Grein

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri | 12.04.2002 | 19:25Breyting á lögum um húsnæðismál, mikilvægur áfangi

Félagsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðismál fram á Alþingi nú á vordögum. Nefnd á vegum ráðherra sem undirritaður á sæti í vann tilögur sem frumvarpið byggir á. Vonast ráðherra til að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi. Tekið er undir það því fyrirhuguð breyting mun breyta ýmsu í rekstri félagslega húsnæðiskerfisins hjá sveitarfélögum landsins.
Félagslega húsnæðiskerfið fyrir breytingar skv. frumvarpinu

Um margra ára skeið hefur verið umræða meðal sveitarfélaga á landsbyggðinni um nauðsyn þess að ríkið komi til móts við þau vegna sífellt þyngri rekstrar. Sérstaklega hefur reksturinn þyngst frá 1998 en þá voru núverandi húsnæðislög samþykkt. Samkvæmt þeim er félagslega eignaríbúðakerfinu lokað svo eini kaupandinn er í raun viðkomandi sveitarfélag vegna kaupskyldu. Skiljanlega hafa flestir eigendur þessara íbúða nýtt sér kaupskyldu síns sveitarfélags, sérstaklega á svæðum þar sem markaðsverð er lægra en innan félagslega kerfisins.

I
Viðkomandi sveitarfélag aftur á móti hefur haft þann kost að selja íbúðirnar á almennum markaði. Lítið hefur verið um slíka sölu, vegna þess að skv. lögunum frá 1998, skal fjármagna lækkun lána með söluhagnaði íbúða á svæðum þar sem markaðsverð er hærra en verðið í félagslega eignaríbúðakerfinu. Hér er fyrst og fremst um að ræða íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur viðkomandi íbúða hafa skiljanlega séð sér hag í að bíða eftir því að kaupskylda þeirra sveitarfélaga renni út svo þeir geti sjálfir selt sína íbúð á almennum markaði.

II
Fjölgun félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga (Ísafjarðarbær um 180 íbúðir) hefur víðast haft þau áhrif að rekstur sveitarfélagsins þyngist, því ekki leigjast allar íbúðir út, og leigutekjur standa ekki undir öllum kostnaði. Hjá Ísafjarðarbæ hefur útleiga gengið nokkuð vel enda rúmlega 500 manns sem leigja íbúðir af bænum. Er í þeim hópi traustir leigjendur til margra ára. Misjafnt er hjá sveitarfélögum landsins hvernig gengur að leigja út íbúðir. Sums staðar eru flestar íbúðir í útleigu en annars staðar eru dæmi um að 30-40% séu auðar.

III
Í nokkrum sveitarfélögum eru til dæmi um að félagslegt húsnæði sé í það lélegu ástandi að það geti verið skynsamlegt að rífa það. Til þessa hefur það ekki verið mögulegt vegna veðskulda sem á slíku húsnæði hvíla.

Nefnd um breytingar á húsnæðislögum og bætta stöðu sveitarfélaga

Ísafjarðarbær hefur beitt sér mjög á undanförnum árum fyrir bættri stöðu félagslega húsnæðiskerfisins. Eftir kynningu á skýrslum, fundum og ýmsu samráði við félagsmálaráðherra og viðkomandi stofnanir ritaði undirritaður f.h. Ísafjarðarbæjar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf, í ágúst árið 2000 þar sem farið var fram á að skipuð yrði nefnd á landsvísu til að taka á þeim vanda sem sífellt væri að aukast vegna reksturs félagslega húsnæðiskefisins. Samkomulag náðist milli Sambands sveitarfélaga og félagsmálaráðherra um að skipuð yrði nefnd sem ynni að lausnum fyrir landið í heild. Var undirritaður skipaður í þá nefnd og hefur hún starfað í eitt og hálft ár. Frumvarp ráðherra sem nú hefur verið lagt fram er byggt á störfum þessarar nefndar og samkomulagi hans, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun þeirra aðgerða sem farið skal í eftir að breytingar hafa verið gerðar á húsnæðislögunum.

Ófáar skýrslur um stöðu húsnæðismála voru samdar á árunum 1994-1999. Fyrst kom skýrsla frá Bolungarvík um stöðuna, síðan skýrsla sem Ísafjarðarbær lét semja, þá skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og síðast skýrsla 1999 frá sérstakri nefnd embættismanna úr ráðuneytum. Staðan í öllum þessum skýrslum var ágætlega skilgreind, allir sammála um að eitthvað þyrfti að gera en lítið gerðist.

Með frumvarpi félagsmálaráðherra er viðurkennd nauðsyn þess að ríkisvaldið komi frekar að þessum málaflokki. Áhrif frumvarpsins verða jákvæð fyrir sveitarfélög sem hafa um margra ára skeið átt í erfiðleikum með rekstur fjölda innlausnaríbúða. Unnið er eftir hugmyndafræði sem nefndin um húsnæðismál gerði tillögur um en fjármögnunin er byggð á samkomulagi félagsmála- og fjármálaráðherra við Samband íslenskra sveitarfélaga. Undirritaður ásamt öðrum fulltrúum sveitarfélaga í nefndinni hefur gert fyrirvara við fjárhæðir og telur þær of lágar af hálfu ríkisins. Engu að síður er um mjög jákvætt skref að ræða.

Félagslega húsnæðiskerfið ef


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi