Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 28.08.15 | 16:56 Gjöf til Vesturafls

Mynd með frétt Á dögunum var geðræktarmiðstöðinni Vesturafli færð forláta tölva að gjöf frá MND félaginu, Snerpu og Gauja. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins kom að máli við nafna sinn Þorsteinsson á Ísafirði og þeir í sameiningu og í félagi við Snerpu fjárfestu í nýrri tölvu fyrir þessa bráðnauðsynlegu stofnun sem geðræktarmiðstöðin er. Vesturafl ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 16:10Samráðsvettvangur ræðir sóknaráætlun Vestfjarða

Mynd með fréttSamráðsvettvangur sóknaráætlunar Vestfjarða hóf störf í dag með fundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Í samráðsvettvangnum sitja fulltrúar sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa tilnefnt. „Þetta er fólk út atvinnulífinu, frá stofnunum og frá sveitarfélögum,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Meira

bb.is | 28.08.15 | 15:49Kaffi Norðurfjörður lokar fyrir veturinn

Mynd með fréttÞær Lovísa Vattnes og Sara Jónsdóttur hafa staðið vaktina á Kaffi Norðurfirði í sumar. Nú eru þær búnar að loka og ganga frá eftir sumarið. Þær segja að sumarið hafi verið þeim sæmilegt, þrátt fyrir leiðindatíð. Í samtali við Litlahjalla, fréttavef Árneshrepps, segja þær að ágætis umferð ferðamanna hafi verið í ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 14:50Mjólkurvörur hækka mikið í verði á milli ára

Mynd með fréttStærstur hluti af þeirri matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 24. ágúst sl. hefur hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í byrjun september 2014. Verð í verslunum Bónus, Krónunni, Iceland, Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrval og Hagkaupum hefur hækkað. Í verslunum Víðis og Nettó hefur verð frekar verið að ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 14:14Fellur BÍ/Bol á morgun?

Mynd með fréttBÍ/Bolungarvík leikur á morgun við Fram á Framvellinum í Úlfársdal í 19. umferð 1. deildar karla. BÍ/Bol er með 5 stig í 12. sæti deildarinnar og á eftir að spila fjóra leiki. Tapist leikurinn á morgun þá er liðið formlega fallið í aðra deild, burtséð frá því hvaða úrslitum Selfoss og ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 13:23Afreksbúðir í blaki

Mynd með fréttUm síðustu helgi stóð Blaksamband Íslands fyrir æfingabúðum í Mosfellsbæ fyrir ungt fólk í blaki. Þetta er árlegur viðburður og jafnan er lögð áhersla á að bjóða uppá góða þjálfun fyrir krakkana. 90 krakkar mættu í búðirnar og voru þjálfararnir frá öllum heimshornum, margir af bestu þjálfurum heims í ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 12:58Togarar í vari undir Grænuhlíð

Mynd með fréttÁgúst er ekki á enda þó veðurfarið gefi annað til kynna og sést það best á að togarar liggja í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi, sem er afar óvenjulegt á þessum árstíma sem þrátt fyrir allt á að teljast til sumars. Kleifabergið RE og Snæfell AK hafa legið í vari frá ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 11:48Rosenborg og Matthías í Evrópudeildina

Mynd með fréttNorska stórveldið Rosenborg komst í gær í Evrópudeildina í knattspyrnuna. Liðið gat leyft sér að tapa 0:1 í Þrándheimi fyrir Steua Búkarest þar sem Norðmennirnir unnu 3:0 í fyrri leiknum í Rúmeníu. Matthías kom inn á hjá Rosenborg á 29. mínútu en hann hefur átt góðu gengi að fagna með liðinu ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 10:31Allt á floti í Árneshreppi

Mynd með frétt„Þetta er alveg ógeðslegt helvíti. Það er allt gjörsamlega komið á flot,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði um úrhellið síðasta sólarhringinn eða svo. Splunkunýtt slitlag í Norðurfirði er farið í sundur og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og einnig hefur myndast stöðuvatn á túnum í firðinum. „Það ...
Meira

bb.is | 28.08.15 | 09:44Snjóar í fjöll

Mynd með fréttÞað snjóaði í fjöll í morgun, fyrsti snjórinn í vetur. Mörgum þykir þetta fullsnemmt, sérstaklega í ljósi þess að sumarið hefur verið bæði í styttra og kaldara lagi. Alltaf verða menn frekar hissa og telja þetta vera óvenju snemmt. Meðfylgjandi er mynd af Eyrarfjallinu fyrir ofan Flateyri sem ...
Meira