Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 03.07.15 | 16:46 Verkfall hefur ekki áhrif á Ísafirði

Mynd með frétt Hafnsögumenn, sem starfa ekki hjá Faxaflóahöfnum, eru farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á betri kjör. Ekki er komin nákvæm dagsetning á aðgerðirnar en rætt hefur verið um að hefja þær 1. ágúst næstkomandi. Illa gengur í viðræðum hafnsögumanna við ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 14:50Fyrstu 40 kílómetrarnir að baki

Mynd með fréttÍsfirðingarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason lögðu af stað í morgun hlaupandi frá Reykjavík til Akureyrar um Kjöl. Fyrsti leggurinn var frá Mosfellsbæ til Þingvalla, 40 km leið. Hlaupið gengur undir nafninu Hlaupið heim en Óskar sleit barnsskónum á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 13:01Fólkið greiðir útgjöld kirkjunnar sjálft

Mynd með frétt„Í fámennustu sóknunum duga sóknargjöldin hvergi til þess að halda uppi safnaðarstarfi eða sinna nauðsynlegu viðhaldi á kirkjubyggingum. Víða byggist þetta allt á sjálfboðnu starfi og því að fólk sem kirkjunum tengist borgar það sem þarf úr eigin vasa,“ segir séra ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 10:34Meiri kvóti til Byggðastofnunar

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að strandveiðiaflinn verði aukinn um 400 tonn á ári. Í tillögunni er áætlað að aflamark Byggðastofnunar verði 5.400 tonn á næsta fiskveiðiári. Á yfirstandandi fiskveiðári fara 3.400 tonn til aflamarks Byggðastofnunar. ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 09:27Hringsól á samsýningu í Cornwall

Mynd með fréttGunnar Jónsson myndlistarmaður á Ísafirði er með verk á stórri samsýningu í Newlyn í Cornwall í Bretlandi. Sýningin nefnist Í leit að hinu undursamlega og markar að 40 ár eru frá því að hollenski listamaðurinn Bas Jan Ader lagði í hann ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 07:58Efla frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum

Mynd með fréttVinnumálastofnun fékk á dögunum 40 milljóna króna styrk úr Erasmus áætlun Evrópusambandsins til að vinna að verkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í afskekktari byggðum að byggja upp hæfni og færni í viðskiptum. Verkefnið verður í boði á ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 16:47Vinsæll áningastaður í Skötufirði

Mynd með frétt„Sumarið hefur verið flott hjá okkur. Aðsóknin að bænum hefur verið mjög mikil það sem af er sumri og er alltaf að aukast. Nær helmingi fleiri ferðamenn komu hingað í síðasta mánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Í vor voru ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 14:51Matsáætlun Hvalárvirkjunar auglýst

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Það er Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að reisa virkjunina. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði. Árnar Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará verða leiddar í aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi sem ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 13:02Óleyfisframkvæmdir – rífa fyrst og spyrja svo?

Mynd með fréttSmáhýsi hafa aðeins vafist fyrir í lögum og reglum um mannvirki og skipulag en um þau er fjallað í byggingarreglugerð að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Greint var frá því í gær að þyrping garðskúra hefði risið á fjörukambinum að ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 10:33Eitt prósent til Vestfjarða

Mynd með fréttTæplega 72% af þeim fjármunum sem varið var til lækkunar á höfuðstól þeirra sem voru með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009, hin svokallaða leiðrétting, fór til heimila í Reykjavík og á Suðvesturlandi. Alls eru landsmenn 329 þúsund talsins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli