Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 25.05.16 | 16:55 Funklistinn fagnar 20 ára afmæli

Mynd með frétt Funklistinn fagnar um helgina að 20 ár eru frá frækilegum kosningasigri flokksins í fyrstu bæjarstjórnarkosningum hins sameinaða sveitarfélags, sem í sömu kosningum hlaut nafngiftina Ísafjarðarbær. Í kosningunum fékk Funklistinn, sem samanstóð af menntskælingum, tvo menn í bæjarstjórn og má leiða líkur ...
Meira

bb.is | 25.05.16 | 14:58Guðmundur elskar þorskinn

Mynd með fréttGuðmundur Rósmundsson í Bolungarvík barðist við þrálát legusár eftir lærbrot, sem lítið gekk að eiga við eftir tveggja mánaða tilraunir. Brugðið var á það ráð að nota meðhöndlað þorskroð við meðferðina og hefur það skilað afar jákvæðum niðurstöðum. Fjallað var um ...
Meira

bb.is | 25.05.16 | 11:48Óvæntur hvellur

Mynd með fréttTalvert gekk á í Skutulsfirði í gær er mikið hvassviðri gekk yfir. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var kallað út ásamt slöngubátnum Sirrý vegna skútu sem losnaði úr legufæri og rak upp í grjótgarðinn við Pollgötu. Vaskir menn héldu við skútuna á meðan ...
Meira

bb.is | 25.05.16 | 09:58Góðverk glæða lífið töfrum

Mynd með fréttFésbókarfærsla frá Þóru Karítas Árnadóttur hefur fengið mikil viðbrögð síðan hún birtist fyrst í byrjun vikunnar. Þar segir hún frá því er Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, hafði samband við hana og vildi hafa upp á móður hennar, Guðbjörgu Þórisdóttur ...
Meira

bb.is | 25.05.16 | 07:50Heilsumeistaraskólinn heimsækir Ísafjörð

Mynd með fréttNú stendur yfir innritun í Heilsumeistaraskólann fyrir árið 2016 og eru stjórnendur skólans á ferð um landið þessa dagana að kynna starfsemi hans. Skólinn býður uppá þriggja ára nám í náttúrulækningum sem byggir á kennslu í ýmsum heildrænum aðferðum við að ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 16:54Ísfirskt Ívaf á veraldarvefnum

Mynd með fréttÞeir eru margir þúsundþjalasmiðirnir sem finnast á Íslandi og oft klóra erlendir gestir sér í kollinum yfir fjölhæfni fólks. Hvernig viðskiptamaðurinn er líka þjálfari skokkhóps, bílstjórinn ljóðskáld, verslunarkonan sauðfjárbóndi. Þau eru mýmörg dæmin og kristalla með berum hætti að enginn er ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 14:14Æðarkóngur í Arnarfirði

Mynd með fréttÁgúst Svavar Hrólfsson var á ferð í Arnarfirði á dögunum þar sem hann myndaði glæsilegan æðarkóng í grennd við Hrafnseyri. Það ratar oft í fréttir ef sést til æðarkóngs en Ágúst segir nokkuð algengt að rekast á þá á Vestfjörðum í ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 11:48Lögreglan á Vestfjörðum skorar hæst allra lögregluliða

Mynd með fréttSFR – stéttarfélag í almannaþjónustu árlega könnun meðal félagsmanna sinna, sem vinna á ríkisstofnunum. Í henni eiga þeir að gefa ýmsum þáttum í starfi stofnunarinnar einkunn frá einum og upp í fimm. Þær stofnanir sem fengu hæstu einkunn voru verðlaunaðar fyrr ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 09:58Segja hversdagssögur í Skóbúðinni

Mynd með fréttInnan skamms tekur Skóbúðin til starfa á Ísafirði, en ekki munu þar vera gladdir skóþyrstir íbúar svæðisins heldur er um að ræða sögumiðlunarmiðstöð þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér sögur úr hversdagslífi þeirra sem svæðið byggja. Að baki ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 07:50Hægt að skrá sig til keppni í stígvélakasti

Mynd með fréttOpnað hefur verið fyrir skráningar á landsmót UMFÍ 50+ sem sett verður á Silfurtorgi á Ísafirði með pompi og prakt 10. júní. Von er á fjölda fólks í bæinn að keppa í greinum líkt og sundi, frjálsum íþróttum, golfi, þríþraut, skák, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli