Frétt

bb.is | 19.05.2012 | 11:21BÍ/Bolungarvík mætir Breiðabliki

Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
Sölvi G. Gylfasson lék lykihlutverk í leik liðanna á síðasta ári. Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson.
BÍ/Bolungarvík drógst á móti Breiðabliki í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli 6. eða 7. júní og geta Blikar þá náð fram hefndum en eins og kunnugt er sló lið BÍ/Bolungarvíkur þá grænklæddu út í 16 liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Þá voru Blikar ríkjandi Íslandsmeistarar og því þótti sigur BÍ/Bolungarvíkur óvæntur.

Leiknum í fyrra lauk með 4-1 sigri BÍ/Bolungarvíkur, en þeir skoruðu þrjú mörk í framlengingu. Innkoma Sölva G. Gylfasonar reið baggamuninn í þeim leik, en hann kom inná þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma og skoraði tvö mörk.

Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 32-liða úrslitum má nefna leik ÍA og KR sem fer fram á Skipaskaga, og suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur.

gudmundur@bb.is

bb.is | 01.07.16 | 07:46 Bæjarfulltrúi fær heillaóskir að utan vegna EM

Mynd með frétt Heillaóskir berast að utan til íslendinga frá erlendum vinum, kunningjum og samstarfsfólki vegna velgengis íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar er ein þeirra sem hefur fengið hlýjar kveðjur. Henni barst bréf frá ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 16:49Mótmæla harðlega lokun heilsugæslu

Mynd með fréttSveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mótmælir harðlega lokun heilsugæslu í Tálknafirði og Bíldudal á sumarmánuðum, að því er fram kemur í bókun á fundi sveitarstjórnarinnar. „Ekki verður séð hver eru rök fyrir umræddri lokun né hefur sveitarstjórn verið kynnt málið. Þegar Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar var ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 15:50Markaðsstemning tekur völdin í Bolungarvík

Mynd með fréttFyrsta helgi júlímánaðar er ein af stærstu ferðahelgum ársins á landinu og ekki ættu Vestfirðingar að fara varhluta af því, enda mikið um að vera í fjórðungnum um helgina. Meðal viðburða er hin margfræga Markaðshelgi í Bolungarvík sem hefst í dag. ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 14:50Hamingjugenið í fólgið í þakklætinu

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem dreift er í hús á norðanverðum Vestfjörðum í dag er að finna viðtal við Auði Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing á Ísafirði, en hún hefur í gegnum störf sín við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða komið inn í líf fjölmargra Vestfirðina. ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 13:24Furðufuglar og náttúrubörn leika sér á Ströndum

Mynd með fréttMikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík, sem haldnir verða um helgina. Í dag verður Náttúrubarnaskólinn sem rekinn er innan vébanda safnsins með námskeið með hamingjuþema fyrir börn á öllum aldri. Á Hamingjudögum ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 11:51Sæmdir heiðursmerkjum HSV

Mynd með fréttFimm manns voru sæmdir gull- og silfurmerkjum Héraðssambands Vestfirðinga á ársþingi sambandsins í maí fyrir ötult starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Gullmerki fengu Jens Kristmannson og Tryggvi Sigtryggsson. Jens hefur sinnt ýmsum íþróttastörfum hjá Ísafjarðarbæ. „Hann hefur verið iðkandi, þjálfari, fararstjóri, dómari, ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 09:50„Knattspyrnuaðstaða á NV Vestfjörðum ekki í lagi“

Mynd með fréttGuðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Héraðsambands Vestfirðinga, veltir fyrir sér hvort hagnaður KSÍ vegna góðs gengis íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi geti mögulega hjálpað til við að láta draum margra hér á norðanverðum Vestfjörðum um fjölnota hús í Ísafjarðarbæ ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 09:01Ólafur Arnalds í Önundarfirði

Mynd með fréttTónlistarmaðurinn og tónskáldið Ólafur Arnalds var staddur í Önundarfirði í vikunni þar sem tökur fóru fram á verkefni hans, tónlistarmynd sem ber heitið Island Songs. Hróður Ólafs Arnalds hefur farið vaxandi frá því að hann gaf út sína fyrstu plötu árið ...
Meira

bb.is | 30.06.16 | 07:505 ára deild verður í kjallara TÍ

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að ný leikskóladeild sem opna mun á haustmánuðum í kjallara húsnæðis Tónlistarskólans á Ísafirði verði deild fyrir fimm ára börn. Fjórar leiðir voru teknar til skoðunar áður en endanleg ákvörðun var tekin: ungbarnadeild, 5 ára deild, blönduð 4-5 ...
Meira

bb.is | 29.06.16 | 16:49Dýrafjarðardagar um helgina

Mynd með fréttHin árlega gleði- og bæjarhátíð Dýrafjarðardagar verður haldin um helgi komandi, dagana 1.-3.júlí. Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi líkt og undanfarin ár. Börnin geta farið í hoppikastala, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu og á laugardeginum keppt í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli