Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 20.10.14 | 16:56 Góð þátttaka í æfingu RKÍ í Súðavík

Mynd með frétt Rauði kross Íslands stóð fyrir landsæfingu í gær og bauð þjóðinni um lið í mat. Rauði krossinn á Vestfjörðum opnaði fjöldahjálparstöðvar í grunnskólinum á Ísafirði, á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík, Flateyri og í Bolungarvík sem og í íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði og félagsheimilinu á Hólmavík. Fjöldahjálparstöðvar hafa það hlutverk að bjóða þolendum hamfara ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 16:46Stórt og markandi skref

Mynd með fréttBæjarráð Vesturbyggð fagnar ákvörðun innanríkisráðherra um að sýslumaðurinn á Vestfjörðum verði staðsettur á Patreksfirði. Bæjarráðið segir að með ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, sé stigið stórt og markandi skref í átt til eflingar svæðisins í heild. Í ályktun bæjarráðs segir að reglugerðardrög innanríkisráðuneytisins samræmist markmiðum sem sett voru fram við breytingu ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 16:10Snjóþykktarmælar endurnýjaðir

Mynd með fréttEndurnýjun stendur yfir á sjálfvirkum snjóþykktarmælum á Súðavíkurhlíð og í síðustu viku komu snjóflóðaathugunarmennirnir Jóhann Hannibalsson og Örn Ingólfsson mæli fyrir á Súðavíkurhlíð. Ganga þurfti töluverða slóð inn á Súðavíkurhlíðina þar sem mælirinn er staðsettur í brattlendi. Mælarnir eru hannaðir af fyrirtæki Arnar, POLS verkfræðistofu á Ísafirði. Þeir byggja á því ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 15:49Ölvaður og keyrði inn í garð

Mynd með fréttTvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Fyrra óhappið varð á föstudag er varð bílvelta á Innstrandarvegi á Ströndum. Þar hafnaði bíll utan vegar og valt. Ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Síðara óhappið varð á Patreksfirði. Þar missti bílstjóri stjórn á bíl þannig að hann hafnaði inn í ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 15:02Þrefalt tap hjá KFÍ

Mynd með fréttKarlaflokkur KFÍ lék tvo leiki um helgina gegn Hetti frá Egilsstöðum og báðir leikirnir enduðu með tapi. Kvennaflokkurinn lék í gær við Njarðvík á útivelli og endaði leikurinn með sigri Njarðvíkur, 81-41. Njarðvíkingar eru með öflugt lið og fyrirfram var vitað að róðurinn yrði þungur. Fyrri leikur karlanna við Hött var ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 14:51Spessi á stórri samsýningu í Berlín

Mynd með fréttLjósmyndarinn Spessi (Sigurþór Hallbjörnsson) tekur þessa dagana þátt í stórri samsýningu í Berlín. Sýningin, sem kallast European Month og Photography, hófst fyrir helgi og stendur til 16. nóvember. „Það er mikil upphefð að fá að vera með. Það er fleiri Íslendingar á sýningunni. Gamalkunnir listamenn eins og Hreinn Friðfinnsson og Sigurður ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 14:05Talsverð norðurljósavirkni

Mynd með fréttTöluverð norðurljósavirkni verður hér á landi næstu daga að því er segir á vefsíðu Veðurstofunnar. Norðurljósin skemmta þó fáum ef þau eru falin af skýjahulu en svo mun ekki verða á Suðurfjörðunum í nótt eins og spáin lítur út. Í norðurljósaspá Veðurstofunnar er hægt er að velja nokkra daga fram í ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 13:23Ætlar þú að taka mynd fyrir National Geographic?

Mynd með fréttNational Geographic stendur fyrir ljósmyndakeppni þessa dagana en keppnin hófst 1. september og lýkur 31. október. Næstum allir í heiminum geta tekið þátt nema íbúar Kúbu, Íran, Norður Kóreu og fleiri landa þar sem keppnin er bönnuð en Íslendingum er heimil þátttaka. Þátttakan kostar 15 dollara og keppt er í þremur ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 13:02Komnir með hráefni fram að jólum

Mynd með fréttRækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði tryggt sér hráefni fram undir jól. Hráefnisöflun rækjuverksmiðja er erfið og þarf að leita langt eftir rækju. „Þetta er búið að vera erfitt en okkur hefur tekist þokkalega að verða okkur úti um hráefni og mér sýnist að við séum komnir með hráefni fram að jólum. ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 11:47Íslenskunám og fjölmenning á Íslandi

Mynd með fréttÍslenskunám og fjölmenningarsamfélagið var viðfangsefni tveggja fróðlegra ráðstefna sem haldnar voru á Ísafirði, miðvikudaginn 8. október, og í Breiðholti 10. október á vegum tilraunaverkefnanna Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og í Breiðholti og í samvinnu við Fjölmenningarsetur. Þátttakan fór fram úr væntingum en 120 manns sóttu ráðstefnurnar samanlagt.
Meira