Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur þingmönnum færri en síðasta könnun gaf til kynna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og þrjú börn. Samhliða þessu vinnur Ísafjarðarbær nú að stefnu í móttöku ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu í höfuðið að hún vildi fara í ferðalag og hitta ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:59Viðurkenndu verknaðinn

Mynd með fréttÍ gær birtist frétt á vef Bæjarins besta um slæma umgengni á lóð leikskólans Eyrarskjóls. Ekki leið á löngu frá birtingu fréttarinnar er ungir menn mættu á skrifstofu leikskólastjóra og viðurkenndu verknaðinn og báðust afsökunar á framferði sínu. Guðríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri segist finnast fallegt að sjá fólk hafa kjarkinn til að ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:59Hrafnseyrarheiði ófær

Mynd með fréttVeturinn er aðeins farinn að sýna ásjónu sína á vegum landsins. Hrafnseyrarheiði er ófær, en verður mokuð bæði í dag og á morgun. Snjóþekja er á öðrum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka er í Gilsfirði og á Innstrandavegi og um landið norðanvert er hálka eða hálkublettir. Á Suður- og Vesturlandi er hálka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin þrjú. Rætt var um eflingu brunamála, fræðslumála og félagsþjónustu og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:24Mugison með útgáfutónleika á Ísafirði

Mynd með fréttÞað líður að því að sjóðheit ný plata frá meistara Mugison líti dagsljósið. Landinn bíður spenntur þar sem hann hefur ekki gefið út plötu frá því er metsöluplatan Haglél kom út árið 2011. Fyrir skemmstu fyllti hann Eldborgarsal Hörpu á einum morgni eftir að tilkynnt var um útgáfutónleika sem haldnir verða ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir vilja kannski halda að hátíðin sé komin frá Bandaríkjunum þar ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 08:33Fáar fasteignir á markaðnum

Mynd með fréttFáar fasteignir eru til sölu á Ísafirði og hefur Fasteignasala Vestfjarða auglýst eftir fleiri eignum á skrá. „Það er orðið lítið eftir á Ísafirði sérstaklega á það við um minni íbúðir og einbýlis og raðhúsum,“ segir Guðmundur Óli Tryggvason fasteignasali. Hann er með áhugasama kaupendur að fyrrgreindum gerðum húsnæðis. Að ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í myndböndum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem talað er ...
Meira