Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 24.04.14 | 11:23 Fjalla-Eyvindur í Tjarnarlundi

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið sýnir Fjalla-Eyvind í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 20.30 í kvöld, sumardaginn fyrsta. Fjalla-Eyvindur er frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi og var í útlegð í fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaldrarnir. Eyvindur var mikill hæfileikamaður, smiður góður, fimur mjög ...
Meira

bb.is | 24.04.14 | 09:55Börn og bækur á sumardaginn fyrsta

Mynd með fréttBörn og bækur á sinn fasta sess á sumardaginn fyrsta í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði en þar verður skemmtileg og fjölbreytt bókmenntavaka fyrir börn og fullorðna. Áherslan í ár eru teiknimyndasögur og fá gestir að hlýða á skemmtilegt erindi um teiknimyndasögur. Dagskráin hefst kl. 14 með tónlistaratriði frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, ...
Meira

bb.is | 24.04.14 | 09:18Gleðilegt sumar!

Mynd með fréttBæjarins besta sem óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. Sumarmánuðurinn Harpa er genginn í garð, sem frá fornu fari markar nýtt upphaf hjá landsmönnum, við fögnum komu sumars og kveðjum um leið veturinn formlega. Það sést meðal annars á því að aldur manna var áður talinn í vetrum og enn er svo ...
Meira

bb.is | 24.04.14 | 08:48Þjóðbúningaguðsþjónusta á Bíldudal

Mynd með fréttÞjóðbúningamessa verður í Bíldudalskirkju kl. 14 í dag, sumardaginn fyrsta, í samtarfi við Þjóðbúningafélagið Auði. Þar mun sóknarpresturinn þjóna fyrir altari og sr. María Guðrún Gunnlaugsdóttir flytur predikun. Þá munu konur á staðnum aðstoða við helgihaldið og lesa ritningu. Eru Bílddælingar hvattir til að mæta til guðsþjónustunnar með fríðum hópi kvenna ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 16:58Myndasyrpa frá Aldrei fór ég suður

Mynd með fréttAldrei fór ég suður er afar „fótógenískur“ viðburður og sækjast ljósmyndarar víða að í að komast vestur. Einbeittir popparar og öskrandi rokkarar eru gott myndefni, það eru algild sannindi. Sigurjón J. Sigurðsson mætti með myndavélina bæði kvöldin þessar myndur eru brotabrot af afrakstrinum.
Meira

bb.is | 23.04.14 | 16:53Prófar sig áfram með ísdorg

Mynd með fréttGústaf Gústafsson, stangveiðimaður með meiru í Bolungarvík, hefur lagt stund á ísdorg í vetur, bæði í Syðridalsvatni við Bolungarvík og í Vatnadal í Súgandafirði. Gústaf segir að í ísdorgi gætu falist miklir möguleikar í heilsársferðaþjónustu. „Á Vestfjörðum skortir fleiri afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn á veturna og ísdorg gæti verið einn af þeim,“ ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 16:19Strandveiðiflotinn mættur í Víkina

Mynd með fréttMargir strandveiðibátar gera út frá Bolungarvík í sumar, enda stutt á fengsæl mið og hafnaraðstaða í Bolungarvík góð. Strandveiðarnar byrja 5. maí og segir Heiðar Hermannsson, yfirhafnarvörður í Bolungarvík, að strandveiðiflotinn sé mættur í Víkina og flestir bátar komnir á flot. Honum sýnist að bátarnir verði jafnmargir og í fyrra og ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 15:48Stöðugleiki á Ströndum

Mynd með fréttÍbúar í þremur hreppum á Ströndum, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru 664 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Flestir eru íbúarnir í Strandabyggð, 506, í Kaldrananeshreppi eiga 105 lögheimili og 52 í Árneshreppi. Stöðugleiki hefur ríkt í íbúafjölda svæðisins undanfarin ár og má til samanburðar nefna að árið 2006 voru íbúarnir 499 í ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 15:01Kveikt á gosbrunninum á Austurvelli

Mynd með fréttKveikt var á gosbrunninum á Austurvelli í dag. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir að það sé viðeigandi á kveikja á honum í dag þar sem sumardagurinn fyrsti sé á morgun. „Fyrstu krakkarnir eru búnir að detta ofan í hann svo þetta er allt eins og það á að vera,“ segir Ralf. ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 14:50Lærði um þjóðgarða og verndarsvæði

Mynd með frétt„Þetta var afskaplega áhugavert og skemmtilegt nám og alveg yndislegt að koma á Hvanneyri í staðarlotum,“ segir Ísfirðingurinn Jónas Gunnlaugsson, fyrrum bóksali og núverandi rekstrarstjóri Melrakkasetursins í Súðavík, í samtali við Bændablaðið. Jónas lauk námi með BS-gráðu síðastliðið vor á náttúru- og umhverfisbraut. Hann segist alltaf hafa verið mikill náttúruunnandi og ...
Meira