Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 01.07.15 | 15:01 Vinna við varnargarðana gengur vel

Mynd með frétt Vinna við ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði fóru hægar af stað í vor en verktakarnir, Íslenskir aðalverktakar, vonuðust til vegna kulda og snjóa. Fimmtán manns vinna við verkið að staðaldri og hefur það unnist vel eftir að hlýnaði í veðri. Samkvæmt verksamningi á að skila verkinu fullgerðu 30. október á næsta ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 14:50Þyrping garðskúra í Aðalvík

Mynd með fréttÞyrping garðskúra á fjörukambinum að Látrum í Aðalvík vakti athygli Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, leiðsögumanns og rithöfundar er hann átti leið um svæðið í vikunni. Páll Ásgeir segir að í raun sé um nokkurs konar bílskúra að ræða því hver og einn hýsir eitt fjórhjól. Fjórir skúrar hafa þegar verið reistir ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 14:14Þriðja strandveiðitímabilið byrjað

Mynd með fréttÞriðja strandveiðitímabil sumarsins hófst í dag. Á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi að Ísafjarðardjúpi, má veiða 858 tonn í mánuðinum eða jafn mikið og í síðasta mánuði. Það tók strandveiðiflotann ellefu daga að klára skammtinn í síðasta mánuði enda var gott fiskerí á færunum og margir bátar að veiðum.
Meira

bb.is | 01.07.15 | 13:23Gildis­töku nátt­úru­vernd­ar­laga frestað

Mynd með fréttGildis­töku nýrra nátt­úru­vernd­ar­laga sem áttu að taka gildi í dag þann 1. júlí 2015, hef­ur verið frestað til 15. nóv­em­ber. Ástæðan er endurskoðun á ákveðnum köfl­um lag­anna sem ráðuneytið vinn­ur nú að sam­kvæmt ákvörðun um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar þann 19. fe­brú­ar í fyrra. Ráðuneytið kynnti drög að þess­um breyt­ing­um þann 10. mars ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 13:01Menningarleg stórslys

Mynd með frétt„Það er vægast sagt skelfilegt ástand á fornminjum á Vestfjörðum. Sem dæmi má nefna að Keravíkin í Súgandafirði er í hættu og Fjallaskagi, milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, er mjög illa farinn vegna brims,“ segir Eyþór Eðvarsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, sem ásamt félögum sínum hefur unnið að skráningu fornminja á Vestfjörðum. Á ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 11:45Lokað vegna skorts á starfsfólki

Mynd með fréttKaffihúsið Kaffi Ísól að Austurvegi 1 á Ísafirði hefur að mestu verið lokað að undanförnu vegna skorts á starfsfólki. Auður Ósk Aradóttir, eigandi kaffihússins, rekur einnig bílasjoppuna Krílið við Sindragötu á Ísafirði. „Ég er búin að vera að leita að starfsfólki um tíma en ekkert gengur. Það eina sem stendur í ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 11:17Fuglamerkingar í Látrabjargi

Mynd með fréttNáttúrustofa Norðausturlands og Náttúrustofa Vestfjarða voru við merkingar á svartfuglum á Látrabjargi á dögunum. Settir voru dægurritar á fuglana og þarf að fanga þá á næsta ári til að lesa af þeim. Settir voru 10 dægurritar á hverja tegund: álku, langvíu og stuttnefju. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg Evrópu og þar verpa ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 10:32Stuðningur við háhraðatengingar samrýmist reglum EES

Mynd með fréttEftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær grænt ljós á verkefni Fjarskiptasjóðs, sem hefur það að markmiði að veita öllum landsmönnum háhraðanettengingar. RÚV greinir frá niðurstöðu EFTA um að verkefnið feli í sér ríkisaðstoð sem þó samræmist EES samningnum. Verkefnið var boðið út árið 2008 en með því átti að tengja heimili ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 10:25Aðsóknarmet að Byggðasafninu

Mynd með fréttAðsóknarmet var slegið föstudaginn 26. júní hjá Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað er 960 ferðamenn komu í safnið. Lang flestir þeirra voru frá skemmtiferðaskipinu MSC Splendida sem hafði viðdvöl á Ísafirði þann daginn sem og úr skemmtiferðaskipinu MS Deutschland sem lá við bryggju á Ísafirði. MSC Splendida kemur aftur til Ísafjarðar 22. ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 09:38Vörukarfan hefur hækkað umfram skattabreytingar

Mynd með fréttVörukarfa ASÍ hefur hækkað í níu verslunum af tólf. Í tilkynningu frá ASÍ segir að hækkunin sé mun meiri en sem nemur breytingum á skattkerfi um áramót. Þegar skattur á mat- og drykkjarvörur hækkaði úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld voru felld niður af sykri og sætum matar- og ...
Meira