Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 20.08.14 | 16:49 Busavígslur eru ofbeldi, segir skólameistari

Mynd með frétt Busavígslur í framhaldsskólum hafa sætt stöðugt meiri gagnrýni ár frá ári. í Fréttablaðinu í dag segir Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands, að hann vilji að hinar hefðbundnu busavígslur leggist af. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að stjórnendur ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 14:47Kynþroski eldislaxins alvarlegastur

Mynd með fréttAlvarlegast við eldislaxinn sem slapp úr kvíum Fjarðalax í Patreksfirði er að samkvæmt rannsókn Veiðimálastofnunar sýndu laxarnir sem voru rannsakaðir merki þess að þeir væru kynþroska og gætu því hrygnt og blandast villtum stofnum. Engar laxveiðiár eru í Patreksfirði. Laxarnir sluppu ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 13:04Skólaball með Trap í Krúsinni

Mynd með fréttSkólahljómsveitin Trap spilar á balli í Krúsinni á Ísafirði laugardagskvöldið 6. september. Trap var skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði veturinn 1968-69. „Þetta verður sama gamla og góða prógrammið og við vorum með þegar við vorum skólahljómsveit á Ísafirði,“ segir Rúnar Þór ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 10:5480 ára afmæli rækjuiðnaðarins á Ísafirði 2016

Mynd með fréttJóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði, hefur viðrað þá hugmynd við Ísafjarðarbæ að minnast 80 ára afmælis rækjuiðnaðarins á Ísafirði á einhvern hátt. „Árið 1936 hófst niðursuða á rækju á Ísafirði, sem lagði grunninn að þeim mikla rækjuiðnaði sem hér ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 09:13Skilaboð Vestfirðinga til ráðherra voru skýr

Mynd með fréttRagnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðaðist um Vestfirði í síðustu viku, heimsótti fjölda fyrirtækja og fundaði með sveitarstjórnum. „Það dylst engum sú mikla uppbygging og sóknarhugur sem á sér stað á Vestfjörðum, sér í lagi hvað varðar fiskeldi og ferðaþjónustu. ...
Meira

bb.is | 20.08.14 | 07:41Nýr svæðisstjóri RÚV verður á Akureyri

Mynd með fréttVinna við endurskipulagningu, þróun og uppbyggingu til framtíðar á starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins er hafin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýr svæðisstjóri RÚVAK (Ríkisútvarpið á Akureyri) leiðir breytingarnar sem eru framundan. Í tilkynningunni segir að starf svæðisstjóra, ...
Meira

bb.is | 19.08.14 | 16:49„Skyndilega missi ég alla fótfestu“

Mynd með frétt„Stundum er sagt að engu sé líkara en að jörðin hafi gleypt einhvern – svona eins og til þess að leggja áherslu á hversu óhugsandi það sé að annað eins geti gerst. En jörðin getur gleypt fólk,“ segir Ólína Þorvarðardóttir björgunarsveitarkona ...
Meira

bb.is | 19.08.14 | 14:48Bæjarstjóri fagnar gagnrýni á virkjanaáform

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að umsókn Orkubús Vestfjarða um að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni í Mjólkárvirkjun verði tekið með opnum huga. Orkubúið hefur sótt um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar þar að lútandi. Fram hefur komið að veitan minnkar vatnsmagn ...
Meira

bb.is | 19.08.14 | 13:03Segir laxeldið tifandi tímasprengju

Mynd með fréttOrri Vigfússon hefur óskað eftir því fyrir hönd NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, að tafarlaust verði gerð óháð rannsókn á fiskeldi á Vestfjörðum. Tilefnið eru slysasleppingar í Patreksfirði í fyrravetur og staðfesting Veiðimálastofnunar að lax sem veiddist inni í botni Patreksfjarðar í ...
Meira

bb.is | 19.08.14 | 10:57Jafnaðarkaup ekki til samkvæmt kjarasamningum

Mynd með frétt„Fyrir mánaðamót var ég með eitt mál og tvö önnur á leiðinni varðandi hugsanleg brot á starfsfólki í ferða- og veitingageiranum,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, aðspurður hvort slík mál hafi borist inn á borð félagsins. Mikil umræða hefur verið ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli