Grein

Hlynur Kristjánsson.
Hlynur Kristjánsson.

Hlynur Kristjánsson | 24.11.2006 | 09:50Að lifa í þögn

Hvað eftir annað heyrir maður af því að kynferðisafbrotamenn séu sýknaðir eða fái væga dóma vegna fyrningar brota þeirra, þó svo að nú hafi fyrir ekki svo löngu síðan þessum lögum verið breytt og að nú geti lengri tími liðið frá broti þangað til að það sé talið fyrnt. En af hverju höfum við ekki gengið skrefið til fulls og fellt niður þennan fyrningartíma? Vanlíðanin og skömmin hjá þolendum kynferðisafbrota fyrnist aldrei. Eitt af því sem að þolendur þurfa til þess að getað fundið einvern frið í sínum sálum er að sjá að gerandinn þurfi að gjalda fyrir það sem hann gerði. Að menn geti misnotað börn og aðra einstaklinga og sloppið við refsingu vegna þess að fórnarlambið féll á tíma er eitthvað sem ekki á að þekkjast í nútíma þjóðfélagi.

Því er það einlæg ósk mín að íbúar Ísafjarðarbæjar og nágranna sveitarfélaga sameinist óháð aldri eða kyni og taki þátt í þögulum mótmælum gegn of linum dómum í kynferðisbrotamálum, fyrir utan Héraðsdóm Vestfjarða klukkan 16:00 á laugardaginn n.k.

Hlynur Kristjánsson, formaður Fylkis, félags ungra sjálstæðismanna í Ísafjarðarbæ.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi