Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 30.09.14 | 10:52 Stýra konur búsetuvali?

Mynd með frétt Kjör kvenna og áhugamál þeirra voru áberandi á byggðaráðstefnunni sem haldin var á Patreksfirði 19. og 20. september. Þar var því m.a. haldið fram að skólamál, þjónusta við aldraðra og aðgengi að þjónustu, skiptu konur meira máli en karla. Mariann Villa ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 09:20Misræmi milli samfélags og skóla

Mynd með fréttRagnar Þór Pétursson, sérfræðingur í skólaþróun, heimsótti skólana í Ísafjarðarbæ í síðustu viku og var tilgangurinn með komu hans að hjálpa kennurum að stilla saman skólaþróun og nýja tækni. Ragnar, hefur starfað sem kennari frá árinu 1996 en starfar í dag ...
Meira

bb.is | 30.09.14 | 07:38Sjávarbyggð er ekki bara sjávarbyggð

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða átti frumkvæði að byggðaráðstefnu sem haldin var á Patreksfirði dagana 19. og 20. september síðastliðinn. Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun voru einnig aðstandendur ráðstefnunnar og Byggðastofnun hefur ákveðið að halda samskonar ráðstefnu aftur að ári og þá á Breiðdalsvík. ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 16:45Skipstjóri og vélstjóri og kokkur

Mynd með fréttSigurður Jónsson á Ísafirði (Búbbi) er nýkominn frá Grænlandi á skútu sinni Auroru, sem siglir með ferðahópa bæði hér við land og við austurströnd Grænlands. „Já, við vorum þar í tæpa tvo mánuði. Þetta er orðið nokkuð fast prógramm á hverju ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 14:50Hrein og klár aðför að öllum lífeyrisþegum

Mynd með frétt„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja varðandi þetta mál, þetta er svo dæmalaust,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vestfirðinga, varðandi fyrirhugaðar skerðingar á réttindum þeirra sem fá örorkulífeyri. „Til þess að jafna örorkubyrði ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 13:01Fær innblástur frá Íslandi

Mynd með fréttMyndlistarkonan Jean Larson er ein fjölmargra sem eiga hús á Flateyri til að dvelja þar hluta úr ári. Jean er frá Michigan í Bandaríkjunum og á auk þess hús á fleiri stöðum í heiminum. Hún segir að þegar hún kemur til ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 10:51Miklar mannabreytingar hjá BÍ/Bol

Mynd með fréttMiklar mannabreytingar verða hjá meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur á næsta keppnistímabili. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins lætur af störfum eftir þriggja ára veru með liðið sem og aðstoðarmaður hans, Ásgeir Guðmundsson. Samningur Jörundar Áka rann út eftir tímabilið og í tilkynningu frá BÍ/Bol ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 09:19Hæstiréttur sýknar Reykhólahrepp

Mynd með fréttHæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 24. október 2013, þar sem Reykhólahreppur var sýknaður af öllum kröfum Gylfa Þórs Þórissonar. Gylfi Þór stefndi hreppnum vegna meintrar ólögmætrar riftunar á ráðningu hans í stöðu sveitarstjóra árið 2010 og krafðist liðlega ...
Meira

bb.is | 29.09.14 | 07:37Líkamsrækt og félagsmiðstöð

Mynd með frétt„Haustið fer óvenju vel af stað og það er mikil aukning,“ sagði Stefán Dan Óskarsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Studio Dan á Ísafirði þegar bb.is spurði hann hvort fólk færi farið að mæta í ræktina eftir sumarið. „Við erum mjög sátt því það ...
Meira

bb.is | 28.09.14 | 10:37Þjálfar hunda fyrir blinda og sjónskerta

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Drífa Gestsdóttir býr og starfar á Hvanneyri við þjálfun leiðsöguhunda fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Miðstöðin útvegar leiðsöguhunda samkvæmt reglum um hjálpartæki og hefur það markmið að útvega tvo hunda á ári. Hundarnir eru bæði ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli