Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 30.06.16 | 13:24 Furðufuglar og náttúrubörn leika sér á Ströndum

Mynd með frétt Mikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík, sem haldnir verða um helgina. Í dag verður Náttúrubarnaskólinn sem rekinn er innan vébanda safnsins með námskeið með hamingjuþema fyrir börn á öllum aldri. Á Hamingjudögum ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 11:51Sæmdir heiðursmerkjum HSV

Mynd með fréttFimm manns voru sæmdir gull- og silfurmerkjum Héraðssambands Vestfirðinga á ársþingi sambandsins í maí fyrir ötult starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Gullmerki fengu Jens Kristmannson og Tryggvi Sigtryggsson. Jens hefur sinnt ýmsum íþróttastörfum hjá Ísafjarðarbæ. „Hann hefur verið iðkandi, þjálfari, fararstjóri, dómari, ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 09:50„Knattspyrnuaðstaða á NV Vestfjörðum ekki í lagi“

Mynd með fréttGuðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Héraðsambands Vestfirðinga, veltir fyrir sér hvort hagnaður KSÍ vegna góðs gengis íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi geti mögulega hjálpað til við að láta draum margra hér á norðanverðum Vestfjörðum um fjölnota hús í Ísafjarðarbæ ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 07:505 ára deild verður í kjallara TÍ

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að ný leikskóladeild sem opna mun á haustmánuðum í kjallara húsnæðis Tónlistarskólans á Ísafirði verði deild fyrir fimm ára börn. Fjórar leiðir voru teknar til skoðunar áður en endanleg ákvörðun var tekin: ungbarnadeild, 5 ára deild, blönduð 4-5 ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 16:49Dýrafjarðardagar um helgina

Mynd með fréttHin árlega gleði- og bæjarhátíð Dýrafjarðardagar verður haldin um helgi komandi, dagana 1.-3.júlí. Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi líkt og undanfarin ár. Börnin geta farið í hoppikastala, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu og á laugardeginum keppt í ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 15:50Langadalsá: Besta byrjun í 20 ár

Mynd með fréttVeiðitímabilið í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi hófst þann 24. júní síðastliðinn og í fyrsta holli, sem stóð í tvo daga, komu á land 13 laxar á þrjár stangir, sem ku vera besta byrjun frá árinu 1996. Samkvæmt Aroni Jóhannessyni sem heldur úti ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 14:50Trúir þessu varla ennþá

Mynd með frétt„Ég er ótrúlega spennt, þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri, eitthvað sem ég hefði ekki trúað að gæti gerst," segir Vestfirðingurinn og söngkonan Anna Þuríður Sigurðardóttir en útgáfutónleikar hennar og Björns Thoroddsen gítar snillings fara fram í Félagsheimili Bolungarvíkur á ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 13:23„Hef öðlast ómetanlega reynslu“

Mynd með fréttElías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, lætur af störfum á morgun og á fundi bæjarstjórnar í gær var ósk hans eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa frá sama tíma og út kjörtímabilið samþykkt. Tekur hann við starfi orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða á föstudaginn. Elías hefur ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 11:52Telja vinnubrögð óásættanleg

Mynd með fréttMáttur manna og meyja, M-listi í Bolungarvík, telja vinnubrögð vegna útgjalda við framkvæmdir þjónustumiðstöðvar bæjarins við Aðalstræti óásættanleg. Bæjarfulltrúar M-lista lögðu fram bókun þess efnis á bæjarstjórnarfundi í gær. Útgjöld vegna framkvæmda nema 16 milljónum króna og eru til afgreiðslu með ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 10:54Auðlindaferðaþjónusta kortlögð

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í ósk Ferðamálastofu eftir samstarfi um kortlagningu auðlindaferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Fyrsti áfangi verksins var unninn árið 2014, þar sem um 350 manns liðsinntu við að meta um 5.000 staði um allt land. Megintilgangurinn var að skráningin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli