Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 04.03.15 | 16:46 Útbýr listaverk úr hári

Mynd með frétt Ástu Björk Friðbertsdóttur á Suðureyri er margt til lista lagt. Meðal þess sem hún tekur sér fyrir hendur er að búa til skrautmuni úr mannshári, meðal annars blómamyndir og skartgripi. Ásta hefur unnið með hár í yfir 20 ár, en hún ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 14:52Mótmælir lokun póstafgreiðslu

Mynd með fréttSveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslunnar á Tálknafirði. Í ályktun sveitarstjórnar segir að undarlegt sé á þeim tíma sem mesta uppbygging á Tálknafirði sé að eiga sér stað skuli fyrirtækið Íslandspóstur, í eigu ríkisins, ákveða að draga úr þjónustu. „Opinberum ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 13:02Siglum inn í tímabil átaka

Mynd með fréttStjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir í ályktun að gera megi ráð fyrir að launafólk sé að sigla inn í tímabil átaka á vinnumarkaði og að samstöðu sé þörf sem aldrei fyrr. Flestir kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ runnu út um mánaðamótin. Stjórnin segir að ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 10:59Málþing um menningar- og söguferðaþjónustu á Vestfjörðum

Mynd með fréttFerðamennska sem byggir á menningu ákveðins lands, svæðis eða staðar hefur vaxið mikið. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenskan ferðamannaiðnað að kynna menningu landsins en finna þarf leiðir til að miðla upplýsingum. Vestfirðir eru ákaflega margbrotnir, t.d. er ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 09:28Niðurskurður ýsukvótans rót vandans

Mynd með fréttHætta er á að helmingur aflaheimilda í Strandabyggð verði seldur, hugsanlega frá sveitarfélaginu, eins og greint var frá hér á bb.is. í gær. Fyrirtækið Hlökk ehf. hefur verið sett á sölu en aflaheimildir fyrirtækisins nema um 170 tonnum. Andrea Kristín Jónsdóttur, ...
Meira

bb.is | 04.03.15 | 07:54Kroppsæla annar besti þynnkubitinn

Mynd með fréttOrðspor kroppsælu úr Krílinu á Ísafirði hefur borist víða. Í könnun Vísis á bestu þynnkubitunum var kroppsælan í 2.- 4. sæti yfir bestu þynnkubita landsins að mati hóps álitsgjafa. Í umsögn segir meðal annars: „Um páskana fyllist bærinn af fólki, tónlistin ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 16:45Ráðherra marki stefnu um eflingu brotthættra byggða

Mynd með fréttÞrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinna framtíðarstefnumörkun um eflingu brothættra byggða í samráði við Byggðastofnun og helstu hagsmunaaðila. Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Lilja Rafney Magnúsdóttur, Steingrímur J. ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 14:51Óttast að helmingur kvótans verði seldur

Mynd með fréttHelmingslíkur eru á því að um helmingur aflaheimilda á Hólmavík verði seldar úr bænum. Útgerðarmaðurinn Ingvar Þór Pétursson á kvótann og hefur auglýst útgerðarfyrirtækið sitt Hlökk ehf. til sölu. Það gerir út tvo báta, Hlökk ST-66 og Herja ST-66, sem eru ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 13:01Kvikmyndagerðarmaður á kvöldin og um helgar

Mynd með frétt„Við leggjum upp með hlutleysi og tökum ekki sjálfir afstöðu með eða á móti íslensku krónunni. Á hinn bóginn leiðum við fram fjölmörg sjónarmið og tölum við fólk sem hefur fastmótaðar skoðanir. Stjórnmálamenn, hagfræðinga, heimspekinga, fólk í atvinnulífinu, sjómenn, bændur og ...
Meira

bb.is | 03.03.15 | 10:58Hvalvárvirkjun byggist upp á tveimur miðlunum

Mynd með fréttÍ Bæjarins besta í síðustu viku var ítarlegt viðtal við Gunnar Gauk Magnússon, véltæknifræðing á Ytri-Veðrará í Önundarfirði. Þar var nokkuð vikið að fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þó að viðtalið snerist ekki fyrst og fremst um hana. Undirbúningur hennar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli