Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 30.10.14 | 16:46 Hörð kjarabarátta framundan

Mynd með frétt „Það verður að tala hreint út um þessa hluti. Þegar við höfum sagst ætla að ná fram leiðréttingum á lægstu kjörum okkar félagsmanna hafa viðbrögð viðsemjenda okkar verið á þann veg að það getur ekki stefnt í annað en harða baráttu,“ ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 14:51„Allt bleikt í dag og kaffið líka“

Mynd með fréttOktóber er bleikur mánuður og þar með helgaður vitundarvakningu á brjóstakrabbameini. Fjölmargir vinnustaðir nota tækifærið til að efla vinnuandann jafnframt því að vekja athygli á sjúkdómnum. „Í öllu gamninu er nokkur alvara,“ segir Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Ísafirði við BB. ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 13:02Alvarleg staða smábátaútgerðar í Strandabyggð

Mynd með fréttSveitarstjórn Strandabyggðar hefur sent þingmönnum NV-kjördæmis og Byggðastofnun ályktun þar sem farið er yfir alvarlega stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu. „Sveitarstjórn Strandabyggðar vill vekja athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 10:49Fjórðungssambandið getur ekki ályktað um aðsetur sýslumanns

Mynd með fréttStjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur ekki rétt að álykta um aðsetur sýslumanns og lögreglustjóra Vestfjarða. Ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að sýslumaður verði með aðsetur og aðalskrifstofu á Patreksfirði hefur mætt andstöðu á norðanverðum Vestfjörðum eins og hefur birst bæði í umsögnum bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 09:18Yndislegt að verða amma svona ung

Mynd með frétt„Eftir að ég flutti aftur vestur hef ég blómstrað,“ segir Dóra. „Strax fyrsta árið tókum við Kristinn maðurinn minn saman og hófum sambúð og fórum fyrstu Spánarferðina. Haustið 2006 hóf ég fjarnám gegnum Verkmenntaskólann á Akureyri, tók níu einingar á önn ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 07:36Sjö börn í Birkimelsskóla

Mynd með fréttBirkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. Sjö nemendur skólans eru allir í efstu bekkjum grunnskólans og ekkert yngra barn er í sveitinni. Skóli sveitarinnar á Barðaströnd var byggður fyrir talsvert fleiri nemendur en þar eru nú við nám. Raunar ...
Meira

bb.is | 29.10.14 | 16:45Sjóðsfélagafundur um sameiningu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Mynd með fréttSjóðsfélagafundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fer fram á Hótel Ísafirði kl. 18 í dag. Þar verður sameining Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Gildis lífeyrissjóðs kynnt. Stjórnir sjóðanna hafa undirritað samning um samruna sjóðanna frá og með 1. janúar á næsta ári. Aukaársfundur LV haldinn 9. ...
Meira

bb.is | 29.10.14 | 14:50„Samfélagið sneri blinda auganu að gjörðum mannsins“

Mynd með fréttÍ byrjun síðasta árs kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað á löngu tímabili. Ein kvennanna sem kærði, Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún ...
Meira

bb.is | 29.10.14 | 13:01Fjárlaganefnd gert ljóst um vanda hjúkrunarheimilisins Eyrar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar og fjárlaganefnd Alþingis funduðu í gegnum fjarfundabúnað á föstudag. Þar lagði bæjarráð fram marga minnispunkta fyrir fjárlaganefnd um atriði við fjárlagagerð sem snerta Ísafjarðarbæ beint. Eitt af stærri málunum er rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar en eins og áður hefur verið ...
Meira

bb.is | 29.10.14 | 10:48Telja prófið ekki standast lög

Mynd með fréttÓánægju hefur gætt meðal fjölmargra tungumálakennara um land allt vegna samræms könnunarprófs í ensku sem haldið var á yfirstandandi haustönn. Tungumálakennarar á Norðurlandi vestra hafa gert alvarlega athugasemdir við prófið og telja það ekki hafa verið í samræmi við aðalnámskrá grunskóla. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli