Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 30.08.16 | 16:45 Allir fengu að skína á stóra deginum

Mynd með frétt Kjartan Ágúst Pálsson, kjólameistari og Sunneva Sigurðardóttir, hágreiðslumeistari sem eiga og reka saman Verksmiðjuna á Ísafirði gengu í hjónaband í Mýrarkirkju í Dýrafirði þann 20. ágúst, á guðdómlega fallegum degi er veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það er kannski ekki ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 15:50Kortleggur vestfirskt lista- og menningarlíf

Mynd með fréttVerið er að safna saman upplýsingum um lista- og menningarstarf á Vestfjörðum vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019. Íris Björg Guðbjartsdóttir á Ströndum vinnur að söfnun upplýsinganna og biðlar hún til allra þeirra sem starfa að listum eða menningu með einum eða öðrum ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 14:48Rafbílinn fór alla leið

Mynd með fréttÞeir Jónas Guðmundsson og Jón Jóhann Jóhannsson komu til Ísafjarðar á laugardag eftir að hafa lagt upp í ferð í Reykjavík morguninn áður á rafbílnum Fyrsta. Ferðin gekk ljómandi vel að sögn Jónasar, þó ekki hafi verið farið yfir á þeim ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 13:2323 meistaranemar á skólabekk á Ísafirði

Mynd með fréttHaustönn er hafin hjá Háskólasetri Vestfjarða og er nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun sestur á skólabekk á Ísafirði. Að þessu sinni hefja námið tuttugu og þrír nemendur af níu þjóðernum. Námsbakgrunnur þeirra er fjölbreyttur en nemendurnir hafa meðal annars ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 11:49Þrestir tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandsráðs

Mynd með fréttKvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, en hún var að miklu leiti tekin upp á Vestfjörðum árið 2014. Fúsi kvikmynd eftir Dag Kára hlaut verðlaunin á síðasta ári en hann gerði um árið margverðlaunuðu kvikmyndina ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 09:37Segir mikla smölun hjá VG á Vestfjörðum

Mynd með fréttSamkvæmt heimildum Skessuhorns hefur skráðum félögum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Norðvesturkjördæmi fjölgað um 650 á síðustu dögum. Félagar í VG eru nú 1.102 í kjördæminu geta þeir allir tekið þátt í forvalinu sem hefst á miðvikudaginn og stendur til ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 09:01Bláberjadagar hefjast á fimmtudag

Mynd með fréttBláberjadagar verða í Súðavík um komandi helgi og er heilmikla dagskrá að finna þar í bæ frá því er hátíðin hefst á fimmtudag og þar til hún endar á sunnudag. Nú er lag fyrir berjaáhugafólk að leggja leið sína vestur, þar ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 07:45Bærinn hækkar leiguverð um 16%

Mynd með fréttFasteignir Ísafjarðarbæjar hafa sagt upp öllum leigusamningum félagsins en félagið á um 100 íbúðir í sveitarfélaginu. Leigjendum sem ekki eru í alvarlegum vanskilum hefur verið boðið að endurnýja leigusamningana á breyttum kjörum. Uppsögn samninga tók gildi 1. júlí og ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 16:48Framlag til íslenskar gamanmyndagerðar

Mynd með fréttÁ Gamanmyndahátíð Flateyrar sem haldin var um helgina var Ágústi Guðmundssyni leikstjóra veitt viðurkenning fyrir framlag hans til íslenskrar gamanmyndagerðar. Það var Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sem veitti Ágústi verðlaunin í Samkomuhúsi Flateyrar en þar fór fram heimsfrumsýning á „sing along“ ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 15:50Staðfestingarkosning Pírata hafin

Mynd með fréttStaðfestingarkosning Pírata í Norðvesturkjördæmi er hafin að nýju eftir að úrskurðað var að Þórður Guðsteinn Pétursson sem sigraði prófkjörið hefði ekki brotið reglur Pírata varðandi smölun. Aðeins 14 sæti eru í tillögunni en fylla þarf 16 sæti til að ná fullum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli