Aðsent efni

Hörður Högnason | 17.04.14 | 08:31 3X Technology og framfarir í endurlífgun á N-Vestfjörðum

Mynd með frétt Miklar framfarir hafa orðið á stuttum tíma í þremur mikilvægustu þáttum endurlífgunar vegna hjartastopps, ef rafstuð er undanskilið. Þær snúa að hjartahnoði, öndunarhjálp og aðgengi lyfja inn í blóðrásarkerfið. Þær framfarir hafa ekki farið framhjá sjúkraflutningamönnum okkar á norðanverðum Vestfjörðum.
Meira

Lilja Rafney Magnúsdóttir | 17.04.14 | 07:11Lögbinding lágmarkslauna!

Mynd með fréttÉg er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á Alþingi á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Pírata eru meðflutningsmenn þingmálsins.
Meira


Jónas Þór Birgisson | 16.04.14 | 08:33 Hvað getum við gert fyrir ykkur?

Mynd með frétt Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.00 verðum við sjálfstæðismenn með hugarflugsfund á nýju skrifstofunni okkar við Aðalstræti. Komið ykkar hugmyndum og skoðunum á framfæri og hjálpið okkur að móta stefnu til að gera bæinn okkar að enn betri bæ. Þau ykkar sem ekki sjáið ykkur fært að mæta hvet ...
Meira

Elías Jónatansson | 15.04.14 | 09:19 Stækkun Leikskólans Glaðheima

Mynd með frétt Stækkun leikskólans í Bolungarvík er mikilvægt verkefni í vaxandi bæjarfélagi. Það verkefni hefur því verið undirbúið af mikilli kostgæfni á undanförnum árum. Leikskólinn hefur verið rekinn á tveimur stöðum í nokkur undanfarin ár, annarsvegar fyrir 35 börn í húsnæði við Hlíðarstræti sem er hannað fyrir slíka starfsemi og hinsvegar ...
Meira


Ólafur Bjarni Halldórsson | 14.04.14 | 10:33 Til Dýrafjarðar fórum við…

Mynd með frétt Um áratugi hafa skátar sungið textann “Til Dýrafjarðar fórum við með fjör í stórum stíl.” Ekki síst var þetta sungið þegar skátar héldu mót í þessum firði sem skartar af ægifegurð hárra fjalla, árniði og gróðri. Sú fegurð hefur án efa hænt Gísli Súrson og venslamenn hans í fjörðinn auk gnóttar ...
Meira

Gísli Jón Hjaltason | 11.04.14 | 10:39 Um sextugan Torfason og Torfnes – þakkir frá Boltafélagi Ísafjarðar

Mynd með frétt Boltafélag Ísafjarðar stendur í þakkarskuld við heiðursmanninn Jóhann Króknes Torfason og færir honum og fjölskyldu hans árnaðaróskir á sextugsafmæli hans laugardaginn 12. apríl. Jóhann hefur komið víða við í uppbyggingu íþróttamála og æskulýðsstarfa á ferli sínum og eru Ísfirðingar vel settir að eiga hann að líkt og svo marga aðra ...
Meira


Jóhann Jónasson | 09.04.14 | 11:48 3X Technology 20 ára

Mynd með frétt Það eru liðin 20 ár síðan 3 ungir menn ákváðu að stofna 3X-Stál og hefja rekstur á Ísafirði. Staðsetningin fannst okkur augljós, það var mikil uppbygging í rækjuiðnaði á svæðinu og því þörf fyrir fyrirtæki sem stundaði nýsköpun á því sviði. Einnig var okkur heimahaginn kær og þarna vildum við vera ...
Meira

Arnar Kristjánsson / Jón Jónsson | 05.04.14 | 21:28 Hvað verður um störf í rækjuiðnaði í Ísafjarðarbæ?

Mynd með frétt Tilkynning Vísis hf. í Grindavík um fyrirætlanir um lokun 3ja fiskvinnslna sýnir hve atvinnulíf í sjávarbyggðum getur verið viðkvæmt. Áföll í sjávarútvegi tengdust áður fyrr aflabresti, en hafa á undanförnum áratugum frekar tengst rekstri útgerða og fiskvinnslu.
Meira


Bjarni Einarsson / Hallgrímur Sveinsson | 31.03.14 | 10:37 Hvað sagði Steingrímur Hermannsson?

Mynd með frétt „Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri landssambands íslenskra útvegsmanna, var eitt sinn að því spurður hvers vegna útgerðarmenn sæktu svo stíft eftir heimildum til að kaupa nýrri og stærri togara fyrst þeir væru reknir með bullandi tapi. Kristján svaraði, og eflaust af hreinskilni, að það gerðu þeir vegna þess að þeir þyrftu ekki að ...
Meira

Hallgrímur Sveinsson | 24.03.14 | 13:31 Sigurlína Rúllugardína Langsokkur slær í gegn á Þingeyri

Mynd með frétt Fyrsta uppfærsla á leikverki sem vitað er um á Þingeyri í Dýrafirði var Ævintýri á gönguför. Rataði það á fjalirnar um aldamótin 1900 í svokölluðu Versthúsi, sem er þekkt hús í sögu í staðarins. Þar ráku Björn Magnússon, vert og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig var nefnd vert, ...
Meira


Jón Þórðarson | 21.03.14 | 10:34 Gjaldtaka við náttúruperlur, áningastaði ferðamanna

Mynd með frétt Nú er umræðan um gjaldtöku við náttúruperlur Íslands komin af stað og vil ég hér leggja orð inn í þá umræðu. Fyrir það fyrsta finnst mér umræðan og þá meiningin með gjaldtökunni að sumu leiti ekki grundvallast af réttum forsemdum. Það má kannski flokka grundvallaratriðin upp í þrjár spurningar.
Meira

Pétur G. Markan | 20.03.14 | 13:13 Ef þú veist það ekki...

Mynd með frétt Fór með fjölskylduna á laugardegi, í samfylgd annarar vinafjölskyldu, í gegnum göngin, yfir heiðina og fyrir fjörðinn og renndi inn á Þingeyri , á leikritið um Línu Langsokk, þegar það var frumsýnt fyrr í mánuðinum. Það er snöggast sagt að sýningin er, með orðum Sigmundar vinar míns, geggjuð. Alveg geggjuð! ...
Meira


Kristinn H. Gunnarsson | 19.03.14 | 09:34 Færeyingar fá að veiða makríl í lögsögu ESB

Mynd með frétt Formaður íslensku samningarnefndarinnar í markílviðræðunum sagði í viðtali við Ríkisútvarpið þriðjudaginn 18. mars að Íslendingum aldrei hefði staðið til boða af hálfu Norðmanna og Evrópusambandsins að fá að veiða í lögsögu þeirra. Það hafi að vísu verið markmið Íslendinga en ekki hafi verið ljáð máls á því. Þar sem verðmæti makrílsins ...
Meira

Sigurður Pétursson | 14.03.14 | 11:42 Lýðræði byggist á áhuga og þátttöku almennings

Mynd með frétt Lýðræði byggist á áhuga og þátttöku almennings. Án hennar er lýðræðið dautt. Ef almenningur lætur sig ekki varða um samfélag sitt og umhverfi, opnast greið leið til valda fyrir fámenna valdaklíku sem stjórnar í þágu þröngra sérhagsmuna. Íslendingar ættu að þekkja afleiðingar þess.
Meira


Guðmundur Karl Jónsson | 13.03.14 | 14:13 Árás innanríkisráðherra á sjúkraflugið

Mynd með frétt Áformin um að loka SV-NA flugbrautinni næstu áramót vekur litla hrifningu hjá forstjóra Icelandair Group, forseta Flugmálafélags Íslands og þeirra sem að þessu máli hafa komið. Eftir að hafa skrifað undir marklaust samkomulag við borgarstjóra og formann borgarráðs í Hörpu 25 október 2013 fullyrti innanríkisráðherra að búið væri að sjá til ...
Meira

Kristinn H. Gunnarsson | 10.03.14 | 14:56 Blekkingin um verðtrygginguna afhjúpuð

Mynd með frétt Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin ...
Meira


Bjarni Einarsson / Hallgrímur Sveinsson. | 07.03.14 | 15:01 Eru Vestfirðingar orðnir eitthvað verri?

Mynd með frétt Það er með ólíkindum að heyra í sumu fólki hér fyrir vestan þessa dagana. Menn heimta að Vegagerðin þjóni þeim undir brot og slit, jafnvel í snarvitlausu veðri. Menn þurfa að komast á mót eða bara eitthvað. Jafnvel börn og unglingar. Það er ekki hlustað á veðurfregnir. Sumir virðast ekki einu ...
Meira

Kristinn H. Gunnarsson | 27.02.14 | 16:03 Ráðherrar vega að lýðræðinu

Mynd með frétt Mótmælin við Austurvöll snúast um lýðræðið, grundvöllinn að friðsamlegu samfélagi á Íslandi. Krafist er þess að ríkisstjórnin virði leikreglurnar og feli þjóðinni að taka ákvörðun í máli, sem hún vill fá að ráða. Framhald ESB viðræðna er mál sem fyrir liggur skv öllum könnunum að almenningur vill að verði. Skjalfest liggur ...
Meira


Ólafur Bjarni Halldórsson | 24.02.14 | 09:46 Stríðið um stóra kampalampa

Mynd með frétt Við höfum heyrt að Mekka andstöðu við inngöngu Íslands í ESB sé á Sauðárkróki. Eigi það við rök að styðjast þá má með gildum rökum fullyrða að Mekka rækjuiðnaðarins sé á Ísafirði. Uppruninn rekur sig til komu Norðmannsins Simons Olsen til Ísafjarðar snemma á síðustu öld. Brautryðjandinn var þá hæddur fyrir ...
Meira

Pétur G. Markan | 20.02.14 | 10:08 Langur og lokaður laugardagur

Mynd með frétt Átti leið norður á Akureyri liðna helgi . Það þarf ekki að fjölyrða neitt mikið um það vetraryndi sem bærinn er. Fallega skreyttur snjókrans vefur sig um bæinn, Hlíðarfjallið vakir yfir eins og Amon Ra norðursins og harpa bæjarins heitir Hof, sem er réttnefni. Og svo eru það vegirnir, maður minn! ...
Meira


Kristinn H. Gunnarsson | 17.02.14 | 16:23 Hættulegur málflutningur forsætisráðherra

Mynd með frétt Það er ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur eftir viðtal dagins á Ríkisúrvarpinu við forsætisráðherra. Í viðtalinu kom berlega í ljós að hann þolir illa að sett séu fram sjónarmið sem hann er ósammála og bregst við með því að lýsa þau andstæð almannahag og því verði þeir ...
Meira

Guðmundur Karl Jónsson | 14.02.14 | 15:12 Slysahætta í Eyrarhlíð

Mynd með frétt Á norðanverðum Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi komust í fréttirnar á nýliðnu ári miklar veðurhæðir og snjóflóð sem gerðu starfsmönnum Vegagerðarinnar og heimamönnum lífið leitt. Tíð snjóflóð sem hafa hvað eftir annað lokað leiðinni milli Hnífsdals og Ísafjarðar vekja spurningar um hvort eina lausnin á þessu vandamáli sé að byggja langan ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli