Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 30.07.14 | 10:50 Safna fyrir fjölskylduna á Patreksfirði

Mynd með frétt Hafin er söfnun fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í eldsvoða á Patreksfirði á mánudagskvöld. Lilja Sigurðardóttir hóf söfnunina og segir hún samhug Patreksfirðinga ótrúlegan. „Þetta er alveg ótrúlegt., ég er bara klökk fyrir þeirra hönd. Það er svo rosalega mikill ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 09:19Skemmtum okkur fallega saman um helgina

Mynd með fréttSólstafir Vestfjarða og Mýrarboltafélag Íslands taka höndum saman þriðja árið í röð um samstarf við forvarnir gegn kynferðisofbeldi á Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta sem fram fer um helgina í Tungudal. Sólstafakonur verða með símavakt alla helgina í 846 7487 og 867 0394, ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 07:38Af Bolafjalli og bjartsýnu fólki

Mynd með frétt„Það skiptir miklu máli að taka þátt í svona viðburðum og Bolvíkingar hafa frá heilmiklu að segja þegar leitað er eftir bolvískum sögnum og sérkennum,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir formaður menningaráðs Bolungarvíkur. Vinnufundir Vestfiðringsverkefnisins halda áfram og fer næsti fundur fram ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 16:47Hlaupið í stærsta líkams- og sálarræktarsal í heimi

Mynd með fréttHlaupagarpnum Stefáni Gíslasyni, sem sigraði í karlaflokki í 45 km Vesturgötuhlaupi á Hlaupahátíð Vestfjarða sem haldin var fyrir rúmri viku, fannst tími til kominn að spreyta sig á lengri leiðinni þ.e. frá Þingeyri, yfir Álftamýrarheiði, niður Fossdal í Arnarfirði, út að ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 14:48Einar Kristinn ekki bjartsýnn á sinnaskipti heilbrigðisráðherra

Mynd með fréttEinar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki bjartsýnn á að ákvörðun heilbrigðisráðherra um sameiningar heilbrigðisstofnana verði breytt. „Staðan er sú að ráðherrann hefur allar heimildir í þessum efnum. Lögin sem voru samþykkt fyrir nokkrum árum gefa honum opna heimild ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 13:02Öryggi íbúana forgangsmál en ekki excel-æfingar

Mynd með frétt„Hvernig samfélag væri það ef örfáir íbúar höfuðborgarsvæðisins væru með háskólamenntun og aðra sérmenntun? Er það samfélag líklegt til framfara?“ spyr Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri Vesturbyggðar í pistli þar sem hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi vegna fyrirhugaðra sameininga heilbrigðisstofnana sem og sýslumanns- ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 10:56Hver einasti leikur er bikarleikur

Mynd með fréttÍslandsmótið í knattspyrnu er rúmlega hálfnað og staða BÍ/Bolungarvíkur í deildinni er grafalvarleg. Liðið er í 10. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsæti. „Við erum vonsviknir með stöðu mála og vitum að hver einasti leikur hér eftir er bikarleikur. Við ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 09:25Gestir og íbúar njóti tímans án áfalla

Mynd með frétt„Við verðum með aukinn viðbúnað í ljósi þess mannfjölda sem er væntanlegur hingað vestur,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum aðspurður hvort lögreglan verði með aukið eftirlit um verslunarmannahelgina en þá fer Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fram á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 29.07.14 | 07:43Refarannsóknir á Hornströndum

Mynd með fréttMelrakkasetur Íslands í Súðavík fór í tveggja vikna rannsóknarferð á Hornstrandir um miðjan síðasta mánuð. Dvalið var í Hornvík og Hlöðuvík. Fyrri vikuna var dvalið í Hornvík og ábúð óðala sem og frjósemi og ásigkomulag refa könnuð. Einnig voru þar vöktuð ...
Meira

bb.is | 28.07.14 | 16:46Í sumum tilfellum er haft í hótunum við starfsfólk

Mynd með fréttNokkuð algengt er að starfsfólk á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem ráðið er til starfa í ferðaþjónustu og á veitingastöðum sé boðin vinna á „jafnaðarkaupi“, að því er fram kemur í pistli á vefsíðu félagsins. „Jafnaðarkaup er ekki til samkvæmt kjarasamningum og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli