Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 27.11.15 | 16:56 Fjárhagsáætlun lögð fram – 25 milljóna króna afgangur

Mynd með frétt Rekstrarafgangur af samstæðu Ísafjarðarbæjar verður 25 milljónir króna á næsta ári. Tillaga að fjárhagsáætlun 2016 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri mælti fyrir áætluninni. Í máli hans kom fram að veltufé frá rekstri verði um 430 milljónir króna og fjárfestingar næsta árs 200 milljónir. ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 16:25700 manns mættu á styrktartónleika

Mynd með fréttTónleikar sem orgelstjóður Hólskirkju hélt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn gengu vonum frama og Einar Jónatansson, formaður sóknarnefndar, er að vonum ánægður með hvernig til tókst. Það er óhætt að segja að brottfluttir Bolvíkingar eru með hugann heima á Hóli því um 700 manns mættu á tónleikana. Einari er ekki kunnugt um ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 15:38Blakveisla um helgina

Mynd með fréttBæði karla og kvennalið Skells spila í 1. deild Íslandsmótsins og um helgina keppa bæði liðin á heimavelli við blaklið Hamars frá Hveragerði. Í kvöld kl. 20:00 og á morgun kl. 11:00 takast karlaliðin á í Íþróttahúsinu á Torfnesi og á morgun keppa kvennaliðin kl. 13:00 Kvennalið Skells vermir nú botninn í ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 14:51Vona að fjárveiting til Norðvesturnefndar sé fordæmisgefandi

Mynd með fréttFjórðungssamband Vestfirðinga samfagnar sveitarfélögum á norðurlandi vestra, með þann árangur sem þau hafa náð í samstarfi við stjórnvöld, um fjárveitingar til uppbyggingar á sviði nýsköpunar, menningar og í heilbrigðisþjónustu landshlutans. En ráðuneytin lögðu fram breytingartillögu um veitingu rúmlega 100 milljóna aukafjármagns til sveitarfélaganna í fjárlagagerðinni sem nú er í vinnslu á ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 14:14Leitað að varaleið á Flateyri

Mynd með fréttÍsafjarðarbær er ekki með á dagskrá að skipta út gömlu vatnslögninni á Flateyri sem trekk í trekk veldur því að taka þarf vatn af allri eyrinni. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ástandið eins og það er í dag sé óásættanlegt. Lögnin hefur gatast fjórum sinnum á þessu ári, nú ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 13:23Stór helgi hjá KFÍ

Mynd með fréttKarlalið KFÍ mætir Skallagrími í „Fjósinu“ í Borgarnesi í kvöld kl. 19:15. Borgnesingar eru með sterkt lið og hafa unnið þrjá leiki af fimm það sem af er tímabilinu. Það má þó búast við því að KFÍ liðið fái góðan stuðning af áhorfendapöllunum í „Fjósinu“ því liðinu fylgja bæði 8. flokkur ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 12:59Grunnskólanemar á Ísafirði frumsýna Ársæl Veru- og Friðfinnsson & hið fjarstæðukennda mál

Mynd með fréttÍ kvöld frumsýnir leiklistarval Grunnskólans á Ísafirði leikritið „Ársæll Veru- og Friðfinnsson & hið fjarstæðukennda mál“ eftir Michael Maxwell. Verkið er í leikstjórn Hörpu Henrysdóttur kennara á leiklistarvali og þýddi hún einnig verkið. Fjölmargir nemendur koma að sýningunni á einn eða annan hátt og hafa æfingar verið stífar undanfarnar vikur. Frumsýningin ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 12:47Brottfluttir fjölmenna í Bíó Paradís á helginni

Mynd með fréttSöfnunarhópur fyrir nýju sýningakerfi í Skjaldborgarbíó ætlar að vera með sýningu á gömlu efni sem tengist Vestfjörðum í Bíó Paradís föstudagskvöldið 27. nóvember kl 20. Þar verða sýndar gamlar perlur frá sunnanverðum Vestfjörðum: Stundin okkar frá 1983, Bryndís Schram tekur viðtöl við krakka eftir krapaflóðin á Patreksfirði Tvær heimildamyndir eftir Ómar Ragnarsson: önnur um ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 11:48Þingmenn vilja kanna flutning á innanlandsfluginu til Keflavíkur

Mynd með fréttNíu þingmenn úr öllum flokki nema Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum vilja að kannað verði að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Þeir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra kanni kosti þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Lagt verði mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika vallarins og ...
Meira

bb.is | 27.11.15 | 11:07Kuldi og vetrarfærð á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ sunnanverðum Vestfjörðum er ófært um Klettsháls en hálka er á öðrum fjallvegum og snjóþekja eða hálkublettir eru á láglendi. Snjóþekja, skafrenningur og éljagangur er á fjallvegum á norðanverðum Vestfjörðum, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á láglendi. Ófært er úr Bjarnarfirði í Árneshrepp. Í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s ...
Meira