Grein

Ingólfur H. Þorleifsson.
Ingólfur H. Þorleifsson.

Ingólfur H. Þorleifsson | 26.01.2007 | 09:55Tekin á sálfræðinni

Það er óhætt að segja að sálfræðingur Skóla- og fjölskylduskrifstofu hafi verið tekin á sálfræðinni, eins og sagt er í íþróttunum. Það sést best á þessari aumu grein sem hún skrifar hér á bb.is og reynir þar að svara grein formanns íbúasamtaka Önundarfjarðar. Það að hún skuli sem starfmaður okkar allra, líka Flateyringa og Súgfirðinga ýja að því að fólk á þessum stöðum fái einhverja ölmusu umfram aðra er hrein fásinna. Það er örugglega ekki meira um greiðslur til fólks hér frekar en annars staðar. Þó að ég sé ekki sammála öllu sem Guðmundur Björgvinsson skrifar þá eru þessi svör frá sálfræðingnum út í hött. Þar er verið að tala um að sparnaðartillögur sviðstjóra um að flytja elstu bekki grunnskólans til Ísafjarðar séu illa ígrundaðar, það er hvergi minnst á aðra starfsmenn á þessari ágætu skrifstofu, enda hafa þeir ekkert með málið að gera.

Það hefur komið skírt fram hjá fólki á þessum stöðum að það er alfarið á móti þessu. Þetta er bara fyrsta skrefið í að flytja skólana til Ísafjarðar og það sættum við okkur ekki við. Að lokum vil ég segja við þig Inga Bára að ef að þú ætlar að halda trausti þess fólks sem þú umgengst í þínu starfi sem sálfræðingur Skóla- og fjölskylduskrifstofu þá ættir þú að biðja íbúa Flateyrar og Suðureyrar afsökunnar.

Ingólfur H. Þorleifsson, íbúi á Suðureyri.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi