Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 16.09.14 | 16:45 Breytingar hjá MS á Ísafirði

Mynd með frétt Innan skamms verður allur akstur á mjólk á Vestfjörðum á hendi starfsstöðvar MS á Ísafirði. Lúðvík Hermannsson, mjólkurbússtjóri MS í Búðardal, segir starfsstöðina styrkjast við þessar breytingar. Frá því að mjólkurvinnslu var hætt á Ísafirði fyrir þremur árum, hefur tankbíll komið ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 14:50Fjarskiptasjóður komi að hringtengingu

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir það stór tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hafi falið Fjarskiptasjóði að styrkja hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fjarskiptamál á Vestfjörðum voru til umræðu í gær og var Hanna Birna til svara. „Til þessa hefur ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 13:01Fjarskiptamál Vestfirðinga rædd á Alþingi

Mynd með fréttLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hóf umræðu í gær um ástand fjarskiptamála á Vestfjörðum. Til svara var Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Krafa Vestfirðinga um hringtengingu ljósleiðara er skýr og hefur komið fram hjá þingmönnum, sveitarstjórnarmönnum, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og almenningi. Með hringtengingu ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 10:55Skipulagsstofnun hafnar nýrri veglínu um Teigsskóg

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur hafnað nýrri tillögu að veglínu um Teigsskóg í Þorskafirði. Vegagerðin hafði lagt til svokallaða Þ-H leið um norðanverðan Þorskafjörð. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar segir að leið Þ-H fylgi að verulegi leyti veglínu sem Skipulagsstofnun hafði áður hafnað, svonefndri B-leið. Með ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 09:24Fjármálaráðherra setur kjarasamninga í uppnám

Mynd með fréttBreytingar á virðisaukaskattþrepum hækkar vísitölu neysluverðs um 0,55% og valda hækkunum á verðtryggðum lánum. Starfsgreinasamband Íslands hélt formannafund á Ísafirði í síðustu viku og var nýju fjárlagafrumvarpi mótmælt harðlega og það sagt aðför ríkisstjórnarinnar gegn atvinnulausum og tekjulágum. Starfsgreinasambandið segir að ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 07:42Varnargarðarnir vígðir

Mynd með fréttVígsluathöfn vegna snjóflóðavarna undir Traðarhyrnu í Bolungarvík fer fram kl. 15 á laugardag. Um er að ræða stutta vígsluathöfn undir miðjum stærri varnargarðinum af tveimur, þar sem hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Við vígsluna mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 16:46Fagna hálfrar aldar afmæli

Mynd með fréttTónlistarskólinn í Bolungarvík fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Af því tilefni hefur verið ákveðið að halda tónleika og dansleik á laugardag. Skemmtunin er einnig hugsuð sem fjáröflun fyrir skólann sem hefur fest kaup á Kawai flygli. Skólastjóri skólans ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 14:51Lesið upp úr laumumiðunum

Mynd með fréttHaustin eru sá tími sem margir fermingarhópar hittast í heimahögunum. Um síðustu helgi voru a.m.k. þrír fermingarhópar samankomnir á Ísafirði, m.a. fermingarhópur frá árinu 1974 sem hélt upp á 40 ára fermingarafmæli sitt. Um var að ræða 1960 árganginn sem var ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 13:02Lyfsali ákærður fyrir skjalafals og brot gegn lyfjalögum

Mynd með fréttLögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært Jónas Þór Birgisson, lyfsala á Ísafirði, fyrir brot gegn lyfjalögum og skjalafals. Jónasi Þór er gefið að sök að hafa í tvígang afgreitt og afhent lyfseðilsskyld lyf á grundvelli tveggja símalyfseðla frá lyfjaversluninni Lyfju á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 15.09.14 | 10:54HG tólfta kvótamesta útgerðin

Mynd með fréttHraðfrystihúsið - Gunnvör hf., í Hnífsdal er í tólfta sæti á lista yfir 100 kvótahæstu útgerðir landsins. HG á 11.854 þorskígildistonna kvóta sem er 2,77% af heildarþorskígildum á Íslandi. Aðrar vestfirskar útgerðir á listanum eru Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli