Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 29.08.16 | 16:48 Framlag til íslenskar gamanmyndagerðar

Mynd með frétt Á Gamanmyndahátíð Flateyrar sem haldin var um helgina var Ágústi Guðmundssyni leikstjóra veitt viðurkenning fyrir framlag hans til íslenskrar gamanmyndagerðar. Það var Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sem veitti Ágústi verðlaunin í Samkomuhúsi Flateyrar en þar fór fram heimsfrumsýning á „sing along“ ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 15:50Staðfestingarkosning Pírata hafin

Mynd með fréttStaðfestingarkosning Pírata í Norðvesturkjördæmi er hafin að nýju eftir að úrskurðað var að Þórður Guðsteinn Pétursson sem sigraði prófkjörið hefði ekki brotið reglur Pírata varðandi smölun. Aðeins 14 sæti eru í tillögunni en fylla þarf 16 sæti til að ná fullum ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 14:50Skipstjórinn drakk linnulaust

Mynd með fréttÞýski skipstjórinn sem sérsveit ríkislögreglustjóra handtók á Suðureyri í síðustu viku hafði drukkið nær linnulaust í tvær og hálfa viku og það þó hann hafi verið með borgandi kúnna um borð. „Hann var að drekka frá morgni til kvölds, en svo ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 13:23Aldrei fleiri sjúkraflug

Mynd með fréttSjúkraflugferðum fjölgaði um 18% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og hafa aldrei fleiri ferðir verið flognar á þessum mánuðum ársins en nú. Samkvæmt tölum sem Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 11:44Austurgilsvirkjun í nýtingarflokki í lokatillögu rammaáætlunar

Mynd með fréttAusturgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi er í nýtingarflokki í lokatillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Tillagan var afhent umhverfis- og auðlindaráðherra á föstudag. Flokkun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum er óbreytt, en virkjunin hefur verið í nýtingarflokki síðan 2013. Austurgilsvirkjun kom ekki til ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 10:45Mikluðu fyrir sér kostnað við prófkjör

Mynd með fréttNíu manns höfðu lýst yfir áhuga á að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að sögn Geir Guðjónssonar, formanns kjörstjórnar. Fyrir helgi var greint frá að þrír frambjóðendur taki þátt í prófkjöri flokksins. Þegar nær dró framboðsfresti kólnaði áhuginn vegna ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 09:3765 ár frá komu Sólborgar ÍS

Mynd með fréttÍ dag eru sextíu og fimm ár frá því Ísfirðingar fögnuðu komu nýsköpunartogarans Sólborg ÍS 260 til heimahafnar á Ísafirði. Sólborgin var smíðuð hjá Alexander Hall & Co. í Aberdeen í Skotlandi. Skipið var sjósett 26. janúar 1951 og reynslusiglt 22. ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 07:45Forystumenn sjómannasamtakanna hafna uppboðsleiðinni.

Mynd með fréttForustumenn samtaka sjómanna og skipstjórnenda leggjast alfarið gegn hugmyndum um uppboð aflaheimilda og telja þá leið vega að starfsöryggi sjómanna og hagsmunum þjóðarinnar. Þetta kemur fram í viðtölum við Árna Bjarnason forseta FFSÍ og Valmund Valmundsson formann SSÍ í nýjustu Fiskifréttum. „Það alvarlegasta ...
Meira

bb.is | 26.08.16 | 16:50Með allt á hreinu: Nú mega allir syngja og dansa

Mynd með fréttGamanmyndahátíð Flateyrar fór vel af stað er húsfyllir var og mikið fjör er uppistandararnir Hugleikur Dagsson og Bylgja Babýlons skemmtu á Vagninum í gærkvöldi. Í kvöld verður dagskrá hátíðarinnar þétt og væn. Hefjast leikar á hláturjóga fyrir framan kirkjuna klukkan 18, ...
Meira

bb.is | 26.08.16 | 15:53Skólamáltíðir dýrastar hjá Ísafjarðarbæ

Mynd með fréttDýrustu skólamáltíðir grunnskóla landsins eru hjá Ísafjarðarbæ samkvæmt lauslegri könnun Morgunblaðsins á gjaldskrám nokkurra stærri sveitarfélaga. Af þeim sveitarfélögum sem litið var til er Akranesbær með ódýrustu skólamáltíðirnar, eða kr. 335 á hverja máltíð, en hjá Ísafjarðarbæ þar sem máltíðirnar eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli