Frétt

bb.is | 14.02.2014 | 13:02Kvartað yfir framkomu ræðuliðs MÍ í MORFÍs keppninni

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur sent stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna formlega kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, formanni málfundarfélagsins Hugins, en hún er í liði MA í MORFÍs keppninni. Í lögum MORFÍs segir meðal annars að hlutverk stjórnar sé að sjá til þess að keppnin fari fram með tilhlýðilegum hætti ár hvert. Að mati Ölmu var raunin ekki sú í keppni MA og MÍ og var það mat rökstutt í bréfinu. Þar er atburðarrásins rakin, allt frá mánudeginum 3. febrúar þegar þær Eyrún Björg Guðmundsdóttir og Sólveig Rán Stefánsdóttir, sem einnig er í MORFÍsliði MA, komu að máli við Ölmu vegna erfiðra samskipta Eyrúnar Bjargar við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ en það kom í hennar hlut að vera í samskiptum við þá.

„Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan“. Annað dæmi um kvenfyrirlitningu og beinlínis kynferðislega áreitni voru samskipti sem fóru fram á Facebook og Eyrún Björg gaf mér heimild til að vitna til. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook.“

Liðsmenn MÍ notuðust við þennan tilbúna aðgang til að eiga í samskiptum við Eyrúnu Björgu í svokölluðum samningaviðræðum. Venja er að lið sem eigast við í keppninni semji sín á milli fyrir viðureignir, t.d. hvenær þær fær fara fram og fleira. Sem dæmi um umrædd samskipti Eyrúnar Bjargar og liðsmanna MÍ á Facebook þá spyr hún: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Þeir svara „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Þegar rætt var um að draga um umræðuefni var svar liðsmanna MÍ; „Ég væri samt alveg til í drátt ;)"

Þá fékk Eyrún Björg einnig boð um að „líka“ síðuna „sex positions“ á Facebook og tvær myndir af liðsstjóra MÍ, að því er virtist ekki í neinum fötum, voru settar inn, annars vegar á vegg Eyrúnar Bjargar á Facebook og í Facebookhópi liðanna. Þá segir í bréfinu: „Misskilningur varð þegar reynt var að semja um tíma til að halda keppnina. Mjög æstir töluðu liðsmenn við Eyrúnu í símann á sunnudagskvöldi og eftir að hafa hringt í húsvörð í MA klukkan 22:00 á sunnudegi hringdu þeir í aftur í hana og sögðu „keppnin verður klukkan átta, sjáumst þá og endilega taktu fjölskylduna þín með þér!" og svo var skellt á.“

Alma taldi ástæðu til að gera athugasemd við þessi samskipti og hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ, Hildi Halldórsdóttur, vegna málsins. Hildur tók strax á málinu og í kjölfarið hafði þjálfari liðs MÍ samband við Eyrúnu Björgu og baðst afsökunar á framkomu sinna manna. Eyrún Björg tók afsökunarbeiðnina til greina en bar þó kvíðboga fyrir keppninni. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa". Ég var mjög kvíðin alla vikuna yfir því hvaða skít þeir myndu nú ausa yfir okkur á keppninni en það var ekki fyrr en þeir sögðu mér að taka fjölskylduna mína með á keppnina að mér fannst ég eiga von á einhverju hræðilegu, þetta hljómaði eins og hálfgerð hótun, hvernig þeir hreyttu þessu í mig“.

Samskiptin breyttust á betri veg eftir aðkomu Hildar aðstoðarskólameistara að málinu og stóðu liðsmenn MA og skólastjórnendur í þeirri trú að ekki yrði framhald á þeirri áreitni sem Eyrún Björg varð fyrir. „Annað kom þó á daginn í keppninni þar sem liðsmenn tóku aftur upp þráðinn með liðsstjórann fremstan í flokki sem vitnaði óspart til ferðar sinnar á hátíðina Eistnaflug sem vill svo til að haldin er í heimabæ Eyrúnar Bjargar, á Neskaupsstað.“ Talin eru upp nokkur dæmi í bréfinu um ummæli sem liðsmenn Morfís liðs MÍ létu falla:

Liðsstjóri MÍ: „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar.“

Eftirfarandi er upplifun Eyrúnar Bjargar af keppninni: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“

Blaðamaður BB heyrði í Eyrúnu Björgu vegna málsins. Hún segir að þegar liðstjóri MÍ hafi farið fyrstur í pontu til að kynna liðið hafi henni verið allri lokið. „Hlutverk hans er ekki að fara inn á umræðuefni heldur bara að kynna liðið og ræður hann í raun hvað hann segir og hvað hann talar lengi. Hann er heldur ekki dæmdur, bara þeir sem á eftir koma. Það virtist síðan vera einhvers konar þema hjá öðrum liðsmönnum að vísa í ræðuna hans.“

Í bréfinu til stjórnar MORFÍs segist Alma taka heils hugar undir orð Eyrúnar Bjargar, svona framkomu eigi ekki að líðast. „Að mínu mati er hér um grófa áreitni að ræða og fer ég því fram á að liðsmenn MORFÍsliðs MÍ biðji Eyrúnu Björgu skriflega afsökunar á framkomu sinni. Einnig finnst mér ærið tilefni til að liðið sendi formlega afsökunarbeiðni sem hægt er að birta á vef MA og MÍ.“

Eyrún Björg segir að einn úr liði MÍ haft samband við hana í gær eftir að málið hafið borist inn á borð skólastjórnenda MÍ. „Þeir spurðu mig á Facebook hvort mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir að það yrði kvartað og hvort okkur finndist þetta nauðsynlegt, byggt á því að við hefðum unnið keppnina. En ég svaraði því þannig að nei, mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir kvörtunina því að svona svívirðing ætti ekki að líðast. Bréfið er ekki tilkomið vegna hefnigirni af neinu tagi. Oftar en ekki er svona klæmni liðin í garð kynsystra minna. Samfélagið leyfir alveg ótrúlega hluti og þá sérstaklega gagnvart stelpum og konum, við lifum á 21. öldinni og við ættum að vera hætt þessu rugli.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki á samband við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ, að undanskildum einum sem ekki vildi tjá sig um málið. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari MÍ vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu að öðru leiti en því að verið væri að vinna í málinu.

harpa@bb.is

bb.is | 03.09.15 | 11:48 Að tala við börn um stríð

Mynd með frétt Á vef unicef eru góð ráð til þess að útskýra fyrir börnum hvað er um að vera í veröldinni í dag. Það hefur eflaust farið fram hjá fáum hve mikið hefur verið fjallað um menn, konur og börn sem eru að ...
Meira

bb.is | 03.09.15 | 07:53Körfuboltinn að komast í fullan gang

Mynd með fréttHinn árlegi Körfuboltadagur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn næstkomandi laugardag en dagurinn markar upphaf vetrartímabilsins í yngri flokkum félagsins. Þar gefst krökkum á öllum aldri tækifæri til að kynna sér körfuboltaíþróttina, fara í skemmtilega leiki, spreyta sig á boltastöðvum og fá upplýsingar ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 16:56Sundæfingar að hefjast hjá Vestra

Mynd með fréttVetrarstarf íþróttafélagana er nú óðum að hefjast og deildirnar að gefa út æfingatíma og upplýsa um þjálfara. Það er um margt að velja og engin þörf á að hanga heima yfir tölvunni, allir ættu að geta fundið íþrótt við hæfi. Sundfélagið ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 14:50Alvarleg bilun hjá Mílu

Mynd með fréttBilun kom upp í búnaði Mílu Ísafirði í gær sem hafði áhrif á gagnaflutning milli Ísafjarðar og Búðardals og leiddi það þess að tengingar voru úti í marga klukkutíma á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Sömuleiðis voru truflanir á sambandi ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 11:53Góð nýnemavika að baki

Mynd með fréttÞað má segja að nýnemavikan í menntaskólanum hafi verið með öðru móti síðustu tvö ár en árin og áratugina þar á undan. Meðal annars sló nemendafélag skólans upp grillveislu og farið var í svokallaða nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 10:18Ný heimasíða Grunnskólans á Suðureyri

Mynd með fréttNý heimasíða var opnuð fyrir Grunnskólann á Suðureyri þann 1. september og mun hún bæta upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Nýja síðan er mjög aðgengileg og geta menn nálgast allar upplýsingar hvort sem þær snúa að náminu eða starfinu innan skólans, ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 09:02Næg atvinna á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttTálknfirðingar standa frammi fyrir uppsögnum á stærsta vinnustað þorpsins eftir að öllum starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp í gær, alls 26 manns. Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), telur mikilvægara en nokkru sinni að hlutaðeigandi aðilar á svæðinu, bæði á ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 07:51Lífvirkni í vörum frá Villimey

Mynd með fréttFyrirtækið Villimey slf framleiðir lífrænt vottaðar vörur úr íslenskum jurtum sem vaxa í villtri náttúru Vestfjarða. Vörur Villimeyjar komu á markað í ágúst 2005 og hefur framleiðsla, sem fer fram á Tálknafirði, farið vaxandi undanfarin ár. Undanfarna mánuði hafa jurtavörur sem ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 16:55Nýtt fyrirtæki á Flateyri

Mynd með fréttÚlfar Önundarson hefur nú tekið húsnæði Valþjófs á Flateyri til leigu og hyggst opna þar salthreinsistöð. Hráefnisöflun ætti að vera frekar einföld því í næsta húsi var Fiskvinnsla Flateyrar að opna og þar verður eingöngu unnið í salt. Úlfar mun ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 15:49Siglufjarðarflóðin falla undir viðlagatryggingu ólíkt Ísafjarðarflóðunum

Mynd með fréttMatsmenn frá Viðlagatryggingu Íslands eru komnir til Siglufjarðar að meta tjón á fasteignum og fráveitukerfi bæjarins. Aurskriður féllu á hús og Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og inn í hús á eyrinni, bæði íbúðarhús og aðrar fasteignir. Viðlagatrygging ætlar ekki ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli