Frétt

bb.is | 11.08.2009 | 14:48Vitlausasta hugmynd sem sést hefur á prenti að mati lögreglumanna

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.
Hugmyndir um að takmarka farþegafjölda í bifreiðum ungra ökumanna aðfararnætur laugardaga og sunnudaga falla í grýttan jarðveg hjá Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna. Hann segir hugmyndina einhverja þá vitlausustu sem sést hefur á prentu. „Það verður ógjörningur að framfylgja þessu, nema með öðru eftirliti og ég sé ekki fram á, miðað við árferðið eins og það er í dag, að það verði settar í þetta einhverjar fjárveitingar til að taka á þessum málum sérstaklega.“ Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur undir orð formannsins. „Það verður mjög erfitt að framfylgja þessum lögum, auk þess sem ég sé vandkvæði við að rekja svona mál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hugmyndum við núverandi lög sem leyfa 18 ára unglingum að sækja skemmtistaði sem selja áfengi. Erfitt hafi verið fyrir lögregluna og starfsfólk skemmtistaða að framfylgja þeim. Hann segist hins vegar skilja hvað nefndin er að reyna að koma í veg fyrir. „Farþeginn í framsætinu er hættulegastur, t.d. ef hann er drukkinn. Það verður einskonar múgsefjun þegar ungur bílstjóri er með drukkna farþega sem mana og ögra ökumanninn til einhvers sem hann myndi alls ekki gera við venjulegar kringumstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum skynsamlegast að fá tryggingarfélögin til að taka þátt í þessu. „Til að svona virki þarf að koma við buddu fólks.“ Önundur benti á að vert væri að skoða leið sem farin er í Bandaríkjunum þar sem tryggingarfélög eru með sér verðskrá fyrir bíla sem ungir ökumenn hafa aðgang að og keyra einir. Þar þarf t.d. að tilkynna ef ökumaður undir tvítugt fær að keyra fjölskyldubílinn einn og þá hækka iðgjöldin í samræmi við það, en fara svo stiglækkandi eftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til að endurskoða umferðarlög skilaði á dögunum niðurstöðum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að bílprófsaldur verði hækkaður í 18 ár og að ökumönnum á aldrinum 18 til 20 ára verði bannað að hafa fleiri en einn farþega í bílum sínum á laugardags- og sunnudagsnóttum. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð.

Rökin sem nefndin færir fyrir farþegabanninu tengjast öryggismálum. Er akstur á þessum tíma oft sagður tengjast skemmtanahaldi og þá geti fullur bíll af farþegum truflað einbeitingu ungra ökumanna.

atli@bb.is

bb.is | 08.02.16 | 16:50 Bollur og maskar glæða lífið litum í dag

Mynd með frétt Í dag er almanakinu samkvæmt bolludagur, sem í eina tíð bar einnig hið helst til óvirðulega heiti flengingardagur. Á þessum degi hefur tíðkast að börn sendi foreldra sína inn í daginn með flengingum með þar til gerðum skrautvöndum og góla „Bolla, ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 15:47Hafið er fullt af fiski

Mynd með fréttMjög gott fiskirí hefur verið hjá línuskipum Odda hf. á Patreksfirði. Núpur BA fiskaði 370 tonn í janúar í sex róðrum og mestur afli í einum róðri var 76 tonn. Núpurinn var í þriðja sæti yfir aflahæstu línuskip landsins. „Þetta eru ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 14:50Sigurganga Þrasta heldur áfram

Mynd með fréttVerðlaunum hefur rignt yfir kvikmyndina Þresti og ekkert lát virðist vera á velgengni myndarinnar en dómnefnd alþjóðasambands kvikmyndagagnrýnenda, FIBRESCI, veiti Þröstum aðalverðlaun sín á lokahátíð kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg en eru það þrettándu alþjóðlegu verðlaun Þrasta síðan myndin var frumsýnd seint á ...
Meira

bryndis@bb.is | 08.02.16 | 14:14Maskasýning og fyrirlestur um ávinning af sjálfboðastörfum í Gamla sjúkrahúsinu

Mynd með fréttÍ dag opnar í Gamla sjúkrahúsinu sýning um maskadaginn á Ísafirði. Sýningin verður á stigaganginum, þar sem líta má gamlar og nýrri ljósmyndir af möskum á Ísafirði. Á flestum myndanna gefur að líta grímuklætt fólk sem heimsótti ljósmyndastofur Simson og ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 11:59Markaðssetja Ísafjörð um páskana

Mynd með fréttAtvinnuþróunarsamningur Ísafjarðarbæjar við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) verður nýttur til að markaðssetja Ísafjörð um páskana með því að beina hluta af fjármagni samningsins í viðburði og verkefni um páskana. Aukinn ferðamannstraumur til Ísafjarðar og nágrannabyggðarlaga hefur umtalsverð umtalsverð áhrif fyrir fyrirtæki og ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 09:53Rannsakar hvalveiðiminjar í sjó

Mynd með fréttSíðasta sumar hófst rannsókn á sjö hvalveiðistöðvum á Vestfjörðum. Rannsóknin er undir forystu Ragnars Edvardssonar, fornleifafræðings hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Fjórir hafa unnið við rannsóknina og bæði eru skráðar minjar á landi og í sjó í kringum hvalveiðistöðvarnar. Fjallað ...
Meira

bb.is | 08.02.16 | 07:45Mikill áhugi fyrir hitaveitu í Strandabyggð

Mynd með fréttÍbúafundur var haldinn á Hólmavík í síðustu viku þar sem vöngum var velt um hitaveitumöguleika í Strandabyggð. Allmargir Strandamenn mættu til fundar og hlustuðu á erindi Hauks Jóhannessonar um jarðvarmakosti í Strandabyggð og María Maack fjallaði um ýmis málefni sem snerta ...
Meira

bb.is | 05.02.16 | 16:50Fer Hjörtur alla leið?

Mynd með fréttEitt allra vinsælasta sjónvarpsefni landans á ársgrundvelli hefst á RÚV á laugardagskvöld, Söngvakeppni Sjónvarpsins. Búast má við að ofáar poppbaunirnar verði sprengdar og margir kúri sig saman yfir skjánum, enda helgarspáin fyrir Vestfirði með þeim hætti að sjónvarpsáhorf verður vafalítið með ...
Meira

bb.is | 05.02.16 | 15:32100 ár frá stofnun Sjómannafélagsins

Mynd með fréttÍ dag, 5. febrúar, eru hundrað ár frá því að Sjómannafélag Ísfirðinga var stofnað. Í samantekt um sögu félagsins á vefsíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að fyrsti formaður þess hafi verið Eiríkur Einarsson, en aðrir í stjórn voru Sigurgeir Sigurðsson, Jón Björn ...
Meira

bb.is | 05.02.16 | 14:50Klofningur alltaf framúrskarandi

Mynd með fréttHeldur hljóp blaðamaður á sig við fréttaskrif í gær um framúrskarandi fyrirtæki því eins og allir vita hefur Klofningur á Suðureyri alltaf verið framúrskarandi fyrirtæki, það þarf svo sem ekkert vottunarkerfi til að staðfesta það. Engu að síður fékk Klofningur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli