Grein

Jón Björnsson.
Jón Björnsson.

Jón Björnsson | 06.03.2002 | 15:18Afnám áfengiseinkasölu, hagur almennings?

Loksins kom að því að rískisvaldið óskaði eftir samráði við sveitafélög í landinu, þar á meðal Ísafjarðarbæ, um málefni sem, að mati ríkisvaldsins skiptir almenning á Íslandi miklu máli. Leitað er álits sveitarfélaga varðandi sölu áfengis í matvöruverslunum. Það er góðra gjalda vert að ríkisvaldið leiti álits sveitarfélaga á málefnum sem skipta þjóðina og sveitarfélög í landinu máli. Ég man þó reyndar ekki eftir því að leitað hafi verið álits sveitarfélaga á Vestfjörðum varðandi kvótasetningu á ýsu og steinbít, eða í öðrum þeim málum sem beinlínis snerta afkomu fólks á svæðinu. En núna er þó komið upp slíkt stórmál að jafnvel ríkisvaldið þarf að leita álits sveitarfélaga áður en afgreiðsla þess getur farið fram, sem sagt sala áfengis í matvöruverslunum. En hvers vegna að leita álits núna og í þessu máli þegar önnur og stærri mál þurftu ekki álits við?
Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum komið upp umræða þess efnis að heimila beri sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum. Slíkt er talið til hagsbóta fyrir neytendur sem í kjölfarið þurfa ekki að fara í sérverslanir til áfengiskaupa, allavega á léttvíni og bjór. Mjög hafa skoðanir verið skiptar meðal almennings í máli þessu. Þó virðist sem meðmælendum áðurnefnds fyrirkomulags fjölgi frekar og eflaust styttist í að sala áfengis í matvöruverslunum hefjist. Þeir sem hafa andmælt fyrirkomulaginu, benda á þann möguleika að áfengisneysla muni aukast í kjölfarið, enda sé það reynsla annarra þjóða sem hafa slíkt fyrirkomulag. Ekki er ósennilegt að sú verði og raunin á Íslandi.

Þar kemur að þátttöku sveitarfélaga í áðurnefndu máli. Ef nú allt færi á versta veg, samhliða sölu áfengis í matvöruverslunum, þ.e. áfengisneysla eykst, upphafsaldur áfengisneyslu lækkar og vandamál samhliða neyslu aukast, hefur ríkisvaldinu tekist, svo framarlega sem sveitarfélög styðji væntanlegt afnám ríkiseinkasölunnar, að fría sig að stórum hluta, ábyrgð á hugsanlegum verstu afleiðingum vegna breyttrar sölu áfengis. Það verða fyrst og fremst sveitarfélögin sem þurfa að bera kostnað af þeim vandamálum sem upp kunna að koma samhliða breyttu fyrirkomulagi. Ríkisvaldið verður nokkurn veginn stikkfrí, fær eftir sem áður tekjur af sölunni og getur jafnhliða bent sveitarfélögum á að þau hafi sjálf samþykkt áðurnefndar breytingar og verði þ.a.l. að bera ábyrgð á þeim.

Þá má reikna með að samhliða aukinni sölu áfengis, þurfi sveitarfélög að auka forvarnarstarf, sem þau þegar í dag bera nánast allan kostnað af, t.d. með auknum rekstri tómstunda fyrir börn og unglinga. Það ætti því að vera lágmarkskrafa sveitarfélaga að þau fái hluta af hagnaði áfengissölunnar til forvarnarstarfs heima fyrir, ef sala áfengis verður heimiluð í matvöruverlsunum.

Þá er ekki síður merkilegt í þessu máli, að ekki er kannað álit verslunarinnar og neytenda, aðeins sveitarstjórna.Það er nefnilega ekki víst að sala áfengis í matvöruverslunum verði til hagsbóta fyrir nokkurn annan en ríkiskassann.

Fastlega má reikna með því að sala áfengis í matvöruverslunum verði háð ströngum skilyrðum. Ekki er ósennilegt að áfengi verði á sérsvæðum í verslunum, sem verða að hluta lokuð frá öðru verslunarrými, aðeins starfsmenn sem eru eldri en 18 ára megi afgreiða áfengi, og kassafólki verði uppálagt að kanna aldur kaupenda ef nokkur vafi er á honum. Þá mun hert eftirlit verða haft með þeim verslunum sem selja áfengi.

Verslanir hafa verið að auka þjónustu sína með lengri opnunartíma um kvöld og helgar.Að nokkrum hluta er þessi aukni verslunartími brúaður með ungum starfsmönnum, sem í mörgum tilvikum eru yngri en 20 ára. Sala áfengis í verslunum mun því gera kröfur um eldri starfsmenn eða lokun áfengissölunnar á þeim tíma sem yngra fólk er í vinnu.

Nú þegar er rými í verslunum mjög dýrt og krafa um hreyfanleika vöru mikil. Verslanir liggja síður með vörur sem seljast hægt. Því verður tegundaframboð léttvíns og bjórs sennilega frekar fátækt, aðeins vara sem hreyfist verður sett í hillurnar. Hæpið er að dýrar og fágætar léttvínstegundir sem lítið hreyfast, verði seldar í matvöruverslunum, heldur verði einblínt á seljanlegar tegundir, ódýr léttvín, kassavín og seljanlegustu tegundir millibjórs. Annað áfengi verður fólk eftir sem áður að sækja í sérvöruverslanir. Þá má reikna með því að lágmarksþjónusta verði á áfengissölunni og hæpið að sérfróðir einstaklingar verði til staðar til þess að ráðleggja fólki um áfengiskaup. Aðeins stórar og veltumiklar verslanir geta boðið þjónustu og tegundaval léttvína og bjórs. Slíkar verslanir finnast nær eingöngu í stórum þéttbýliskjörnum á suðvesturhorninu.

Mörgum þykir áfengi dýrt og telja að verðið lækki hugsanlega ef matvöruverslanir hefji sölu þess. En verður það raunin? Aukinn kostnaður verslanna samhliða sölu verður talsverður, sérstaklega í upphafi, þar sem reikna má með breytingum á verslunarrými. Einnig verður rými undir áfengi dýrt, þar sem það ve


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi