Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 20.10.14 | 16:46 Stórt og markandi skref

Mynd með frétt Bæjarráð Vesturbyggð fagnar ákvörðun innanríkisráðherra um að sýslumaðurinn á Vestfjörðum verði staðsettur á Patreksfirði. Bæjarráðið segir að með ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, sé stigið stórt og markandi skref í átt til eflingar svæðisins í heild. Í ályktun bæjarráðs segir að ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 14:51Spessi á stórri samsýningu í Berlín

Mynd með fréttLjósmyndarinn Spessi (Sigurþór Hallbjörnsson) tekur þessa dagana þátt í stórri samsýningu í Berlín. Sýningin, sem kallast European Month og Photography, hófst fyrir helgi og stendur til 16. nóvember. „Það er mikil upphefð að fá að vera með. Það er fleiri Íslendingar ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 13:02Komnir með hráefni fram að jólum

Mynd með fréttRækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði tryggt sér hráefni fram undir jól. Hráefnisöflun rækjuverksmiðja er erfið og þarf að leita langt eftir rækju. „Þetta er búið að vera erfitt en okkur hefur tekist þokkalega að verða okkur úti um hráefni og mér ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 10:54Nesdalur undir sumarbústaði?

Mynd með fréttNesdalur er eyðidalur á norðanverðum Vestfjörðum en til að komast þangað þarf að aka um Ingjaldssand við Önundarfjörð. Íbúar hafa nánast aldrei verið í Nesdal, utan tvö ár í kringum aldamótin 1700 og í nokkur ár upp úr 1840. Undirlendi er ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 09:22Í pilsi og sandölum á traktornum

Mynd með fréttTíska er m.a. notuð til að gefa öðrum til kynna hvaða hópi viðkomandi tilheyrir. Þegar talað er um tísku er ekki endilega verið að tala um klæðnað úr tískubúðum, heldur frekar hverskonar flíkur tíðkast að nota innan ákveðinna hópa eða starfsstétta. ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 07:40Fagnaðarefni að sýslumaður verði á Patreksfirði

Mynd með fréttÞað er fagnaðarefni að innanríkisráðuneytið fylgdi eftir byggðarsjónarmiðum við ákvörðun um aðsetur sýslumanns Vestjarða og lögreglustjórans á Vestfjörðum. Þetta segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sýslumaður verður með aðsetur á Patreksfirði, samkvæmt drögum innanríkisráðuneytisins, og lögreglustjórinn verður ...
Meira

bb.is | 19.10.14 | 10:40Dreifnám á Patreksfirði ekki í hættu

Mynd með fréttFjölbrautaskóli Snæfellinga (FSN) býður upp á dreif- og fjarnám m.a. á Patreksfirði. Námsframboð í heimabyggð hefur skilað FSN um 80% af hverjum árgangi sem útskrifast úr grunnskóla á upptökusvæði þeirra. Nú eru hins vegar alvarlegar blikur á lofti vegna niðurskurðaráforma í ...
Meira

bb.is | 19.10.14 | 09:17Djassveisla í Edinborg

Mynd með fréttMenningarmiðstöðin Edinborg efnir til djassveislu í Edinborgarhúsinu í næstu viku. Fyrst heldur djassbræðingshljómsveitin ADHD tónleika tónleika, en hún hefur getið sér gott orð fyrir kröftuga og líflega tónleika á síðustu árum. ADHD flokkinn skipa Davíð Þór Jónsson, Magnús Tryggvason og Ómar ...
Meira

bb.is | 18.10.14 | 10:46„Kyrrir hugann og eykur vellíðan“

Mynd með frétt „Þetta form líkamsræktar hefur líka mjög góð andleg áhrif á mann og nýtist því bæði áhugafólki um líkamlega heilsu sem og þeim sem vilja kyrra hugann og stilla sig af fyrir veturinn,” segir Harpa Kristjánsdóttir en hún hefur ásamt fleira ...
Meira

bb.is | 18.10.14 | 09:21„Ég er yfirleitt á spilinu“

Mynd með fréttSexæringurinn Ölver prýðir yfirleitt sjóminjasafnið í Ósvör í Bolungarvík. Safnið er opið yfir sumartímann og eftir samkomulagi yfir vetrartímann. Þar er hægt að fræðast um 19. aldar verbúð, salthús, fiskreit og þurrkhjalla. Ölver gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli