Frétt

bb.is | 05.11.2012 | 08:44Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.

Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.

audur@bb.is

bb.is | 31.05.16 | 16:48 Ríkisstjórnin skipar Vestfjarðanefnd

Mynd með frétt Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin á að starfa í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Lagt er ...
Meira

bb.is | 31.05.16 | 15:49Bíldudalur ekki lengur brothætt byggð

Mynd með fréttÞegar verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“, hófst haustið 2013, ríkti óvissa um stöðu byggðar á Bíldudal en vonir stóðu til uppbyggingar í fiskeldi. Sú hefur nú orðið raunin og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Því líður nú að lokum verkefnisins, ...
Meira

bb.is | 31.05.16 | 14:14Verðmæti dróst saman um fjórðung

Mynd með fréttAflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 12,2 milljörðum í febrúar sem er samdráttur um rúm 25% samanborið við febrúar 2015 þegar verðmætið nam 16,3 milljörðum, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Samdrátt í aflaverðmæti má rekja til minni uppsjávarafla, en ...
Meira

bb.is | 31.05.16 | 11:48Fellst ekki á kröfu Hendingar

Mynd með fréttHestamannafélaginu Hending fékk árið 2012 tilboð frá Ísafjarðarbæ sem fól í sér„sanngjarnar endurbætur fyrir aðstöðuna sem var á Búðartúni, en ekki kostnað vegna aðstöðu sem ekki var til staðar í Hnífsdal.“ Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs vegna kröfu Hendingar um ...
Meira

bb.is | 31.05.16 | 09:52Ríflega 140 krakkar í Körfuboltabúðum KFÍ

Mynd með fréttÁttundu Körfuboltabúðir KFÍ, og þær stærstu frá upphafi, verða settar í kvöld. Von er á ríflega 140 krökkum til Ísafjarðar á aldrinum 10-16 ára, víðsvegar að af landinu. Lætur nærri að þetta sé um 50% aukning frá síðasta ári. Búðirnar standa ...
Meira

bb.is | 31.05.16 | 07:49Sáttaboð frá Framför

Mynd með fréttEinar Ólafsson, gjaldkeri Framfarar – styrktarsjóðs skíðamanna, hefur fyrir hönd sjóðsins sent Ísafjarðarbæ sáttaboð í deilum vegna húss Framfarar í Dagverðardal. Framför fékk úthlutað lóð í Dagverðardal og voru framkvæmdir hafnar við hús sjóðsins. Framkvæmdirnar voru stöðvaðar í haust þar sem ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 16:54Sólveig María dux scholae

Mynd með fréttÞað var glæsilegur nemendahópur sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni brautskráðust 41 nemandi; 1 nemandi með diplómu í förðunarfræði, 8 vélstjórar með A-réttindi, 1 af vélvirkjabraut og 31 stúdent. Auk þess ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 14:27Hótar bænum málsókn

Mynd með fréttHestamannafélagið Hending fer fram á að Ísafjarðarbæ greiði 84 milljónir kr. í bætur fyrir reiðvöll félagsins í Hnífsdal. Reiðvöllurinn og önnur aðstaða félagsins á Búðartúni í Hnífsdal fór undir framkvæmdasvæði Bolungarvíkurganga. Í bréfi til bæjarráðs segir Marinó Hákonarson, formaður Hendingar, að ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 11:48Mugison á sumarvertíð

Mynd með fréttÖrn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison hefur haldið suður á bóginn á sumarvertíð, en hann mun vera með tónleikaröð í Kassanum í Reykjavík í sumar. Fyrstu tónleikarnir voru á föstudagskvöld og mun hann spila í Kassanum öll fimmtudags-, föstudags-, ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 09:47Arnarlax og Fjarðalax stefna að sameiningu

Mynd með fréttArnarlax og Fjarðalax hafa skrifað undir samning um sameiningu félaganna undir nafni Arnarlax. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi fyrir lok júní. Samhliða mun Salmar, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, koma með afgerandi hætti inn í hluthafahóp Arnarlax og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli