Svipmyndir

Látið vita

Látið vita af mannfagnaði
eða sendið inn myndir

 Lesendur BB-vefjarins eru hvattir til að láta vita af myndvænum fagnaði af hvaða tagi sem er, svo sem afmælisveislum, árshátíðum og brúðkaupum, gæsagildum og steggjastandi, lautarferðum, götugleði og þorrablótum. Þá er ekki að vita nema ljósmyndari komi og taki myndasyrpu til birtingar hér á vefnum.

Einnig er gott og þakkarvert að fá sendar myndasyrpur frá slíkum viðburðum en þá verða myndirnar að vera mjög góðar og skýrar. Hafið samband varðandi stafrænar myndir, stærð þeirra og sendingu, þannig að tryggt sé að hægt verði að nota þær. Helst verða líka að fylgja nöfn þeirra sem eru á myndunum og vitneskja um samþykki þeirra fyrir birtingu.

Það má fólk líka vita, að þegar ljósmyndari Bæjarins besta er við störf í mannfagnaði, þá má allt eins búast við birtingu. Ef vera kynni að einhver vildi ekki að mynd af honum birtist, þá nefnir hann það að sjálfsögðu. Hins vegar er fátítt að fólk á góðri og glaðri stund vilji ekki láta taka eða birta af sér mynd!

Sendið ábendingar um myndverðan mannfagnað í netpósti til Bæjarins besta eða hringið í síma 456 4560.


Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

01.03 2014 – Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði var haldin á laugardagskvöld Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjölmenni mætti á árshátíðina en hún var opin fyrir starfsmenn sjúkrahússins og maka þeirra. Skemmtiatriði slógu í gegn og að loknum kvöldverð var slegið upp balli þar sem Benedikt Sigurðsson ásamt hljómsveit héldu uppi stuðinu. Ljósmyndari ...
Meira

Þorrablót Grunnvíkinga

08.02 2014 – Um níutíu manns sóttu þorrablót Grunnvíkinga sem haldið var í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. „Blótið heppnaðist mjög vel þótt það hafi ekki verið eins margir og síðustu ár. En gestirnir skemmtu sér glimrandi vel, ballið stóð alveg til hálf þrjú,“ segir Rebekka Pálsdóttir sem var í skemmtinefnd ...
Meira

Gleði á blóti í Reykjanesi

01.02 2014 – Margt var um manninn og mikil gleði var á þorrablóti í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Blótið var annað blótið af þremur á Hótel Reykjanesi. Jón Heiðar Guðjónsson, hótelstjóri í Reykjanesi, segir að 70 manns hafi verið á blótinu. Fjórtán ár eru frá því að byrjað var að halda blót ...
Meira

Þorrablót Sléttuhreppinga

15.02 2014 – „Það var glimrandi stemmning,“ segir Jón Heimir Hreinsson hjá Átthagafélagi Sléttuhrepps á Ísafirði og nágrenni en hið árlega þorrablót félagsins fór fram um helgina í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Jón Heimir telur að á blinu 130-160 manns hafi sótt blótið, eða svipað og síðustu ár. Stefán Jónsson og ...
Meira

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins

24.01 2014 – Mikil gleði var á sólarkaffi Ísfirðingafélagsins sem haldið var á Grand hótel í Reykjavík föstudaginn 24. janúar. Guðmundur Jóhannsson, formaður félagsins, segir að um 300 manns hafi sótt kaffið aðeins færra en í fyrra. Ófært var með flugi frá Ísafirði á föstudag en eitthvað var um að fólk ...
Meira

Sunnukórsballið 2014

25.01 2014 – „Þetta var falleg skemmtun. Rótgróin og ramm ísfirsk samkoma,“ segir Svavar Guðmundsson, formaður Sunnukórsins, um Sunnukórsballið sem haldið laugardagskvöldið 25. janúar. Sunnukórinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á laugardag og var dagskráin því með veglegra móti. Auk Sunnukórsins sungu karlakórinn Ernir, Kvennakór Vestfjarða og kirkjukór Ísafjarðarkirkju á ballinu. ...
Meira

Þorrablót Bolvíkinga

25.01 2014 – Í sjötíu ár hafa konur í Bolungarvík haft veg og vanda undirbúningi og framkvæmd stærsta þorrablótsins í bænum en það er haldið á fyrsta laugardegi í þorra ár hvert. Blótið er ávallt vel sótt, en það er þekkt fyrir þær sakir að einungis fólk í sambúð, og með ...
Meira

Mýrarboltinn 2013

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fór fram í Tungudal um verslunarmannahelgina. Ríflega 1.300 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni, sem er met. Nokkur þúsund manns voru á svæðinu þegar best lét. Mótið þótti takast hið besta. Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón J. Sigurðsson á laugardag og sunnudag. ...
Meira

Þorrablót Sléttuhreppinga

16.2 2013 – Þorrablót Sléttuhreppinga haldið í félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 16. febrúar. Vel á annað hundruð manns mættu á blótið, sem þótti heppnast vel. Skemmtinefndin þótt standa sig með stakri prýði, en að loknu blóti sló hljómsveitin Kraftlyfing upp balli í félagsheimilinu. Ljósmyndari Bæjarins besta lét sig að sjálfsögðu ekki ...
Meira

Stútungur 2013

9.2.2013 – „Þetta gekk bara þrusu vel og mæting var fram úr vonum. Það var rúmlega uppselt, við vorum með sæti fyrir 150 manns og 151 borguðu sig inn. Við teljum allt hafi gengið vel, skemmtiatriðin og ballið og það var mikið stuð. Fólk skemmti sér og allir voru góðir og ...
Meira

Þorrablót Grunnvíkinga í Hnífsdal

9.2. 2013 – Rúmlega 120 manns mættu á þorrablót Grunnvíkingafélagsins sem haldið var á laugardagskvöldið 9. febrúar í félagsheimilinu í Hnífsdal. Mikil og góð stemning var á blótinu, en heimatilbúin skemmtiatriði, söngleikir og leikrit litu þar dagsins ljós og hlutu góðar undirtektir. Að loknu borðhaldi tók við ball, en blótið var ...
Meira

Rósaball í Grunnskólanum

14.02 2013 – Hið árlega rósaball 8.-10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði var haldið af fjáröflunarnefnd 10. bekkar í sal Grunnskólans á Ísafirði í gærkvöldi. Ekki er um eiginlegt paraball að ræða þar sem piltar bjóða stúlkum á stefnumót eða öfugt, heldur er yfirskriftin para- og vinaball. Þá koma margir með vinum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli