Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 01.08.14 | 14:47 Góður þurrkur í Neðsta

Mynd með frétt Það viðrar vel fyrir saltfiskverkendur í Neðstakaupstað. Starfsmenn Byggðasafns Vestfjarða hafa í mörg ár keypt flattan þorsk og þurrkað á reitunum í Neðstakaupstað. Fiskurinn er sólþurrkaður og verkaður með gamla laginu og þykir hið mesta lostæti. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafnsins, segir ...
Meira

bb.is | 01.08.14 | 13:01Mega ekki sigla nálægt arnarhreiðrum

Mynd með fréttUmhverfisstofnun hafa borist umsóknir frá ferðaþjónustufyrirtækjum um að sigla nálægt arnarhreiðrum. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið ...
Meira

bb.is | 01.08.14 | 10:52Þorleifur hættur hjá Náttúrustofunni

Mynd með fréttDr. Þorleifur Eiríksson hefur látið af starfi forstöðumanns Náttúrstofu Vestfjarða. Þorleifur segir að samkomulag hafi náðst við stjórn Náttúrustofunnar um að hann hætti samstundis og án uppsagnarfrest. Böðvar Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofunni, er settur forstöðumaður þangað til ráðið verður í stöðuna. ...
Meira

bb.is | 01.08.14 | 09:21Hundrað nemendur hefja íslenskunám í næstu viku

Mynd með fréttÍslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða hefjast á mánudag. Ríflega 100 nemendur sækja námskeiðin sem haldin verða að Núpi í Dýrafirði, á Ísafirði og á Suðureyri. Námskeiðin sækja erlendir háskólanemar sem hefja nám í haust við íslenska háskóla. Nemendum hefur fækkað talsvert milli ára ...
Meira

bb.is | 01.08.14 | 07:40Séreignarlífeyrinn fái að lifa áfram

Mynd með fréttSérfræðingahópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða leggst alfarið gegn þeim hugmyndum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála að heimild til að nýta séreignarsparnað til húsnæðisöflunar verði gerð varanleg. Þetta segir í áliti sérfræðingahópsins sem var gert opinbert í vikunni. Í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 16:47Búðin okkar í Súðavík lokar

Mynd með fréttVerslunin Búðin okkar í Súðavík hættir rekstri eftir daginn í dag. Hjónin Axel Baldvinsson og Halldóra Pétursdóttir, tóku við rekstri Víkurbúðarinnar í Súðavík í október á síðasta ári hafa rekið verslunina síðan undir nafni Búðarinnar okkar. Þá hafa þau einnig séð ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 14:48Biðstofa fyrir Grænland

Mynd með fréttÞegar líður á júlí mánuð fjölgar þeim seglbátum í Ísafjarðarhöfn sem eru að bíða færis til að sigla yfir sundið til Grænlands. Hafísinn við austurströnd Grænlands verður gisnari þegar kemur fram á sumar og að jafnaði verður fært fyrir báta í ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 13:02Mjög gott ástand á lundanum í Vigur

Mynd með fréttNáttúrustofa Suðurlands hefur birt frumniðurstöður úr tveimur hringferðum um landið þar sem ástand lundastofnsins var kannað. Farið var á tólf lundabyggðir. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrstofu Suðurlands, segir ástand lundans í Vigur mjög gott og hafi verið það lengi. ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 10:51Afar brýnt að endurskoða sameiningar

Mynd með fréttElsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er afar ósátt við sameiningar heilbrigðisstofnana í kjördæminu og segir brýnt að endurskoða þær í samvinnu við heimafólk. Í grein á bb.is segir hún að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hafi tekið þessa ákvörðun einhliða ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 09:20Mýrarboltinn tíu ára

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta hefur verið haldið á Ísafirði frá árinu 2004 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Eins og undanfarin ár fer það fram um verslunarmannahelgina og er orðið einn af helstu viðburðum helgarinnar sem trekkir að gesti í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli