Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 01.09.15 | 07:50 Höfundarverk Eyvindar kynnt í Skúrinni

Mynd með frétt Kynning á höfundarverki Eyvindar P. Eiríkssonar verður á Húsinu þriðjudaginn 8. september. „Við verðum þarna í Skúrinni á Húsinu. Elfar Logi og Anna Sigga ætla að lesa upp og ég líka, svo er aldrei að vita nema ég kveði eitthvað. Svo ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 16:47Óskar eftir svörum um nótaþvottastöð á Þingeyri

Mynd með fréttWouter Van Hoeymissen, formaður hverfisráðs Þingeyrar, hefur óskað eftir svörum frá Ísafjarðarbæ um starfsemi nótaþvottastöðvar á Þingeyri. Fyrirtækin Ísfell og Fiskeldisþjónustan áforma að setja á fót nótaþvottastöð á staðnum og hafa fyrirtækin sótt um lóð í þorpinu. Í bréfi til ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 14:22Rekstrarsamningur Eyrar vikum saman í ráðuneytunum

Mynd með fréttHjúkrunarheimilið Eyri var ekki afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða við athöfn á Eyri í gær eins og búið var að auglýsa. „Framkvæmdastjóri stofnunarinnar afboðaði komu sína daginn áður og gat þess vegna ekki tekið við því. Það verður að benda á að samningsdrög ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 11:48Bjóða fram Núp til að taka á móti flóttamönnum

Mynd með fréttEigendur Hótels Núps í Dýrafirði hafa boðið Eygló Harðardóttur velferðarráðherra að nýta Núp í Dýrafirði til að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Mikill þungi er í samfélaginu vegna ástandsins í Sýrlandi og á landamærum Evrópu þar sem fjöldi fólks deyr ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 10:31Eyri formlega afhent

Mynd með fréttOpið hús var á hjúkrunarheimilinu Eyri í gær og bygginganefnd Eyrar afhenti Ísafjarðarbæ formlega húsið. Hundruð Ísfirðinga mættu á opnunina og skoðuðu húsakynnin sem eru hin glæsilegustu. Sigurður Pétursson, formaður bygginganefndar rakti tildrög þess að hjúkrunarheimilið var byggt en um árabil ...
Meira

bb.is | 31.08.15 | 07:50Varmadælur ódýrasti virkjunarkosturinn

Mynd með fréttMögulegt er tæknilega að setja upp stórar varmadælur í veitukerfi átta þéttbýlisstaða sem nú nota ótryggða raforku til að kynda upp vatnið. Með því mætti spara orku sem svarar til 15 MW vatnsaflsvirkjunar. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 16:56Gjöf til Vesturafls

Mynd með fréttÁ dögunum var geðræktarmiðstöðinni Vesturafli færð forláta tölva að gjöf frá MND félaginu, Snerpu og Gauja. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins kom að máli við nafna sinn Þorsteinsson á Ísafirði og þeir í sameiningu og í félagi við Snerpu fjárfestu ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 12:58Togarar í vari undir Grænuhlíð

Mynd með fréttÁgúst er ekki á enda þó veðurfarið gefi annað til kynna og sést það best á að togarar liggja í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi, sem er afar óvenjulegt á þessum árstíma sem þrátt fyrir allt á að teljast til sumars. ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 10:31Allt á floti í Árneshreppi

Mynd með frétt„Þetta er alveg ógeðslegt helvíti. Það er allt gjörsamlega komið á flot,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði um úrhellið síðasta sólarhringinn eða svo. Splunkunýtt slitlag í Norðurfirði er farið í sundur og eins og sjá má á meðfylgjandi ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 09:44Snjóar í fjöll

Mynd með fréttÞað snjóaði í fjöll í morgun, fyrsti snjórinn í vetur. Mörgum þykir þetta fullsnemmt, sérstaklega í ljósi þess að sumarið hefur verið bæði í styttra og kaldara lagi. Alltaf verða menn frekar hissa og telja þetta vera óvenju snemmt. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli