Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 26.11.14 | 16:46 Viljayfirlýsing lögð fram um kalkþörungaverksmiðju í Súðavík

Mynd með frétt Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins, hefur lagt fram viljayfirlýsingu um áhuga sinn á að fjárfesta í námu- og afurðavinnslu á kalkþörungum úr Ísafjarðardjúpi. Vilji MG stendur til að reisa kalkþörungaverksmiðju í Súðavík vegna nálægðar þorpsins við ...
Meira

bb.is | 26.11.14 | 14:51Óvissa um framhaldið á Flateyri

Mynd með fréttMikið óvissuástand ríkir á Flateyri um það hvort og hvernig fiskvinnslu verði háttað þar á næstu misserum og árum. Fjölmörgum hefur verið sagt upp hjá Artic Odda, sem ætlar að hætta bolfiskvinnslu og einbeita sér að eldisfiski og ekki hafa verið ...
Meira

bb.is | 26.11.14 | 13:02Saltverk með fyrstu verðlaun

Mynd með fréttBirkireykta saltið frá Saltverki í Reykjanesi hreppti fyrsta sætið í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki sem haldin var í Norræna húsinu í Reykjavík 13. nóvember. Í öðru sæti var flögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og vestfirskir saltframleiðendur því fremstir á landinu. Samhliða keppninni ...
Meira

bb.is | 26.11.14 | 10:55Stígamót funda á Patreksfirði

Mynd með fréttKynningarfundur á ráðgjafaþjónustu Stígamóta verður á Patreksfirði á mánudag. Fundinn átti að halda í lok september en var frestað vegna veðurs. Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa sveitarfélaganna. Samkomulagið er til reynslu í ...
Meira

bb.is | 26.11.14 | 09:24Óvenju mikið af hagamúsum

Mynd með fréttMikill músagangur er víða um land um þessar mundir og berast sögur um ævintýralegar gildruveiðar víða um land. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá músaveiðum Einars Jónssonar, bónda á Sjónarhóli í Mývatnssveit, sem hefur veitt um 150 mýs í heimatilbúna ...
Meira

bb.is | 26.11.14 | 07:42Einstaklingsmiðuð próf draumurinn

Mynd með fréttVerið er að kanna hvort hægt sé að breyta fyrirkomulagi samræmdra prófa, þannig að þau verði einstaklingsmiðaðri en Norðvesturkjördæmi kom heldur illa út úr prófunum í haust. Á fundi um framtíð samræmdra könnunarprófa var kynnt breytt námsmat, sem nú er hæfnimiðað ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 16:45Snerpa 20 ára í dag

Mynd með fréttSnerpa ehf., á Ísafirði fagnar 20 ára afmæli í dag. Fyrirtækið var stofnað 25. nóvember 1994 af þeim Birni Davíðssyni og Jóni Arnari Gestssyni. Aðspurður segist Björn ekki hafa séð fyrir að tuttugu árum síðar yrði fyrirtækið í fullu fjöri. „Við ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 14:50„Hér ríkir mikil gleði“

Mynd með fréttSamninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir samning eftir langa samningalotu í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan hálfsex í morgun. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, segir að verkfallið hafi tekið á en hún sé sátt við nýjan samning. Hún segir að kennsla hefjist ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 13:01Flateyringar vilja undanþágu frá byggðakvótareglum

Mynd með fréttVegna óvissuástands í fiskvinnslu á Flateyri hafa önfirskar útgerðir óskað eftir því að slakað verði á reglum um löndun byggðakvóta. Í bréfi sem forsvarsmenn sjö útgerða skrifa Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, segir að frá og með næstu áramótum hætti ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 10:54Vettvangsskólar sækja Vestfirði heim

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða hefur nánast frá stofnun aðstoðað erlenda vettvangsskóla við að undirbúa dvöl á Vestfjörðum og veitt þeim aðstöðu. Bróðurparturinn af hópunum hefur komið á vegum háskóla í Norður-Ameríku, en evrópskir nemendur hafa einnig sótt skólann heim. Auk þess að sitja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli