Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 22.08.14 | 16:47 Busavígslum í Menntaskólanum á Ísafirði hætt

Mynd með frétt Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, tilkynnti nemendum á skólasetningu í morgun að busavígslum verði hætt. „Það hefði átt að vera búið að ákveða þetta fyrir löngu. Busavígslur hafa farið úr böndunum. Ég get talið upp nefbrot, handleggsbrot, gleraugu hafa brotnað og skólinn þurft að bæta þau, skemmdan fatnað, listinn ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 15:47BÍ/Bol: Tveir útileikir hjá stelpunum

Mynd með fréttKvennaflokkur BÍ/Bolungarvíkur spilar tvo útileiki um helgina. Í kvöld spila þær við Tindastól á Sauðárkróksvelli og á sunnudag mæta þær Hömrunum á Akureyri í Boganum. Stelpurnar náðu jafntefli við firnasterkt lið Fjölnis á Torfnesvelli um síðustu helgi og með stiginu sem þar fékkst náðu þær að koma sér út botnsæti A-riðils ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 14:53Fallslagur á Torfnesi – allir á völlinn

Mynd með fréttÞað verður mikið undir hjá báðum liðum á Torfnesvelli á morgun, laugardag, þegar BÍ/Bolungarvík og Selfoss mætast í fallbaráttunni í 1. deild Íslandsmótsins í fótbolta. BÍ/Bolungarvík hefur verið á fínni siglingu í síðustu leikjum og halað inn 7 stigum í síðustu þremur leikjum. „Við höfum verið mjög vaxandi í síðustu leikjum ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 14:04Drangsnes og Hólmavík í toppsætunum

Mynd með fréttSíðasta grásleppuvertíð skilaði 7.218 tunnum af hrognum og var grásleppunni landað á 39 stöðum. Mest var landað á Stykkishólmi, eða 788 tunnum af hrognum. Næst á eftir kom Drangsnes með 723 tunnur og Hólmavík er í þriðja sæti með 656 tunnur. Frá þessu er greint í Fiskifréttum. Vertíðin var slakari en ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 13:37Strandveiðibátar fiskuðu fyrir 2,4 milljarða

Mynd með fréttÁætlað aflaverðmæti á strandveiðum í sumar er um 2,4 milljarðar. Þetta kemur fram í Fiskifréttum. Aflahæsti báturinn í sumar fiskaði hátt í 40 tonn. Strandveiðiaflinn var í heild rúm 8.600 tonn og megnið var þorskur eða 7.700 tonn. Um 760 tonn veiddust af ufsa og lítilræði af öðrum tegundum. 648 bátar ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 13:01Afmælistónleikar Tónlistarskóla Bolungarvíkur

Mynd með fréttTónlistarskóli Bolungarvíkur fagnar 50 ára afmæli skólans í vetur og hefst sú dagskrá með tónleikum í Félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld. Þar koma fram píanóleikarinn Tuuli Rähni, sópransöngkonan Sigrún Pálmadóttir og klarinettleikararnir Selvadore Rähni og Miquel Ángel Marin Ribes. Tónleikarnir eru undir yfirskriftinni „Kynnum fólki klassíska tónlist“ og á efniskránni eru ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 11:22Fjarlægja sjaldséða vél úr bátsflaki

Mynd með fréttGuðmundur Bjarnason, skipstjóri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, og félagar hans í Arnfirðingafélaginu, hafa kannað ástandið á flaki bátsins Kára sem hefur legið í mörg ár í fjörunni á Krosseyri í Arnarfirði. Frá því er sagt í Fréttablaðinu að báturinn hafi reynst algjörlega ónýtur en Guðmundur og félagar ætla að ná vélinni ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 10:56Segir að nafnið Teigsskógur sé hálfgert rangnefni

Mynd með fréttHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í viðtali á vefsíðu Arnfirðingafélagsins varðandi Teigsskógarmálið, að það hafi verið grátlega erfitt að koma ákvörðunum um veglínu í gegnum stjórnsýsluna. Hann segir það alveg ljóst að vegur um Teigsskóg sé besti kosturinn í stöðunni með tilliti til umferðaröryggis sem og fjárhagslega. „Næsti valkostur mundi kosta þrem ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 10:04Nýrri veglínu um Teigsskóg fagnað

Mynd með fréttÍ bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps er nýrri veglínu um Teigsskóg í Þorskafirði fagnað. „Umrædd veglína er talin til þess fallin að halda raski skóglendis í lágmarki án þess að það bitni á umferðaröryggi. Rask á skóglendi er áætlað um 1% af núverandi skóglendi, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða og breyttrar verktilhögunar. Með ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 09:31Bláberjadagarnir eru endahnútur sumarsins

Mynd með frétt„Eitt af því sem við erum hvað stoltust af hér í Súðavík er að halda Bláberjadaga. Við gefum bæjarbúum og brottfluttum Súðvíkingum og nágrönnum okkar á Ísafirði og í Bolungarvík og víðar tækifæri til að gleðjast saman og hnýta endahnút sumarsins með því að uppskera saman bláber,“ segir Pétur Markan, sveitarstjóri ...
Meira