Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 24.11.14 | 08:31 Þörungaverksmiðjan fékk viðurkenningu

Mynd með frétt Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum fékk fyrir nokkru viðurkenningu frá móðurfyrirtækinu FMC fyrir öryggismál. Viðurkenningin er veitt fyrir samfellt tveggja ára tímabil, eða árin 2012 og 2013, þar sem engin slys urðu á starfsmönnum fyrirtækisins. Skjöldurinn er svartur og gylltur á dökkri viðarfjöl og prýðir nú mötuneyti verksmiðjunnar. Þar er hann áminning ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 08:08Brúnni yfir Hólsá lokað

Mynd með fréttVegna lélegs ástands gömlu brúarinnar yfir Hólsá, milli Hólsvegar og Aðalstrætis í Bolungarvík, hefur verið ákveðið að loka brúnni fyrir bílaumferð frá og með morgundeginum. Frá þessu er greint á vef Bolungarvíkurkaupstaðar. Brúin verður áfram opin fyrir gangandi og hjólandi umferð. Lokun brúarinnar er einnig í samræmi við aðalskipulag ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 07:40Allir geta lagt eitthvað til samfélagsins

Mynd með fréttViðhorfsbreytingu þarf í samfélaginu til að fatlað fólk fái þá þjónustu sem það hefur ekki aðgang að í dag. Þetta segir Kristín Björnsdóttir, lektor í fötlunarfræðum í samtali við ruv.is. Fólk horfi frekar á fötlunina en þá hæfileika sem fólk hefur. Í ágúst mánuði fóru Jón Víðir Njálsson á Suðureyri og ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 12:21Teygja sig í suður-amerískum takti

Mynd með fréttLeikfimi iðkendur í Reykhólahreppi hafa verið beðnir um að grúska í gegnum tónlistarsöfn sín til að vita hvort ekki leynist einhverjir diskar þar með suður-amerískri tónlist. Ástæða þessa er að leikfimitímarnir hjá þeim taka nokkrum breytingum í næstu viku því Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, sem hefur um árabil stýrt leikfimihópi í íþróttahúsinu ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 11:22Ýsan étur grjót

Mynd með fréttAð undanförnu hefur ekkert lát verið á fréttum af góðum afla og mikilli ýsugengd á grunnslóð vítt og breitt umhverfis landið. Nýverið lögðust nokkrir Strandamenn í rannsóknarvinnu, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Rannsókninni var beint að ýsu, hvort það ætti við rök að styðjast að ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 10:38Fleiri störf á landi en úti á sjó

Mynd með fréttÍslandsbanki gaf á fimmtudag út nýja skýrslu um sjávarútveg hér á landi en í henni er fjallað um þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Í skýrslunni segir m.a. að beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu hafi verið 10% á síðasta ári. Hlutfall veiða var 6,3% og hlutfall vinnslu ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 09:52Nýja verta vantar á Kaffi Norðurfjörð

Mynd með fréttNýjan rekstraraðila vantar fyrir Kaffi Norðurfjarðar í Árneshreppi, en það er eitt afskektasta kaffihús landsins. Sveinn Sveinson og Margrét S Nielsen sem hafa verið vertar þar síðustu þrjú ár verða ekki lengur. Umsóknarfrestur er út desember og upplýsingar fást á skrifstofu Árneshrepps. Kaffihúsið hefur verið starfrækt yfir sumarmánuðina frá árinu 2008. ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 09:15Ef okkur dettur í hug að fara eitthvað, þá förum við

Mynd með fréttÞað er alltaf dálítið gaman að hringja í Strandamenn því af öðrum Vestfirðingum ólöstuðum, virðist loftið á Ströndum vera ofurlítið meira hressandi en annars staðar. Íbúar í Árneshreppi eru þar ekki undanskildir en þar búa 53 manneskjur. Af þessum 53 eru sex nemendur í Finnbogastaðaskóla, einn strákur og fimm stelpur, tveir ...
Meira

bb.is | 23.11.14 | 08:47Óbreyttur starfsmannafjöldi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Mynd með fréttFjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur ekki áhrif á starfsmannafjölda Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíusonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns VG. Björn Valur spurði einnig um áhrif fjárlaga 2014 á starfsmannafjölda stofnana sem heyra undir heilbrigðisráðherra. Í svari frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða kom ekki fram ...
Meira

bb.is | 22.11.14 | 14:40Boðað til mótmæla við lögreglustöðina

Mynd með fréttBoðað hef­ur verið til mót­mæla fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Ísaf­irði nk. laugardag. Er mót­mæl­un­um sér­stak­lega beint að aðgerðum lög­reglu fyrr í vik­unni sem leiddu til þess að maður hand­leggs­brotnaði. Boðað var til mót­mæl­anna á Face­book í gær­kvöldi. Á síðu viðburðar­ins kem­ur fram að maður­inn hafi aðeins fengið gifs til bráðabirgða en ...
Meira