Grein

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.

| 07.06.2000 | 18:13Hér er ég, hér vil ég vera

Þetta er kjörorð okkar í félagi bjartsýnismanna á Vestfjörðum. Davíð Oddsson og fleiri hafa lagt það til að okkur Vestfirðingum verði veitt aðstoð til að flytja suður í sæluna. Við afþökkum slíkt boð. Ef við viljum flytja, þá erum við fullfær um það án aðstoðar forsætisráðherra. Svo einfalt er það að við erum hér og hér viljum við vera og við ætlum að berjast fyrir því að fá og geta verið hér. Þó ég nefni Vestfirði sérstaklega þá á þetta við um alla landsbyggðina.
Landsbyggðin hefur átt í höggi við stjórnvöld sem eru henni mjög fjandsamleg og margt sem þau hafa gert miðast beint að því að torvelda búsetu á landsbyggðinni. Allt eru þetta lög frá Alþingi, sem virka neikvætt gagnvart þeim sem úti á landi búa. Steingrímur Hermannsson sagði fyrir mörgum árum, þá var hann forsætisráðherra, um lög sem sett voru í hans tíð og komu sérstaklega illa við ungt fólk sem var að koma þaki yfir höfuðið. Hann sagði: „Ég vissi ekki að lögin virkuðu svona.“ Ég nefni þetta hér, ekki til að hnýta í Steingrím Hermannsson, heldur til að benda á hve ábyrgð þingmanna er mikil þegar þeir setja lög. Öll lög virka einhvern vegin, þessvegna er mikilvægt að það sé á hreinu hvernig lögin virka þegar þau eru sett. Halldór Ásgrímsson sagði um kvótalögin nú nýverið að það hefði ekki verið meiningin að þau virkuðu svona. Þetta getur ekki gengið að þingmenn samþykki lög, sem þeir vita ekki hvernig virka en geta haft þær afleiðingar að heilu byggðarlögin leggist í rúst. Hví þá ekki að breyta lögunum ef í ljós kemur að þau virka ekki eins og ætlast var til. Halldór vildi breyta stjórnarskránni af því hún var fyrir honum í þekktu máli.

Það fór mikið í mínar fínu taugar þegar DV sló því upp á forsíðu nú nýverið að Siglufjarðargöng myndu aldrei borga sig en Sundabraut á einum til tveimur árum. Ég átti síst von á því að farið yrði að berjast á móti jarðgangnagerð eins stórkostlegar framkvæmdir og þær eru og þar er svo sannarlega byggt til framtíðar. En markaðshyggjan leyfir ekki að byggt sé til framtíðar. Markaðshyggjan er því argasta afturhaldsstefna, sem kemur í veg fyrir framfarir, svo fremi þær skili ekki einhverjum fjárfestum stórum hagnaði og það strax, eftir einhverjum ávöxtunarkröfustuðli sem fjárfestarnir sjálfir setja. Ef hægt er að segja að eitthvað sé verk djöfulsins þá er það markaðshyggjan, fyrirgefið orðbragðið.

Þegar Ólafsfjarðargöng voru byggð, var sagt að þau væru aðeins fyrir Ólafsfirðinga en fyrsta árið eftir að þau voru byggð fóru 80 þúsund manns í gegnum göngin. Hríseyjarferja er sögð af sumum aðeins vera fyrir þetta fáa fólk sem býr í Hrísey en þar fara um 60.000 manns um árlega. Svona mætti lengi telja. Um Ísafjarðarflugvöll fara 50.000 manns árlega en íbúar svæðisins eru fimm eða sex þúsund. Árni Johnsen var spurður að því í viðtali í DV hvort Vestfjarðagöng hafi verið mistök og hann svaraði því til að hann væri ekki sannfærður um að hluti þeirra þ.e. Súgandafjarðargöngin, hafi verið það skynsamlegasta sem hægt var að gera en taldi að hugmynd Davíðs um hvort menn vildu kaupa sig út úr plássinu í stað þess að leggja í dýra jarðgangagerð hafi verið skynsamleg. Svo bætir hann við, „Styrkur Suðureyrar er sá að þetta er sá staður á landinu sem hefur besta aðstöðu af öllum sjávarplássum landsins til að stunda smábátaútgerð.“ Þrátt fyrir það að Suðureyri sé best fallin af öllum sjávarplássum landsins til að stunda smábátaútgerð, eru þessir sjálfumglöðu spekingar að bollaleggja um það hvort leggja eigi svona byggðarlög í auðn og borga fólkinu fyrir að koma sér burt. Á hverju sumri koma tugir ef ekki hundruðir smábáta vítt og breytt af landinu til Suðureyrar til að stunda veiðar á þessum góðu miðum. Suðureyri er okkur til sóma og verður það eflaust um ókomin ár þrátt fyrir bollaleggingar spekinga um að eyða staðnum.

Þá vil ég aðeins minnast á Súðavík. Þegar ég kom heim til mín af flugvellinum laust eftir hádegi á laugardaginn þar sem mikið annríki hafði verið vegna fjölda fólks sem lagði leið sína hingað um nýliðna helgi og allt virtist leika í lyndi og fólk virtist glatt og bjartsýnt, þá varð mér á að opna útvarpið og það sem eyru mín námu í það skiptið var spurningin um það hvort ekki hefði verið rétt að nota tækifærið og leggja Súðavík niður eftir snjóflóðin. Ég var fljótur að loka því ég er búinn að fá nóg af svona kjaftæði í fjölmiðlum. Svona umfjöllun um okkar ástkæru byggðarlög er það sem við þurfum að hlusta á sýknt og heilagt. Þetta er algerlega óþolandi og er mál að linni en við verðum sjálf að rísa upp og kveða svona bu


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi