Grein

Sigurður Ólafsson.
Sigurður Ólafsson.

Sigurður Ólafsson | 21.02.2007 | 13:55Heilsumílan

Heilsumílan í botni Skutulsfjarðar er vinsæl gönguleið og oft eru þar margir á ferð samtímis og er það bara af hinu góða en þó er einn hængur á, það er leiðin sem farin er eftir þjóðveginum sem er aðalvegurinn inn og út úr bænum. Þarna er oft mikil umferð sérstaklega þegar flugvélar eru á ferðini þá er einnig ekið mjög hratt þarna og lítið tillit tekið til gangandi vegfaranda.

Nú er það svo að mjög góð göngubraut er til staðar frá hringtorginu á Ísafirði og inn að Holtahverfi. Einnig eru göngustígar í Múlanum en það verður þó að segjast með þá að þeir eru mjög grófir og þyrfti nauðsynlega að bera fínna efni á þá eða raka stigana svo að þeir verði betri til göngu. Gott væri til dæmis að láta vinnuskólann gera það í vor, en þrátt fyrir alla þessa göngustíga sem eru ótrúlega vel nýttir, þá virðist heilsumílan sem svo er kölluð, vera jafnvel þeirra vinsælust þrátt fyrir hesta og hundaskít á leiðinni. Mætti því beina því til hundaeigenda að þrífa eftir hundinn sinn, ekki bara á þessari leið heldur allstaðar því það er óþolandi að hundar séu látnir gera þarfir sínar hvar sem, jafnvel þar sem eru leikstaðir fyrir börn. Það ætti hreinlega að vera sekt fyrir að þrífa ekki eftir hundinn eða hundaeigandinn að missa leyfi til hundahalds.

En aftur að heilsumíluni. Ég legg til að skoðað verði hvort ekki mætti koma fyrir göngustíg meðfram akbrautinni þannig að hún verð aðskilin frá veginum. Einnig mætti bæta við bekkjum, einum innan við Hafrafell og öðrum innan við Kirkjubæ, og svo að lokum hef ég lengi séð fyrir mér eyju í miðjum hringnum sem yrði griðland fyrir fugla og um leið mikið augnayndi fyrir vegfarendur.

Sigurður Ólafsson.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi