Grein

Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá Vesthópsins.
Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá Vesthópsins.

Hlynur Snorrason | 18.03.2002 | 08:42Var þetta þá stormur í rauðvínsglasi eftir allt saman? Eða hvað?

Svar við grein Lárusar G Valdimarssonar sem birtist á vef Bæjarins besta þann 12. mars 2002, undir fyrirsögninni „Afstaða bæjarstjórnar ekki í ósamræmi við afstöðu Vá Vest“. Ef þessi fullyrðing bæjarfulltrúans er rétt, mætti sannfæra mig um að ég heiti ekki Hlynur Snorrason, heldur Lárus G Valdimarsson! Þessi fullyrðing bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar er alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Sem verkefnisstjóri Vá Vesthópsins get ég sagt að rangt sé farið með sannleikann í þessari grein bæjarfulltrúans. Ég ætla að rekja staðreyndir málsins í örfáum orðum og láta þig, lesandi góður, um að greina sannleikann frá ósannindunum. Ég treysti þér til þess.
Létta vínið og bjórinn í matvöruverslanirnar, hiklaust, segir Ísafjarðarbær
Þann 17. desember 1998 lögðu þeir Lárus G Valdimarsson, bæjarfulltrúi af K lista, og Þorsteinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi af D lista, fram svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á efnahags- og viðskiptanefnd alþingis, að leyfa sölu léttra vína og áfengs öls í matvöruverslunum“. Tilllagan var samþykkt 5-2. Eftirtaldir greiddu atkvæði með tillögunni: Lárus G. Valdimarsson (K), Þorsteinn Jóhannesson (D), Birna Lárusdóttir (D), Guðni G Jóhannesson (B) og Ragnheiður Hákonardóttir (D). Þeir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru : Bryndís Friðgeirsdóttir (K) og Sigurður R. Ólafsson (K). Pétur Hr. Sigurðsson (D) og Sæmundur Kr. Þorvaldsson (K) sátu hjá.

Hvað er félagsmálanefndin að vilja upp á dekk?
Þessi samþykkt var þvert á álit félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar sem mælti gegn því að létt vín og bjór yrði selt í matvöruverslunum landsins. Rétt er að geta þess að ofangreind tillaga var gerð vegna beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn frá sveitarfélögum landsins. Ég tek það fram að beðið var um umsögn sveitarstjóranna. Þarna gerði bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar meira en beðið var um. Hún skoraði á Alþingi að beita sér fyrir því að afnema einkasölu ríkisins á áfengi og leyfa sölu léttra vína og bjórs í matvöruverslunum. Þetta voru tíðindi sem tekið var eftir.

Og Vá Vesthópurinn, - hvað er hann að gera sig breiðan!
Vá Vesthópurinn telur ekki aðeins 5 stjórnarmenn, heldur marga bakhjarla í hverju þéttbýli á norðanverðum Vestfjörðum, þ.á.m. eina 20 slíka einstaklinga sem láta sér annt um hag barna og unglinga hér í bæ. Allt þetta fólk er að vinna að grasrótarstarfi í þágu heilbrigðar unglingamenningar. Þessum hópi var ekki gefinn kostur á að láta álit sitt í ljós á þessu lagafrumvarpi sem Ísafjarðarbær tók heilshugar undir með áskorun sinni. Við heyrðum aðeins af þessari samþykkt í fjölmiðlum. Við skrifuðum öllum þeim bæjarfulltrúum bréf sem greiddu atkvæði með umræddri tillögu Lárusar og Þorsteins, og ítrekuðum bréfið í framhaldi af því. Lárus má eiga það að hann var eini bæjarfulltrúinn sem lét svo lítið að svara Vá Vesthópnum þar sem hann rakti skoðun sína á þessu málefni. Honum hefur verið þakkað munnlega fyrir að sýna Vá Vesthópnum þessa virðingu og hér skal honum þakkað aftur á prenti.

Nóg um þetta. Svo að það sé alveg hreint og klárt þá er Vá Vest hópurinn mótfallinn því að breytingar verði á sölu áfengis hér á landi, hvort sem talað er um létt eða sterkt vín. Í ljósi rannsókna og álits margra sérfræðinga, bæði hérlendis og erlendis, þá eru taldar miklar líkur á því að þessi breyting myndi hafa það í för með sér að aðgengi unglinga muni aukast að áfengi. Það þarf í raun ekki sérfræðinga til að segja okkur þetta. Skynsemin ein ætti að duga. Í ljósi þessa telur Vá Vesthópurinn mjög varhugavert að taka þessa áhættu, ekki síst í ljósi þess að við virðumst vera að ná tökum á þeirri óheillavænlegu þróun sem hefur verið í unglingamenningunni hér á landi. Það sýna a.m.k. ýmsar nýlegar rannsóknir.

Ísafjarðarbær ítrekar að hann vill létta vínið og bjórinn í matvöruverslanirnar
Ekkert varð frekar úr þessu lagafrumvarpi þar til sá sami þingmaður og áður, Vilhjálmur Egilsson (D), lagði fram tillögu á Alþingi nú fyrir skemmstu. Sú tillaga gekk lengra en sú sem hann lagði fram árið 1998, en í henni kemur fram algert afnám ríkisins á einkasölu áfengis, þ.e.a.s. bæði létt vín og sterkt.
Lagafrumvarpið var sent nú nýlega öllum sveitarstjórnum á landinu, aftur til umsagnar. Hvað gerði bæjarstjórnin þá? Jú, hún samþykkti eftirfarandi tillögu Þorsteins Jóhannessonar (D) og Lárusar G Valdimarssonar (K) með 6 atkvæðum gegn einu: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar fyrri áskorun sína til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um að sala á léttu víni og áfengu öli verði heimiluð í verslunum öðrum en áfengisútsölum. Sala sterkra drykkja verði eftir sem áður einun


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi