Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 18.12.14 | 13:02 Nýir skátaforingjar eftir áramót

Mynd með frétt Á Ísafirði er starfrækt skátafélagið Einherjar/Valkyrjan. Skátafélagið Einherjar var stofnað 29. febrúar 1928 og voru stofnendur fjórtán talsins. Frumkvöðull að stofnun Einherja var Gunnar J. Andrew íþrótta- og fimleikakennari, sem jafnframt var kjörinn fyrsti félagsforinginn. Kvenskátafélagið Valkyrjan á Ísafirði var stofnað um tveimur og hálfum mánuði seinna en Skátafélagið Einherjar eða ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 11:47Flestir jákvæðir gagnvart ferðafólki

Mynd með fréttNíu af hverjum tíu telja að ferðamenn efli hagkerfi og verslun í landinu. Sama hlutfall telur að ferðamenn efli þjónustuframboð. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Ferðamálastofu. Tæpur helmingur aðspurðra, eða 47%, telur að ferðamenn spilli náttúru landsins. Tæpur fjórðungur telur að þeir spilli upplifuninni af ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 11:18Hvar er hægt að fá jólatré á Vestfjörðum?

Mynd með fréttAðfluttir á Vestfjörðum og jafnvel landsbyggðinni í heild, geta stundum rekið sig á að ýmsar upplýsingar berast fremur mann frá manni heldur en að vera auglýstar opinberlega. Svo virðist einnig vera með jólatréssölu og þá er lítið annað að gera en að herja á vinnufélaga og vini og spyrjast fyrir, frekar ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 10:53Komu frá Vesturheimi til þjálfa á Ísafirði

Mynd með fréttBandaríkjamaðurinn Steven Gromatka hefur verið ráðinn skíðagönguþjálfari Skíðafélags Ísfirðinga, og unnusta hans, Hekla Pálmadóttir, hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá BÍ/Bolungarvík. Þau fluttu til Ísafjarðar frá Bandaríkjunum núna í nóvember. Áður bjuggu þau í Wisconsin þar sem Hekla starfaði hjá tryggingarfélagi og Steven í íþróttavöruverslun. Þegar tækifærið bauðst ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 10:22Munið að velja Vestfirðing ársins!

Mynd með fréttVal á Vestfirðingi ársins fer nú fram á vefsvæði Bæjarins besta, bb.is, fjórtánda árið í röð. Lesendur síðunnar eru hvattir til þess að velja þann Vestfirðing sem þeir telja eiga heiðurinn skilið. Hinir ýmsu Vestfirðingar hafa gert það gott á árinu og því verður spennandi að sjá hver verður fyrir valinu ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 09:37Oft er gott spjall besta leiðin

Mynd með fréttGeðræktarmiðstöðin Vesturafl á Ísafirði heldur úti fjölbreyttu starfi allan ársins hring fyrir fólk sem misst hefur hlutverk sitt vegna veikinda eða breyttra aðstæðna og getur ekki tekið virkan þátt í samfélaginu, í vinnu eða inni á heimili. Í Vesturafli er boðið upp á ýmiskonar þjónustu við hæfi hvers og eins. Þar ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 09:22Báðu guð að hjálpa sér og prjónuðu lopapeysu

Mynd með fréttHlynur Snorrason kom til Ísafjarðar tvítugur að aldri síðla árs 1983 og ætlaði að vera hér í löggunni bara þann vetur. En margt fer öðruvísi en ætlað er; hér hitti hann stúlku og hér er hann enn og þau bæði, meira en þrjátíu árum seinna. Hann er að vísu ennþá í ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 08:54Fjalla um ólíka jólasiði á Skype

Mynd með fréttGrunnskólarnir hafa verið duglegir að taka tæknina í sínar hendur enda er það nauðsynlegur hluti af uppeldinu að kenna börnum að ráða við tækni fremur en að hún ráði yfir þeim. Og þetta virðist ganga vel í grunnskólanum, í það minnsta ráða mörg börn betur við raftæki, tölvur og tól heldur ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 08:31Hefur ástríðu fyrir fótbolta og söng

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Sigrún Gunndís Harðardóttir hefur æft knattspyrnu í um það bil tíu ár. Lengst af með BÍ/Bolungavík, en í sumar fékk hún tækifæri til að spila með norska fótboltaliðinu EIK, sem er í bænum Egersund, mjög sunnarlega í Noregi. Sigrún hefur einnig verið valin til æfinga með U-17 og U-19 landsliðum ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 08:08Landaður afli jókst lítillega í nóvember

Mynd með fréttHeildarafli sem landað var á Ísafirði jókst lítillega í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. 2.639 tonnum var landað í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði en í nóvember 2013 var landað 2.625 tonnum, munurinn einungis 14 tonn. Heildarafli íslenskra fiskiskipa var um 88 þúsund tonn í nóvember 2014, 7,6% meiri en ...
Meira