Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 17.04.15 | 16:56 Með húfur gegn einelti

Mynd með frétt Einstaklingsframtak getur oftar en ekki leitt margt skemmtilegt af sér. Ragnheiður I. Ragnarsdóttir og Guðmunda Hreinsdóttir kennari 1. bekkjar við Grunnskóla Bolungarvíkur, fóru í samstarf gegn einelti. Ragnheiður fékk hugmynd af verkefninu frá Noregi þar sem hún las frétt um konu sem hafði prjónað fjölda húfa með yfirskriftinni „Mot mobbing“ (Gegn ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 16:45Metróður hjá Brimnesi BA

Mynd með fréttÞað eru ekki bara krókaaflamarksbátarnir í Bolungavík og á Suðureyri sem hafa verið að gera góða veiði í steinbít upp á síðkastið. Brimnes BA, línubátur Odda hf. á Patreksfirði, kom til heimahafnar á miðvikudag. Aflabrögðin voru ekki af verri endanum, eða 40 tonn, þarf 36 tonn af steinbít. Á þriðjudag kom ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 16:10Árangurslaus fundur hjá sáttasemjara

Mynd með fréttSamningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 15:49Endurbætur geta verið leyfisskyldar

Mynd með fréttMeð hækkandi hitastigi og snjóbráðnun eykst framkvæmdagleði landans og margir húseigendur stefna eflaust á framkvæmdir í sumar. Ólöf Guðný Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, vill koma því á framfæri við bæjarbúa að huga að því að framkvæmdir, jafnt stórar sem smáar, geta verið leyfisskyldar. Rétt er að grennslast fyrir um hvort ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 15:02Minjar í stórhættu vegna sjávarrofs

Mynd með fréttÁhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands boða til ráðstefnu um alvarlega stöðu minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar. Hún verður í salnum Kötlu á Hótel Sögu kl. 13-16.30 á morgun og öllum opin. Ráðstefnan ber heitið Strandminjar í hættu - lífróður og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:51Mokveiði í Arnarfirði

Mynd með fréttFádæma rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði að undanförnu. Andri BA er eini báturinn sem eftir er á veiðum og gerði hann einn besta rækjuróður sem sögur fara af í Arnarfirði. „Við fengum tæp 10 tonn í gær og sprengdum pokann og misstum 3-4 tonn. Þetta er með stærri róðrum í Arnarfirði,“ ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 14:14Íþróttaskóli HSV á ráðstefnu ÍSÍ

Mynd með fréttRáðstefna um íþróttir barna og unglinga fer fram í Laugarásbíói í Reykjavík í dag á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Meðal erinda á ráðstefnunni er kynning á Íþróttaskóla Héraðssambands Vestfirðinga. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV mun þar kynna starfsemi skólans, upphafleg markmið hans og hvernig hefur gengið að ná þeim á ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 13:23Vinabæjarheimsókn frá Kaufering

Mynd með fréttÁtta krakkar frá Kaufering í Þýskalandi hafa verið í vinabæjarheimsókn í Ísafjarðarbæ síðan á sunnudag. Með heimsókninni eru krakkarnir að endurgjalda heimsókn ísfirskra grunnskólakrakka í haust. Antje Bommel hefur haft veg og vanda af vinabæjarsamstarfi milli bæjanna. „Við erum búin að eiga góða daga. Fórum á Dellusafnið á Flateyri, fórum á ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 13:01Rætt um aukna starfsemi á Ísafirði

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, funduðu í gær með Eyþóri Björnssyni fiskistofustjóra þar sem rætt var um horfurnar á mönnum útibús Fiskistofu í Ísafjarðarbæ. Á fundinum lögðu fulltrúar Ísafjarðarbæjar fram áherslur sveitarfélagsins og husanlega möguleika til að styrkja framtíðarstarfsemi Fiskistofu ...
Meira

bb.is | 17.04.15 | 11:52Ráðstefnan opin öllum

Mynd með fréttNíunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið hófst í Háskólasetri Vestfjarða í morgun og stendur hún fram á morgundaginn. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram undir yfirskriftinni „Hvað búa eiginlega margar þjóðir í þessu litla landi?“. Um fimmtíu erindi verða flutt á ráðstefnunni og eru skráðir þátttakendur um áttatíu. Ráðstefnan er opin almenningi ...
Meira