Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 01.09.15 | 16:55 Nýtt fyrirtæki á Flateyri

Mynd með frétt Úlfar Önundarson hefur nú tekið húsnæði Valþjófs á Flateyri til leigu og hyggst opna þar salthreinsistöð. Hráefnisöflun ætti að vera frekar einföld því í næsta húsi var Fiskvinnsla Flateyrar að opna og þar verður eingöngu unnið í salt. Úlfar mun ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 15:49Siglufjarðarflóðin falla undir viðlagatryggingu ólíkt Ísafjarðarflóðunum

Mynd með fréttMatsmenn frá Viðlagatryggingu Íslands eru komnir til Siglufjarðar að meta tjón á fasteignum og fráveitukerfi bæjarins. Aurskriður féllu á hús og Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og inn í hús á eyrinni, bæði íbúðarhús og aðrar fasteignir. Viðlagatrygging ætlar ekki ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 14:16Þunnur hópur og bitlaus sóknarleikur

Mynd með fréttMeistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur er fallinn í 2. deild eftir tap um síðustu helgi fyrir Fram. Jón Hálfdán Pétursson, þjálfari BÍ/Bol, segir að fótboltasamfélagið á Ísafirði verði að fara í naflaskoðun og ræða hvað sé hægt að gera varðandi aðstöðu til fótboltaiðkunar. „Við ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 13:23Eitt og annað í skoðun hjá Þórsbergi

Mynd með fréttÞórsberg ehf. á Tálknafirði sagði í gær upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Þórsbergi sem var send út í gær kom fram að fyrirtækið hefji ekki aftur störf eftir sumarleyfi en þau hafa staðið yfir í átta vikur. Kanna á ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 10:33Skúrirnar í Fjarðarstræti fái nýtt hlutverk

Mynd með fréttBæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að Ísafjarðarbær kanni og beiti sér fyrir því að bílskúrir við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði fái nýtt hlutverk og verði endurbættar. Sjálfstæðismenn segja að til dæmis mætti huga að því að breyta þeim í vinnustofur og verslunarrými ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 07:54Uppsagnir á Tálknafirði

Mynd með fréttSjávarútvegsfyrirtækið Þórsberg hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum og að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins fer nú í hönd endurskipulagning á rekstrinum. Félagið sem var stofnað árið 1975 hefur áður gengið í gegn um djúpa dali eins og kom fram í frétt BB ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 07:50Höfundarverk Eyvindar kynnt í Skúrinni

Mynd með fréttKynning á höfundarverki Eyvindar P. Eiríkssonar verður á Húsinu þriðjudaginn 8. september. „Við verðum þarna í Skúrinni á Húsinu. Elfar Logi og Anna Sigga ætla að lesa upp og ég líka, svo er aldrei að vita nema ég kveði eitthvað. Svo ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 16:47Óskar eftir svörum um nótaþvottastöð á Þingeyri

Mynd með fréttWouter Van Hoeymissen, formaður hverfisráðs Þingeyrar, hefur óskað eftir svörum frá Ísafjarðarbæ um starfsemi nótaþvottastöðvar á Þingeyri. Fyrirtækin Ísfell og Fiskeldisþjónustan áforma að setja á fót nótaþvottastöð á staðnum og hafa fyrirtækin sótt um lóð í þorpinu. Í bréfi til ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 14:22Rekstrarsamningur Eyrar vikum saman í ráðuneytunum

Mynd með fréttHjúkrunarheimilið Eyri var ekki afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða við athöfn á Eyri í gær eins og búið var að auglýsa. „Framkvæmdastjóri stofnunarinnar afboðaði komu sína daginn áður og gat þess vegna ekki tekið við því. Það verður að benda á að samningsdrög ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 11:48Bjóða Núp til að taka á móti flóttamönnum

Mynd með fréttEigendur Hótels Núps í Dýrafirði hafa boðið Eygló Harðardóttur velferðarráðherra að nýta Núp í Dýrafirði til að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Mikill þungi er í samfélaginu vegna ástandsins í Sýrlandi og á landamærum Evrópu þar sem fjöldi fólks deyr ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli