Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 01.07.15 | 16:46 Tófunni fjölgar eftir hrun í fyrra

Mynd með frétt Það er ólíkt um að litast í Hornvík á Hornströndum í ár en í fyrra að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún er nýkomin úr Hornvík þar sem hún var við refatalningar. „Það eru öll óðöl tekin, stór got og mörg ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 14:50Þyrping garðskúra í Aðalvík

Mynd með fréttÞyrping garðskúra á fjörukambinum að Látrum í Aðalvík vakti athygli Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, leiðsögumanns og rithöfundar er hann átti leið um svæðið í vikunni. Páll Ásgeir segir að í raun sé um nokkurs konar bílskúra að ræða því hver og ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 13:01Menningarleg stórslys

Mynd með frétt„Það er vægast sagt skelfilegt ástand á fornminjum á Vestfjörðum. Sem dæmi má nefna að Keravíkin í Súgandafirði er í hættu og Fjallaskagi, milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, er mjög illa farinn vegna brims,“ segir Eyþór Eðvarsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, sem ásamt ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 10:32Stuðningur við háhraðatengingar samrýmist reglum EES

Mynd með fréttEftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær grænt ljós á verkefni Fjarskiptasjóðs, sem hefur það að markmiði að veita öllum landsmönnum háhraðanettengingar. RÚV greinir frá niðurstöðu EFTA um að verkefnið feli í sér ríkisaðstoð sem þó samræmist EES samningnum. Verkefnið var boðið ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 09:25Lífróður á Galtarvita

Mynd með frétt„Ég sá auglýsingu í blaði þar sem jörðin og húsin að undanskildum sjálfum vitanum var til sölu. Ég hafði aldrei komið í vitann og vissi lítið um hann. En ég gat ekki hætt að hugsa um þetta og skilaði inn tilboði,“ ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 07:56Æskufélagar kynna prakkarasögur

Mynd með frétt„Við Logi höfum báðir reynslu af því að kenna æskunni og það endar oft á því að við förum að segja unga fólkinu prakkarasögur frá Bíldudal, þar sem við erum báðir aldir upp,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um bókina Bíldudals bingó ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 16:47Milljóna tjón á vondum vegum

Mynd með frétt„Við erum að gera við sex til tólf bíla á dag hér á verkstæðinu og höfum varla undan þó við séum fjórir að vinna. Mest eru þetta viðgerðir á púströrum og göt á olíupönnum. Þetta kemur ekki fyrir hjá heimamönnum sem ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 14:51Löngu tímabær framkvæmd

Mynd með fréttUppbygging Örlygshafnarvegar er löngu tímabær framkvæmd og lýsir bæjarstjórn Vesturbyggðar ánægju með framkvæmdina í umsögn til Skipulagsstofnunar. „Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 13:02Eigið fé heimilanna eykst

Mynd með fréttÁætlað er að eigið fé heimila muni aukast um 67 milljarða fyrir lok ársins vegna Leiðréttingarinnar og ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Við bætist 25% hluti höfuðstólslækkunarinnar sem kemur til framkvæmda á næsta ári og séreignarsparnaður sem heimilin ráðstafa til að ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 10:31Bíógestum fjölgaði á landsbyggðinni

Mynd með fréttAðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent á hálfum áratug. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Aðsókn síðasta árs jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli