Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 23.05.15 | 20:48 Hættir formennsku eftir fyrsta áratug Háskólasetursins

Mynd með frétt Halldór Halldórsson úr Ögri við Ísafjarðardjúp, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lét í gær af starfi stjórnarformanns Háskólaseturs Vestfjarða, sem hann hefur gegnt frá stofnun þess fyrir liðlega tíu árum. Meðal fyrstu verka fyrstu stjórnarinnar var ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 16:46Kunna best við sig í drullunni

Mynd með fréttUndirbúningur er hafinn fyrir Mýrarboltann 2015. „Frost er loks farið úr jörðu og farið að þiðna á keppnisvöllunum og þegar við sjáum fallega drullu koma undan snjónum þá lifnar við okkur. Það er bara komið sumar held ég. Það er búið ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 14:51Fitusýrur í bolvíska lýsinu rannsakaðar

Mynd með fréttTrue Westfjords í Bolungarvík og Matís hafa fengið úthlutað verkefnastyrk úr Tæknirannsóknasjóði. Dr. Ragnar Jóhannsson efnafræðingur segir verkefnið fyrst og fremst lúta að svokölluðum furan fitusýrum. „True Westfjords er að framleiða fersklýsi sem er unnið í ferli sem er kalt, aldrei ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 13:01Skortur á stefnumörkun í sjókvíaeldi

Mynd með fréttSkipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar segir afleitt að stjórnvöld hafi ekki markað sér stefnumörkun um sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum á 7000 tonna viðbótarframleiðslu á laxi í Arnarfirði á vegum Arnarlax. Nefndin ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 10:58Næg störf í boði

Mynd með fréttFjölmörg störf eru í boði í Strandabyggð samkvæmt upplýsingum á vefsíðu sveitarfélagsins. Nokkrar stöður eru lausar við leikskólann Lækjarbrekku og grunnskólann á Hólmavík, m.a. 100% stöðu deildarstjóra við leikskólann, og stöður tónlistarkennara, tungmálakennara, raungreinakennara og stöður stuðningsfulltrúa við grunnskólanns. Þá er ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 09:28Útskrift á morgun – fækkun iðnnema áhyggjuefni

Mynd með fréttFimmtíu og fimm nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði á morgun. Aðspurður hvað standi upp úr starfi vetrarins segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ það vera skipstjórnarnámið sem hófst í haust og svo undirbúning fyrir styttingu náms til stúdentsprófs. „Við höfum ...
Meira

bb.is | 22.05.15 | 07:59Tjón vegna vatnsleka 2,4 milljarðar

Mynd með fréttVatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam vel á þriðja milljarði króna á síðasta ári og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum. Heildarfjöldi tilvika er 7.387 eða að meðaltali 20 á degi hverjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannvirkjastofnun. Þar ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 16:47Heimkomuhátið, 3X og HG tilnefnd til hvatningaverðlauna

Mynd með fréttSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa opinberað tilnefningar til hvatningarverðlaun SDS. Verðlaunin voru fyrst veitt á stofnfundi samtakanna í október og verða veitt í annað sinn á aðalfundi 29. maí. Vestfirðingar koma við sögu í þremur af fimm tilnefningum. Það eru ofurkælingaverkefni ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 14:52Dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Mynd með fréttHéraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi sem lögregla fann í húsleit á heimili og vinnustað hans. Efnið var vistað á hörðum diskum, DVD diskum og minnislyklum. Maðurinn er dæmdur í 15 mánaða fangelsi en 12 mánuðir ...
Meira

bb.is | 21.05.15 | 13:02Arctic Fish með nýja seiðaeldisstöð fyrir lax í Tálknafirði

Mynd með fréttArctic Fish er að undirbúa að taka í gagnið nýja seiðaeldisstöð fyrir laxfiska í botni Tálknafjarðar og segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið, þetta vera fyrstu nýbyggingu í seiðaeldisstöð á Íslandi í næstum 30 ár. „Mikil uppbygging hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli