Aðsent efni

Margrét Halldórsdóttir | 02.03.15 | 08:44 Staðan í leikskólamálum á Ísafirði

Mynd með frétt Nokkrar breytingar hafa verið í leikskólamálum á Ísafirði undanfarin misseri og eru þær að stærstum hluta tilkomnar vegna mikilla sveiflna í árgangastærð. Í litlu samfélagi verða hlutfallslegar sveiflur miklar, árgangar hafa síðustu ár farið úr 20 upp í 50 börn og aftur niður í 20. Leikskólakerfið þarf að geta tekið slíkum ...
Meira

Helgi Hauksson | 27.02.15 | 16:27Guggan verður alltaf gul...

Mynd með fréttMan nokkur eftir fréttum fyrir um mánuði síðan þegar allir ruku upp til handa og fóta í miklu fjölmiðlafári vegna Landeyjahafnar og ástandsins þar. Og þeim hugmyndum sem voru nefndar sem mögulegar lausnir á vandanum.
Meira


Dagný Sveinsdóttir | 25.02.15 | 09:58 „Hvað getur þú svo unnið við?”

Mynd með frétt Þessa spurningu hef ég heyrt síðastliðin tvö og hálft ár, allt frá því að ég hóf nám í uppeldis- og menntunarfræði. Það eru ekki margir sem þekkja þetta nám enda lítil deild á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Eftir að hafa tekið uppeldisfræði í Menntaskólanum á Ísafirði skoðaði ég þessa námsleið betur. ...
Meira

Lilja Rafney Magnúsdóttir | 24.02.15 | 17:01 Sátt við hverja?

Mynd með frétt Nýjasta útspil sjávarútvegsráðherra, að hann treysti sér ekki til að leggja fram nýtt fiskveiðstjórnunarfrumvarp sökum ósamkomulags á milli stjórnarflokkanna, hefur vakið mikla athygli þjóðarinnar og kristallast þar sá mikli ágreiningur sem ríkir um eignarhald og ráðstöfunarrétt á þessari sameiginlegu sjávarauðlind landsmanna.
Meira


Hilmar Össurarson | 10.02.15 | 14:49 Vegagerðargrín

Mynd með frétt Það er alkunna a.m.k á Vestfjörðum að hjá Vegagerð ríkisins séu menn almennt gamansamari en gengur og gerist með ríkisstofnanir. Þess sér víða stað og virðist litlu skipta þó breytingar verði á starfsmönnun hennar. Nýtt dæmi þessa er að finna á heimasíðu Vesturbyggðar þar sem til umfjöllunar er deiliskipulag fyrir svonefnt ...
Meira

Finnbogi Sveinbjörnsson | 06.02.15 | 20:24 Ætlum við að sækja fram eða lepja dauðann úr skel?

Mynd með frétt Vilja félagsmenn í Verk Vest sætta sig við 3 – 4% launahækkanir eins og Samtök atvinnulífsins hafa boðið eða vilja félagsmenn fylkja sér um réttmætar kröfur samninganefndar félagsins um hækkun lægstu launa?
Meira


Jón Baldvin Hannibalsson | 06.02.15 | 13:38 Ragna á Laugabóli níræð

Mynd með frétt Ragna á Laugabóli – nánar tilekið Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli í Ögurhreppi við Djúp – er níræð í dag. Við Bryndís og Kolfinna (sem báðar hafa átt sjónvarpsviðtöl við þessa merku og eftirminnilegu konu) flytjum Rögnu hugheilar heillaóskir í tilefni dagsins. Ragna er kona mikillar gerðar og mikilla örlaga. Sú saga ...
Meira

Lilja Rafney Magnúsdóttir | 05.02.15 | 11:49 Hvers virði er Ísland?

Mynd með frétt Náttúrupassi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru vonandi allir sammála um að stórauknu fjármagni verður að verja til uppbygginga innviða ferðamannastaða annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem ...
Meira


Smábátasjómenn á Suðureyri | 04.02.15 | 10:28 Opið bréf til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Mynd með frétt Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir upplýsa nýja bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um aðstöðumun eiganda þeirra fjölmörgu handfærabáta sem gera út frá Suðureyri gagnvart annarri útgerð á staðnum. Og það óréttlæti sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ástundað undanfarin ár við úthlutun byggðarkvóta til útgerða með lögheimili á Suðureyri sem stunda handfæraveiðar. Þær telja 14 ...
Meira

Ásmundur Einar Daðason | 03.02.15 | 11:48 Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

Mynd með frétt Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar ...
Meira


Elías Jónatansson | 22.01.15 | 17:59 Að gefnu tilefni

Mynd með frétt Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl. Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins Vestfirðir að nýkjörin bæjarstjórn Bolungarvíkur og fjórar bæjarstjórnir þar á undan hafi ekki kunnað að lesa úr eigin launasamþykkt sem samþykkt var ...
Meira

Daníel Jakobsson | 22.01.15 | 14:30 Nýi Gísli og gamli Gísli og sæstrengur yfir Arnarfjörð

Mynd með frétt Nokkur umræða hefur verið um lagningu sæstrengs yfir Arnarfjörð sem að Neyðarlínan lagði til að bæta fjarskiptaöryggi í Arnarfirði. Strengurinn sem var lagður s.l. sumar var slitinn skömmu eftir að hann var lagður og hefur Neyðarlínan lagt fram kæru á hendur tveimur útgerðaraðilum vegna þessa. Ef kæran á við rök að ...
Meira


Kristinn H. Gunnarsson | 21.01.15 | 14:47 Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun

Mynd með frétt Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti 17. desember á síðasta ári. Er það í kjölfar þess að fjallað var um málið í blaðinu Vestfirðir sem kom út í síðustu viku. Tillaga um nýja samþykkt um kjör bæjarfulltrúa var ...
Meira

Markaðsstofa Vestfjarða | 20.01.15 | 10:22 Markaðssetning Vestfjarða – hvert er verið að fara?

Mynd með frétt Elías Guðmundsson ferðaþjónn á Suðureyri kemur með áhugaverða spurningu í opnu bréfi hér á bb.is þar sem hann varpar fram spurningunni „Inspired by Westfjords – hvert er verið að fara?“. Það er okkur bæði ljúft og skylt að koma með innlegg í þá umræðu út frá sjónarhóli Markaðsstofu Vestfjarða og ...
Meira


Lilja Rafney Magnúsdótir | 18.01.15 | 08:43 Þorpin okkar!

Mynd með frétt Það eiga margir rætur sínar að rekja til sjávarþorpanna vítt og breitt um landið, þorpanna sem kúra undir fjallshlíðum eða eru við víkur og voga. Þau hafa orðið til og byggst upp vegna hagstæðrar legu sinnar við sjó og góðs aðgengis að gjöfulum fiskimiðum og í framhaldinu hefur byggst upp góð ...
Meira

Björg Ágústsdóttir | 16.01.15 | 14:28 FSN – fjárlögin, forsagan og framtíðin

Mynd með frétt Fjölbrautaskóli Snæfellinga þarf að fækka fjarnemum við skólann um nærri helming á þessari önn vegna niðurskurðar á fjárlögum 2015. Í viðtali á RÚV fyrir stuttu útskýrði skólameistari það sem við blasir nú þegar fjárlög koma til framkvæmda. Niðurstaðan er staðreynd þrátt fyrir baráttu skólanefndar og sveitarstjórnarmanna á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum ...
Meira


Ásmundur Einar Daðason | 14.01.15 | 09:30 Ljósleiðari um allt land

Mynd með frétt Í nýársávarpi forsætisráðherra var sagt frá því að á næsta ári ætti að hefja framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu alls landsins en það var eitt af þeim stefnumálum sem Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á í síðustu kosningum. Ljósleiðaravæðing alls landsins verður eitt stærsta framfaramál sem ráðist hefur verið í þegar kemur að styrkingu á ...
Meira

Haraldur Benediktsson | 12.01.15 | 09:28 Flugvöllurinn á Gjögri

Mynd með frétt Undanfarin ár hefur viðhaldi á innanlandsflugvöllum ekki verið sinnt sem skyldi. Það er mikilvægt að brjótast úr þessari kyrrstöðu og ráðast í að bæta ástand mannvirkja er tengjast innanlandsfluginu. Það gerði meirihlutinn á Alþingi með afgreiðslu fjárlaga, fyrir jól. Að frumkvæði fjárlaganefndar er nú ákveðið að arður af rekstri ÍSAVIA, komi ...
Meira


Lilja Rafney Magnúsdóttir | 06.01.15 | 15:44 Áramótahugleiðing!

Mynd með frétt Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp ...
Meira

Gunnhildur Björk Elíasdóttir | 31.12.14 | 14:22 Smá áramótahugleiðing

Mynd með frétt Málshátturinn „Enginn veit sína ævina.....“ o.sfr. er svo sannarlega í fullu gildi. Þegar ég lít til baka yfir liðið ár þá sannast það svo sannarlega. Þá var ég á nokkuð erfiðum tímamótum, að missa vinnu, ekki eitt starf heldur tvö hlutastörf. Ég hafði nú kanski ekki ýkja miklar áhyggjur þá, en ...
Meira


Elías Guðmundsson | 29.12.14 | 21:06 Inspired by Westfjords – Hvert er verið að fara?

Mynd með frétt Þegar rætt og röflað er um markaðsmál á Vestfjörðum þá virðist vera að allir séu að fara í sitt hvora áttina. Svona svipað og áhöfn á skipi þar sem skipstjórinn kann ekki á áttavita og enginn treystir honum til að koma áhöfninni í land. Hvað þá með aflaverðmæti. Allir vita best, ...
Meira

Einar K. Guðfinnsson | 29.12.14 | 09:04 Þá var flutningur ríkisstofnunar talinn góður og gildur

Mynd með frétt Það er eftirtektarvert hversu hugmyndum um staðsetningu höfuðstöðva ríkisstofnana á landsbyggðinni er tekið með miklum svigurmælum og stóryrðum. Samt sjá það allir að það er ekkert náttúrulögmál að slík starfsemi þurfi öll að vera innan lögsögu höfuðborgarinnar. Fjarri því. Fjölmargar ríkisstofnanir geta þjónað hlutverki sínu jafn vel fyrir ...
MeiraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli