Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 01.08.14 | 07:40 Séreignarlífeyrinn fái að lifa áfram

Mynd með frétt Sérfræðingahópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða leggst alfarið gegn þeim hugmyndum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála að heimild til að nýta séreignarsparnað til húsnæðisöflunar verði gerð varanleg. Þetta segir í áliti sérfræðingahópsins sem var gert opinbert í vikunni. Í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 16:47Búðin okkar í Súðavík lokar

Mynd með fréttVerslunin Búðin okkar í Súðavík hættir rekstri eftir daginn í dag. Hjónin Axel Baldvinsson og Halldóra Pétursdóttir, tóku við rekstri Víkurbúðarinnar í Súðavík í október á síðasta ári hafa rekið verslunina síðan undir nafni Búðarinnar okkar. Þá hafa þau einnig séð ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 14:48Biðstofa fyrir Grænland

Mynd með fréttÞegar líður á júlí mánuð fjölgar þeim seglbátum í Ísafjarðarhöfn sem eru að bíða færis til að sigla yfir sundið til Grænlands. Hafísinn við austurströnd Grænlands verður gisnari þegar kemur fram á sumar og að jafnaði verður fært fyrir báta í ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 13:02Mjög gott ástand á lundanum í Vigur

Mynd með fréttNáttúrustofa Suðurlands hefur birt frumniðurstöður úr tveimur hringferðum um landið þar sem ástand lundastofnsins var kannað. Farið var á tólf lundabyggðir. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrstofu Suðurlands, segir ástand lundans í Vigur mjög gott og hafi verið það lengi. ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 10:51Afar brýnt að endurskoða sameiningar

Mynd með fréttElsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er afar ósátt við sameiningar heilbrigðisstofnana í kjördæminu og segir brýnt að endurskoða þær í samvinnu við heimafólk. Í grein á bb.is segir hún að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hafi tekið þessa ákvörðun einhliða ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 09:20Mýrarboltinn tíu ára

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta hefur verið haldið á Ísafirði frá árinu 2004 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Eins og undanfarin ár fer það fram um verslunarmannahelgina og er orðið einn af helstu viðburðum helgarinnar sem trekkir að gesti í ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 07:39Skrúðganga gömlu dráttarvélanna

Mynd með fréttGauti Eiríksson frá Stað í Reykhólasveit tók upp myndskeið af ýmsum viðburðum á Reykhóladögum og setti á YouTube. Hér fyrir neðan er tengill á eitt þeirra, hópakstur gömlu dráttarvélanna um Reykhólaþorp með jeppa björgunarsveitarinnar Heimamanna í broddi fylkingar og lögreglubíl á ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 16:46Lagaheimildir skemmtiskipaútgerða til landtöku kannaðar

Mynd með fréttLandhelgisgæslan kannar nú lagalega hlið þess að skipverjar á skemmtiferðaskipum séu farnir að stunda útsýnissiglingar á léttabátum skipanna sjálfra og hleypa ferðamönnum af skipunum á land, meðal annars í friðlönd. Talin er hætta á slysum þar sem enginn kunnugur Íslendingur er ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 14:47Heilsársakstur milli Ísafjarðar og Hólmavíkur

Mynd með fréttFjórðungssamband Vestfirðinga og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf., hafa undirritað samning um akstur á sérleyfinu milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Engar áætlunarferðir hafa verið á þessari leið frá því í ágúst á síðasta ári. Fjórðungssambandið auglýsti í byrjun mánaðarins eftir aðilum með fólksflutningaleyfi og ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 13:01Gylfi dæmir úrslitaleiki mýrarboltans

Mynd með fréttMótsstjórnendur Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta hafa náð samkomulagi við Gylfa Orrason knattspyrnudómara um að hann dæmi úrslitaleiki mýrarboltans í kvenna- og karlaflokki. Gylfi er landsþekktur knattspyrnudómari. Jóhann Bæring Gunnarsson, forseti Mýrarboltafélags Íslands, segir að samkomulagið sé mikill hvalreki fyrir mýrarboltahreyfinguna ekki síður ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli