Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 01.07.15 | 16:46 Tófunni fjölgar eftir hrun í fyrra

Mynd með frétt Það er ólíkt um að litast í Hornvík á Hornströndum í ár en í fyrra að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún er nýkomin úr Hornvík þar sem hún var við refatalningar. „Það eru öll óðöl tekin, stór got og mörg ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 13:01Menningarleg stórslys

Mynd með frétt„Það er vægast sagt skelfilegt ástand á fornminjum á Vestfjörðum. Sem dæmi má nefna að Keravíkin í Súgandafirði er í hættu og Fjallaskagi, milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, er mjög illa farinn vegna brims,“ segir Eyþór Eðvarsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, sem ásamt ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 10:32Stuðningur við háhraðatengingar samrýmist reglum EES

Mynd með fréttEftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær grænt ljós á verkefni Fjarskiptasjóðs, sem hefur það að markmiði að veita öllum landsmönnum háhraðanettengingar. RÚV greinir frá niðurstöðu EFTA um að verkefnið feli í sér ríkisaðstoð sem þó samræmist EES samningnum. Verkefnið var boðið ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 09:25Lífróður á Galtarvita

Mynd með frétt„Ég sá auglýsingu í blaði þar sem jörðin og húsin að undanskildum sjálfum vitanum var til sölu. Ég hafði aldrei komið í vitann og vissi lítið um hann. En ég gat ekki hætt að hugsa um þetta og skilaði inn tilboði,“ ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 07:56Æskufélagar kynna prakkarasögur

Mynd með frétt„Við Logi höfum báðir reynslu af því að kenna æskunni og það endar oft á því að við förum að segja unga fólkinu prakkarasögur frá Bíldudal, þar sem við erum báðir aldir upp,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um bókina Bíldudals bingó ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 16:47Milljóna tjón á vondum vegum

Mynd með frétt„Við erum að gera við sex til tólf bíla á dag hér á verkstæðinu og höfum varla undan þó við séum fjórir að vinna. Mest eru þetta viðgerðir á púströrum og göt á olíupönnum. Þetta kemur ekki fyrir hjá heimamönnum sem ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 14:51Löngu tímabær framkvæmd

Mynd með fréttUppbygging Örlygshafnarvegar er löngu tímabær framkvæmd og lýsir bæjarstjórn Vesturbyggðar ánægju með framkvæmdina í umsögn til Skipulagsstofnunar. „Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 13:02Eigið fé heimilanna eykst

Mynd með fréttÁætlað er að eigið fé heimila muni aukast um 67 milljarða fyrir lok ársins vegna Leiðréttingarinnar og ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Við bætist 25% hluti höfuðstólslækkunarinnar sem kemur til framkvæmda á næsta ári og séreignarsparnaður sem heimilin ráðstafa til að ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 10:31Bíógestum fjölgaði á landsbyggðinni

Mynd með fréttAðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent á hálfum áratug. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Aðsókn síðasta árs jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 09:24Efribæjarpúkarnir bestir

Mynd með fréttHið árlega Púkamót í knattspyrnu fór fram á Ísafirði um helgina. „Það tókst svakalega vel. Þetta var fámennt en góðmennt í ár. Við vorum í kringum 30 manns með mökum og tvö lið tókust á rjómablíðu,“ segir Haraldur Leifsson, einn af ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli