Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 27.05.16 | 16:56 Hættir eftir sumarið

Mynd með frétt Hafsteinn Vilhjálmsson hefur í áratugi séð vestfirskum verslunum, útgerðum og fleiri aðilum fyrir öllum helstu nauðsynjavörum. Í ágústlok ætlar hann að láta gott heita og að öllu óbreyttu hættir H.V. umboðsverslun rekstri. „Ég hef verið þessum rekstri í 33 ár, eða ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 14:50Menntaskólinn á Ísafirði útskrifar nemendur

Mynd með fréttÚtskrift verður hjá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn. Fer hún fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13. Að þessu sinni útskrifast alls 41 nemandi, einn með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar, einn lýkur prófi af vélvirkjabraut og 31 stúdent ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 11:47Sýnir hverfandi menningu Ísafjarðardjúps

Mynd með fréttHverfandi menning – Djúpið, er nafn á ljósmyndasýningu Þorvalds Arnar Kristmundssonar sem opnaði á dögunum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin gefur innsýn í menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi ásamt þeim stórstígu félagslegu breytingum sem eiga sér nú stað. Hérlendis líkt og ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 09:58Samfylkingin að þurrkast út – framsókn tapar þremur í NV-kjördæmi

Mynd með fréttSamfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 16:56Sýnir ferðafólki bæinn í vetrarham

Mynd með fréttLjósmyndarinn Ágúst Atlason undirbýr nú ljósmyndasýningu þar sem Ísafjörður í vetrarham er sýndur. Myndirnar voru teknar um áramótin 2012-13 í miklum hríðarhvelli er þá skall á bæinn. Ágúst var á ferðinni með myndavélina og segir hann að veturinn sé sinn uppáhalds ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 14:54Vegagerð um Teigskóg gæti hafist á næsta ári

Mynd með fréttVegamálastjóri vonast til að hin umdeilda vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði verði boðin út fyrir áramót og að endurskoðun umhverfismats ljúki í sumar. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í frétt á Vísi segir að deilurnar ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 11:48Reynslunni ríkari að loknu spennandi ævintýri

Mynd með fréttÍ vikuviðtali Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við fjögur hress bolvísk ungmenni sem síðustu tvö árin hafa tekið þátt í miklu ævintýri, ungmennaskiptiprógrammi á vegum Erasmus+ áætlunarinnar. Þetta eru þau Emil Uni Elvarsson, Karólína Sif ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 09:58Fjöruperlur á ferð og flugi

Mynd með fréttKristín Þórunn Helgadóttir, konan á bak við Fjöruperlurnar, hefur opnað færanlega sölubúð sem hún trillar með á höfnina þegar skemmtiferðaskip leggja að bryggju á Ísafirði. Giddý, líkt og hún er yfirleitt kölluð, segir þetta einskæra tilraunastarfsemi sem hafi fæðst í kjölfar ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 07:53Einstök steinsög á landsvísu

Mynd með fréttFramkvæmdir í Mjólkárvirkjun sem hófust í haust eru vel á veg komnar. Gert er ráð fyrir að ný 3 MW vél verði tekin í notkun í ágúst á þessu ári og leysi af hólmi tæplega sextíu ára gamla vél. Uppsetning á ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 07:52Líkti kórfélögunum við bilaða sekkjapípu

Mynd með fréttÁ Bleikt.is er að finna skemmtilega áskorun sem hluti Fjallabræðra tók þátt í á dögunum ásamt söngvaranum Sverri Bergmann. Áskorunum var í formi tónhækkunar sem kórfélagarnir voru ekki meðvitaðir um þegar þeir lögðu af stað inn í lagið. Lesa má úr ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli