Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 30.05.16 | 16:54 Sólveig María dux scholae

Mynd með frétt Það var glæsilegur nemendahópur sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni brautskráðust 41 nemandi; 1 nemandi með diplómu í förðunarfræði, 8 vélstjórar með A-réttindi, 1 af vélvirkjabraut og 31 stúdent. Auk þess ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 14:27Hótar bænum málsókn

Mynd með fréttHestamannafélagið Hending fer fram á að Ísafjarðarbæ greiði 84 milljónir kr. í bætur fyrir reiðvöll félagsins í Hnífsdal. Reiðvöllurinn og önnur aðstaða félagsins á Búðartúni í Hnífsdal fór undir framkvæmdasvæði Bolungarvíkurganga. Í bréfi til bæjarráðs segir Marinó Hákonarson, formaður Hendingar, að ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 11:48Mugison á sumarvertíð

Mynd með fréttÖrn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison hefur haldið suður á bóginn á sumarvertíð, en hann mun vera með tónleikaröð í Kassanum í Reykjavík í sumar. Fyrstu tónleikarnir voru á föstudagskvöld og mun hann spila í Kassanum öll fimmtudags-, föstudags-, ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 09:47Arnarlax og Fjarðalax stefna að sameiningu

Mynd með fréttArnarlax og Fjarðalax hafa skrifað undir samning um sameiningu félaganna undir nafni Arnarlax. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi fyrir lok júní. Samhliða mun Salmar, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, koma með afgerandi hætti inn í hluthafahóp Arnarlax og ...
Meira

bb.is | 30.05.16 | 07:50Götusópurinn á ferðinni

Mynd með fréttGötusópurinn er á ferðinni í Ísafjarðarbæ þessa dagana að sópa burtu vetrinum og flikka upp á umhverfið í bæjunum. Eitthvað hrjáði sópinn góða í vikunni, á háanna tíma, sem gerði það að verkum að vorverk hans töfðust ögn, en hann er ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 16:56Hættir eftir sumarið

Mynd með fréttHafsteinn Vilhjálmsson hefur í áratugi séð vestfirskum verslunum, útgerðum og fleiri aðilum fyrir öllum helstu nauðsynjavörum. Í ágústlok ætlar hann að láta gott heita og að öllu óbreyttu hættir H.V. umboðsverslun rekstri. „Ég hef verið þessum rekstri í 33 ár, eða ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 14:50Menntaskólinn á Ísafirði útskrifar nemendur

Mynd með fréttÚtskrift verður hjá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn. Fer hún fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13. Að þessu sinni útskrifast alls 41 nemandi, einn með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar, einn lýkur prófi af vélvirkjabraut og 31 stúdent ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 11:47Sýnir hverfandi menningu Ísafjarðardjúps

Mynd með fréttHverfandi menning – Djúpið, er nafn á ljósmyndasýningu Þorvalds Arnar Kristmundssonar sem opnaði á dögunum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin gefur innsýn í menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi ásamt þeim stórstígu félagslegu breytingum sem eiga sér nú stað. Hérlendis líkt og ...
Meira

bb.is | 27.05.16 | 09:58Samfylkingin að þurrkast út – framsókn tapar þremur í NV-kjördæmi

Mynd með fréttSamfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu ...
Meira

bb.is | 26.05.16 | 16:56Sýnir ferðafólki bæinn í vetrarham

Mynd með fréttLjósmyndarinn Ágúst Atlason undirbýr nú ljósmyndasýningu þar sem Ísafjörður í vetrarham er sýndur. Myndirnar voru teknar um áramótin 2012-13 í miklum hríðarhvelli er þá skall á bæinn. Ágúst var á ferðinni með myndavélina og segir hann að veturinn sé sinn uppáhalds ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli