Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 31.07.15 | 16:56 Léleg spretta á Ströndum

Mynd með frétt Þrálátar norðanáttir síðustu vikur með súld og þokulofti hafa gert bændum í Árneshreppi lífið leitt og heyskapur er því seint á ferðinni eins og áður hefur verið greint frá. Í vikunni horfði til betri vegar með heyskap og þegar súldin gaf eftir og gátu bændur heyjað nær alla vikuna, eða þar ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 16:47Mýrarboltanum frestað til sunnudags

Mynd með fréttStjórnendur Mýrarboltans hafa í ljósi veðurspár ákveðið að fresta öllu mótshaldi til sunnudags. „Mótið verður fært til sunnudags. Í ljós hefur komið að besta verslunarmannahelgarveðrið á Íslandi verður á Ísafiðri á sunnudag og mánudag og þar af leiðandi ákváðum við að færa allt mótshald fram á sunnudag af þeirri einföldu ástæðu ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 16:10Örnu ísinn fæst á Akureyri

Mynd með fréttÍsgerðin á Akureyri verður með laktósafrían ís frá Örnu til sölu næstu daga, eða á meðan birgðir endast. Ísinn frá Örnu kom fyrst á markað í vor og hefur einungis verið til sölu á Ísafirði en nú geta Eyfirðingar notið íssins sem hefur hlotið góðar viðtökur sælkera. Ísnum verður dreift í ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 15:49Tapað, fundið í Eymundsson

Mynd með fréttRithöfundurinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir kynnir og áritar bók sína „Tapað fundið“ í Pennanum Eymundsson á Ísafirði milli 15 og 17 í dag, föstudag. Tapað fundið er fyrsta skáldsaga Árelíu Eydísar og fjallar um lögfræðinginn Höllu Bryndísi sem fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 15:01Lögreglan á Vestfjörðum veitir upplýsingar

Mynd með fréttÁkvörðun lögreglunnar í Vestmannaeyjum að slá þagnarmúr um kynferðisbrot sem kunna að koma upp á Þjóðhátíð í Eyjum hefur vakið furðu almennings og fagaðila. Í yfirferð Fréttablaðsins um afstöðu annarra lögregluembætta kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur svipaðan hátt og oftar en ekki fá fjölmiðlar ekki upplýsignar um kynferðisbrot sem ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 14:50Ævintýraferð að strönd Grænlands

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Halldór Sveinbjörnsson, Hróbjartur Darri Karlsson læknir í Reykjavík og synir hans, Starkaður og Sveinn Breki lögðu upp í ævintýraferð frá Ísafirði áleiðis til Grænlands á seglskútunni Belladonnu laugardaginn 25. júlí. Ferðin var farin til að öðlast meiri reynslu í siglingum og til að sjá Grænland. „Við vissum það áður ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 14:14Hvergilandið þema keppninnar í ár

Mynd með fréttUmfang Sandkastalakeppninnar í Holti eykst ár frá ári og er keppnin nú haldin í nítjánda sinn. Færasta fagfólk landsins úr hönnunargeiranum skipar dómnefndina í ár auk heimamanna en vinningar eru að auki mjög veglegir. Einskis þátttökugjalds er krafist. „Þó við keppum að því að hafa umgjörðina sem glæsilegasta þá er það ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 13:23Annasöm vika í Vínbúðinni á Ísafirði

Mynd með fréttVikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu um 128 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og alls seldust um 724 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu rúmlega 100 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í síðustu viku, þ.e. vikuna 20. – 27. júlí, og þá ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 13:01Meira en hálf milljón ljósmynda

Mynd með fréttSífellt fjölgar myndum á myndavef Ljósmyndasafnsins á Ísafirði. Síðustu vikur hefur verið bætt við myndum frá Sigurgeiri B. Halldórssyni, Birni Pálssyni og Leó Jóhannssyni en þeir voru allir stórvirkir ljósmyndarar á Ísafirði. Um 1.300 myndir eru komnar inn á ljósmyndavefinn en safnkosturinn er vel yfir hálf milljón mynda að sögn Jónu ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 11:47Ferðin núna 1300 krónum ódýrari

Mynd með fréttVerð fyrir lítra af dísilolíu er nú komið undir 200 krónur, eða rúmar 199 krónur á bensínstöðvum Orkunar, Atlantsolíu og ÓB. Að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu er 38 krónu munur á verðinu í dag miðað við sama tíma í fyrra. Leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur er 455 km og því ...
Meira