Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 07.07.15 | 16:46 Fiskvinnsla Flateyrar hefur starfsemi innan skamms

Mynd með frétt Innan skamms verður byrjað að vinna fisk í nýju fyrirtæki á Flateyri. Fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiskvinnsla Flateyrar og er í eigu fjölda heimamanna. „Fjármögnunin er búin og nú eru Vestfirskir verktakar að standsetja húsnæðið,“ segir Kristján Torfi Einarsson sem er ...
Meira

bb.is | 07.07.15 | 14:14Ferðamenn kvarta undan ólykt

Mynd með fréttHræ af stórum búrhval liggur enn í fjörunni í Keflavík, milli Látrabjargs og Rauðasands og er farið að lykta mjög illa að sögn kunnugra. Hræið hefur verið í Keflavík frá því í maí. Sveinn Eyjólfur Tryggvason rafvirki frá Hvalskeri fór þangað ...
Meira

bb.is | 07.07.15 | 13:01Söfnunarsjóður fyrir Katrínu Björk

Mynd með fréttVinir og vandamenn Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur frá Flateyri hafa stofnað söfnunarsjóð til að létta undir langri og strangri endurhæfingu hennar. Katrín Björk, sem er 22 ára, fékk heilablæðingu í nóvember í fyrra sem leiddi til þess að henni var kippt út ...
Meira

bb.is | 07.07.15 | 10:30Pawel og Björg leiða sjávarútvegsmótaröðina í golfi

Mynd með fréttJanusz Pawel Duszak (GBO) og Björg Sæmundsdóttir (GP) leiða sjávarútvegsmótaröðina í golfi sem tvö mót í mótaröðinni fóru fram um síðustu helgi, Klofningsmótið sem fram fór á Meðaldalsvelli í Dýrafirði og Íslandssögumótið sem fram fór á Tungudalsvelli á sunnudag. Að afloknum ...
Meira

bb.is | 07.07.15 | 09:23Aðalgata verður tvístefnugata

Mynd með fréttAðalgata á Suðureyri verður tvístefnugata. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar þess efnis. Sviðsstjóra umhverfis- og eignasvið er falið að vinna í samvinnu við hverfisráð Súgandafjarðar að útfærslu á hraðahindrunum. Í umsögn hverfisráðsins er áréttað að áhyggjur ráðsins vegna ...
Meira

bb.is | 07.07.15 | 07:55Fjöldi friðlýstra svæða án verndaráætlana

Mynd með fréttUm 100 verndar- og stjórnunaráætlanir eru ekki tilbúnar fyrir svæði sem þegar hafa verið friðlýst. Umhverfisstofnun þarf að forgangsraða verkefnum og því er lítið unnið í friðlýsingum nýrra svæða. Þetta segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun í samtali við fréttastofu RÚV. ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 16:47Hákarl veiddur á Einarsson veiðihjólið

Mynd með frétt„Nú er hávertíð hér á norðurslóðum“, segir Magnús Hávarðarson, markaðs- og sölustjóri hjá Fossadal ehf. sem hannar og framleiðir Einarsson fluguveiðihjólin á Ísafirði, en framleiðsla fyrirtækisins nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan. „Við seljum veiðihjólin víða og salan dreifist yfir allt ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 14:51Bátadagar í glaðasólskini

Mynd með fréttBæði fólk og bátar hrepptu eins gott veður og hugsast getur í hópsiglingunni á Bátadögum á Breiðafirði á laugardag, glaðasólskin og hægviðri. Lagt var upp frá Staðarhöfn á Reykjanesi um klukkan tíu og voru fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 13:02Á þriðja þúsund manns í Víkinni

Mynd með fréttBæjarhátíðir voru haldnar víða um land um helgina í blíðskaparveðri, m.a. í Dýrafirði og í Bolungarvík þar sem árleg markaðshelgi fór fram með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin í Bolungarvík hófst á fimmtudag með tónleikum Björns Thoroddsen og síðan tók við hver viðburðurinn ...
Meira

bb.is | 06.07.15 | 10:35Himinlifandi leikskólabörn

Mynd með fréttBörnin á leikskólunum Sólborg, Eyrarsól og Eyrarskjóli á Ísafirði fengu á föstudag að fara í skoðunarferð um borð í skemmtiferðaskipið AIDALuna sem lá við bryggju á Ísafirði. Það var hafnarstjórinn á Ísafirði, Guðmundur M. Kristjánsson, sem hafði milligöngu um heimsóknina. „Þetta ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli