Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 27.06.16 | 11:42 Þrjú skemmtiferðaskip í Skutulsfirði í gær

Mynd með frétt Þrjú skemmtiferðaferðaskip lágu í Skutulsfirði í gær og er það einn allra stærsti dagur þessa sumars á höfninni, er fjöldi gesta með skipunum þremur var um 5000 manns. Stærst þeirra er Azura með rúmlega 3000 gesta farþegagetu, svo Rotterdam sem ber ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 10:37Hafa ekki undan grassprettu í kirkjugörðunum

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, heimsótti heimahagana um liðna helgi og ákvað, líkt og hún gerir ávallt þegar hún kemur heim, að fara að leiði föður síns í kirkjugarði Ísfirðinga á Réttarholti við mynni Engidals. „Þegar ég heimsótti ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 09:02Gleðin sem gjöf

Mynd með fréttGleðin sem gjöf er ljósmyndasýning Ísfirðingsins Steinunnar Matthíasdóttur, í kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Steinunn er fædd árið 1976 á Ísafirði og faðir hennar er Ísfirðingurinn Matthías Kristinsson og móðir hennar Bolvíkingurinn Björk Gunnarsdóttir. Sex ára gömul fluttist Steinunn frá Ísafirði en bjó eitt ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 07:37Lögreglan á Vestfjörðum á Facebook

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. „Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að fjölga þeim möguleikum að koma á framfæri upplýsingum til almennings en ekki síður að auðvelda þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri við lögregluna,“ segir í ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 16:50Ætla að fríska upp á mýrarboltann

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði á verslunarmannahelginni 2016. Drullusokkur mótsins í ár er Thelma Rut Jóhannsdóttir en í 13 ára sögu þessa skemmtilega viðburðar hefur kvenmaður aldrei verið Drullusokkur. Það þótti stjórn mýrarboltafélagsins sér til skammar. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 14:50Ábúendum fækkar í Trékyllisvík

Mynd með fréttÁ Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu bendir margt til að búskapur leggist niður, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Ábúendur, Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar Gunnar Guðjónsson, hyggjast bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 13:21Arnarlax ræður Þorstein Másson

Mynd með fréttLaxeldisfyrirtækið Arnarlax hefur ráðir Þorsteinn Másson sjómann í Bolungarvík í starf útibússtjóra fyrirtækisins en viðræður milli Bolungarvíkurkaupstaðar og Arnarlax hafa farið fram um nokkurt skeið. „Þetta er fyrsta sýnilega skrefið í því ferli að setja upp starfsstöð í Bolungarvík en ætlunin ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 10:30Kjörfundir í umdæmi sýslumanns

Mynd með fréttKjörfundir vegna kosninga til embættis Forseta Íslands fara fram á morgun, laugardaginn 25 júní. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur kl. 9 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 09:48Fengu kvartmilljón í umhverfisstyrk

Mynd með fréttTvö vestfirsk verkefni hlutu 250.000 króna umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans á þriðjudag, að því er fram kemur á vef bankans. Samtökin SEEDS fengu styrk sem veittur er til hreinsunar á strandlengjunni á austanverðum Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og landeigendur. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 07:41Ferðablaðið Vestfirðir komið á flug

Mynd með fréttEnn á ný kemur Vestfirðir út, veglegt ferðablað um okkar fallega Vestfjarðarkjálka. Í blaðinu kennir að venju ýmissa grasa og textinn ýmist á íslensku, ensku eða þýsku. Kort yfir kirkjur á Vestfjörðum og myndir af nokkrum þeirra, sögur af uppáhaldsstöðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli