Grein

Níels R. Björnsson.
Níels R. Björnsson.

Níels R. Björnsson | 15.02.2002 | 10:36Opið bréf til Halldórs Jónssonar

Kæri Halldór. Þakka þér fyrir síðasta bréf. Ekki var það nú meiningin að gera þig svona argan. Varðandi mín stærri verkefni þá þakka ég þér fyrir að fylgjast vel með mínum málum. Ég verð nú einfaldlega að viðurkenna að ég einfaldlega las vitlaust, þó það hafi alls ekki verið meiningin. Bið ég þig fyrirgefningar á því. Hafðu þökk fyrir félagi (eftir því sem ég veit best erum við en félagar) góð ráð og leiðsögu sér eldri og reyndari manna. Við hefðum nú samt gott af því að fá okkur einhvern tímann salat saman.
En ekki tel ég nú að við séum það kunnugir að þú vitir hverjir eru mínir vinir eða ekki. Að undanskildum okkar sameiginlega vini Sævari. Kristján Ragnarsson hefur nú ekki talist til minna vina, þó að hann hafi nú stundum skemmt mér í gegnum tíðina á sjónvarpsskerminum hálf grátandi (enda
kallaður af sjómönnum stóri harmagrátur). Varðandi þinn hlátur eða grátur vona ég að það hafi verið hlátur, kannski grætur þú seinna á árinu, og lofa ég þá að skemmta mér ekki yfir því.

Varðandi kjör vinars okkar Sævars verður hann að svara fyrir sig. Hvað varðar hagsmuni mína eða annara í þessu máli þá hlýtur það að vera af hinu góða að sjómenn á skipum með sæmilega kvótastöðu hafi þann öryggisventil að 75% af úthlutuðum kvóta verði tekinn inn á skipið. 25% til leigu eru allavega nóg sem dæmi. Þá er úthlutaður kvóti á Páll Pálsson ÍS, 2.552.605 tonn af þorski og ýsu (upplýsingar hjá Fiskistofu), og ef þetta samkomulag gengur eftir er samt hægt að leigja 638.151 tonn af þorski og ýsu frá skipinu. Mörgum finnst það nú alveg nóg. Ég held megin ágreiningur okkar sé sá hvað þetta samkomulag mun hafa miklar afleiðingar í för með sér. Þú greinilega telur þær miklar en ekki ég, en vonandi mun það leiða til þess:

... að dregið verði úr því að sjómenn taki þátt í kvótakaupum eða leigu.
... að dregið verði úr brottkasti.
... að dregið verði úr ásókn í stóra hrygningarfiskinn.

Verðlagsstofa fékk það hlutverk að fylgja eftir samningi LÍÚ og vélstjóra annars vegar og gerðardóms á Landssambands íslenskra útvegsmanna og sjómanna og yfirmanna hins vegar. Felur það hlutverk í sér að jafna fiskverð í beinum viðskiptum annars vegar og fiski seldum á markaði hins vegar. Hefur þetta leitt til verulegrar launahækkanna hjá mörgum sjómönnum. Ekkert er eins erfitt og semja við ykkur útgerðarmenn um fiskverð, það geta þeir vitnað um sem hafa staðið í. Fullyrði ég það að samningurinn og gerðardómurinn séu með betri launakjörum sem sjómenn hafa fengið. Kannski væri það ekki vitlaust að fara fram á það að settur yrði gerðardómur á samninga sjómanna á minni bátum, því lítill vilji virðist hjá sjómönnum og útgerðarmönnum í þeim flokki að setjast niður og semja um kjarasamninga.

Vona ég svo að Guð hafi líka tíma til að ganga með þér, Halldór minn.

Þinn félagi. Níels R. Björnsson, varaf, Sjómannafélags Ísafjarðar.

Ps. Góður kokkur fer aldrei nákvæmlega eftir uppskrift. Hann hefur hana bara
til hliðsjónar, (þetta er leyndarmál fyrir þig).Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi