Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 06.05.16 | 16:25 HSV opnar fyrir styrkumsóknir

Mynd með frétt Héraðssamband Vestfirðingar hefur opnað fyrir umsóknir í Afreksmannasjóð HSV og er ferlið með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Til hefur staðið að breyta sjóðnum, en vinnu vegna breytinganna er ekki að fullu lokið og hefur sjóðsins ákveðið að auglýsa eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu, sem er í gegnum póstform ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 16:25Deildin hefst á morgun

Mynd með fréttFyrsti deildarleikur meistaraflokks Vestra verður á Torfnesvelli á morgun þegar lið Knattspyrnufélag Fjallabyggðar gerir sér ferð vestur og mætir heimamönnum í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta. Leikurinn hefst kl. 14. Allar líkur eru á því að Vestri leiki í nýjum búningum félagsins sem almenningur valdi í fjölsóttri kosningu. Stjórn Vestra vill koma ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 15:47Brjóstabollur á mæðradagshelginni

Mynd með fréttLandssamband bakara meistara, LABAK, efnir til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land frá og með deginum í dag og fram til sunnudagsins 8. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktar félaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Þetta er sjötta árið sem LABAK starfar með Göngum saman að þessu ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 14:50Ernismenn syngja inn vorið

Mynd með fréttKarlakórinn Ernir syngur vorið í hjörtu íbúa norðanverðra Vestfjarða þessa dagana, en nú fara í hönd árlegir vortónleikar kórsins. Karlarnir hafa verið iðnir við æfingar í vetur undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, og undirleikur hefur verið í höndum Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Þær stöllur munu vera með þeim á tónleikunum, ásamt ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 14:14Prófkjör í Norðvesturkjördæmi

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi efnir til prófkjörs í haust til að stilla upp framboðslista í kjördæminu. Þetta var ákveðið á kjördæmisþingi flokksins um síðustu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá kjördæmisráði flokksins í Norðvesturkjördæmi. Einar K. Guðfinnsson er oddviti sjálfstæðismanna í kjördæminu en hann lætur af þingmennsku í haust. ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 13:23Eyrnaslapar gerðu rúmrusk

Mynd með fréttÍ dag er dimission hjá nemendum við Menntaskólann á Ísafirði og fóru afar árla morguns hressir Eyrnaslapar á stjá á Ísafirði með tilheyrandi látum, þar sem þeir vöktu kennara og starfsfólk skólans. Ekki er loku fyrir það skotið að nætursvefn annarra saklausra borgara hafi skyndilega endað er hersingin fór um. Eftir ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 12:56Dagur harmonikkunnar á sunnudaginn

Mynd með fréttHarmonikkufélag Vestfjarða heldur Dag harmonikkunnar í félagsheimilinu á Þingeyri á sunnudag. Dagskrá hefst kl. 16 og verðu um og yfir 20 harmonikkuleikarar sem halda uppi fjörinu. Kvenfélagið Von á Þingeyri sér um veitingar og verða kaffi og vöfflur seldar á vægu verði. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Meira

bb.is | 06.05.16 | 11:44Ungmennahús opnar í Bolungarvík

Mynd með fréttUngmennahús opnaði í Bolungarvík á miðvikudagskvöld í húsakynnum félagsmiðstöðvarinnar Tópaz í Grunnskóla Bolungarvíkur. Ungmennahúsið er ætlað ungmennum að lokinni grunnskólagöngu, en markhópur ungmennahúsa er eins og nafnið gefur til kynna ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Hugmyndin um ungmennahús er ekki óþekkt á norðanverðum Vestfjörðum, en á Ísafirði var um árabil rekið ...
Meira

bb.is | 06.05.16 | 10:23Hretið á undanhaldi

Mynd með fréttÚtlit er fyrir að vorhretið sem herjað hefur á íbúa Vestfjarða síðustu daga, sé nú á undanhaldi og í næstu viku er hitakortið orðið heiðgult að nokkrum stöðum hálendisins undanskildum. Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag með dálitlum skúrum eða slydduéljum, einkum á svæðinu norðanverðu. Lægir ...
Meira

bryndis@bb.is | 06.05.16 | 09:49Merki Vestra: Tillaga 3 vann

Mynd með fréttÚrslit eru ráðin í kosningu um nýtt merki Vestra. Tillaga nr. 3 í kosningunni varð hlutskarpast. Hlaut merkið 47% af 487 greiddum atkvæðum. Hönnuður þess er Ísfirðingurinn Birgir Örn Breiðfjörð. Sami hönnuður skapaði hinar tillögurnar tvær, Guðjón Davíð Jónsson, sem er borinn og barnfæddur Ísfirðingur. Tillaga nr. 2. — vaffið með ...
Meira