Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 25.07.14 | 13:02 Hnúðlax veiddist í Arnarfirði

Mynd með frétt Hnúðlax veiddist í silungaent í innanverðum Fossfirði í Arnarfirði í gær en heimkynni hans eru í Kyrrahafi. Talið er að tegundin hafi borist í Atlantshaf með fiskrækt í norður Rússlandi um miðja síðustu öld. Laxinn veiddu tveir nemar, Niklas Karbowski og ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 10:54Stækka við sig í Flókalundi

Mynd með frétt„Sumarið hefur gengið alveg þokkalega hjá okkur. Það eru mest erlendir ferðamenn sem eru að koma hingað og svo koma Íslendingarnir svona þegar líður á júlí og í ágúst,“ segir Steinunn Hjartardóttir hótelstýra í Hótel Flókalundi í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Þær ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 09:23Draumur að geta sýnt fegurð Djúpsins

Mynd með fréttFyrir tæpum fjórum árum keypti Sigurður Aðalsteinsson bátinn Ísöld sem er 12 manna harðbotna slöngubátur, svokallaður RIB bátur. Hann er búinn að gera bátinn út frá Ísafirði í þrjú sumur og býður upp á margskonar skemmtisiglingar um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Hægur ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 07:41Krafin svara um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði

Mynd með fréttStærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu, að því er fram kemur í tilkynningu. Í bréfinu óskar ráðuneytið eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum fyrir 8. ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 16:46Opinberum stofnunum hrúgað á sama blettinn fyrir norðan

Mynd með fréttSýslumannsembættum í landinu fækkar úr 24 í níu um áramótin. Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hrúga öllum opinberum stofnunum í fjórðungnum á sama blettinn. „Það veldur mér náttúrlega miklum vonbrigðum að ríkisvaldið hafi tekið þá ákvörðun að hrúga ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 14:47Millilandanir á Ísafirði breyta miklu

Mynd með fréttÍsfisktogarinn Ásbjörn RE, gerður út af HB Granda, landaði í gær 80 tonna afla sem fékkst á Vestfjarðamiðum á um tveimur sólarhringum. Þetta er önnur millilöndunin í yfirstandandi veiðiferð því á sunnudag kom togarinn til hafnar á Ísafirði með um 90 ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 13:01Sýslumaðurinn á Vestfjörðum ekki í Bolungarvík?

Mynd með fréttHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar, tilkynnt um skipan í embætti sýslumanna í nýjum umdæmum í samræmi við ný lög sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra og aðskilnað embættanna. Eins áður ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 10:55Chatchai og Anna Ragnheiður efst

Mynd með fréttChatchai Phothiya (GBO) er efstur í karlaflokki án forgjafar í sjávarútvegsmótaröðinni í golfi að afloknum fjórum mótum af sex. Chatchai er með 5.400 stig en næstur honum kemur Janusz Pawel Duszak (GBO) með 3.615 stig og þriðji er Runólfur Kristinn Pétursson ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 09:22Hér á hjarta mitt lögheimili

Mynd með frétt„Það síðasta sem ég gerði í fyrra, þegar ég kláraði, var að ég byggði upp pakkhús hérna við hliðina, pakkhús sem hafði staðið hér frá því að ég man eftir mér. Í húsinu var stórt steypt ker til að kæla mjólkina ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 07:40Rallý-Palli í rallið á ný

Mynd með fréttHnífsdælingurinn Páll Halldór Halldórsson er mörgum kunnur í rallinu en hann keppti á árum áður ásamt Jóhannesi Jóhannessyni. Þeir voru þekktir í rallíinu undir nafninu „Jópal-bræður“ og urðu Íslandsmeistarar árið 1998. Þeir hættu að keppa árið 2000 og segir í umfjöllun ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli