Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 06.05.15 | 16:46 Hagnaður tíunda árið í röð

Mynd með frétt Afkoma Orkubús Vestfjarða var óviðunandi á síðasta ári að mati Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra. Hagnaður fyrir skatta nam 112,3 milljónum króna samanborið við 278 milljónir árið 2013. Fyrirtækið skilar hagnaði 10 árið í röð. Í árskýrslu fyrirtækisins segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri að ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 14:52Fjögur vestfirsk sveitarfélög hafa ekki innleitt siðareglur

Mynd með fréttAlls hafa 59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur og sent innanríkisráðuneytinu til staðfestingar að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjögur af þeim fimmtán sveitarfélögum sem ekki hafa innleitt siðareglur eru á Vestfjörðum. Þau eru Bolungarvík, Ísafjarðarbær, ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 13:02Grindur í Suðurskautsjeppa smíðaðar á Hnífsdalsveginum

Mynd með fréttSíðustu misseri hefur Vélsmiðja ÞM á Hnífsdalsvegi smíðað grindur og palla fyrir sérútbúna Toyota Hilux jeppa sem notaðir eru á Suðurskautslandinu. „Þetta eru grindur undir sex hjóla Hilux jeppa frá Arctic Trucks. Við erum búnir að smíða nokkrar grindur og palla ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 10:59Verkfallsverðir fylgjast með löndunum í Bolungarvík

Mynd með fréttNær allir strandveiðibátar í Bolungarvík fóru til veiða í morgun. Verkafólk hjá fiskmarkaðnum í Bolungarvík er í tveggja sólarhringa verkfalli og kemur því ekki að löndun aflans og slægingu. „Eigendur markaðarins mega vinna og þeir ætla að landa. Við erum ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 09:29Samstarf sex stofnana á Patreksfirði um vistvænan rekstur

Mynd með fréttUmhverfisstofnun á Patreksfirði fékk viðurkenningu Grænna skrefa frá Umhverfis- og auðlyndaráðherra fyrir að uppfylla fjögur græn skref af fimm í vistvænum ríkisrekstri. Verkefnið hóf göngu sína á síðasta ári og skráði 21 stofnun sig til þátttöku. Græn skref í ríkisrekstri snúast ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 07:55Verst förnu göturnar malbikaðar í sumar

Mynd með fréttGötur í Ísafjarðarbæ koma sumstaðar illa undan vetri og margar verið í bágu ástandi í lengri tíma. Í júlí eru áætlaðar malbikunarframkvæmdir og segir Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, að þær götur sem verst eru farnar séu efstar ...
Meira

bb.is | 05.05.15 | 16:45Himinn og haf milli aðila

Mynd með fréttSamningafundur Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði ekki miklu og tveggja sólarhringa verkfall hefst á miðnætti. „Það er ennþá himinn og haf á milli aðila hvað varðar hækkun lægstu launa. Eitt hefur þó náðst í þessum ...
Meira

bb.is | 05.05.15 | 14:51Erlent nafn í atvinnuleit

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Patrycja Wittstock Einarsdóttur ritar áhugaverða grein á vefsíðuna vertunaes.is um þá erfiðleika sem íslenskir ríkisborgarar með erlent eftirnafn eiga við að etja er þeir eru í atvinnuleit. Patrycja flutti til Íslands fyrir 19 árum, aðeins fimm ára gömul. Þá upplifði ...
Meira

bb.is | 05.05.15 | 13:01VesturVerk fær rannsóknaleyfi fyrir Hvalár og Skúfnavatnavirkjun

Mynd með fréttVesturVerk ehf. (VV) hefur fengið útgefið leyfi Orkustofnunar til rannsókna á Hvalárvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Eins og kunnugt er þá hefur VV unnið að Hvalárvirkjun undanfarin ár en á komandi sumri hefjast undirbúnings rannsóknir vegna virkjunarinnar á Ófeigsfjarðarheiði. Verkfræðistofurnar Verkís ...
Meira

bb.is | 05.05.15 | 10:58Kosið um verkfall innan tveggja vikna

Mynd með fréttVR, Landssamband íslenskra verzlunarmanna ásamt Flóabandalaginu hafa boðað atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun og skipulag verkfallsaðgerða. Félagsmenn hafa verið samningslausir í tvo mánuði og kjaraviðræðum félaganna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Í sameiginlegri tilkynningu stéttarfélaganna segir að viðræður hafi reynst árangurslausar og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli