Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 27.06.16 | 16:52 Ekki bætt við dekkjakurli á vellina

Mynd með frétt Sameiginlegt erindi hverfisráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni, hverfisráðs Hnífsdals, hverfisráðs Súgandafjarðar og hverfisráðs Dýrafjarðar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar en hverfisráðin óska þar eftir afstöðu bæjaryfirvalda til dekkjakurls á gervigrasvöllum sveitarfélagsins. Í bókun bæjarráðs segir að Ísafjarðarbær hafi verið með málið til skoðunar og muni bæjarráð fylgjast með framvindunni á ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 16:32Málningu úðað á veggi Vestfjarðaganga

Mynd með fréttMálningu var úðað á veggi Vestfjarðaganga og á bakhlið umferðarskilta í og við gangamunnana í Tungudal, Breiðadal og Botnsdal fyrir um viku síðan, að því er fram kemur dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum. Þann 21. júní tilkynntu starfsmenn Vegagerðarinnar um að eignaspjöllin og hóf lögreglan þá þegar rannsókn á málinu. Fljótlega ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 15:56„Gaman að fá að kynnast þessum krökkum“

Mynd með fréttHópur hóp nemenda á vegum vettvangsskóla School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum dvelur nú á Vestfjörðum en Háskólasetur Vestfjarða er samstarfsaðili SIT. Nemendahópurinn dvelur í alls sjö vikur hér á landi en nemendurnir koma til Ísafjarðar til að sitja áfanga í endurnýjanlegri orku og umhverfishagfræði. ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 15:18Tania litla braggast vel

Mynd með fréttTania litla Ciulwik braggast vel á Landsspítalanum í Reykjavík þar sem hún nú dvelur. Tania sem fæddist sex vikum fyrir tímann, er með downs heilkenni og tvo hjartagalla, svokallaðan lokuvísagalla og Fallot sem ógna lífi hennar. Hún hefur sýnt ótrúlegan kraft og hefur hún þyngst um 900 grömm frá fæðingu. Tania ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 14:14Segir sig úr stjórn

Mynd með fréttÞorsteinn Másson sem nýverið var ráðinn til Arnarlax hefur nú sagt sig úr stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Þorsteinn segir augljóst að hann muni ekki geta unnið af heilindum fyrir þessa tvo aðila þar sem hagsmunir skarist en ferðamálasamtökin sendu í apríl frá sér harðorða ályktun þar sem áformum Arnarlax um fiskeldi í ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 13:23Landsleikurinn á risatjaldi

Mynd með fréttSýnt verður beint frá landsleik íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld á risatjaldi í Edinborgarsal í Edinborgarhúsinu og í Félagsheimilinu í Bolungarvík en leikurinn hefst kl. 19. Þá verður sýnt frá leiknum á fleiri stöðum. Sem dæmi má nefna í Skúrnum í ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 13:02Gott gengi í dósasöfnun Björgunarfélagsins

Mynd með fréttEndurvinnanlegar flöskur og dósir geta reynst talsvert fé þegar þær safnast saman og er söfnun slíkra verðmæta veigamikill þáttur í fjármögnun björgunarsveita um allt land. Björgunarfélag Ísafjarðar fundið fyrir góðum meðbyr í dósasöfnun sinni upp á síðkastið og er fólk hefur verið duglegt við að styðja við félagið með því að ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 11:42Þrjú skemmtiferðaskip í Skutulsfirði í gær

Mynd með fréttÞrjú skemmtiferðaferðaskip lágu í Skutulsfirði í gær og er það einn allra stærsti dagur þessa sumars á höfninni, er fjöldi gesta með skipunum þremur var um 5000 manns. Stærst þeirra er Azura með rúmlega 3000 gesta farþegagetu, svo Rotterdam sem ber 1800 og síðan Voyager með tæplega 600 og er þá ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 10:37Hafa ekki undan grassprettu í kirkjugörðunum

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, heimsótti heimahagana um liðna helgi og ákvað, líkt og hún gerir ávallt þegar hún kemur heim, að fara að leiði föður síns í kirkjugarði Ísfirðinga á Réttarholti við mynni Engidals. „Þegar ég heimsótti pabba minn í kirkjugarðinn blasti við mér þessi óskemmtilega sjón, ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 09:48Vestri tapaði fyrir Magna

Mynd með fréttVestri, meistaraflokkur karla í knattspyrnu, tapaði fyrir Magna, 2-5, í leik liðanna í 2. deild karla á Grenivíkurvelli á laugardag og fer því niður um sæti. Fyrir leikinn var Vestri í 7. sæti en er nú í því áttunda með átta stig eftir tvo sigra, tvö jafntefli og þrjú töp. ...
Meira