Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 26.11.15 | 16:50 Stórdansleikur í Hnífsdal um helgina

Mynd með frétt Stórdansleikur með einvalaliði tónlistarmanna verður í félagheimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöldið og ættu ballþyrstir Vestfirðingar að geta hrist á sér skankana ærlega undir tónlistarflutningnum. Miklar kanónur stíga á stokk en hljómsveitina skipa Halldór Smárason, sonur Ísafjarðar, á hljómborð, Andri Ívarsson leikur ...
Meira

bb.is | 26.11.15 | 14:50Ný veröld Helga Björnssonar

Mynd með fréttVeröldin er ný er titillinn á nýútkominni plötu Ísfirðingsins Helga Björnssonar. Á plötunni er að finna tíu frumsamin lög og hafa tvö þeirra þegar notið mikilla vinsælda á útvarpsstöðvum landsins „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker“ og „Lapis ...
Meira

bb.is | 26.11.15 | 12:05„Ég gefst sko ekki upp“

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem dreift er í hús á norðanverðum Vestfjörðum í dag er að finna viðtal við sunddrottninguna Kristínu Þorsteinsdóttur og móður hennar Sigríði Hreinsdóttur. En Kristín gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti tvö heimsmet og ...
Meira

birgir | 26.11.15 | 09:56Sýknudómur í kynferðisbrotamáli

Mynd með fréttSýknudómur féll í Héraðsdómi Vestfjarða á þriðjudag í kynferðisbrotamáli. Ákærða var gefið að sök að hafa haft samræði við stúlku undir 15 ára aldri. Ákærði viðurkenndi að hafa átt samræði við stúlkuna en ekki vitað um aldur hennar. Maðurinn var sýknaður ...
Meira

bb.is | 26.11.15 | 07:53Þyrfti að hækka garðinn um sjö metra

Mynd með fréttSkipulag- og mannvirkjanefnd hefur tekið til umfjöllunar erindi Gauta Geirssonar þar sem farið var fram á að hönnun á snjóflóðagrindum í Kubba verði endurskoðuð vegna sjónmengunar. Eftir að hafa farið yfir minnisblað frá Veðurstofu Íslands telur nefndin að ekki sé hægt ...
Meira

bb.is | 25.11.15 | 16:55Herdís Anna syngur í uppfærslu Mike Leigh

Mynd með fréttÍsfirðingurinn og sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir syngur nú við óperuna í Saarbrücken í Þýskalandi. Í vikunni var frumsýnt þar verkið Sjóræningjarnir frá Penzance og er Herdís í hlutverki Mabel í uppsetningunni. Ekki er það aldeilis eina verkefnið sem Herdís fæst við ...
Meira

bb.is | 25.11.15 | 14:48Björgunarfélagið kaupir snjóbíl

Mynd með fréttBjörgunarfélag Ísafjarðar fékk nú á dögunum afhentan snjóbíl sem keyptur var af björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík ,bíllinn er af gerðinni Leitner LH 300. Bíllinn er þokkalega vel útbúinn tækjum og ljósabúnaði en félagar í björgunarsveitinni ætla að yfirfara búnaðinn í bílnum ...
Meira

bryndis@bb.is | 25.11.15 | 11:51Sigurganga Hjartar í The Voice heldur áfram

Mynd með fréttSigurganga Hjartar Traustasonar heldur áfram í söngkeppninni The Voice – Ísland sem fram fer á Skjá einum um þessar mundir. Í síðasta þætti var í fyrsta sinn sungið í beinni útsendingu þar sem einstaklingskeppni fór fram innan liðanna fjögurra, en fjórir ...
Meira

bb.is | 25.11.15 | 09:55Startup Tourism – tækifæri fyrir ferðaþjóna

Mynd með fréttVinnusmiðja Klak Innovit undir yfirskriftinni Startup tourism verður haldin á Ísafirði 4. desember. Markmið Startup Tourism verkefnisins er að efla frumkvöðlastarf innan ferðaþjónustugreinarinnar og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Vinnusmiðjan verður haldin í húsnæði Atvest við Árnagötu 2-4. Ákveðið ...
Meira

bb.is | 24.11.15 | 16:52Burt með káfið !

Mynd með fréttÁ dögunum féll dómur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um sekt káfara í Vesturbæjarlaug Reykjavíkur. Málsatvik voru þau að sá dæmdi strauk læri brotaþola þar sem þeir voru staddir í gufubaði sundlaugarinnar. Sá dæmdi hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli