Grein

| 06.07.2000 | 12:35Enginn er rígurinn

Kæri Magnús Ólafs Hansson. Það var aldrei ætlun mín að standa í opinberum bréfaskriftum hér á síðum BB og því ætla ég að lágmarka svör mín. Ég vil hins vegar benda á að hægt er að senda mér tölvupóst, slóðin er gaui@kfi.is og þar mun ég svara öllum þeim spurningum sem til mín er beint.
Ég verð þó að koma með nokkra punkta. Hvar er umrædd mismunun hjá Ísafjarðarbæ? Ísafjarðarbær sér ekki um að úthluta tímum til handa félögum. Það hefur verið í höndum ÍBÍ hingað til en verður nú í höndum HSV. Knattspyrnufélögin eru með fleiri en 30 tíma í viku, þar sem þeim er líka úthlutað tímum við Austurvöll og á Flateyri, og er það gott mál.

Hins vegar skal ég fræða þig, Magnús, um að körfubolti er vetraríþrótt og þar af leiðandi höfum við ekki aðgengi að íþróttamannvirki allan ársins hring. Tekur þú þetta með í reikninginn Magnús minn? Ef það er gert er ég hræddur um að þessir 37 tímar sem við fáum úthlutað séu ekki margir samanborið við hitt. Hvar er réttlætið þarna? Af hverju eigum við ekki að fá jafnmarga tíma yfir sumartímann? Af hverju eigum við að hætta með þjálfun fyrir krakkana í 4 mánuði á ári? Er verið að mismuna íþróttagreinum þarna, Magnús minn? Ég er ansi hæddur um að eitthvað myndi heyrast í knattspyrnumönnum ef þeim væri sagt að frá september til febrúar lægju allar æfingar niðri!

Ég ítreka velfarnaðaróskir mínar til handa KÍB.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi