Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 23.09.14 | 14:50 Smalarnir koma úr ýmsum heimshornum

Mynd með frétt Sú hefð hefur skapast hjá Elísabetu Pétursdóttur á Ingjaldssandi, að nemendur í Háskólasetri Vestfjarða koma og hjálpa henni að smala. Margir koma ár eftir ár og geyma jafnvel smalagallana sína hjá henni þess á milli. Bettý smalaði ofan af Sandsheiði og ...
Meira

bb.is | 23.09.14 | 13:01Skerðing á örörkuframlagi mjög alvarlegt mál

Mynd með fréttSamkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir því að hlutdeild almennra lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða verði lækkuð um 20%. Hlutdeild lífeyrissjóðanna er nú 0,325% af tryggingagjaldinu en áætlað er að ...
Meira

bb.is | 23.09.14 | 10:54Eina fjárréttin í Önundarfirði

Mynd með fréttÞví fylgir jafnan mikil gleði að smala sauðfénu heim á haustin og draga síðan í dilka í réttum. Bæði börn og fullorðnir bíða eftir þessum dögum með eftirvæntingu og spennan er ekki síst fólgin í því að hitta féð aftur, sjá ...
Meira

bb.is | 23.09.14 | 09:11Óásættanlegt að tefja málið

Mynd með fréttStjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir því til stjórnvalda að ljúka án frekari tafa undirbúningi og ákvarðanatöku svo hægt sé að hefja lagningu nýs láglendisvegar um Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60). Stjórn Fjórðungssambandsins telur í þeim efnum algjörlega óásættanlegt að tefja málið með því að ...
Meira

bb.is | 23.09.14 | 07:40Nýr byggðarannsóknasjóður stofnaður

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, ávarpaði Byggðaráðstefnu Íslands 2014 sem haldin var á Patreksfirði 19. og 20. september. Á ráðstefnunni kynnti Sigurður Ingi sérstakan byggðarannsóknasjóð, sem verður settur á laggirnar. Sjóðurinn mun hafa til ráðstöfunar allt að 10 milljónum króna á ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 16:51Vill svör varðandi íbúðakaup bæjarins

Mynd með frétt„Við viljum fá allt þetta ferli upp á borð. Við sem erum að koma nýjar inn í bæjarstjórn viljum bara fá að vita hvernig að þessu var staðið,“ segir Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi Máttar meyja og manna í Bolungarvík. Hún lagði fram ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 14:48Heilsumiðuð þjónusta í tengslum við þarann

Mynd með frétt„Jákvæð viðbrögð viðskiptavina sem sumir koma aftur og aftur hvetja okkur áfram,“ segir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir á Reykhólum, en hún stendur að Sjávarsmiðjunni með foreldrum sínum og fjölskyldu. Þar hefur verið boðið upp á þaraböð í bráðabirgðaaðstöðu frá árinu 2011 en ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 13:01Garðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík vígðir

Mynd með fréttSnjóflóðavarnargarðarnir í Bolungarvík voru vígðir á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra vígði þá og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur í Bolungarvík gaf þeim nöfnin Vörður og Vaki, en rafrænar kosningar fóru fram um nöfn þeirra í fyrrasumar. Guðbjörg Stefanía ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 10:54Handviss um að þetta bæti bæði geð og heilsu

Mynd með fréttSjósund hefur verið ákaflega vinsælt á Íslandi síðustu ár og þar er Ísafjörður ekki undanskilinn. Þar er starfrækt Sjósundfélagið Bleikjurnar, sem er eingöngu skipað konum. Formaður félagsins, Ingibjörg Ólafsdóttir de Florian, byrjaði að synda í sjónum einn fagran vordag inni í ...
Meira

bb.is | 22.09.14 | 09:23Jurtakremið og jurtaolían hennar Rannveigar

Mynd með fréttÁ Patreksfirði býr hún Rannveig Haraldsdóttir grunnskólakennari, sem margir þekkja til vegna þess að hún er konan á bak við Jurtakremið og Jurtaolíuna. Það voru fyrstu íslensku jurtasmyrslin sem fóru á markað hérlendis. Rannveig byrjaði að sjóða saman jurtir árið 1985 ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli