Bæjarins besta
Fyrir smátölvur - 10 nýjustu fréttirnar

bb.is | 01.03.15 | 12:23 Íþróttarúta milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur?

Mynd með frétt „Fyrr í vetur báðum við fulltrúa UMFB og HSV að kortleggja þörfina fyrir svokallaða íþróttarútu, sem gæti sparað mörgu foreldri aksturinn með krakka á æfingu. Hugmyndin væri þá að rútan gæti gengið frá Íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík á æfingarstað á Ísafirði og frá íþróttahúsinu eða vallarhúsinu á Torfnesi á íþróttavellina eða að ...
Meira

bb.is | 01.03.15 | 11:24Rannsóknir á rækjustofninum ófullnægjandi

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun atvinnu- og menningarráðs, sem bendir á að rannsóknir á rækjustofninum í Arnarfirði eru ófullnægjandi, en þær fara fram einu sinni á ári á haustin. Rækjuveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur á sunnanverðum Vestfjörðum og skiptir miklu máli fyrir afkomu fjölmargra sjómanna og sveitarfélögin á svæðinu. Nauðsynlegt er að ...
Meira

bb.is | 01.03.15 | 10:41Breyttir samningar um sóknaráætlanir landshluta

Mynd með fréttNýverið skrifuðu stjórnvöld og landshlutasamtök undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Að þessu sinni voru sameinaðir fjórir pottar úr tveimur ráðuneytum; menningarsamningar og framlög til menningartengdrar ferðaþjónustu, vaxtarsamningar og gömlu sóknaráætlanirnar. Árlegt framlag stjórnvalda er 550,7 milljónir króna eða samanlagt rúmar 2.753 milljónir. Skipt eftir landshlutum leggur ríkið árlega ...
Meira

bb.is | 01.03.15 | 09:54Góukaffi Önfirðingafélagsins í dag

Mynd með fréttNý stjórn Önfirðingafélagsins í Reykjavík hefur ákveðið að blása til Góukaffis milli kl. 15 og 16 í dag í Húnabúð í Reykjavík. Kaffisamsætið verður með gömlu og góðu sniði eins og segir í tilkynningu. Þar er gert er ráð fyrir að gestir komi með bakkelsi með sér en kaffi og drykkir ...
Meira

bb.is | 01.03.15 | 09:20Rannsóknir Hafró stóraukast milli ára

Mynd með fréttÚthaldsdagar skipa Hafrannsóknastofnunar verða um 100 fleiri í ár en var í fyrra. Framlög til stofnunarinnar voru hækkuð í fjárlögum, en að auki voru veittar 150 milljónir króna til þátttöku í stórum alþjóðlegum hvalaleiðangri, sem farið er í á nokkurra ára fresti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að peningar sem fengust ...
Meira

bb.is | 01.03.15 | 08:49Breiðfirðingur endurvakinn

Mynd með fréttTímaritið Breiðfirðingur (ársrit) kom út á árunum 1942-2009 en lagðist þá í dvala. Ákveðið var á liðnu hausti að koma ritinu á stjá að nýju og var Svavar Gestsson fyrrv. alþingismaður og ráðherra fenginn til ritstjórnar. Svavar átti æsku sína og uppvöxt við Breiðafjörðinn og hefur nú um nokkurt árabil verið ...
Meira

bb.is | 28.02.15 | 12:21Mannleg samskipti í mars

Mynd með fréttNokkur fjölbreytt námskeið eru í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í næsta mánuði sem öll snúa að því að rækta sinn innri mann og efla sig í samskiptum, hvort er í einkalífi eða starfi. Námskeið í hugrænni atferlismeðferð hefst 9. mars en þar verður fjallað um aðferðir sem hafa reynst vel við ...
Meira

bb.is | 28.02.15 | 11:24Anddyri Árbæjar notað sem biðskýli?

Mynd með fréttBreytingar í Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík eru á teikniborðinu, en til stendur að breyta því sem núna er fatahengi í aðstöðu fyrir starfsfólk og skrifstofu forstöðumanns. Þeim framkvæmdum á að ljúka á þessu ári. Þá eru uppi hugmyndir um að stækka anddyri Árbæjar, þannig að það geti þjónað sem stoppistöð fyrir ...
Meira

bb.is | 28.02.15 | 10:42Lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Mynd með fréttFrá því neysluskattsbreytingarnar tóku gildi um síðustu áramót hefur matar- og drykkjarliður vísitölunnar hækkað um 1,9% en þegar undirliðir eru skoðaðir má sjá skýrar vísbendingar um að lækkun vörugjalda á sykri og sætindum hafi enn ekki skilað sér að fullu. Frá þessu er greint á vef Alþýðusambands Íslands. Sem dæmi má ...
Meira

bb.is | 28.02.15 | 09:54Mesta kaupmáttaraukningin í 16 ár

Mynd með fréttKaupmáttaraukningin á síðasta ári var sú mesta í 16 ár. Viðar Ingason, hagfræðingur VR segir í samtali við RÚV, að það skýrist af lágri verðbólgu og telur að launahækkanir hafi ekki jafn mikil áhrif á verðlag og sumir halda fram. Kaupmátturinn hefur sveiflast mikið undanfarin átta ár í takt við efnahagsástandið. ...
Meira