Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 03.09.15 | 07:53 Körfuboltinn að komast í fullan gang

Mynd með frétt Hinn árlegi Körfuboltadagur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn næstkomandi laugardag en dagurinn markar upphaf vetrartímabilsins í yngri flokkum félagsins. Þar gefst krökkum á öllum aldri tækifæri til að kynna sér körfuboltaíþróttina, fara í skemmtilega leiki, spreyta sig á boltastöðvum og fá upplýsingar ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 16:56Sundæfingar að hefjast hjá Vestra

Mynd með fréttVetrarstarf íþróttafélagana er nú óðum að hefjast og deildirnar að gefa út æfingatíma og upplýsa um þjálfara. Það er um margt að velja og engin þörf á að hanga heima yfir tölvunni, allir ættu að geta fundið íþrótt við hæfi. Sundfélagið ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 14:50Alvarleg bilun hjá Mílu

Mynd með fréttBilun kom upp í búnaði Mílu Ísafirði í gær sem hafði áhrif á gagnaflutning milli Ísafjarðar og Búðardals og leiddi það þess að tengingar voru úti í marga klukkutíma á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Sömuleiðis voru truflanir á sambandi ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 11:53Góð nýnemavika að baki

Mynd með fréttÞað má segja að nýnemavikan í menntaskólanum hafi verið með öðru móti síðustu tvö ár en árin og áratugina þar á undan. Meðal annars sló nemendafélag skólans upp grillveislu og farið var í svokallaða nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 10:18Ný heimasíða Grunnskólans á Suðureyri

Mynd með fréttNý heimasíða var opnuð fyrir Grunnskólann á Suðureyri þann 1. september og mun hún bæta upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Nýja síðan er mjög aðgengileg og geta menn nálgast allar upplýsingar hvort sem þær snúa að náminu eða starfinu innan skólans, ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 09:02Næg atvinna á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttTálknfirðingar standa frammi fyrir uppsögnum á stærsta vinnustað þorpsins eftir að öllum starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp í gær, alls 26 manns. Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), telur mikilvægara en nokkru sinni að hlutaðeigandi aðilar á svæðinu, bæði á ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 07:51Lífvirkni í vörum frá Villimey

Mynd með fréttFyrirtækið Villimey slf framleiðir lífrænt vottaðar vörur úr íslenskum jurtum sem vaxa í villtri náttúru Vestfjarða. Vörur Villimeyjar komu á markað í ágúst 2005 og hefur framleiðsla, sem fer fram á Tálknafirði, farið vaxandi undanfarin ár. Undanfarna mánuði hafa jurtavörur sem ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 16:55Nýtt fyrirtæki á Flateyri

Mynd með fréttÚlfar Önundarson hefur nú tekið húsnæði Valþjófs á Flateyri til leigu og hyggst opna þar salthreinsistöð. Hráefnisöflun ætti að vera frekar einföld því í næsta húsi var Fiskvinnsla Flateyrar að opna og þar verður eingöngu unnið í salt. Úlfar mun ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 15:49Siglufjarðarflóðin falla undir viðlagatryggingu ólíkt Ísafjarðarflóðunum

Mynd með fréttMatsmenn frá Viðlagatryggingu Íslands eru komnir til Siglufjarðar að meta tjón á fasteignum og fráveitukerfi bæjarins. Aurskriður féllu á hús og Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og inn í hús á eyrinni, bæði íbúðarhús og aðrar fasteignir. Viðlagatrygging ætlar ekki ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 14:16Þunnur hópur og bitlaus sóknarleikur

Mynd með fréttMeistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur er fallinn í 2. deild eftir tap um síðustu helgi fyrir Fram. Jón Hálfdán Pétursson, þjálfari BÍ/Bol, segir að fótboltasamfélagið á Ísafirði verði að fara í naflaskoðun og ræða hvað sé hægt að gera varðandi aðstöðu til fótboltaiðkunar. „Við ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli