Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 28.02.15 | 10:42 Lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Mynd með frétt Frá því neysluskattsbreytingarnar tóku gildi um síðustu áramót hefur matar- og drykkjarliður vísitölunnar hækkað um 1,9% en þegar undirliðir eru skoðaðir má sjá skýrar vísbendingar um að lækkun vörugjalda á sykri og sætindum hafi enn ekki skilað sér að fullu. Frá ...
Meira

bb.is | 28.02.15 | 09:17Þrjátíu ára kuldaskeið að ganga í garð?

Mynd með fréttBúast má við að hlýindakafla sem hófst í kringum 1990 fari senn að ljúka og við taki um 30 ára kuldaskeið. Umhleypingar í vetur hafa ekki verið óvenjulegir, að öðru leyti en því að lítið hefur borið á norðanáttum. Þetta er ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 16:45Ankannalegt að sveitarfélögin hafi ekki skipulagsvald

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga segir brýnt að ljúka landsskipulagsstefnu þeirri sem lengi hefur verið unnið að og veitir sveitarfélögum rétt til að skipuleggja svæði sem ná út í sjó. Árekstrar út af laxeldi í Eyjafirði hefðu aldrei orðið, væri slíkri ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 14:51Man ekki eftir öðru eins gæftaleysi

Mynd með fréttGuðmundur Einarsson, útgerðarmaður og skipstjóri í Bolungarvík, segir að frá 1. september sé búið að vera skelfilegt gæftaleysi fyrir vestan. „Við erum rétt hálfdrættingar flesta mánuði í róðrafjölda miðað við eðlilega sjósókn,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtæki hans, Blakknes, ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 13:01Verkalýðshreyfingin standi saman

Mynd með fréttHelstu kjarasamningar sem Verkalýðsfélag Vestfirðingar er aðili að renna út á morgun. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest, segir í orðsendingu á vefsíðu félagsins að ennþá sé himinn og haf milli deiluaðila. Hann segir það lykilatriði við þessar aðstæður að öll verkalýðshreyfingin standi ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 10:56Leikfélag MÍ frumsýnir Sweeney Todd í kvöld

Mynd með fréttLeikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýnir í kvöld leikritið „Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafnargötuna“ eftir Christopher Bond í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þýðingu annaðist Davíð Þór Jónsson og leikstjóri er Hrafnhildur Hafberg. Sweeney Todd á sér langa hefð í enskri leiklistarsögu ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 09:04Mikil ófærð innanbæjar

Mynd með fréttMikið hefur snjóað á norðanverðum Vestfjörðum undanfarin sólarhring og er víða ófært innanbæjar í helstu byggðakjörnum. Mikið hefur snjóað á Ísafirði og er færðin innanbæjar illfært nema jeppum. „Það hefur snjóað helvítis helling og það er leiðinleg færð og víða illfært,“ ...
Meira

bb.is | 27.02.15 | 07:57Fjölskyldufaðir á daginn, morðóður rakari á kvöldin

Mynd með fréttLeikritið um morðóða rakarann Sweeney Todd var frumsýnt á nýafstöðnum Hörmungardögum á Hólmavík við góðar undirtektir viðstaddra og er þriðja sýning ráðgerð á laugardag. Aðalhlutverkið í leikritinu er í höndum Eiríks Valdimarssonar, sem dagsdaglega sér um dreifnámið á Hólmavík. Eiríkur er ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 16:46Leiða leitað til að lækka flugfargjöld innanlands

Mynd með fréttStarfshópur sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að kanna opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð hefur skilað skýrslu sinni. Í niðurstöðum er bent á, að niðurfelling farþega- og lendingargjalda, svo og niðurfelling virðisaukaskatts á aðföngum ...
Meira

bb.is | 26.02.15 | 14:52Rýmingar í gildi til morguns

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að halda þeim rýmingum sem eru í gangi á Patreksfirði og Tálknafirði vegna snjóflóðahættu fram á morgundaginn. Davíð Rúnar Gunnarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Patreksfirði, segir að rofað hafi til á Patreksfirði í morgun og sést vel til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli