Grein

Karl V. Matthíasson | 06.09.2006 | 14:07Pælingar vegna fréttar um pólsk börn og aðgengi þeirra að skólum

Íslensk lög um vernd barna og unglinga hljóta að gilda um pólsku börnin eins og önnur börn á Íslandi. Væntanlega greiða foreldara þessara barna alla þá skatta og skyldur sem lög gera ráð fyrir. Meðal annars útsvarið. Fyrst þeim var hleypt inn í landið til að vinna af hverju opnum við þá ekki skólana fyrir börnum þeirra? Við skulum gleðjast yfir því að börnin geta verið með foreldrum sínum. Heimurinn er því miður fullur af börnum sem geta ekki verið með pabba sínum eða mömmu. Hugrekkið sem Bolvíkingar sýna er til fyrirmyndar og ber það vott um víðsýni. Auðvitað hljóta Ísfirðingar líka að opna skólana sína fyrri börnum þess fólks sem meðal annars leggur mikinn skerf til samfélagsins með vinnu sinni og lífi. Það hljótum við að virða. Ef fólkið er ólöglegir innflytjendur finnst mér líka að börnin fái að fara í skólann þangað til þau yfirgefa landið eða fá landvistarleyfi.

Með bestu kveðjum

Karl V. MatthíassonTil baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi