Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 26.07.16 | 16:46 Þjóðverjarnir komu með 3000 búta í vinabæjarteppin

Mynd með frétt Í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar var hóað saman fólki bæði frá vinabæ Ísafjarðarbæjar, Kaufering, og íbúum Ísafjarðarbæjar í Safnahúsinu á Ísafirði um miðjan júlímánuð til að sauma saman búta í svokallað Vinarbæjarteppi. Verkefnið fellst í að prjóna eða hekla ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 15:48Átján vilja á lista Pírata

Mynd með fréttAtkvæðagreiðsla í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar hefst 8. ágúst og kosið verður á milli átján frambjóðenda. Lokað var fyrir framboðstilkynningar síðasta laugardag. Kosningarétt í prófkjöri hafa þeir sem skráðir hafa verið í Pírata fyrir 15. júlí 2016 og ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 14:54Jónas Tómasson sjötugur: afmælistónleikar í Hömrum

Mynd með fréttSumarkvöld með Jónasi Tómassyni nefnist tónleikadagskrá sem haldin verður í Hömrum á Ísafirði á fimmtudaginn og hefst kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir af tilefni sjötugsafmælis tónskáldsins og flutt verða einleiks-, einsöngs- og dúó- verk frá ýmsum tímum á ferli hans. Jónas ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 13:25Jón hættir hjá Menningarráði og Fjórðungssambandinu

Mynd með fréttJón Jónsson menningarfulltrúi hjá Menningarráði Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga hefur sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá FV, en hann hefur starfað sem slíkur frá árinu 2007 og haft aðsetur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Jón verður við ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 11:50Síðasti leggur plæginga hafinn

Mynd með fréttEins og BB sagði frá fyrr í mánuðinum er vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða að leggja streng frá Þingeyri að Gerðhömrum í Dýrafirði og var flokkurinn þá nýbúinn að fá jarðýtu frá Gámaþjónustu Vestfjarða til liðs við sig ásamt starfsmanni frá GV ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 10:50Byggðaáætlun 2017-2023 í vinnslu

Mynd með fréttByggðastofnun auglýsir eftir tillögum í byggðaáætlun 2017-2023 sem nú er í mótun. Verkefnisstjórn byggðaáætlunar mun taka afstöðu til innsendra tillagna, en hægt að skila þeim hér. Tillaga að nýrri byggðaáætlun á að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóvember og ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 09:50Albertína ráðin framkvæmdastjóri EIM

Mynd með fréttAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri EIM. Albertína er landfræðingur og félagsfræðingur að mennt og hefur starfað sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ undanfarin ár. Þá hefur hún einnig starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 07:50Telja að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar vegna aukinnar framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal en með umsagnarbeiðninni fylgdi greinagerð sem unnin var af Verkís verkfræðistofu undir lok júní. Í bókun ráðsins frá fundi þess í dag segir að ágætlega ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 16:49Vestri vann – Hörður tapaði

Mynd með fréttVestri vann leik sinn í 2. deild Íslandsmóts karla gegn Fjallabygð á Ólafsfirði á laugardag. Hörður hinsvegar tapaði leik sínum í 4. deildinni á Torfnesvelli á Ísafirði. Með sigrinum komst Vestri í 5. sæti deildarinnar. Sigurinn var naumur og úrslit ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 15:49Bandmenn slógu í gegn á Tálknafjöri

Mynd með frétt„Þetta gekk rosalega vel, mjög góð stemning og alveg passlegt af fólki. Veðrið var gott líka, rigndi aðeins en hlýtt allan tímann og um leið og grillið hófst á laugardeginum hætti að rigna,“ segir Helga Kristín Tryggvadóttir einn af skipuleggjendum bæjarhátíðarinnar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli