Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 26.02.15 | 16:46 Leiða leitað til að lækka flugfargjöld innanlands

Mynd með frétt Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að kanna opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð hefur skilað skýrslu sinni. Í niðurstöðum er bent á, að niðurfelling farþega- og lendingargjalda, svo og niðurfelling virðisaukaskatts á aðföngum ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 14:52Rýmingar í gildi til morguns

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að halda þeim rýmingum sem eru í gangi á Patreksfirði og Tálknafirði vegna snjóflóðahættu fram á morgundaginn. Davíð Rúnar Gunnarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Patreksfirði, segir að rofað hafi til á Patreksfirði í morgun og sést vel til ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 13:02Leggst gegn frumvarpi um náttúrupassa

Mynd með fréttAtvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggst gegn því að frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrpassa verði samþykkt óbreytt. Í umsögn um frumvarpið kemur fram að nefndin telji að með tilliti til þeirra sjónarmiða sem koma fram í greinargerð með frumvarpinu, sé eðlilegast að því ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 10:55Nýr maður í Einarshúsi í sumar

Mynd með fréttEyvindur Atli Ásvaldsson, 24 ára bóndasonur hefur tekið við sem matreiðslumaður og rekstraraðili Einarshúss í Bolungarvík sem er í eigu hjónanna Rögnu Magnúsdóttur og Jóns Bjarna Geirssonar. „Ég ákvað að verða kokkur þegar ég var lítill því ég hef alltaf haft ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 09:24Að mestu búinn að ná úr sér sjómennskunni

Mynd með fréttGunnar Gaukur Magnússon véltæknifræðingur á Ytri-Veðrará í Önundarfirði á sér ekki mörg áhugamál í tómstundum þó að stundum bregði hann sér á hestbak. Tómstundirnar eru fáar og helsta áhugamál hans er og hefur um langt árabil verið vinnan að undirbúningi Hvalárvirkjunar ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 07:50Brýnt að auðlindin verði þjóðareign

Mynd með fréttÞað dregur úr hvatanum til að ganga vel um sjávarauðlindina þegar óvissa ríkir um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, að mati Daða Más Kristóferssonar, dósents í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að ágreiningurinn um frumvarpið sé hins vegar svo mikill að ekki verði ...
Meira

bb.is | 25.02.15 | 16:45Kanna möguleika á ljósátuveiðum

Mynd með fréttHafrannsóknastofnun og Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. vinna að rannsóknum á stofnstærð ljósátu í Ísafjarðardjúpi. Rannsóknirnar hafa verið styrktar af AVS-sjóðnum. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG, segir að fyrirtækið hafi lagt til bátinn Val ÍS í rannsóknirnar. „Það er verið að ...
Meira

bb.is | 25.02.15 | 14:51Stórt og þarft skref í fjarskiptamálum Vestfjarða

Mynd með fréttRíkiskaup hefur auglýst eftir aðilum til að koma á hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Í dag eru Vestfirðir tengdir landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðaratengingu. Í ágúst í fyrra sáust berlega takmarkanir kerfisins þegar bilun í búnaði á Barðaströnd olli því að stórir ...
Meira

bb.is | 25.02.15 | 13:01Eldisleyfi í Fossfirði breytt

Mynd með fréttUmhverfisstofnun hefur ákveðið að gera breytingu á starfsleyfi fyrir Fjarðalax í Fossfirði í Arnarfirði. Forsaga málsins er sú að vegna eldisaðferða hjá fyrirtækinu óskaði það eftir því að framleiðsluheimild yrði jafnað á þriggja ára tímabil. Sú ákvörðun var tekin að verða ...
Meira

bb.is | 25.02.15 | 10:54Vill að gerð verði heimildamynd um verklag í Skáleyjum

Mynd með fréttMálþing þar sem fjallað var um menningar- og söguferðaþjónustu á Vestfjörðum fór fram á Ísafirði um síðustu helgi. Margt góðra gesta mætti til málþingsins, m.a. Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum á Breiðafirði (Jói í Skáleyjum). Fjölskylda Jóhannesar hefur búið í Skáleyjum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli