Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 27.06.16 | 10:37 Hafa ekki undan grassprettu í kirkjugörðunum

Mynd með frétt Ísfirðingurinn Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, heimsótti heimahagana um liðna helgi og ákvað, líkt og hún gerir ávallt þegar hún kemur heim, að fara að leiði föður síns í kirkjugarði Ísfirðinga á Réttarholti við mynni Engidals. „Þegar ég heimsótti ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 09:02Gleðin sem gjöf

Mynd með fréttGleðin sem gjöf er ljósmyndasýning Ísfirðingsins Steinunnar Matthíasdóttur, í kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Steinunn er fædd árið 1976 á Ísafirði og faðir hennar er Ísfirðingurinn Matthías Kristinsson og móðir hennar Bolvíkingurinn Björk Gunnarsdóttir. Sex ára gömul fluttist Steinunn frá Ísafirði en bjó eitt ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 07:37Lögreglan á Vestfjörðum á Facebook

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. „Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að fjölga þeim möguleikum að koma á framfæri upplýsingum til almennings en ekki síður að auðvelda þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri við lögregluna,“ segir í ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 16:50Ætla að fríska upp á mýrarboltann

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði á verslunarmannahelginni 2016. Drullusokkur mótsins í ár er Thelma Rut Jóhannsdóttir en í 13 ára sögu þessa skemmtilega viðburðar hefur kvenmaður aldrei verið Drullusokkur. Það þótti stjórn mýrarboltafélagsins sér til skammar. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 14:50Ábúendum fækkar í Trékyllisvík

Mynd með fréttÁ Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu bendir margt til að búskapur leggist niður, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Ábúendur, Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar Gunnar Guðjónsson, hyggjast bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 13:21Arnarlax ræður Þorstein Másson

Mynd með fréttLaxeldisfyrirtækið Arnarlax hefur ráðir Þorsteinn Másson sjómann í Bolungarvík í starf útibússtjóra fyrirtækisins en viðræður milli Bolungarvíkurkaupstaðar og Arnarlax hafa farið fram um nokkurt skeið. „Þetta er fyrsta sýnilega skrefið í því ferli að setja upp starfsstöð í Bolungarvík en ætlunin ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 10:30Kjörfundir í umdæmi sýslumanns

Mynd með fréttKjörfundir vegna kosninga til embættis Forseta Íslands fara fram á morgun, laugardaginn 25 júní. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur kl. 9 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 09:48Fengu kvartmilljón í umhverfisstyrk

Mynd með fréttTvö vestfirsk verkefni hlutu 250.000 króna umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans á þriðjudag, að því er fram kemur á vef bankans. Samtökin SEEDS fengu styrk sem veittur er til hreinsunar á strandlengjunni á austanverðum Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og landeigendur. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 07:41Ferðablaðið Vestfirðir komið á flug

Mynd með fréttEnn á ný kemur Vestfirðir út, veglegt ferðablað um okkar fallega Vestfjarðarkjálka. Í blaðinu kennir að venju ýmissa grasa og textinn ýmist á íslensku, ensku eða þýsku. Kort yfir kirkjur á Vestfjörðum og myndir af nokkrum þeirra, sögur af uppáhaldsstöðum ...
Meira

bb.is | 23.06.16 | 16:44Daníel Bjarmi fær heyrn

Mynd með fréttDaníel Bjarmi er 11 mánaða drengur frá Bolungarvík, sonur Kristínar Guðnýjar Sigurðardóttur og Guðmundar Hjalta Sigurðssonar. Hann fæddist með verulega heyrnarskerðingu en heilbrigður að öðru leyti. Eftir langt og strangt ferli er hann nú með kuðungaígræðslu í báðum eyrum eftir eina ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli