Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 30.11.15 | 16:56 Amnesty vinnur gegn mannréttindabrotum með bréfamaraþoni

Mynd með frétt Bréfamaraþon Amnesty International verður laugardaginn 5. desember á gangi Edinborgarhússins á Ísafirði, á milli kl. 13 og 16 undir yfirskriftinni, bréf til bjargar. Bréfamaraþonið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að berjast ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 16:04Skellur vann og Skellur tapaði

Mynd með fréttSannkölluð blakveisla fór fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi um helgina. Karla og kvennalið blakdeildar Hamars í Hveragerði lagði land undir fót til að keppa við Skellur á Ísafirði í Íslandsmótinu. Bæði liðin eru nokkuð jöfn að styrkleika, fyrir leik var ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 14:50Rauði krossinn leitar liðsinnis

Mynd með fréttRauði krossinn hefur um árabil veitt aðstoð í formi fataúthlutunar, matar- og fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna. Starf Rauða krossins er víðtækt og aðstoðin í ýmsu formi fyrir jólin til þeirra sem eiga erfitt með að láta enda ná ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 11:57Mjög dregið úr fjárfestingum

Mynd með fréttFjárfestingar Ísafjarðarbæjar verða samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun rétt rúmar 200 milljónir króna. Verulega er dregið úr fjárfestingum frá þessu ári þar sem kostnaður við hjúkrunarheimilið Eyri fór allt að 200 milljónum króna fram úr fjárhagsáætlun. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 09:51Starfshópur um fjarheilbrigðisþjónustu

Mynd með fréttKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu og aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að auka getuna til þess að bjóða landsmönnum, óháð búsetu, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Starfshópurinn er skipaður í samræmi við ályktun þess ...
Meira

bb.is | 30.11.15 | 07:52Fjórðungssambandið krefur stjórnvöld um eftirfylgni

Mynd með fréttStjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga segir það mikil vonbrigði að sérfræðistaða við sjávarflóðarannsóknir hjá Veðurstofunni hafi ekki komið til starfstöðvar þeirra á Ísafirði, en hafði hún frumkvæði að verkefninu og þróaði það í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og sveitarfélögin á Vestfjörðum. Fjórðungssambandið fagnar ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 16:56Fjárhagsáætlun lögð fram – 25 milljóna króna afgangur

Mynd með fréttRekstrarafgangur af samstæðu Ísafjarðarbæjar verður 25 milljónir króna á næsta ári. Tillaga að fjárhagsáætlun 2016 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri mælti fyrir áætluninni. Í máli hans kom fram að veltufé frá rekstri verði ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 15:38Blakveisla um helgina

Mynd með fréttBæði karla og kvennalið Skells spila í 1. deild Íslandsmótsins og um helgina keppa bæði liðin á heimavelli við blaklið Hamars frá Hveragerði. Í kvöld kl. 20:00 og á morgun kl. 11:00 takast karlaliðin á í Íþróttahúsinu á Torfnesi og á ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 14:51Vona að fjárveiting til Norðvesturnefndar sé fordæmisgefandi

Mynd með fréttFjórðungssamband Vestfirðinga samfagnar sveitarfélögum á norðurlandi vestra, með þann árangur sem þau hafa náð í samstarfi við stjórnvöld, um fjárveitingar til uppbyggingar á sviði nýsköpunar, menningar og í heilbrigðisþjónustu landshlutans. En ráðuneytin lögðu fram breytingartillögu um veitingu rúmlega 100 milljóna aukafjármagns ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 11:48Þingmenn vilja kanna flutning á innanlandsfluginu til Keflavíkur

Mynd með fréttNíu þingmenn úr öllum flokki nema Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum vilja að kannað verði að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Þeir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra kanni kosti þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Lagt verði mat á rekstrargrundvöll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli