Frétt

bb.is | 14.02.2014 | 13:02Kvartað yfir framkomu ræðuliðs MÍ í MORFÍs keppninni

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur sent stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna formlega kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, formanni málfundarfélagsins Hugins, en hún er í liði MA í MORFÍs keppninni. Í lögum MORFÍs segir meðal annars að hlutverk stjórnar sé að sjá til þess að keppnin fari fram með tilhlýðilegum hætti ár hvert. Að mati Ölmu var raunin ekki sú í keppni MA og MÍ og var það mat rökstutt í bréfinu. Þar er atburðarrásins rakin, allt frá mánudeginum 3. febrúar þegar þær Eyrún Björg Guðmundsdóttir og Sólveig Rán Stefánsdóttir, sem einnig er í MORFÍsliði MA, komu að máli við Ölmu vegna erfiðra samskipta Eyrúnar Bjargar við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ en það kom í hennar hlut að vera í samskiptum við þá.

„Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan“. Annað dæmi um kvenfyrirlitningu og beinlínis kynferðislega áreitni voru samskipti sem fóru fram á Facebook og Eyrún Björg gaf mér heimild til að vitna til. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook.“

Liðsmenn MÍ notuðust við þennan tilbúna aðgang til að eiga í samskiptum við Eyrúnu Björgu í svokölluðum samningaviðræðum. Venja er að lið sem eigast við í keppninni semji sín á milli fyrir viðureignir, t.d. hvenær þær fær fara fram og fleira. Sem dæmi um umrædd samskipti Eyrúnar Bjargar og liðsmanna MÍ á Facebook þá spyr hún: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Þeir svara „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Þegar rætt var um að draga um umræðuefni var svar liðsmanna MÍ; „Ég væri samt alveg til í drátt ;)"

Þá fékk Eyrún Björg einnig boð um að „líka“ síðuna „sex positions“ á Facebook og tvær myndir af liðsstjóra MÍ, að því er virtist ekki í neinum fötum, voru settar inn, annars vegar á vegg Eyrúnar Bjargar á Facebook og í Facebookhópi liðanna. Þá segir í bréfinu: „Misskilningur varð þegar reynt var að semja um tíma til að halda keppnina. Mjög æstir töluðu liðsmenn við Eyrúnu í símann á sunnudagskvöldi og eftir að hafa hringt í húsvörð í MA klukkan 22:00 á sunnudegi hringdu þeir í aftur í hana og sögðu „keppnin verður klukkan átta, sjáumst þá og endilega taktu fjölskylduna þín með þér!" og svo var skellt á.“

Alma taldi ástæðu til að gera athugasemd við þessi samskipti og hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ, Hildi Halldórsdóttur, vegna málsins. Hildur tók strax á málinu og í kjölfarið hafði þjálfari liðs MÍ samband við Eyrúnu Björgu og baðst afsökunar á framkomu sinna manna. Eyrún Björg tók afsökunarbeiðnina til greina en bar þó kvíðboga fyrir keppninni. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa". Ég var mjög kvíðin alla vikuna yfir því hvaða skít þeir myndu nú ausa yfir okkur á keppninni en það var ekki fyrr en þeir sögðu mér að taka fjölskylduna mína með á keppnina að mér fannst ég eiga von á einhverju hræðilegu, þetta hljómaði eins og hálfgerð hótun, hvernig þeir hreyttu þessu í mig“.

Samskiptin breyttust á betri veg eftir aðkomu Hildar aðstoðarskólameistara að málinu og stóðu liðsmenn MA og skólastjórnendur í þeirri trú að ekki yrði framhald á þeirri áreitni sem Eyrún Björg varð fyrir. „Annað kom þó á daginn í keppninni þar sem liðsmenn tóku aftur upp þráðinn með liðsstjórann fremstan í flokki sem vitnaði óspart til ferðar sinnar á hátíðina Eistnaflug sem vill svo til að haldin er í heimabæ Eyrúnar Bjargar, á Neskaupsstað.“ Talin eru upp nokkur dæmi í bréfinu um ummæli sem liðsmenn Morfís liðs MÍ létu falla:

Liðsstjóri MÍ: „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar.“

Eftirfarandi er upplifun Eyrúnar Bjargar af keppninni: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“

Blaðamaður BB heyrði í Eyrúnu Björgu vegna málsins. Hún segir að þegar liðstjóri MÍ hafi farið fyrstur í pontu til að kynna liðið hafi henni verið allri lokið. „Hlutverk hans er ekki að fara inn á umræðuefni heldur bara að kynna liðið og ræður hann í raun hvað hann segir og hvað hann talar lengi. Hann er heldur ekki dæmdur, bara þeir sem á eftir koma. Það virtist síðan vera einhvers konar þema hjá öðrum liðsmönnum að vísa í ræðuna hans.“

Í bréfinu til stjórnar MORFÍs segist Alma taka heils hugar undir orð Eyrúnar Bjargar, svona framkomu eigi ekki að líðast. „Að mínu mati er hér um grófa áreitni að ræða og fer ég því fram á að liðsmenn MORFÍsliðs MÍ biðji Eyrúnu Björgu skriflega afsökunar á framkomu sinni. Einnig finnst mér ærið tilefni til að liðið sendi formlega afsökunarbeiðni sem hægt er að birta á vef MA og MÍ.“

Eyrún Björg segir að einn úr liði MÍ haft samband við hana í gær eftir að málið hafið borist inn á borð skólastjórnenda MÍ. „Þeir spurðu mig á Facebook hvort mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir að það yrði kvartað og hvort okkur finndist þetta nauðsynlegt, byggt á því að við hefðum unnið keppnina. En ég svaraði því þannig að nei, mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir kvörtunina því að svona svívirðing ætti ekki að líðast. Bréfið er ekki tilkomið vegna hefnigirni af neinu tagi. Oftar en ekki er svona klæmni liðin í garð kynsystra minna. Samfélagið leyfir alveg ótrúlega hluti og þá sérstaklega gagnvart stelpum og konum, við lifum á 21. öldinni og við ættum að vera hætt þessu rugli.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki á samband við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ, að undanskildum einum sem ekki vildi tjá sig um málið. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari MÍ vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu að öðru leiti en því að verið væri að vinna í málinu.

harpa@bb.is

bb.is | 23.05.15 | 20:48 Hættir formennsku eftir fyrsta áratug Háskólasetursins

Mynd með frétt Halldór Halldórsson úr Ögri við Ísafjarðardjúp, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lét í gær af starfi stjórnarformanns Háskólaseturs Vestfjarða, sem hann hefur gegnt frá stofnun þess fyrir liðlega tíu árum. Meðal fyrstu verka fyrstu stjórnarinnar var ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 16:46Kunna best við sig í drullunni

Mynd með fréttUndirbúningur er hafinn fyrir Mýrarboltann 2015. „Frost er loks farið úr jörðu og farið að þiðna á keppnisvöllunum og þegar við sjáum fallega drullu koma undan snjónum þá lifnar við okkur. Það er bara komið sumar held ég. Það er búið ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 14:51Fitusýrur í bolvíska lýsinu rannsakaðar

Mynd með fréttTrue Westfjords í Bolungarvík og Matís hafa fengið úthlutað verkefnastyrk úr Tæknirannsóknasjóði. Dr. Ragnar Jóhannsson efnafræðingur segir verkefnið fyrst og fremst lúta að svokölluðum furan fitusýrum. „True Westfjords er að framleiða fersklýsi sem er unnið í ferli sem er kalt, aldrei ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 13:01Skortur á stefnumörkun í sjókvíaeldi

Mynd með fréttSkipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar segir afleitt að stjórnvöld hafi ekki markað sér stefnumörkun um sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum á 7000 tonna viðbótarframleiðslu á laxi í Arnarfirði á vegum Arnarlax. Nefndin ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 10:58Næg störf í boði

Mynd með fréttFjölmörg störf eru í boði í Strandabyggð samkvæmt upplýsingum á vefsíðu sveitarfélagsins. Nokkrar stöður eru lausar við leikskólann Lækjarbrekku og grunnskólann á Hólmavík, m.a. 100% stöðu deildarstjóra við leikskólann, og stöður tónlistarkennara, tungmálakennara, raungreinakennara og stöður stuðningsfulltrúa við grunnskólanns. Þá er ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 09:28Útskrift á morgun – fækkun iðnnema áhyggjuefni

Mynd með fréttFimmtíu og fimm nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði á morgun. Aðspurður hvað standi upp úr starfi vetrarins segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ það vera skipstjórnarnámið sem hófst í haust og svo undirbúning fyrir styttingu náms til stúdentsprófs. „Við höfum ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 07:59Tjón vegna vatnsleka 2,4 milljarðar

Mynd með fréttVatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam vel á þriðja milljarði króna á síðasta ári og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum. Heildarfjöldi tilvika er 7.387 eða að meðaltali 20 á degi hverjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannvirkjastofnun. Þar ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 16:47Heimkomuhátið, 3X og HG tilnefnd til hvatningaverðlauna

Mynd með fréttSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa opinberað tilnefningar til hvatningarverðlaun SDS. Verðlaunin voru fyrst veitt á stofnfundi samtakanna í október og verða veitt í annað sinn á aðalfundi 29. maí. Vestfirðingar koma við sögu í þremur af fimm tilnefningum. Það eru ofurkælingaverkefni ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 14:52Dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Mynd með fréttHéraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi sem lögregla fann í húsleit á heimili og vinnustað hans. Efnið var vistað á hörðum diskum, DVD diskum og minnislyklum. Maðurinn er dæmdur í 15 mánaða fangelsi en 12 mánuðir ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 13:02Arctic Fish með nýja seiðaeldisstöð fyrir lax í Tálknafirði

Mynd með fréttArctic Fish er að undirbúa að taka í gagnið nýja seiðaeldisstöð fyrir laxfiska í botni Tálknafjarðar og segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið, þetta vera fyrstu nýbyggingu í seiðaeldisstöð á Íslandi í næstum 30 ár. „Mikil uppbygging hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli