Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 30.09.14 | 16:46 Held að við séum orðin nokkuð þekkt

Mynd með frétt „Gangurinn hjá okkur í sumar var mjög góður líkt og undanfarin sumur. Þó kom svolítil lægð meðan heimsmeistaramótið í fótbolta var, eins og allir veitingamenn þekkja, en á móti má segja að sumarið hafi lengst. Strax þegar mótið var búið kom ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 14:51Hvergi kind að sjá

Mynd með frétt„Þetta sumar hefur verið einstaklega hagstætt, hlýtt og gott. Þess vegna áttum við hér um slóðir von á vænu fé og fallegu af fjalli. Leitir hjá okkur á Skjaldfönn eru tvo fyrstu laugardagana í september. Við erum innikróuð af jölulám, annars ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 13:02Illska Eiríks Arnar tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Mynd með fréttSkáldsagan Illska eftir Eirík Örn Norðdahl hefur verið tilefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá hendi Íslendinga, en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2012 sem einstök og mjög spennandi skáldsaga. Illska er stór skáldsaga, í orðsins fyllstu merkingu, rúmlega fimm hundruð blaðsíður og ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 10:52Stýra konur búsetuvali?

Mynd með fréttKjör kvenna og áhugamál þeirra voru áberandi á byggðaráðstefnunni sem haldin var á Patreksfirði 19. og 20. september. Þar var því m.a. haldið fram að skólamál, þjónusta við aldraðra og aðgengi að þjónustu, skiptu konur meira máli en karla. Mariann Villa ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 09:20Misræmi milli samfélags og skóla

Mynd með fréttRagnar Þór Pétursson, sérfræðingur í skólaþróun, heimsótti skólana í Ísafjarðarbæ í síðustu viku og var tilgangurinn með komu hans að hjálpa kennurum að stilla saman skólaþróun og nýja tækni. Ragnar, hefur starfað sem kennari frá árinu 1996 en starfar í dag ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 07:38Sjávarbyggð er ekki bara sjávarbyggð

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða átti frumkvæði að byggðaráðstefnu sem haldin var á Patreksfirði dagana 19. og 20. september síðastliðinn. Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun voru einnig aðstandendur ráðstefnunnar og Byggðastofnun hefur ákveðið að halda samskonar ráðstefnu aftur að ári og þá á Breiðdalsvík. ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 16:45Skipstjóri og vélstjóri og kokkur

Mynd með fréttSigurður Jónsson á Ísafirði (Búbbi) er nýkominn frá Grænlandi á skútu sinni Auroru, sem siglir með ferðahópa bæði hér við land og við austurströnd Grænlands. „Já, við vorum þar í tæpa tvo mánuði. Þetta er orðið nokkuð fast prógramm á hverju ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 14:50Hrein og klár aðför að öllum lífeyrisþegum

Mynd með frétt„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja varðandi þetta mál, þetta er svo dæmalaust,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vestfirðinga, varðandi fyrirhugaðar skerðingar á réttindum þeirra sem fá örorkulífeyri. „Til þess að jafna örorkubyrði ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 13:01Fær innblástur frá Íslandi

Mynd með fréttMyndlistarkonan Jean Larson er ein fjölmargra sem eiga hús á Flateyri til að dvelja þar hluta úr ári. Jean er frá Michigan í Bandaríkjunum og á auk þess hús á fleiri stöðum í heiminum. Hún segir að þegar hún kemur til ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 10:51Miklar mannabreytingar hjá BÍ/Bol

Mynd með fréttMiklar mannabreytingar verða hjá meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur á næsta keppnistímabili. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins lætur af störfum eftir þriggja ára veru með liðið sem og aðstoðarmaður hans, Ásgeir Guðmundsson. Samningur Jörundar Áka rann út eftir tímabilið og í tilkynningu frá BÍ/Bol ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli