Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 26.07.16 | 11:50 Síðasti leggur plæginga hafinn

Mynd með frétt Eins og BB sagði frá fyrr í mánuðinum er vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða að leggja streng frá Þingeyri að Gerðhömrum í Dýrafirði og var flokkurinn þá nýbúinn að fá jarðýtu frá Gámaþjónustu Vestfjarða til liðs við sig ásamt starfsmanni frá GV og auðveldaði þetta þeim verkið töluvert. Búið er að leggja ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 10:50Byggðaáætlun 2017-2023 í vinnslu

Mynd með fréttByggðastofnun auglýsir eftir tillögum í byggðaáætlun 2017-2023 sem nú er í mótun. Verkefnisstjórn byggðaáætlunar mun taka afstöðu til innsendra tillagna, en hægt að skila þeim hér. Tillaga að nýrri byggðaáætlun á að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóvember og ráðherra mun síðan leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi. Í nýjum ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 09:50Albertína ráðin framkvæmdastjóri EIM

Mynd með fréttAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri EIM. Albertína er landfræðingur og félagsfræðingur að mennt og hefur starfað sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ undanfarin ár. Þá hefur hún einnig starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði og verkefnastjóri og kennari hjá Háskólasetri Vestfjarða. Í tilkynningu frá KPMG, ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 09:37Sækja um lóð á Bíldudal fyrir hótel

Mynd með fréttÁ fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar í vikunni var tekið fyrir erindi frá Jens H. Valdimarssyni sem fyrir hönd ÍsBús alþjóðaviðskipta ehf sótti um lóð undir hótelbyggingu á Bíldudal. Sótt er um lóð suðvestan við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal og áætluð stærð hússins er um sjö hundruð og sjötíu fermetrar ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 09:24Framleiðslan hefur tífaldast

Mynd með fréttFramleiðsla á niðursoðinni lifur á Íslandi hefur tífaldast á síðastliðnum áratug. 2003 nam framleiðslan 418 tonnum en tíu árum síðar var hún komin upp í 4.300 tonn og nam útflutningsverðmætið yfir þremur milljörðum króna. Þetta má lesa um í skýrslu Matís um hliðarafurðir í bolfiski sem er nýkomin út og greint ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 09:01Héldu tombólu fyrir styrktarsjóð Töniu

Mynd með fréttVinkonurnar sem litu við á skrifstofu BB í gær voru að vonum stoltar með afrakstur helgarinnar, enda höfðu þær safnað rúmlega 15 þúsund krónum í styrktarsjóð Töniu litlu, dóttur Elzibeta Mazur og Miroslaw Ciulwik. Tania fæddist 1. júní, sex vikum fyrir tímann og er með Downs heilkennið og einnig alvarlegan hjartagalla. ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 08:3590 krakkar skemmtu sér í knattspyrnu í Bolungarvík

Mynd með fréttÍslandsbankamóti UMFB og Vestra fór fram í Bolungarvík á laugardaginn þar sem um 90 krakkar úr 5. og 8. flokki á aldrinum fjögurra til fjórtán ára skemmtu sér vel í fótbolta. Að loknum keppnisdegi fengu allir keppendur hamborgara og drykk, verðlaunapening og gjöf frá Íslandsbanka. Á meðfylgjandi mynd má sjá yngstu ...
Meira

bb.is | 26.07.16 | 07:50Telja að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar vegna aukinnar framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal en með umsagnarbeiðninni fylgdi greinagerð sem unnin var af Verkís verkfræðistofu undir lok júní. Í bókun ráðsins frá fundi þess í dag segir að ágætlega sé gert grein fyrir efnistöku og umhverfi og greinagerðinni en ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 16:49Vestri vann – Hörður tapaði

Mynd með fréttVestri vann leik sinn í 2. deild Íslandsmóts karla gegn Fjallabygð á Ólafsfirði á laugardag. Hörður hinsvegar tapaði leik sínum í 4. deildinni á Torfnesvelli á Ísafirði. Með sigrinum komst Vestri í 5. sæti deildarinnar. Sigurinn var naumur og úrslit réðust í uppbótartíma, alveg eins og í síðasta leik Vestra. ...
Meira

bb.is | 25.07.16 | 16:25Matthías maður leiksins.

Mynd með fréttMatthías Vilhjálmsson var maður leiksins í 6-0 sigri Rosenborg á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Ísfirðingurinn skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki Haugesund og sögðu norsku miðlarnir að Matthías hefði skorað tvö mörk og hálfu betra. Rosenborg er í 1. sæti deildarinnar og næsti leikur Matthíasar ...
Meira