Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 16.04.14 | 09:11 Fiskifræðingarnir sjást ekki, spyrja ekki, hringja ekki

Mynd með frétt Það er eins og bátsnafnið og mannsnafnið Guðmundur Einarsson í Bolungarvík renni saman í eitt enda fylgir því nafni mikil aflasæld í huga fólks. Núna er um hálf öld síðan Guðmundur Einarsson byrjaði að fara á sjó; er hann þó aðeins ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 07:35Staða í vatnslónum batnar

Mynd með fréttVatnsbúskapur orkufyrirtækja hefur verið erfiður í vetur og innrennsli í lón afbrigðilegt. Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á afhendingu orku til stórkaupenda, meðal annars til Orkubús Vestfjarða. Kyndikatlar hafa frá því í mars verið keyrðir með dísilolíu. Aukakostnaður Orkubúsins er ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 16:54Prins Póló gefur Fallega smiðnum og AFÉS lag

Mynd með fréttHljómsveitin Prins Póló færði í dag tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður og Fallega smiðnum, einnig þekktur sem Pétur Magnússon, lag að gjöf. Lagið heitir Fallegi smiðurinn og er á breiðskífu Prins Póló sem er væntanleg í búðir í maí. „Ég er ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 14:49Ester Rut hættir í sveitarstjórn

Mynd með fréttSveitarstjórn Súðavíkur hefur veitt Ester Rut Unnsteinsdóttur, forstöðukonu Melrakkaseturs Íslands í Súðavík, lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndarstörfum frá 1. apríl síðastliðnum. Ester Rut segir ástæðuna vera m.a. þá að hún sé að undirbúa doktorsvörn 19. maí og því sé ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 13:02„Laxeldisfyrirtæki ofmeta arðsemi og fjölda starfa“

Mynd með fréttFyrirtæki í laxeldi ofmeta fjölda starfa sem skapast í greininni og ofmeta stórlega mögulega arðsemi í fiskeldi. Þetta kemur fram í grein Lenu Valdimarsdóttur, líffræðings hjá NASF (North Atlantic Salmon Fund) í Morgunblaðinu í dag. NASF samtökin eru oftast kennd við ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 10:56Lenti í ótrúlegu atviki í Bandaríkjunum

Mynd með fréttKristín Örnólfsdóttir, kennari frá Bolungarvík, lenti í ótrúlegu atviki í gær í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en þangað er hún tiltölulega ný flutt ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta er engin stórglæpaborg. En maður getur greinilega lent í ýmsu hvar sem er,“ segir Kristín ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 09:17Tali um að ekki sé til fjármagn vísað til föðurhúsanna

Mynd með frétt„Undirritaðir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmæla því sem komið hefur fram af hálfu Isavia að ekki sé til fjármagn til að laga Þingeyrarflugvöll svo að hann nýtist sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll. Nýlega var opinberað að Isavia hafi verið rekið með 3,2 ...
Meira

bb.is | 15.04.14 | 07:41Vilja kaupa kvóta og vinnslu Vísis

Mynd með fréttÍ ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og ...
Meira

bb.is | 14.04.14 | 16:53Sigurður greiddi atkvæði gegn samningi við Hjallastefnuna

Mynd með fréttBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Hjallastefnuna um yfirtöku á rekstri leikskólans Eyrarskjóls. Sjö af níu bæjarfulltrúum greiddu atkvæði með samningnum. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans sat hjá við afgreiðslu málsins og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í-listans greiddi atkvæði ...
Meira

bb.is | 14.04.14 | 14:48Deiliskipulagstillaga Austurvegar auglýst

Mynd með fréttBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Austurvegar á Ísafirði. Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag lýsti Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi Í-listans ánægju sinni með það að deiluskipulagið skuli vera á leið í auglýsingu. „Þetta hefur verið lengi í deiglunni og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli