Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 22.07.16 | 16:52 Heilsusamleg helgi í Súðavík

Mynd með frétt Gönguhelgi í Súðavík fer fram um verslunarmannahelgina og eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir í boði. Þetta mun vera samvinnuverkefni Súðavíkurhrepps, göngufélags Súðavíkur, gönguklúbbsins Vesens og vergangs og Eyvindar ehf. Dagskráin hefst fimmtudaginn 28. júlí og stendur fram á sunnudaginn 1. ágúst. Það ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 15:50Fjörið á Tálknafirði hefst í dag

Mynd með fréttBæjarhátíðin Tálknafjör á Tálknafirði hófst í gær en hátíðin er 10 ára í ár. Í dag verður keppt um Branson bikarinn á fótboltamóti hátíðarinnar klukkan 17 og klukkan 21 verður hægt að ylja sér við brennuna á Naustatanga og gæða sér ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 15:15Rækjuverð lækkar

Mynd með fréttVerð á frosinni og pillaðri rækju hefur fallið talsvert frá því um mitt ár 2015 en þá var verðið að vísu óvenju hátt. Bretland er ráðandi markaður fyrir pillaða rækju og eru rúm 65% magnsins flutt þangað. Framboð á heitsjávarrækju ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 14:49Sjö dagana sæla með Skúla mennska

Mynd með fréttSöngvaskáldið síkáta Skúli mennski byggir sér bækistöð í Tjöruhúsinu á Ísafirði og flytur þar valdar perlur frá eigin ferli, smellna slagara og sjaldgæfa safíra á hverju kvöldi um vikuskeið, frá og með sunnudagskvöldinu næsta. Tilefnið er ástin, listin, gleðin og lífið ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 13:23Hringflauta á Flateyri

Mynd með fréttAlþjóðlegur hópur tónlistarmanna dvelur nú á Flateyri og æfir nýtt tónverk á afar sérstakt hljóðfæri en það er sérsmíðuð hringflauta. Á flautuna spila fjórir flautuleikarar í einu og gefst áheyrendum kost á að standa inn í miðjum hringnum, inn í sjálfu ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 11:49Veiðigjöld gætu margfaldast með uppboði

Mynd með fréttEf færeyskt verð fengist fyrir allan kvóta á Íslandi gæfi það um 83 milljarða króna árlega í ríkiskassann. Þetta kemur fram í úttekt Gunnars Smára Egilssonar í Fréttatímanum í gær. Fyrir tíu dögum hófu Færeyingar uppboð á kvóta úr deilistofnum og ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 09:50Vegleg og safarík dagskrá á Act alone

Mynd með fréttBúið er að kunngjöra dagskrá Act alone einleikjahátíðarinnar og er hún vegleg og safarík að vanda. Eins og síðustu ár fer hátíðin fram á Suðureyri og verður allt þorpið undirlagt dagana 11. til 13. ágúst. Enginn aðgangseyrir er innheimtur á viðburði ...
Meira

bb.is | 22.07.16 | 08:22Sekta fyrir leyfislausar Airbnb-íbúðir

Mynd með fréttRíkisskattstjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa látið til skarar skríða gegn Airbnb leiguíbúðum sem ekki eru með leyfi. Greint er frá því á Vísi í gær að fulltrúar frá embættunum skoðuðu fimmtíu íbúðir og reyndust 80 prósent þeirra ekki vera með ...
Meira

bb.is | 21.07.16 | 16:49„Hún virðist slá í gegn hvert sem hún fer“

Mynd með fréttSunddrottningin Kristín Þorsteinsdóttir hafnaði í fimmta sæti í 50 metra baksundi á síðasta keppnisdegi sínum á DSISO heimsmeistaramótinu sem fer fram í Flórens á Ítalíu. Mjög heitt var þennan dag enda ákvað mótstjórn að seinni hluta greinarinnar þann daginn yrði seinkað ...
Meira

bb.is | 21.07.16 | 15:50„Friðland og laxeldi fer ekki saman“

Mynd með fréttÞað er með ólíkindum að forsvarsmenn fyrirtækis sem byggir allt sitt á varfærinni umgengni við náttúruna sæki um laxeldisleyfi í Jökulfjörðum, segir Jakob Falur Garðarsson í grein í Viðskiptablaðinu. Arnarlax ehf. á Bíldudal tilkynnti í vor að fyritækið stefni á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli