Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 02.09.14 | 16:55 Fjarnemasamfélag á Ísafirði

Mynd með frétt Háskólasetur Vestfjarða býður öllum fjarnemum á norðanverðum Vestfjörðum til kynningar á þjónustu Háskólasetursins á fimmtudag. Nemar á norðanverðum Vestfjörðum stunda nám við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Háskólasetrið þjónustar einnig frumgreinanámið hér á Ísafirði.
Meira

bb.is | 02.09.14 | 16:47Soffía ráðin fræðslustjóri

Mynd með fréttSoffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Bolungarvík hefur verið ráðin fræðslustjóri Akureyrarbæjar. Hún vonast til að geta tekið við starfinu 1. nóvember en á eftir að ræða þau mál við skólayfirvöld í Bolungarvík þar sem hún hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Það kom mér þægilega á óvart að fá stöðuna. Maður er ekki ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 16:09Þingeyrarlaug lokuð næstu daga

Mynd með fréttSundlauginni á Þingeyri var lokað kl. 10 í morgun vegna skerðingar á umframorku. Vegna vinnu Landsnets á flutningsleiðinni til Vestfjarða þarf að keyra varaleiðir á meðan og verður því afgreiðslu á skerðanlegri orku hætt á meðan. Íþróttahús staðarins verður þó opið. Lokunin stendur til kl. 18 á fimmtudag. Starfmaður Þingeyrarlaugar getur ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 15:48VestFiðringur á Reykhólum

Mynd með fréttFundaherferð VestFiðringsins fikrar sig nú sunnar á kjálkann og kl. 17 á morgun, miðvikudaginn 3. september, verður sjötti skemmti- og vinnufundur VestFiðrings haldinn á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Umræðuefni fundarins er Reykhólahreppur og eyjarnar, íbúar svæðisins og saga. Þar verða helstu sérkenni svæðisins dregin fram, skoðuð og skráð, auk þess ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 15:00Gott útlit á vinnumarkaði

Mynd með fréttStarfandi fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög að undanförnu og er fjöldi þess nú orðinn svipaður sem hlutfall af mannfjölda og var fyrir áratug eða í júlí árið 2004. Batnandi ástand á vinnumarkaði stafar fyrst og fremst af fjölgun fólks á vinnumarkaði en ekki hefur dregið jafnhratt úr fjölda atvinnulausra.
Meira

bb.is | 02.09.14 | 14:48Kristinn H. í ritstjórastólinn

Mynd með fréttKristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins Vestfirðir, sem er eitt af landsmálablöðunum sem Ámundi Ámundason gefur út. Kristinn hóf störf í gær, 1. september. „Þetta kom þannig til að ég hitti Ámunda á Austurvelli á einum góðviðrisdegi í sumar. Þannig stóð á hjá mér að ég hafði ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 14:02Fjögur umferðaróhöpp í síðustu viku

Mynd með fréttFjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Minniháttar umferðaróhapp var í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi sunnudaginn 24. ágúst. Daginn eftir varð bílvelta á Örlygshafnarvegi. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin var óökuhæf og var flutt af vettvangi með kranabíl. Þriðjudaginn 26. ágúst varð bílvelta á Strandavegi við ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 13:20Arna og Í einum grænum í samstarf

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna ehf., í Bolungarvík hefur gert samning um umsjón sölu- og dreifingarstarfs við dótturfélag Sölufélags garðyrkjumanna ehf, Í einum grænum. Með samningum tekur, Í einum grænum við allri þjónustu við söluaðila. Að sögn Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu stórbætir þessi samningur þjónustu til allra verslana sem selja þeirra ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 13:01Úthlutun á þorski stendur í stað

Mynd með fréttFiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir komandi fiskveiðiár. Rúm 376 þúsund tonn í þorskígildum eru til úthlutunar eða um tveimur þúsundum tonna minna en í fyrra. Úthlutunin í þorski stendur nánast í stað og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 11:49Gengu yfir Klofningsheiði

Mynd með fréttGanga efri bekkinga í grunnskólanum á Suðureyri fór fram á fimmtudag í síðustu viku. Var ferðinni heitið frá Stað í Staðardal í Súgandafirði og sem leið liggur yfir Klofningsheiði til Önundarfjarðar. Þegar til kom reyndist vera myndarlegur skafl í skarðinu yfir Klofningsheiðina sem var ófær fólki án búnaðar til ísklifurs. Ákvað ...
Meira