verið mikið samfélagslegt vandamál og þá bæði einelti fullorðinna og barna. Verkefnið Ást gegn hatri hefur það markmið að vinna gegn einelti. Að því standa félagasamtökin Erindi – samtök um samskipti og skólamál, en í samtökunum er fagfólk á ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 14:51Snjóflóðamannvirki vígð

Mynd með fréttSnjóflóðamannvirkin undir Traðarhyrnu í Bolungarvík verða formlega vígð kl. 15 á morgun. Stutt vígsluathöfn verður undir miðjum stærri varnargarðinum af tveimur, þar sem komið hefur verið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Við vígsluna mun m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flytja ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 13:02Tryggi búnað á flug­völl­um

Mynd með fréttTólf þing­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu en þar er Alþingi falið að álykta um að fela inn­an­rík­is­ráðherra að tryggja að á Vest­manna­eyja­flug­velli og Ísa­fjarðarflug­velli verði nægj­an­leg­ur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan milli­landa­flugi með minni farþega- og ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 10:53Varðveita ljósmyndasögu Ísafjarðar frá 1866

Mynd með fréttFjölbreytt starfsemi fer fram í gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði m.a. er þar ljósmyndasafn. Markmið safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni og meðal þess sem má finna í safnkostinum er samfelld ljósmyndasaga kaupstaðarins við Skutulsfjörð frá 1866. Ísafjörður ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 09:22Saltað spik og sexæringur í snjóhúsi

Mynd með frétt „Manni virðist eins og það sé alltaf ánægjulegt að koma saman til að rifja upp liðna tíma og deila þessum sérstæðu sögum, eins og af fyrsta sexæringnum sem Frímann Haraldsson smíðaði í snjóhúsi í Hornvík,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir en áttundi ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 07:40Simbi gerir við hjól

Mynd með fréttÍ húsnæði við Hafnarstræti á Ísafirði sem áður hýsti Skóverslun Leós, má sjá lítið skilti þar sem auglýstar eru hjólaviðgerðir. Maðurinn á bak við þjónustuna er Sveinbjörn Hjálmarsson, betur þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni. Hann byrjaði að gera við hjól þegar ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 16:45Langþreyttir á bílhræjum

Mynd með fréttÍbúar í Hnífsdal eru orðnir langþreyttir á bílahræjum og varahlutum á lóð einni við Stekkjargötu. Margir hafa reynt að tala við eiganda lóðarinnar án árangurs og sífellt bætist við draslið að sögn Hnífsdælings sem hafði samband við blaðið. „Við erum að ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 14:50Ákvörðun Skipulagsstofnunar verður kærð

Mynd með fréttVegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hafna að taka nýja veglínu í Þorskafirði í umhverfismat. Það er úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem tekur afstöðu til kærunnar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vegagerðin hafni þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli