Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 16.04.14 | 16:58 Kynna raunfærnimat í skipstjórn

Mynd með frétt Kynning á raunfærnimati í skipstjórn fer fram mánudaginn 28. apríl kl. 16:30. Kynningin verður í fjarfundarformi og er hægt að taka þátt í henni á starfsstöðvum Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Raunfærnimat í skipstjórn er ætlað þeim sem hafa starfað á sjó í fimm ár eða lengur og hafa áhuga ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 16:53Víur – ræktunarfélag fékk þriggja milljóna króna styrk

Mynd með fréttStyrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað í gær og fengu 38 verkefni styrki að upphæð 35 milljónir króna. Þrjú vestfirsk verkefni fengu styrk og fékk ísfirska fyrirtækið Víur - ræktunarfélag fóðurskordýra þrjár milljónir króna sem er hæsta úthlutunin úr sjóðnum en tvö önnur verkefni fengu jafnháa úthlutun. True North í Bolungarvík ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 16:19Styrkja menningarmál um eina milljón

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að úthluta styrkjum að fjárhæð ein milljón króna til menningarmála en upphæðin skiptist á milli tíu verkefna. Einleikjhátíðin Act alone fær 200.000 kr., Eyrin, stuttmynd tekin upp á Suðureyri fær 70.000 kr., Félag vestfirskra listamanna fær 120.000 fyrir útgáfu á kynningarriti félagsins. Þá væri Sunnukórinn á Ísafirði ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 15:48Gistinóttum fækkaði á Vestfjörðum

Mynd með fréttSeldum gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum á milli ára nema á Vestfjörðum á síðasta ári en þar var 2,8% fækkun milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum og á Austurlandi. Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði hins vegar frá fyrra ári í öllum landshlutum, á Vestfjörðum um 23%. Tveir þriðju ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 15:01Fylgist vel með veðurspám

Mynd með fréttSamgöngustofa vill minna bílstjóra á mikilvægi þess að fylgjast vel með veðurspám og fréttum af færð og þeir gæti þess að bílar þeirra séu vel búnir til vetraraksturs áður en lagt er af stað í ferðalag um páskahelgina. „Það má segja að það sé allra veðra von þessa dagana og orðið ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 14:50Vilja að Vísir selji kvótann

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar vill að bærinn eigi milligöngu um að aflaheimildir verði keyptar af Vísi hf. Á fundi bæjarráðs í morgun var lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, um atvinnumál á Þingeyri og hefur Daníel verið falið að senda stjórnendum Vísis bréf um kaup á aflaheimildum. Í minnisblaðinu kemur fram að eftir ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 14:05Þingeyrarlaug opin yfir páskana

Mynd með fréttFengist hefur heimild frá Landsvirkjun til kaupa á forgangsorku til hádegis 24. apríl og verður Þingeyrarlaug því opnuð klukkan 10.00 að morgni föstudagsins langa, 18. apríl og verður opin yfir páskana. Óvíst er hvort skerðingum verður haldið áfram eftir sumardaginn fyrsta og hvort mögulegt verður að halda lauginni áfram opinni en ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 13:28Grunur beinist að ákveðnum einstaklingum

Mynd með frétt„Það beinist grunur að ákveðnum einstaklingum. Getum svo sem ekki sagt á þessari stundu að málin séu upplýst en við köllum enn eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að búa yfir slíku,“ segir Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, aðspurður hvort búið sé að finna þá sem unnu eignaspjöll á ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 13:02Ákærður fyrir að kveikja í Fánasmiðjunni

Mynd með fréttRíkissaksóknari hefur ákært 22 ára karlmann fyrir íkveikju í Fánasmiðjunni í Norðurtangahúsinu á Ísafirði sumarið 2012. Vátryggingafélag Íslands krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða 52 milljónir króna í skaðabætur vegna skemmda sem tryggingafélagið þurfti að bæta. Nær tvö ár eru liðin frá íkveikjunni, sem átti sér stað í ...
Meira

bb.is | 16.04.14 | 11:44Flugvöllurinn til Keflavíkur, ef hann fer úr Vatnsmýrinni

Mynd með frétt„Kostnaðurinn við að byggja og reka flugvöll er það mikill að það er algjörlega ljóst, af okkar hálfu, að ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af mun starfsemin öll flytjast til Keflavíkur,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. Hún sagði einnig að Íslendingar ...
Meira