Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 29.05.15 | 16:54 Laus pláss í hreinsunarferð á Hornstrandir

Mynd með frétt Losnað hafa pláss í hreinsunarferð í friðland Hornstranda á morgun, laugardag, þannig að þeim sem eru áhugasamir um hreinleika landsins og fegurð gefst enn kostur á að koma með. Mæta þarf á smábátahöfnina á Ísafirði klukkan 6.40 í fyrramálið með hæfilega hlýjan klæðnað, samloku eða sambærilegt til að maula í hádeginu ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 16:42Tillögur að nafni íþróttafélags kunngjörðar

Mynd með fréttNafnanefnd nýs sameinaðs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum hefur lokið störfum og sent frá sér tillögur til sameiningarnefndar, sem aftur beinir því til almennings að kjósa um nafn í netkosningu. Kosið verður milli átta nafna í tveimur umferðum. Nöfnin eru Áróra, Dynjandi, Hugi, ÍV (Íþróttafélag Vestfjarða), Klettur, Vestri, Vörður og Örn. „Okkur ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 16:16Vestfjarðamót Vestra í sundi í Bolungarvík

Mynd með fréttVestfjarðamót Sunddeildar Vestra fer fram í sundlauginni í Bolungarvík á morgun, laugardag, og hefst kl. 8.30 með upphitun. Keppendur verða um 50 til 60 í ýmsum aldurshópum. Laugin verður því ekki opin almenningi fyrr en kl. 15 þegar mótinu lýkur. Aftur á móti verður opið eins og venjulega í pottana og ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 15:44Heimkomuhátíðin fékk hvatningarverðlaun SFS

Mynd með fréttHeimkomuhátíðin sem haldin var á Ísafirði um páskana hlaut í dag hvatningarverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en aðalfundur þeirra stendur nú yfir. Hátíðin var samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og fjölda fyrirtækja á svæðinu. Birna Jónasdóttir rokkstjóri og Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari Ísafjarðarbæjar tóku við verðlaunum sem ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 15:01HK og BÍ/Bol leika á Torfnesi

Mynd með fréttLið Handknattleiksfélags Kópavogs (HK) í fótbolta mætir á Torfnesvöll á morgun, laugardag, og leikur við BÍ/Bolungarvík í fjórðu umferð 1. deildar Íslandsmóts karla. HK er í fimmta sæti deildarinnar með 6 stig, hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en það var 0-3 tap á heimavelli fyrir Þrótti. Lánleysi BÍ/Bolungarvíkur hefur ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 14:55Útlit fyrir gott ferðasumar

Mynd með fréttFerðamannatíminn á Vestfjörðum er kominn af stað af sívaxandi þunga. Rúnar Karlsson hjá Borea Adventures á Ísafirði segir að útlitið fyrir sumarið sé mjög gott og miklar bókanir. „Það er spenningur og smá stress í mannskapnum. Það verður allt komið á fullt svíng upp úr 10. júní í dagsferðum, lengri ferðum, ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 14:15Segir varnaðarorð ekki úr lausu lofti gripin

Mynd með fréttRegnbogasilungur hefur veiðst á skömmum tíma í fjórum veiðiám á Norðurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að um íslenskan eldisfisk er að ræða. Fyrir skemmstu veiddist regnbogasilungur í Eyjafjarðará, en hún er ein þekktasta bleikjuveiðiá landsins. Um síðustu helgi veiddist einnig regnbogasilungur í Fljótaá, og heimildir Fréttablaðsins greina einnig frá regnboga veiddum ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 13:22Ríkisstjórnin sýnir spilin

Mynd með fréttRíkisstjórn Íslands samþykkti í morgun ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasaminga á almennum vinnumarkaði. Aðgerðirnar eru í 11 liðum og lúta að ýmsum sviðum skatta- og velferðar- og húsnæðismála, sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Mikilvæg forsenda fyrir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er að kjarasamningar á almennum og opinberum markaði ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 13:02Hlaupa yfir Sprengisand og safna áheitum

Mynd með fréttÍsfirsku félagarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í júlí. Hlaupaleiðin liggur yfir Sprengisand og mun taka alls níu daga. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á málefnum langveikra barna og safna áheitum fyrir Kristján Loga Vestmann Kárason, ungan Vestfirðing sem er með fjölfötlun ...
Meira

bb.is | 29.05.15 | 11:44Svo hverful er heimsins dýrð

Mynd með fréttAllt hefur sinn tíma, eins og segir á góðum stað. Tímans tönn er iðin að naga Óshlíðarveginn gamla milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, sem aflagður var þegar Bolungarvíkurgöngin voru opnuð haustið 2010. Þá voru liðin rúm sextíu ár frá því að vegurinn um hlíðina var fullgerður að þeirrar tíðar tækni. Fyrsta einkabílnum ...
Meira