Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 06:07Fyrrverandi skipherra gefur út geisladisk

Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra landhelgisgæslunnar í þrjátíu ár en hefur nú gefið út geisladisk.
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, frá Núpi í Dýrafirði hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Útgáfan er í tilefni gullbrúðkaups hans og Guðrúnar Pálsdóttur þann 22. maí 2004. Þröstur verður með opnunaratriði Dýrafjarðardaga, sem eru haldnir fyrstu helgina í júlí, en þar verða flutt lög af geisladisknum Hafblik.

Meðal flytjenda á geisladiskinum eru Ragnar Bjarnason, Ari Jónsson, Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir og Sigurður Flosason en Þórir Úlfarsson sá um upptöku, hljóðblöndun og útsetningar. Öll lögin voru samin við hljómborð Þrastar á síðustu 16-17 árum.

Þröstur hefur fengið ýmsa góða menn til að semja fyrir sig texta um það sem honum er hugleiknast og eru yrkisefnin oftast kvenfólk og sjórinn auk þess sem hann segist oft hugsa heim í Dýrafjörð.

Áhugasömum er bent á að geisladiskurinn Hafblik fæst í Hamraborg.

thelma@bb.is

bb.is | 27.01.15 | 16:46 „Miðað við fyrstu viðbrögð stefnir í harða kjarabaráttu“

Mynd með frétt „Ég tel að þetta sé sanngjörn og réttlætanleg krafa. Við getum ekki sætt okkur við að félagsmenn þurfi að vinna óhóflega langan vinnudag, yfirvinnu og aukavinnu til að ná endum saman. Almennt launafólk á sér varla líf utan veggja síns vinnustaðar. ...
Meira

bb.is | 27.01.15 | 14:50Bolvíkingur með lag í söngvakeppninni

Mynd með fréttFyrri undankeppni fyrir Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins fer fram á laugardagskvöld. Bolvíkingurinn Ásta Björg Björgvinsdóttir er á meðal þátttakenda í ár með lagið Þú leitar líka að mér sem flutt er af hljómsveitinni Hinemoa. Ásta Björg tók einnig þátt í keppninni í fyrra, ...
Meira

bb.is | 27.01.15 | 13:01Svarar ekki neyðarkalli bænda

Mynd með fréttSauðfjárræktarfélögin í Strandasýslu sendu Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, neyðarkall í maí í fyrra. Tilefnið var að þann 1. júlí 2014 voru liðin 20 ár frá því að ríkisvaldið alfriðaði refi á 580 ferkílómetra svæði á Hornströndum í óþökk nágrannabyggða ...
Meira

bb.is | 27.01.15 | 10:58Kynnir Önundarfjörð á persónulegan hátt

Mynd með fréttÁ vefsíðunni Guide to Iceland eða leiðarvísir að Íslandi er hægt að finna ótalmargar og mismunandi leiðir til að ferðast um landið og kynnast því betur. Þar er meðal annars boðið upp á blogg frá heimamönnum, þar sem forvitnir lesendur geta ...
Meira

bb.is | 27.01.15 | 09:27Vissi að ég væri á einstökum stað

Mynd með fréttÁ Melrakkasetrið í Súðavík kemur fjöldi erlendra sjálfboðaliða ár hvert. Hlutverk þeirra er að starfa á setrinu og aðstoða við rannsóknir á Hornströndum. Einn þessara sjálfboðaliða er Caroline Piot sem kemur úr frönsku ölpunum. „Ég er að læra líffræði og vistfræði ...
Meira

bb.is | 27.01.15 | 07:53Funduðu vegna atvinnuástands á Flateyri og Þingeyri

Mynd með fréttÞingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu á föstudag í Reykjavík með fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Flateyri, Þingeyri, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og forstjóra Byggðastofnunar, um alvarlegt atvinnuástand á Flateyri og Þingeyri. Fundurinn var haldinn að beiðni Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingsmanns Vinstri grænna í ...
Meira

bb.is | 26.01.15 | 16:47Semur lög við ljóð langafa síns

Mynd með frétt„Langafi sagði að við mættum gera það sem við vildum við þetta eftir hans dag og fljótlega eftir að hann dó fór ég að skoða ljóðin og fyrsta lagið samdi ég 2010, ári eftir að hann dó,“ segir Árni Freyr Haraldsson ...
Meira

bb.is | 26.01.15 | 14:51Hafnar ásökunum um seinagang

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða hafnar því að seinagangur hafi verið á viðgerðum á dreifikerfi fyrirtækisins á sunnanverðum Vestfjörðum þegar fárviðri gekk yfir með miklu rafmagnsleysi í annarri viku desember mánaðar. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði eftir útskýringum frá Orkubúi Vestfjarða um „ástæður seinagangs á viðgerðum ...
Meira

bb.is | 26.01.15 | 13:02Semja um byltingarkennda lausn fyrir þrjú ný skip

Mynd með fréttSamningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum. ...
Meira

bb.is | 26.01.15 | 10:57Galdrakarlinn í Oz á Þingeyri

Mynd með fréttHið 111 ára gamla, en ávallt ferska íþróttafélag, Höfrungur á Þingeyri er að hefja enn eitt ævintýrið. Nú er það leikdeild félagsins sem ætlar að spretta úr spori en hún hefur vakið mikla athygli síðustu ár, nú síðast fyrir uppsetningu á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli