Frétt

bb.is | 14.02.2014 | 13:02Kvartað yfir framkomu ræðuliðs MÍ í MORFÍs keppninni

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur sent stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna formlega kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, formanni málfundarfélagsins Hugins, en hún er í liði MA í MORFÍs keppninni. Í lögum MORFÍs segir meðal annars að hlutverk stjórnar sé að sjá til þess að keppnin fari fram með tilhlýðilegum hætti ár hvert. Að mati Ölmu var raunin ekki sú í keppni MA og MÍ og var það mat rökstutt í bréfinu. Þar er atburðarrásins rakin, allt frá mánudeginum 3. febrúar þegar þær Eyrún Björg Guðmundsdóttir og Sólveig Rán Stefánsdóttir, sem einnig er í MORFÍsliði MA, komu að máli við Ölmu vegna erfiðra samskipta Eyrúnar Bjargar við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ en það kom í hennar hlut að vera í samskiptum við þá.

„Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan“. Annað dæmi um kvenfyrirlitningu og beinlínis kynferðislega áreitni voru samskipti sem fóru fram á Facebook og Eyrún Björg gaf mér heimild til að vitna til. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook.“

Liðsmenn MÍ notuðust við þennan tilbúna aðgang til að eiga í samskiptum við Eyrúnu Björgu í svokölluðum samningaviðræðum. Venja er að lið sem eigast við í keppninni semji sín á milli fyrir viðureignir, t.d. hvenær þær fær fara fram og fleira. Sem dæmi um umrædd samskipti Eyrúnar Bjargar og liðsmanna MÍ á Facebook þá spyr hún: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Þeir svara „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Þegar rætt var um að draga um umræðuefni var svar liðsmanna MÍ; „Ég væri samt alveg til í drátt ;)"

Þá fékk Eyrún Björg einnig boð um að „líka“ síðuna „sex positions“ á Facebook og tvær myndir af liðsstjóra MÍ, að því er virtist ekki í neinum fötum, voru settar inn, annars vegar á vegg Eyrúnar Bjargar á Facebook og í Facebookhópi liðanna. Þá segir í bréfinu: „Misskilningur varð þegar reynt var að semja um tíma til að halda keppnina. Mjög æstir töluðu liðsmenn við Eyrúnu í símann á sunnudagskvöldi og eftir að hafa hringt í húsvörð í MA klukkan 22:00 á sunnudegi hringdu þeir í aftur í hana og sögðu „keppnin verður klukkan átta, sjáumst þá og endilega taktu fjölskylduna þín með þér!" og svo var skellt á.“

Alma taldi ástæðu til að gera athugasemd við þessi samskipti og hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ, Hildi Halldórsdóttur, vegna málsins. Hildur tók strax á málinu og í kjölfarið hafði þjálfari liðs MÍ samband við Eyrúnu Björgu og baðst afsökunar á framkomu sinna manna. Eyrún Björg tók afsökunarbeiðnina til greina en bar þó kvíðboga fyrir keppninni. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa". Ég var mjög kvíðin alla vikuna yfir því hvaða skít þeir myndu nú ausa yfir okkur á keppninni en það var ekki fyrr en þeir sögðu mér að taka fjölskylduna mína með á keppnina að mér fannst ég eiga von á einhverju hræðilegu, þetta hljómaði eins og hálfgerð hótun, hvernig þeir hreyttu þessu í mig“.

Samskiptin breyttust á betri veg eftir aðkomu Hildar aðstoðarskólameistara að málinu og stóðu liðsmenn MA og skólastjórnendur í þeirri trú að ekki yrði framhald á þeirri áreitni sem Eyrún Björg varð fyrir. „Annað kom þó á daginn í keppninni þar sem liðsmenn tóku aftur upp þráðinn með liðsstjórann fremstan í flokki sem vitnaði óspart til ferðar sinnar á hátíðina Eistnaflug sem vill svo til að haldin er í heimabæ Eyrúnar Bjargar, á Neskaupsstað.“ Talin eru upp nokkur dæmi í bréfinu um ummæli sem liðsmenn Morfís liðs MÍ létu falla:

Liðsstjóri MÍ: „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar.“

Eftirfarandi er upplifun Eyrúnar Bjargar af keppninni: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“

Blaðamaður BB heyrði í Eyrúnu Björgu vegna málsins. Hún segir að þegar liðstjóri MÍ hafi farið fyrstur í pontu til að kynna liðið hafi henni verið allri lokið. „Hlutverk hans er ekki að fara inn á umræðuefni heldur bara að kynna liðið og ræður hann í raun hvað hann segir og hvað hann talar lengi. Hann er heldur ekki dæmdur, bara þeir sem á eftir koma. Það virtist síðan vera einhvers konar þema hjá öðrum liðsmönnum að vísa í ræðuna hans.“

Í bréfinu til stjórnar MORFÍs segist Alma taka heils hugar undir orð Eyrúnar Bjargar, svona framkomu eigi ekki að líðast. „Að mínu mati er hér um grófa áreitni að ræða og fer ég því fram á að liðsmenn MORFÍsliðs MÍ biðji Eyrúnu Björgu skriflega afsökunar á framkomu sinni. Einnig finnst mér ærið tilefni til að liðið sendi formlega afsökunarbeiðni sem hægt er að birta á vef MA og MÍ.“

Eyrún Björg segir að einn úr liði MÍ haft samband við hana í gær eftir að málið hafið borist inn á borð skólastjórnenda MÍ. „Þeir spurðu mig á Facebook hvort mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir að það yrði kvartað og hvort okkur finndist þetta nauðsynlegt, byggt á því að við hefðum unnið keppnina. En ég svaraði því þannig að nei, mér hefði ekki dottið í hug að koma í veg fyrir kvörtunina því að svona svívirðing ætti ekki að líðast. Bréfið er ekki tilkomið vegna hefnigirni af neinu tagi. Oftar en ekki er svona klæmni liðin í garð kynsystra minna. Samfélagið leyfir alveg ótrúlega hluti og þá sérstaklega gagnvart stelpum og konum, við lifum á 21. öldinni og við ættum að vera hætt þessu rugli.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki á samband við liðsmenn MORFÍsliðs MÍ, að undanskildum einum sem ekki vildi tjá sig um málið. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari MÍ vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu að öðru leiti en því að verið væri að vinna í málinu.

harpa@bb.is

bb.is | 29.06.16 | 16:49 Dýrafjarðardagar um helgina

Mynd með frétt Hin árlega gleði- og bæjarhátíð Dýrafjarðardagar verður haldin um helgi komandi, dagana 1.-3.júlí. Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi líkt og undanfarin ár. Börnin geta farið í hoppikastala, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu og á laugardeginum keppt í ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 15:50Langadalsá: Besta byrjun í 20 ár

Mynd með fréttVeiðitímabilið í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi hófst þann 24. júní síðastliðinn og í fyrsta holli, sem stóð í tvo daga, komu á land 13 laxar á þrjár stangir, sem ku vera besta byrjun frá árinu 1996. Samkvæmt Aroni Jóhannessyni sem heldur úti ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 14:50Trúir þessu varla ennþá

Mynd með frétt„Ég er ótrúlega spennt, þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri, eitthvað sem ég hefði ekki trúað að gæti gerst," segir Vestfirðingurinn og söngkonan Anna Þuríður Sigurðardóttir en útgáfutónleikar hennar og Björns Thoroddsen gítar snillings fara fram í Félagsheimili Bolungarvíkur á ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 13:23„Hef öðlast ómetanlega reynslu“

Mynd með fréttElías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, lætur af störfum á morgun og á fundi bæjarstjórnar í gær var ósk hans eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa frá sama tíma og út kjörtímabilið samþykkt. Tekur hann við starfi orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða á föstudaginn. Elías hefur ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 11:52Telja vinnubrögð óásættanleg

Mynd með fréttMáttur manna og meyja, M-listi í Bolungarvík, telja vinnubrögð vegna útgjalda við framkvæmdir þjónustumiðstöðvar bæjarins við Aðalstræti óásættanleg. Bæjarfulltrúar M-lista lögðu fram bókun þess efnis á bæjarstjórnarfundi í gær. Útgjöld vegna framkvæmda nema 16 milljónum króna og eru til afgreiðslu með ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 10:54Auðlindaferðaþjónusta kortlögð

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í ósk Ferðamálastofu eftir samstarfi um kortlagningu auðlindaferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Fyrsti áfangi verksins var unninn árið 2014, þar sem um 350 manns liðsinntu við að meta um 5.000 staði um allt land. Megintilgangurinn var að skráningin ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 09:5216 ára í framhaldsskóla fæstir á Vestfjörðum

Mynd með fréttSextán ára unglingar sem sóttu framhaldsskóla haustið 2014 voru hlutfallslega fæstir á Vestfjörðum eða 92,8% en hlutfallslega flestir á Norðurlandi vestra eða 100%, samkvæmt nýrri skýrslu Hagstofu Íslands um skólasókn. Á landsvísu sóttu 95,4% 16 ára unglinga framhaldsskóla haustið 2014, ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 08:55Samstarf um verndun friðlands

Mynd með fréttUmhverfisstofnun vinnur nú að því að gera samkomulag við rekstraraðila innan friðlýstra svæða sem eru í umsjón stofnunarinnar en samkomulagið felst í því að vinna sameiginlega að verndun svæðanna. Þetta kemur fram á vef UST. Fyrsti samningurinn var gerður við Hótel ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 07:47Sjómenn gera nýjan kjarasamning

Mynd með fréttAtkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sjómanna hefst í byrjun júlí en henni mun ljúka 8. ágúst, að því er fram kemur á vef ASÍ. Kjarasamningurinn er framlenging af núgildandi samningi með þeim breytingum að kauptrygging hækkar frá 1. júní um 23% og ...
Meira

bb.is | 28.06.16 | 16:44Vilborg á heimaslóðum á Dýrafjarðardögum

Mynd með fréttVilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur sækir æskuslóðirnar heim um Dýrafjarðardagana. Mun hún þar flytja tvo fyrirlestra, annan um sögur hennar af landnámskonunni Auði djúpúðgu og hinn um bók hennar Ástin, drekinn og dauðinn. Vilborg hefur sent frá sér sjö sögulegar skáldsögur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli