Frétt

bb.is | 18.05.2013 | 16:05Líkfundur á Ströndum

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn.
Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

bb.is | 07.07.15 | 07:55 Fjöldi friðlýstra svæða án verndaráætlana

Mynd með frétt Um 100 verndar- og stjórnunaráætlanir eru ekki tilbúnar fyrir svæði sem þegar hafa verið friðlýst. Umhverfisstofnun þarf að forgangsraða verkefnum og því er lítið unnið í friðlýsingum nýrra svæða. Þetta segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun í samtali við fréttastofu RÚV. ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 16:47Hákarl veiddur á Einarsson veiðihjólið

Mynd með frétt„Nú er hávertíð hér á norðurslóðum“, segir Magnús Hávarðarson, markaðs- og sölustjóri hjá Fossadal ehf. sem hannar og framleiðir Einarsson fluguveiðihjólin á Ísafirði, en framleiðsla fyrirtækisins nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan. „Við seljum veiðihjólin víða og salan dreifist yfir allt ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 14:51Bátadagar í glaðasólskini

Mynd með fréttBæði fólk og bátar hrepptu eins gott veður og hugsast getur í hópsiglingunni á Bátadögum á Breiðafirði á laugardag, glaðasólskin og hægviðri. Lagt var upp frá Staðarhöfn á Reykjanesi um klukkan tíu og voru fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 13:02Á þriðja þúsund manns í Víkinni

Mynd með fréttBæjarhátíðir voru haldnar víða um land um helgina í blíðskaparveðri, m.a. í Dýrafirði og í Bolungarvík þar sem árleg markaðshelgi fór fram með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin í Bolungarvík hófst á fimmtudag með tónleikum Björns Thoroddsen og síðan tók við hver viðburðurinn ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 10:35Himinlifandi leikskólabörn

Mynd með fréttBörnin á leikskólunum Sólborg, Eyrarsól og Eyrarskjóli á Ísafirði fengu á föstudag að fara í skoðunarferð um borð í skemmtiferðaskipið AIDALuna sem lá við bryggju á Ísafirði. Það var hafnarstjórinn á Ísafirði, Guðmundur M. Kristjánsson, sem hafði milligöngu um heimsóknina. „Þetta ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 09:28Koma fyrr með ferðamenn

Mynd með fréttFerðamönnum á Hornströndum fjölgar ár frá ári. Bókanir í siglingar til friðlandsins eru með meira móti í ár. Jón Smári Jónsson, sem tók við umsjón friðlandsins í apríl segir að ferðaþjónustuaðilar séu farnir að sigla með einstaklinga og gönguhópa til friðlandsins ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 07:59Fjöldi atvinnulausra svipaður

Mynd með fréttSjötíu og einn einstaklingur er skráður atvinnulaus á Vestfjörðum að sögn Guðrúnar Stellu Gissurardóttir, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar af eru 59 atvinnulausir en tólf eru að leita sér að atvinnu. Svipað hlutfall er á milli kynja, 34 konur og 37 karlar ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 16:46Verkfall hefur ekki áhrif á Ísafirði

Mynd með fréttHafnsögumenn, sem starfa ekki hjá Faxaflóahöfnum, eru farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á betri kjör. Ekki er komin nákvæm dagsetning á aðgerðirnar en rætt hefur verið um að hefja þær 1. ágúst næstkomandi. Illa gengur í viðræðum hafnsögumanna við ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 14:50Fyrstu 40 kílómetrarnir að baki

Mynd með fréttÍsfirðingarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason lögðu af stað í morgun hlaupandi frá Reykjavík til Akureyrar um Kjöl. Fyrsti leggurinn var frá Mosfellsbæ til Þingvalla, 40 km leið. Hlaupið gengur undir nafninu Hlaupið heim en Óskar sleit barnsskónum á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 13:01Fólkið greiðir útgjöld kirkjunnar sjálft

Mynd með frétt„Í fámennustu sóknunum duga sóknargjöldin hvergi til þess að halda uppi safnaðarstarfi eða sinna nauðsynlegu viðhaldi á kirkjubyggingum. Víða byggist þetta allt á sjálfboðnu starfi og því að fólk sem kirkjunum tengist borgar það sem þarf úr eigin vasa,“ segir séra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli