Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 27.03.15 | 16:56 Stefanía Helga ráðin skólastjóri

Mynd með frétt Að fengnum niðurstöðum frá Capacent á umsækjendum um stöðu skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur, leggur fræðsluráð Bolungarvíkur til að Stefanía Helga Ásmundsdóttir verði ráðin skólastjóri. Stefanía er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. Hún er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í uppeldis- og menntunarfræði.
Meira

bb.is | 27.03.15 | 16:45Metafli hjá Hálfdáni Einarssyni ÍS

Mynd með fréttMjög góður steinbítsafli hefur verið undanfarið hjá þeim bátum sem gera út frá Bolungarvík og eiga steinbítskvóta. Áhöfnin á Hálfdáni Einarssyni ÍS komu að landi í gærkvöldi með 27 tonn úr einni sjóferð sem væntanlega telst Íslandsmet hjá báti af þessari stærð. Með gærdeginum er heildarafli bátsins í mánuðinum kominn í ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 16:10Bjartmar skemmtir í Bolungarvík

Mynd með fréttTónlistarmaðurinn ástsæli, Bjartmar Guðlaugsson, heldur tónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld. Þar verður Bjartmar einn með gítarinn og fer yfir ferilinn. Hann mun taka alla þekktustu slagarana sína m.a. lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn.“ Í tilefni þess að Benedikt Sigurðsson, vert í Félagsheimilinu, fagnaði fertugsafmæli sínu 23. mars, vonast hann ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 15:49Inflúensan gengur hratt niður

Mynd með fréttTalið er að hátt í 30 þúsund manns hafi smitast af inflúensu það sem af er þessu ári en inflúensan var heldur skæð í ár ef miðað er við síðustu tvö ár en líkur eru á að bólusetningar hafi ekki virkað sem skyldi. Inflúensan náði hámarki í febrúar en er nú ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 15:02Miklar áhyggjur vegna uppsagna

Mynd með fréttBæjarráð Vesturbyggðar kom saman til fundar í gær vegna hópuppsagna Fjarðalax hf. á Patreksfirði. Fjórtán starfsmönnum í vinnslu og pökkun var sagt upp á miðvikudag. Fyrirtækið ætlar að flytja vinnslu á laxi frá Patreksfirði en hefur ekki gefið upp hvert hún fari. Í ályktun sem bæjarráð samþykkti er lýst miklum áhyggjum ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 14:51Segir SA beita klækjabrögðum

Mynd með fréttFinnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir Samtök atvinnulífsins beita klækjabrögðum og tækniatriðum til að koma í veg fyrir að verkafólk nýti sinn neyðarrétt. Atkvæðagreiðsla Starfsgreinasambandsins um verkfall var afturkölluð í gær í ljósi niðurstöðu Félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins. Félagsdómur úrskurðaði að atkvæðagreiðsla Rafiðnaðarsambandsins vegna verkfalls tæknimanna á RÚV væri ólögleg þar ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 14:04Spá­ 2,7% at­vinnu­leysi í sum­ar

Mynd með fréttVinnu­mála­stofn­un áætl­ar að at­vinnu­leysi í sum­ar verði 2,7% eða jafn mikið og það var að meðaltali yfir sum­ar­mánuðina þrjá á ár­un­um 1990 til 2000. Það var til sam­an­b­urðar að jafnaði 1,9% í júní, júlí og ág­úst á ár­un­um 2001 til 2008, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um atvinnuástandið í ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 13:23Hringtenging ljósleiðara boðin út

Mynd með fréttRíkiskaup hefur boðið út fyrri áfanga við hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Ríkiskaup stendur fyrir útboðinu, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs sem áformar að gera samning við þann sem á hagkvæmasta tilboðið og uppfyllir hæfniskröfur. Sá aðili á síðan að hanna, byggja, reka og eiga ljósleiðarastrenginn og felur samningurinn í sér að Fjarskiptasjóður veitir ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 13:01Umdeild og sársaukafull aðgerð

Mynd með frétt„Ákvörðunin reyndi mjög á fyrirtækið og á alla sem henni tengdust. Ég trúi því að vel hafi tekist til þótt hún hafi verið umdeild og sársaukafull,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Rétt um ár er síðan Vísir tilkynnti um miklar breytingar hjá fyrirtækinu og lokanir starfstöðva á ...
Meira

bb.is | 27.03.15 | 11:50Rythmatík í úrslit

Mynd með fréttHljómsveitin Rythmatík frá Suðureyri tók þátt í síðasta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í gær og var önnur tveggja hljómsveita sem komust áfram í úrslitin. Áhorfendur í sal kusu hljómsveitina Avóka áfram, og dómnefnd kaus Rythmatík áfram. Heiða Eiríksdóttir rokkspekúlant hefur fylgst með keppninni fyrir Morgunblaðið. „Hljómsveitin spilar tónlist undir áhrifum frá indí-hetjum níunda ...
Meira