Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 20.04.15 | 16:46 Dældu vatni í hálfan sólarhring

Mynd með frétt Miklar leysingar voru um helgina og þurfti enn eina ferðina að dæla upp úr brunni við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði. „Það var stífla í brunninum. Við byrjuðum að dæla um hálf þrjú í gær og vorum að til tvö í nótt,“ ...
Meira

bb.is | 20.04.15 | 14:52Mest kemur í hlut Patreksfjarðarhafnar

Mynd með fréttMest hefur verið innheimt af strandveiðigjaldi á Patreksfjarðarhöfn af öllum höfnum á landinu. Á fimm ára tímabili, frá 2010 til 2014, nam strandveiðigjaldið 9,9 milljónum króna á Patreksfirði, mest árið 2012 eða 2,2 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Sigurðar ...
Meira

bb.is | 20.04.15 | 13:02Atkvæðagreiðslu lýkur í kvöld

Mynd með fréttAtkvæðagreiðslu um verkfall hjá Starfsgreinasambandinu lýkur á miðnætti. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það hafi verið þokkalegur stígandi í atkvæðagreiðslunni sem hófst fyrir viku. „En betur má ef duga skal. Við vildum gjarnan sjá jafn góða þátttöku í atkvæðagreiðslunni ...
Meira

bb.is | 20.04.15 | 10:54Hættir að blogga og lokar vefsíðunni

Mynd með fréttBolvíkingurinn Einar Kristinn Guðfinnsson, annar þingmaður NV-kjördæmis og forseti Alþingis, hefur ákveðið að hætta að skrifa pistla á vefsíðu sína og hefur lokað henni. „Nú er komið að leiðarlokum á þessari síðu; í bili a.m.k. Ég hef ákveðið að láta staðar ...
Meira

bb.is | 20.04.15 | 09:24Samstarf í brothættum byggðum lofar góðu

Mynd með fréttFull ástæða er til að halda áfram verkefni Byggðastofnunar til stuðnings byggðarlögum sem verulega hafa átt undir högg að sækja. Í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að það hafi farið ágætlega af stað og reynsla þátttakenda virðist almennt góð. Verkefnið ...
Meira

bb.is | 20.04.15 | 07:50Tugprósenta hækkun verður á fasteignaverði

Mynd með fréttGera má ráð fyrir 12% raunhækkun fasteignaverðs í ár og 20% raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti fyrir helgi. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 16:45Metróður hjá Brimnesi BA

Mynd með fréttÞað eru ekki bara krókaaflamarksbátarnir í Bolungavík og á Suðureyri sem hafa verið að gera góða veiði í steinbít upp á síðkastið. Brimnes BA, línubátur Odda hf. á Patreksfirði, kom til heimahafnar á miðvikudag. Aflabrögðin voru ekki af verri endanum, eða ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:51Mokveiði í Arnarfirði

Mynd með fréttFádæma rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði að undanförnu. Andri BA er eini báturinn sem eftir er á veiðum og gerði hann einn besta rækjuróður sem sögur fara af í Arnarfirði. „Við fengum tæp 10 tonn í gær og sprengdum pokann og ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 13:01Rætt um aukna starfsemi á Ísafirði

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, funduðu í gær með Eyþóri Björnssyni fiskistofustjóra þar sem rætt var um horfurnar á mönnum útibús Fiskistofu í Ísafjarðarbæ. Á fundinum lögðu fulltrúar Ísafjarðarbæjar fram ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 10:59Tilbúinn að skoða sölu á byggðakvóta

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir eðlilegt og sjálfsagt að skoðað verði hvort heppilegra sé að selja byggðakvóta og nýta fjármuni í uppbyggingu á viðkomandi svæði. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Erni Ágústssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli