Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 28.07.14 | 13:01 Vel heppnuð Drusluganga á Ísafirði

Mynd með frétt Ríflega sextíu manns tóku þátt í Druslugöngu á Ísafirði á laugardag en markmið hennar var meðal annars að uppræta fordóma í garð þeirra sem beittir eru kynferðisofbeldi og endurspeglast í áherslunni sem lögð er á klæðaburð þeirra, ástand og atferli. Fólk ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 10:55Metnaðarfyllsta „spilerí“ sem sést hefur á mýrarboltanum

Mynd með fréttDansleikjadagskráin í tengslum við Evrópumeistaramótið í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði um næstu helgi er metnaðarfyllsta „spilerí“ dagskrá sem sést hefur á mýrarboltanum að sögn Sigurðar Arnfjörð, framkvæmdastjóra og annar eigenda Edinborg Bístró-Bar. Hann og Guðmundur Helgason, bróðir hans, sjá ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 09:24Samstarfið skilar góðum árangri

Mynd með fréttLandhelgisgæslan og Fiskistofa fóru í sameiginlegt fiskveiðieftirlit á grunnslóð, eins og tíðkast hefur undanfarin ár, dagana 18.-26. júní og 7.-17. júlí. Farið var um Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfjarðamið, Húnaflóa og Skagafjörð að þessu sinni. Farið var á slöngubátnum Leiftri og fóru eftirlitsmenn ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 07:42Átak gegn neikvæðri hegðun áhorfenda

Mynd með fréttKnattspyrnusamband Íslands kynnti í síðustu viku nýtt verkefni sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum barna. Átakið ber heitið „Ekki tapa þér“ miðast er að því að útrýma neikvæðri hegðun áhorfenda, ekki síst foreldra, ...
Meira

bb.is | 27.07.14 | 10:40Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Saurbæ

Mynd með fréttSturluhátíð verður haldin í dag í Tjarnarlundi í Saurbæ í tilefni þess að 800 ár eru liðin frá fæðingu sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Það er Dalabyggð sem stendur að hátíðinni en þess má geta verið er að vinna þróunarverkefni um Sturlu ...
Meira

bb.is | 27.07.14 | 09:17Minni aflabrögð á Vestfjörðum

Mynd með fréttHeildarafli vestfirskra skipa var 8,5% minni í júní í ár en í sama mánuði í fyrra, skv. bráðabirgðatölum frá Fiskistofu. Heildaraflinn var mestur á Ísafirði eða 2.092.134 kg. Á sama tímabili í fyrra var heildaraflinni 1.808.797 kg. Í Bolungarvík var heildaraflinni ...
Meira

bb.is | 26.07.14 | 10:44Lífaldur á vinnumarkaði að meðaltali hár

Mynd með fréttSamkvæmt stöðugreiningu Byggðastofnunar vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða frá desember 2012 hefur Vestfirðingum í öllum aldurhópum undir fimmtugu fækkað frá 1998 og aldurshóparnir yfir fimmtugu hafa stækkað. „Þetta virðist vera sambærileg tilhneiging og gætir í öðrum landshlutum, nema á áhrifasvæði höfuðborgarinnar, að hinn ...
Meira

bb.is | 26.07.14 | 09:20Fjörið heldur áfram

Mynd með fréttBæjarhátíð Tálknfirðinga, Tálknafjör, heldur áfram í dag. hátíðin hófst í gær með Sextíu sekúndur í sigur eða Minute to Win it leik, brennu, bollasúpu og spurningakeppni sem haldin var á Hópinu. Snerust allar spurningarnar um Tálknafjörð, fólkið í firðinum, sögu fjarðarins ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 16:47Óvenju mörg tilfelli kampýlóbaktíusýkingar

Mynd með fréttÁ undanförnum dögum hafa verið að greinast óvenju mörg tilfelli hér á landi með niðurgang af völdum kampýlóbakters, á því er fram kemur í tilkynningu frá embætti Landlæknis. Á síðasta ári greindust um 100 einstaklingar hér á landi með kampýlóbaktersýkingu en ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 14:48Samið við sveitarfélög um refaveiðar

Mynd með fréttUmhverfisstofnun hefur gert samninga við sveitarfélög landsins um refaveiðar til þriggja ára. Að þremur árum liðnum er áætlað að fyrir liggi betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt sem og frekari upplýsinga um tjón. Refastofninn hefur líklega meira en tífaldast ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli