Frétt

27.08.16 Rjómaballið

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 25.08.16 | 11:45 3,7 milljarðar fyrir helmingshlut

Mynd með frétt Eins og greint var frá í gær hefur Norway Royal Salmon keypt helmingshlut í fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem í daglegu tali kallast Dýrfiskur. Kaupin eru í formi hlutafjáraukningar upp á 3,7 milljarða króna, en kaupin voru tilkynningarskyld í Kauphöllinni i Osló. ...
Meira

bb.is | 25.08.16 | 09:37Strandveiðarnar standa undir búskapnum

Mynd með fréttGuðlaugur Ágústsson fluttist aftur heim að Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi fyrir röskum áratug síðan. Hann er með 300 kindur og gerir út trillu á strandveiðum. Veiðarnar eru veruleg búbót og hann segir í viðtali í Bændablaðinu að án strandsveiðanna væri ...
Meira

bb.is | 25.08.16 | 07:46Flókin staða

Mynd með fréttSjómenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga felldu kjarasamning félagsins við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í síðustu viku. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir stöðuna í kjaraviðræðum vera viðkvæma og stöðuna flókna. Deiluaðilar hittust hjá ríkissáttasemjara á mánudag og annar fundur er á ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 16:48Steikin mætt af eigin rammleik

Mynd með fréttGómsætt grasið í görðum Flateyringa hefur mikið aðdráttarafl fyrir fjórfætta Önfirðinga og flykkjast þeir í blómabreiðurnar og þær stöku hríslur sem Flateyringar hafa af miklu harðfylgi komið til manns. Samkvæmt heimildum bb.is hafa girðingaviðgerðarmenn unnið hörðum höndum í sumar en þeim ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 15:50Opið fyrir umsóknir um menningarstyrki

Mynd með fréttÍsafjarðarbær óskar eftir umsóknum um styrki til menningarmála, síðari úthlutun ársins 2016. Við fyrri úthlutun veitti Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar 750.000 krónur, þar fékk Ómar Smári Kristinsson 125.000.- vegna teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, Edinborgarhúsið fékk sömu upphæð ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 14:50Vestnorrænn stuðningur við Systur

Mynd með fréttLilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á mánudaginn. Ráðið samþykkti tillöguna og mun hún verða til að greiða fyrir áformum Systra um ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 13:23Skútan var að koma frá Grænlandi

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum ætlar ekki að veita frekari upplýsingar að sinni um atburðina á Suðureyri í nótt þegar sérsveitin var kölluð til aðstoðar vegna deilna skipverja á erlendri skútu. Einn skipverjinn hafði hótað að beita skotvopni í deilum milli áhafnarinnar. Aðspurður ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 11:4757 milljónir til „Brothættra byggða“

Mynd með fréttByggðastofnun hefur veitt styrki að upphæð 57 milljónir kr. til verkefna innan „Brothættra byggða“. Verkefnið „Brothættar byggðir“ tekur nú til sjö svæða á landinu. Á hverju svæði hafa verið veittir styrkir til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna. Tekið er mið af ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 09:54Norðmenn kaupa í Arctic Fish

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur í dag gengið frá sölu á hlutafé til nýs hluthafa og samstarfsaðila, Norway Royal Salmon (NRS). Upphaflegu hluthafar fyrirtækisins, Bremesco og Novo ehf. munu áfram vera hluthafar og NRS mun með aukningu á eigin fé eignast helming ...
Meira

bb.is | 24.08.16 | 09:26Sérsveitin kölluð til Suðureyrar

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum kallaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna ágreining hjá áhöfn á erlendri skútu sem liggur við bryggju á Suðureyri. Laust fyrir kl. hálf þrjú í nótt barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um ágreining hjá áhöfninni, en um borð voru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli