Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 30.10.14 | 16:56 Göngubraut troðin á Seljalandsdal

Mynd með frétt Starfsmenn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar eru búnir að troða tvær göngubrautir á Seljalandsdal, annars vegar 2,5 kílómetra langa braut og hins vegar 3,3 kílómetra langa braut. Að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, eru brautirnar ekkert sérstakar og varasamar á köflum og biður hann skíðafólk um að fara varlega í henni.
Meira

bb.is | 30.10.14 | 16:46Hörð kjarabarátta framundan

Mynd með frétt„Það verður að tala hreint út um þessa hluti. Þegar við höfum sagst ætla að ná fram leiðréttingum á lægstu kjörum okkar félagsmanna hafa viðbrögð viðsemjenda okkar verið á þann veg að það getur ekki stefnt í annað en harða baráttu,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Félagsmenn ASÍ eru um ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 16:10Endurtökum ekki Breiðavík

Mynd með fréttStaðsetning vistheimilisins í Breiðavík var á sínum tíma illa ígrunduð pólitísk ákvörðun sem síðar kom í ljós að var kolröng. Sú meðferð sem þar var veitt og þær afleiðingar sem í kjölfarið fylgdu er því til sönnunar. Kemur þetta fram í opnu bréfi Samtaka vistheimilabarna til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra. ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 15:49Eigið nammi eða eins nammi?

Mynd með fréttNemendafélög margra grunnskóla eru með samkomur í dag eða á morgun í tilefni hrekkjavökunnar. Sumsstaðar mega börnin koma með sælgæti og gos með sér en annars staðar er það ekki leyfilegt. Í Grunnskólanum á Suðureyri mega börnin til dæmis ekki koma með eigið nammi. Ástæðan að baki því er ekki jafn ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 15:02Nokkur grömm af kannabis fundust

Mynd með fréttLögreglan á Ísafirði fann innan við 10 grömm af kannabisefnum við húsleit á Ísafirði í gær. Fimm voru handteknir og þremur var sleppt fljótlega eftir handtökuna. Tveir hinna handteknu voru í varðhaldi í fangaklefum í nótt og var þeim sleppt í morgun.
Meira

bb.is | 30.10.14 | 14:51„Allt bleikt í dag og kaffið líka“

Mynd með fréttOktóber er bleikur mánuður og þar með helgaður vitundarvakningu á brjóstakrabbameini. Fjölmargir vinnustaðir nota tækifærið til að efla vinnuandann jafnframt því að vekja athygli á sjúkdómnum. „Í öllu gamninu er nokkur alvara,“ segir Sturla Páll Sturluson, tollvörður á Ísafirði við BB. Starfsfólk í öllu Stjórnsýsluhúsinu hefur verið ákaflega bleikt í dag, ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 14:05Loftgæðin góð á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur greint frá því að loftgæðamælirinn sem er staðsettur við lögreglustöðina á Ísafirði virki vel og loftgæðin hafi aðeins einu sinni farið tiltölulega lítið yfir hættumörk. Loftgæðamælirinn hefur mest mælt 2.100 míkrógrömm brennisteinsdíoxíðs á rúmmetra og einu sinni 1.500 μg/m³ í stuttan tíma, en loft er talið óhollt ef það ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 13:23Af hverju er blámóðan blá?

Mynd með fréttSamkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við gasmengun í dag frá Barðaströnd og suður á Reykjanes. Á morgun er spáð austan stormi og áfram má búast við gasmengun fyrir vestan eldstöðvarnar á svæðinu frá Hvalfirði í suðri og norður á Breiðafjörð. Blámóðan sem gasmengunin er stundum kölluð, hefur vakið mörgum furðu og ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 13:02Alvarleg staða smábátaútgerðar í Strandabyggð

Mynd með fréttSveitarstjórn Strandabyggðar hefur sent þingmönnum NV-kjördæmis og Byggðastofnun ályktun þar sem farið er yfir alvarlega stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu. „Sveitarstjórn Strandabyggðar vill vekja athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja ...
Meira

bb.is | 30.10.14 | 11:43Rafmagn fór af norðanverðum Vestfjörðum

Mynd með fréttRafmagn fór af öllum norðanverðum Vestfjörðum í gærkvöldi. Orsakir rafmagnsleysisins var vinna Landsnets við liðavarnir í Mjólkárvirkjun í Arnarfirði og í Breiðadal í Önundarfirði, vegna tenginga við nýja varaaflstöð í Bolungarvík. Rafmagn fór tvisvar af Ísafirði, Hnífsdal og Súðavík á mánudag. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusvið Orkubús Vestfjarða, segir öll tilvikin ...
Meira