Fólk beðið að fylgjast með veðri og færð

Í dag verður suðlæg átt ríkjandi á Vestfjörðum með vindhraða á bilinu 5-13 m/s. Skúrir eða éljagangur verður og hiti 0 til 4 stig. Í nótt gengur hann í suðaustan 13-20 m/s með rigningu og þá hlýnar, von er á talsverðri rigningu seint í nótt. Snýst í suðvestan 13-20 m/s í fyrramálið með éljum og kólnar. Í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er fólk beðið um að fylgjast vel með spám og færð áður en farið er á milli landshluta, þar sem miklar sviptingar verða í veðrinu.

Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir, einkum á fjallvegum og hálka á Kleifaheiði og Hálfdán.

annska@bb.is

DEILA