Aðsent efni

Eldra efni

bb.is | 03.09.15 | 15:16 Pælum í Listnámsbraut við MÍ

Mynd með frétt Ég sit hér á kaffihúsi í 101 Reykjavík og lifi mig inní hlutverk hins Lattelepjandi listamanns. Staðurinn er við hæfi djobbs míns því hér er einnig hin myndarlegasta bókaverslun. Það er alveg merkilegt hve bækur og kaffi eiga vel saman. Hér flettir maður einu bóklistaverkinu af öðru inná milli lattesopa. Reyndar ...
Meira

Sigurður Pétursson | 01.09.15 | 07:54Nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði tilbúið

Mynd með fréttNýtt hjúkrunarheimili fyrir 30 heimilismenn stendur nú tilbúið hér á Ísafirði, fullkomið að allri gerð, í samræmi við ítrustu kröfur um aðbúnað og umhverfi, sem við viljum búa elstu íbúum okkar samfélags. Það er sagt að hægt sé að meta samfélög eftir því hvernig þau búi að elstu og yngstu borgurum ...
Meira


Ólafur B. Halldórsson | 31.08.15 | 09:36 Að fresta er ekki það besta

Mynd með frétt Ein er sú framkvæmd eða öllu heldur framkvæmdaleysi sem hefur aðskilið Vestfirði og í raun klofið þá í sundur um áratugi. Það er frestunin á gerð heilsárssamgangna á milli norður- og suðurhluta Vestfjarða eða þess sem lengst af hétu Ísafjarðar- og Barðastrandasýslur. Þessi frestun hefur haft margvíslegar og alvarlegar afleiðingar og ...
Meira

Jóna Benediktsdóttir | 27.08.15 | 17:28 Hvað er það mikilvægasta sem við getum kennt krökkum í grunnskólum?

Mynd með frétt Þessi grein snýst hvorki um lestur né stærðfræði, allir vita að þær greinar eru mikilvægar en það er margt annað líka. Sem betur fer hafa skólar á Íslandi ekki alveg frjálsar hendur um hvað þeir kenna, ríki og sveitarfélög marka stefnuna sem skólar eiga að fara eftir. Í aðalnámskrá grunnskóla er ...
Meira


Hallgrímur og Bjarni | 27.08.15 | 08:16 Eiga ekki börnin að læra að lesa, skrifa og reikna í skólunum?

Mynd með frétt „Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið sér til gagns. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og ...
Meira

Brynhildur Þórarinsdóttir | 21.08.15 | 14:43 Um byrjendalæsi.

Mynd með frétt Margt er hægt að lesa um byrjendalæsi en ekkert segir manni þó betur um hvað það snýst en að eiga barn sem hefur notið þess. Elsta dóttir mín fór rétt stautandi í 1. bekk og var farin að lesa Harry Potter um páskana. Hún lærði að lesa með gömlum viðurkenndum aðferðum ...
Meira


Arngrímur Vídalín | 20.08.15 | 15:05 Þjóð án menningar

Mynd með frétt Í eldvörðu öryggishólfi í kjallara skólabyggingar í Reykjavík liggur stærsti fjársjóður Íslandssögunnar — raunar grundvöllur allrar Íslandssögu. Án hans værum við sögulaus þjóð. Ég á að sjálfsögðu við handritin. Þau hafa að geyma sameiginlega arfleifð sem Íslendingar hafa löngum viljað halda á lofti. Og þarna eru þau geymd eins og hið ...
Meira

Arna Lára og Nanný | 14.08.15 | 16:01 Safngeymslur: nauðsyn eða bruðl

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur ákveðið að taka á leigu hluta af gamla Norðurtanganum (Sundstræti 36) undir safnmuni frá skjala-, ljósmynda- og listasafni. Ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs þann 10. ágúst sl. Um er að ræða 408 m2 húsnæði sem er í eigu félagsins Hraðfrystihúsið Norðurtangi ehf. og er Guðmundur Fertram Sigurjónsson ...
Meira


Jónas Þór Birgisson | 13.08.15 | 16:25 Leiga á geymsluhúsnæði

Mynd með frétt 12. ágúst birtist frétt á þessum miðli þar sem greint var frá ágreiningi á milli meiri- og minnihluta í bæjarráði Ísafjarðarbæjar er varðar leigu á geymslurými fyrir söfn bæjarins. Sú er fréttina skrifaði gaf undirrituðum svo sannarlega kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri fyrir birtingu fréttarinnar og kann ...
Meira

Ásmundur Einar Daðason | 13.08.15 | 08:42 Landsbankinn allra landsmanna?

Mynd með frétt Það er ekki nóg að stjórnendur Landsbankans hafa hrakist undan varðandi byggingar á nýjum höfuðstöðvum. Í framhaldinu þarf að boða til hluthafafundar þar sem þessi áform eru endanlega slegin út af borðinu og lóðin margrædda verði síðan seld hæstbjóðanda. Í framhaldinu ætti banki „allra“ landsmanna að setja af stað vinnu sem miðar ...
Meira


María Rut Kristinsdóttir | 06.08.15 | 14:53 Ég mun ekki þegja/Ég mun standa með þér

Mynd með frétt Yfir þrjátíu þúsund manns tóku afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis þann 25. júlí síðastliðinn þegar Druslugangan var gengin. Fólk af öllum kynjum, í öllum stjórnmálaflokkum og á öllum aldri mætti og sendi skýr skilaboð um að ekki yrði þagað lengur. Markmið göngunnar er að opna umræðuna um kynferðisofbeldi, rjúfa þögnina og uppræta ...
Meira

Ólafur Bjarni Halldórsson | 06.08.15 | 14:38 Tímamót

Mynd með frétt Það eru vissulega tímamót hjá fréttablaðinu okkar B.B. þegar stofnendur þess hverfa frá blaðinu. Í raun markaði þetta blað nýjan tón þegar fréttamiðlar óháðir stjórnmálaflokkum tóku að ryðja sér til rúms. En það eru ekki minni timamót þegar leiðarar sem merktir hafa verið SH hætta að birtast í blaðinu. Ég hef ...
Meira


Ólafur B. Halldórsson | 22.07.15 | 10:15 Hvað er svo glatt sem ….

Mynd með frétt Íslendingar hafa lengi kyrjað ljóðlínur listaskáldsins góða í góðra vina hópi. Helgina 18-19 júlí var svo sannarlega góðra vina fundur hér vestra. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum 40 manna heimsókn frá Færeyjum en sú var raunin þessa helgi. Tilefnið átti sér nokkurn aðdraganda. Eins ...
Meira

Daníel Jakobsson | 17.07.15 | 08:30 Tap af rekstri Fasteigna Ísafjarðarbæjar jafn mikið og tekjur

Mynd með frétt Áhugi fjárfestis á að kaupa fasteignir Fasteigna Ísafjarðarbæjar hf. hefur skapað nokkra umræðu um íbúðir í eigu bæjarins. Þó að hugmyndin sé e.t.v. óraunhæf hefur þetta sett af stað umræður um málefni Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Mörg sjónarmið hafa komið þar fram sem öll eru þess virði að vera rædd og skoðuð. Sjálfur ...
Meira


Einar K. Guðfinnsson | 15.07.15 | 10:30 Forgangsraðað í þágu vegagerðar á Vestfjörðum

Mynd með frétt Í þeirri samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018 sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi og umhverfis og samgöngunefnd afgreiddi nú í vor, er mörkuð skýr stefna varðandi þau vegagerðarverkefni sem mest áhersla hefur verið lögð á, hvað Vestfirði áhrærir. Þar er gert ráð fyrir fjármunum til þess að ráðast í vegagerð í ...
Meira

Sigríður Ragnarsdóttir | 19.06.15 | 08:23 Viljinn til að hafa áhrif

Mynd með frétt Góðir hátíðargestir. Í dag langar mig að bjóða ykkur í ferðalag, tímaferðalag um 130 ár eða tvo mannsaldra aftur í tímann. Árið 1884 er nýgengið í garð og við erum stödd í Ísafjarðarkaupstað miðvikudaginn 2.janúar. Í Miðkaupstað, í lágreistu timburhúsi við Aðalstræti, er tæplega fertug kona að búa sig í ...
Meira


Jóhanna María Sigmundsdóttir | 16.06.15 | 10:03 Af göngum og heiðum

Mynd með frétt Að búa úti á landi og þurfa að berjast fyrir hverri framkvæmd er oft á tíðum erfitt. Það tekur á bæði sveitastjórnarmenn og heimafólk, fiðringurinn sem maður fær í magann þegar ein tala breytist eða ein setning hverfur. „Hvað á að taka af okkur núna?“ Tveimur vikum eftir að samgönguáætlun var ...
Meira

Gísli Halldór Halldórsson | 09.06.15 | 16:06 Framfarir og tækniþróun í skólum Ísafjarðarbæjar

Mynd með frétt Spjaldtölvur í skólastarfi hafa mikið verið ræddar undanfarin ár og stundum sem töfralausnir. Það er hinsvegar ekki nóg að fylla skólabekki af spjaldtölvum og ætlast til að kraftaverkin gerist af sjálfu sér, tryggja þarf að tölvurnar séu hagnýttar af fagmennsku og þekkingu þannig að þær nýtist nemendum til lærdóms og þroska.
Meira


Finnbogi Sveinbjörnsson | 04.06.15 | 11:02 Ætlar Seðlabankinn að sprengja nýgerða kjarasamninga?

Mynd með frétt Mjög alvarleg staða gæti myndast ef fram fer sem horfir með væntanlegar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir mótvægisaðgerð við því sem hann kallar óábyrgar launahækkanir í nýgerðum samningum. Kjarasamningarnir séu þensluhvetjandi og muni skila okkur alvarlegu verðbólguskoti, bregðist bankinn ekki við með hækkun vaxta. Verðbólguþrýstingur hafi aukist óeðlilega mikið.
Meira

Dagrún Ósk Jónsdóttir | 03.06.15 | 10:08 Náttúrubarnaskóli á Ströndum

Mynd með frétt Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum, þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu ...
Meira


Halldór Halldórsson | 21.05.15 | 19:58 Háskólasetrið 10 ára

Mynd með frétt Með þekkingu virkjum við auðinn sem liggur ónýttur í auðlindunum ef við kunnum ekki til verka. Það er sama hvort það er þekking sjómannsins, bóndans, fiskverkafólksins, smiðsins eða rannsakandans og frumkvöðulsins. Allar þessar stéttir, og svo miklu fleiri til, þurfa á grunnþekkingu að halda og aðstæðum til að næra hana og ...
Meira

Freyja Dögg Frímannsdóttir | 18.05.15 | 11:16 RÚV auglýsir eftir fólki á landsbyggðinni

Mynd með frétt RÚV ætlar að flytja fréttir af öllu landinu, endurspegla líf fólks í öllum landshlutum og vera sýnilegt í öllum landhornum. Frétta – og dagskrárgerðarmenn eru nú starfandi á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi en betur má ef duga skal. Eftir mikinn niðurskurð síðasta áratug var í haust ákveðið að leita leiða til ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli