Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 27.09.16 | 08:33 Bolvísk sandlóa sást í Frakklandi

Mynd með frétt Ófleygur sandlóuungi sem var merktur í Hlíðardal í Bolungarvík árið 2007 og síðan litmerktur tveimur árum seinna í hreiðri við Hanhól í Syðridal sást og var myndaður í Frakklandi við hafnarsvæðið í Saint-Guenole 12. september síðastliðinn. Fuglinn sem er kvenfugl hefur sést í Bolungarvík öll sumur fram til 2015. Vitað er ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Þróunin er sú að mest hefur ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til í nokkur ár og hefur lengi haft áhuga á að ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:25Fundvísir fjörufarar

Mynd með fréttÁ skrifstofu Bæjarins besta barst í morgun góð heimsókn. Voru þar á ferðinni fimm fundvís börn frá Gula kjarna á Eyrarskjóli ásamt kennurum sínum. Fóru þau í fjöruferð í morgun og rákust þar á hlut sem þau vildu gjarnan koma til eiganda síns. Fór nokkrum sögum meðal barnanna hvaða hlutverki hinn ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir sjálfboðnu starfi komin. Hreyfing Rauða krossins býr að miklum mannauði ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og skot og það komust færri að en vildu,“ segir Garðar ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:14Samfylkingin samþykkir framboðslista

Mynd með fréttÁ kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel á laugardag var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Í prófkjöri fyrr í september var kosið um tvö efstu sæti listans og varð Guðjón Brjánsson hlutskarpastur og Inga Björk Bjarnadóttir hafnaði í öðru sæti. Eins og áður hefur verið greint frá, ákvað Ólína ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið skína örlítið í tennurnar líkt og vera vill. Það væri ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 12:58Huga þarf vel að ruslatunnufestingum

Mynd með fréttÞað er margt sem þarf að hafa í huga á haustmánuðum er tilheyrandi lægðir og vindbelgingur herja á. Eitt af því er að tryggja að hlutir sem auðveldlega geta farið á flug, líkt og hinir seinþreyttu og óvinsælu ferðalangar trampólín, séu teknir saman og einnig að ruslatunnum verði fundinn viðeigandi staður ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en í dag eru verslunin og timbursalan aðskilin. „Það er okkur ...
Meira