Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 30.07.15 | 10:29 Fáar ofurtekjukonur ekki stærsta áhyggjuefnið

Mynd með frétt Karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta á listum yfir þau allra launahæstu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launahæsti karlinn í fyrra hafði nærri þreföld laun launahæstu konunnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hefur ekki stórar áhyggjur af fáum konum á lista yfir ofurtekjufólk. ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 09:22Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð

Mynd með fréttSérhvert mannsbarn á Ísafirði sem á annað borð er komið til vits og ára þekkir væntanlega eða kannast við manninn sem jafnan er kallaður Úlfar í Hamraborg. Margir vita að hann heitir Úlfar S. Ágústsson en talsvert færri vita líklega að ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 07:49Samvinna um þróunarstarf í sjávarútvegi

Mynd með fréttSjávarútvegsklasi Vestfjarða fékk hæstu úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, eða fimm milljónir króna. Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, hefur starfað fyrir klasann. Hann segir verkefnið gangi út á þróunarstarf og auknum möguleikum á hliðarafurðum sjávarútvegsins. „Við horfum til Húss sjávarklasans í Reykjavík ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 16:47Notar Laxness í bakgrunn, Sjón fyrir dulúð og Arnald fyrir hraða

Mynd með fréttBandaríski rithöfundurinn CB McKenzie dvelur um þessar mundir í húsinu Hjara í Bolungarvík ásamt eiginkonu sinni Kimberly Adilia Helmer. Fyrsta bók McKenzie „Bad Country“ kom út í nóvember á síðasta ári og hlaut mjög góða dóma. Bókin hefur einnig unnið til ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 14:50Arna hækkar ekki verð á mjólkurvörum

Mynd með fréttHálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, segir að nýleg ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólkurvörum, hafi þau áhrif á fyrirtækið að innkaup á ógerilssneyddri hrámjólk sem Arna kaupir af Mjólkursamsölunni, hækkar um fjórar krónur á líter. Á sama tíma ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 13:01Kalkþörungavinnsla gæti hafist í Álftafirði innan þriggja ára

Mynd með fréttÍslenska kalkþörungafélagið hyggst reisa stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins í Súðavík. Stefnt er á að framkvæmdir við verksmiðjuna hefjist eftir tvö og hálft til þrjú ár. Um tuttugu manns muni starfa í verksmiðjunni. Sækja á 120 þúsund rúmmetra af kalkþörungi árlega fyrir vinnslu ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 10:28Anna Ragnheiður og Janusz efst

Mynd með fréttAnna Ragnheiður Grétarsdóttir (GÍ) og Janusz Pawel Duszak (GBO) eru efst að afloknum sem mótum í sjávarútvegsmótaröðinni svokölluðu í golfi. Tvö mót fóru fram um síðustu helgi í Bolungarvík, annars vegar Jakobs Valgeirs mótið og hins vegar Blakknes mótið. Í karlaflokki ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 09:21Sandkastalarnir á sínum stað

Mynd með frétt„Það er útlit fyrir enn veglegri keppni en í fyrra og við vonum bara að fólk verði ánægt með þemað sem verður tilkynnt á föstudag,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, einn skipuleggjenda sandkastalakeppninnar í Holti í Önundarfirði. Keppnin er árviss viðburður sem ...
Meira

bb.is | 29.07.15 | 07:48Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina

Mynd með fréttSúðavíkurhreppur, Göngufélag Súðavíkur og gönguhópurinn Vesen og vergangur standa fyrir gönguhelgi í Súðavík um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreyttar göngu um vestfirskt landslag í fylgd heimamanna þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landinu ...
Meira

bb.is | 28.07.15 | 16:48Vilja fljúga inn í friðlandið

Mynd með fréttMikið hefur verið um ferðamenn í Hornstrandafriðlandinu í ár að sögn Jóns Smára Jónssonar, umsjónarmanns svæðisins. Hann segir að mest sé um gönguferðamenn en ferðir þeirra eru skráðar hjá landverði á Höfn í Hornvík. Jón Smári sem tók við starfinu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli