Grein

Ólafur Prebensson.
Ólafur Prebensson.

Ólafur Prebensson | 19.09.2006 | 11:48Nú krefst ég þess!

Ég veit ekki hvort nokkur hefur veitt því athygli hversu vel sést til fjalla í Skutulsfirði þessa daganna. Allavegana fundu menn því allt til foráttu þegar blátt ský sást milli fjalla hér á morgnanna. En allavega hef ég enga athugasemd fengið um hversu vatnsgufan upp úr skorsteini Funa er orðin hrein. Já, það er rétt hinar marg umtöluðu pokasíur eru komnar í notkun og vinna vel eins og alltaf var vitað. En svona útbúnaður þarf sína umönnun og til þess þarf tíma.

Undanfarna mánuði hafa ekki gefið okkur mikinn tíma til að hugsa um viðhald á reykhreinsibúnaðinum vegna síendurtekna sniglafesta, en inn í ofninum eru fjórir sniglar sem flytja öskuna frá brunahólfinu og niður í svokallaðan öskugám. Svo þegar einhverjum er sama þá er verið að setja í sorp, eitthvað sem ekki á að vera þar, þá eiga þessir sniglar það til að festast og þá er ekki hægt að brenna sorpi. Það tekur einn til einn og hálfan sólahring að kæla niður ofninn áður en hægt er að fara inn í ofninn til að losa festu. (Og ég get alveg sagt ykkur að það er ekki það skemmtilegasta sem hægt er að finna sér að gera.)

Þegar því er lokið þarf að hreinsa ketil og huga að öðru sem að til fellur, þarna þarf að hug að reykhreinsibúnaði en oft vill hann lenda neðst á forgangslista. Svo tekur við upphitun á ofni áður en hægt er að hefja brennslu hún getur tekið frá sex til tólf klst. Þannig að í svona auka stopp geta farið í tveir til tveir og hálfur sólahringur, á þessum tíma gæti verið búið að brenna tuttugu og fjögur til þrjátíu tonnum af sorpi. Og á meða koma inn í stöðina þrjátíu til fjörutíu tonn, Því sorpi hættir ekki að koma þó stöðin sé stopp. Þannig að þegar það þarf að stoppa þrisvar í mánuði í stað þess að stoppa einu sinni í mánuði þá gengur dæmið ekki upp. Þess vegna ætla ég að krefjast þess að við tökum okkur á í flokkun á sorpi svo við hér í Skutulsfirði þurfum ekki að týnast í kófinu frá Funa.

Ólafur Prebensson, stöðvarstjóri Funa.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi