Frétt

bb.is | 27.09.2011 | 16:21Sturtuhrekkurinn endaði á MTV

Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Það kom hrekkjusvínunum í opna skjöldu hversu mikla athygli hrekkurinn hlaut.
Hrekkur sem framkvæmdur var í Breiðavík við Látrabjarg í fyrrasumar hefur fengið mikla athygli. Til að mynda keypti MTV sýningarrétt af myndbandinu ásamt annarri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum „Ég veiddi ál með syni mínum og greip tækifærið að gera smá hrekk. Síðan settum við þetta inn á YouTube til að geta deilt þessu með starfsfólkinu á Breiðavík en síðan fóru okkur að berast ýmsir póstar þar sem myndbandið vakti svo mikla athygli og að lokum hafnaði það á MTV,“ segir Atli Snær Keransson.

Hann segir að það hafi komið þeim sem stóðu að hrekknum verulega á óvart hversu mikla athygli myndbandið hlaut. „Það átti enginn von á að þetta færi á svona mikið flug. Við vorum að horfa á MTV í sumar og rákum upp stór augu þegar við sáum sjálf okkur í sjónvarpinu.“ Aðspurður segir hann að það sé ekki fyrirhugað að leggja fyrir sig að koma hrekkjum sínum á framfæri. „En það hefur alltaf loðað við fólkið heima á Breiðavík að fólki sé strítt og það er örugglega ekkert að fara að hætta.

Sturtuhrekkurinn á YouTube

thelma@bb.is

bb.is | 16.09.14 | 16:45 Breytingar hjá MS á Ísafirði

Mynd með frétt Innan skamms verður allur akstur á mjólk á Vestfjörðum á hendi starfsstöðvar MS á Ísafirði. Lúðvík Hermannsson, mjólkurbússtjóri MS í Búðardal, segir starfsstöðina styrkjast við þessar breytingar. Frá því að mjólkurvinnslu var hætt á Ísafirði fyrir þremur árum, hefur tankbíll komið ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 14:50Fjarskiptasjóður komi að hringtengingu

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir það stór tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hafi falið Fjarskiptasjóði að styrkja hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fjarskiptamál á Vestfjörðum voru til umræðu í gær og var Hanna Birna til svara. „Til þessa hefur ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 13:01Fjarskiptamál Vestfirðinga rædd á Alþingi

Mynd með fréttLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hóf umræðu í gær um ástand fjarskiptamála á Vestfjörðum. Til svara var Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Krafa Vestfirðinga um hringtengingu ljósleiðara er skýr og hefur komið fram hjá þingmönnum, sveitarstjórnarmönnum, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og almenningi. Með hringtengingu ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 10:55Skipulagsstofnun hafnar nýrri veglínu um Teigsskóg

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur hafnað nýrri tillögu að veglínu um Teigsskóg í Þorskafirði. Vegagerðin hafði lagt til svokallaða Þ-H leið um norðanverðan Þorskafjörð. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar segir að leið Þ-H fylgi að verulegi leyti veglínu sem Skipulagsstofnun hafði áður hafnað, svonefndri B-leið. Með ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 09:24Fjármálaráðherra setur kjarasamninga í uppnám

Mynd með fréttBreytingar á virðisaukaskattþrepum hækkar vísitölu neysluverðs um 0,55% og valda hækkunum á verðtryggðum lánum. Starfsgreinasamband Íslands hélt formannafund á Ísafirði í síðustu viku og var nýju fjárlagafrumvarpi mótmælt harðlega og það sagt aðför ríkisstjórnarinnar gegn atvinnulausum og tekjulágum. Starfsgreinasambandið segir að ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 07:42Varnargarðarnir vígðir

Mynd með fréttVígsluathöfn vegna snjóflóðavarna undir Traðarhyrnu í Bolungarvík fer fram kl. 15 á laugardag. Um er að ræða stutta vígsluathöfn undir miðjum stærri varnargarðinum af tveimur, þar sem hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Við vígsluna mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 16:46Fagna hálfrar aldar afmæli

Mynd með fréttTónlistarskólinn í Bolungarvík fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Af því tilefni hefur verið ákveðið að halda tónleika og dansleik á laugardag. Skemmtunin er einnig hugsuð sem fjáröflun fyrir skólann sem hefur fest kaup á Kawai flygli. Skólastjóri skólans ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 14:51Lesið upp úr laumumiðunum

Mynd með fréttHaustin eru sá tími sem margir fermingarhópar hittast í heimahögunum. Um síðustu helgi voru a.m.k. þrír fermingarhópar samankomnir á Ísafirði, m.a. fermingarhópur frá árinu 1974 sem hélt upp á 40 ára fermingarafmæli sitt. Um var að ræða 1960 árganginn sem var ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 13:02Lyfsali ákærður fyrir skjalafals og brot gegn lyfjalögum

Mynd með fréttLögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært Jónas Þór Birgisson, lyfsala á Ísafirði, fyrir brot gegn lyfjalögum og skjalafals. Jónasi Þór er gefið að sök að hafa í tvígang afgreitt og afhent lyfseðilsskyld lyf á grundvelli tveggja símalyfseðla frá lyfjaversluninni Lyfju á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 10:54HG tólfta kvótamesta útgerðin

Mynd með fréttHraðfrystihúsið - Gunnvör hf., í Hnífsdal er í tólfta sæti á lista yfir 100 kvótahæstu útgerðir landsins. HG á 11.854 þorskígildistonna kvóta sem er 2,77% af heildarþorskígildum á Íslandi. Aðrar vestfirskar útgerðir á listanum eru Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli