Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 03.05.16 | 16:47 Síðasta uppskeruhátíðin og ein sú fjölmennasta

Mynd með frétt Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ fór fram á Torfnesi í gær og muna elstu menn varla eftir öðru eins fjölmenni á sambærilegum hátíðum félagsins, eftir því sem kemur fram á vefsíðu félagsins. Þetta var jafnframt síðasta uppskeruhátíðin undir hinu gamalgróna nafni Körfuknattleiksfélags ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 15:50Daðrað við Sjeikspír á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið hefur undanfarið sýnt verkið Daðrað við Sjeikspír, sem sett var upp í tilefni af 400 ára dánarafmælis William Shakespeare. Verkið var frumsýnt í Bolungarvík og síðan var haldið með það í leikferð og það sýnt á Patreksfirði, Bíldudal og Hólmavík, ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 14:50Tvö vestfirsk verkefni hlutu styrki

Mynd með fréttNýverið var úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og var þar úthlutað 32 milljónum til 33 verkefna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina í athöfn að Nauthóli í Reykjavík. Í ár bárust 219 umsóknir frá konum um allt land og því ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 13:18Kosningu lýkur í kvöld

Mynd með fréttHátt í 400 manns hafa kosið um merki íþróttafélagsins Vestra. Kosningin hófst fyrir helgi og lýkur á miðnætti í kvöld. Stjórn Vestra fékk nokkra hönnuði til að skila inn tillögum um merki félagsins. Óskað var eftir að í merkjunum væri t.d. ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 11:55Vélsleðar bannaðir í friðlandinu

Mynd með fréttAf gefnu tilefni bendir Umhverfisstofnun og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum á að bannað er að aka á vélsleðum í Hornstrandafriðlandinu. Jón Smári Jónsson, landvörður í friðlandinu, segir að nokkuð hafi borið á því að fjölmennir hópar vélsleðafólks hafi verið í friðlandinu, bæði ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 09:50Hömpuðu Íslandsmeistaratitli í blaki

Mynd með fréttSkellur varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki pilta, A-liða á Íslandsmóti 4. og 5. flokks sem fram fór að Varmá í Mosfellsbæ. Það er sérlega glæsilegur árangur hjá krökkunum sem kepptu í blönduðu liði og helmingurinn af liðinu spilar í ...
Meira

bb.is | 03.05.16 | 07:41Flateyrarkvótinn verði aukinn

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra, með fulltingi Byggðastofnunar, að tryggja auknar aflaheimildir í verkefni Byggðastofnunar með Fiskvinnslu Flateyrar. Í áskoruninni segir að æskilegt væri að stækka samninginn í a.m.k. 500 tonn og einnig að samningurinn verði lengdur a.m.k. til ársins ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 16:50Ungu Ísfirðingarnir stóðu sig vel

Mynd með fréttUngt ísfirskt skíðagöngufólk setti svip sinn á Fossavatnsgönguna um helgina. Albert Jónsson var í sjötta sæti í 50 km göngunni og fyrstur Íslendinga í mark. „Albert var að ganga sína fyrstu 50 km göngu. Tveir bestu skíðamenn landsins [Sævar Birgisson og ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 15:53„Silfurskeiðarþjóðin og svo við hin“

Mynd með frétt„Öllum má vera ljóst að í landinu búa í raun tvær þjóðir, Silfurskeiðarþjóðin og svo við hin, almennt launafólk. Silfurskeiðarþjóðin kyrjar í sífellu sömu möntruna: Allt má sem ekki er bannað! Skiptir þá engu um siðferði, enda hefur Silfurskeiðarþjóðin sjálf ...
Meira

bb.is | 02.05.16 | 14:14Grátrana í Kolbeinsvik

Mynd með fréttGrátrana (Grus grus) sást í Kolbeinsvík á Ströndum í gærmorgun. Grátranan var nokkuð róleg en frekar rytjuleg, en Guðbrandur Sverrisson kom auga á hana þar. Grátrönur eru frekar stórir fuglar, háfættir og minna á gráhegra, en eru stærri. Hæð þeirra er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli