Grein

Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri.

Halldór Halldórsson | 15.01.2002 | 16:33Landsmót UMFÍ 2004

Fimmtudaginn 10. janúar 2002 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að taka ekki þátt í Landsmóti UMFÍ 2004 með uppbyggingu nauðsynlegra mannvirkja fyrir þann tíma. Ákvörðun bæjarstjórnar var tekin eftir langt ferli sem staðið hafði yfir frá miðju ári 2000. Undirritaður mun leitast við að rekja feril málsins í þessari grein og upplýsa hvaða vinna hefur verið unnin af hálfu Ísafjarðarbæjar í málinu áður en endanleg ákvörðun bæjarstjórnar var tekin.
Starfshópur og fyrsta kostnaðaráætlun

Upphaflega komu hugmyndir inn á borð bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri um að halda landsmótið 2004 en það ár á Höfrungur 100 ára afmæli. Á bæjarráðsfundi 24. júlí 2000 er bókað samkomulag um að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá Ísafjarðarbæ og Héraðssambandi Vestfirðinga (HSV) til að kanna kostnað við framkvæmdir til að halda landsmót. Starfshópurinn fundaði 18. september – 22. janúar 2001 á fimm fundum. Af hálfu Ísafjarðarbæjar sat bæjarráð í starfshópnum en þá sátu Birna Lárusdóttir, Guðni G. Jóhannesson og Lárus G. Valdimarsson í bæjarráði. Frá HSV komu Bjarni Einarsson og Kristinn Jón Jónsson. Eftir fyrsta fund komu inn fulltrúar frá Bolungarvík og Súðavík, þau Helga Jónsdóttir, Örn Jóhannsson, Ágúst Kr. Björnsson og Óskar Elíasson. Með hópnum störfuðu bæjarstjóri, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og byggingarfulltrúi.

Niðurstaða starfshópsins var sú að heildarkostnaður væri 260-340 milljónir kr. Var þar miðað við samantekt byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 8. desember 2000, sem taldi kostnað við sundlaug 100-150 milljónir kr., frjálsíþróttavöll með knattspyrnuvelli 80-110 milljónir kr., lagfæringu núverandi mannvirkja 40 milljónir kr. og aðra aðstöðu s.s. bílastæði, tjaldstæði, hreinlæti o.fl. 40 milljónir kr. Alls 260-340 milljónir. Kostnaðaráætlun starfshópsins byggði að mestu á raunkostnaði við byggingu mannvirkja í Borgarbyggð og áætlunum frá Egilsstöðum þar sem landsmótið var í undirbúningi á þeim tíma. Lagði starfshópurinn til í greinargerð sinni dagsettri 22. janúar 2001 að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum styddu við Landsmót 2004 með gerð nauðsynlegra mannvirkja.

Afstaða sveitarfélaganna

Þrátt fyrir mikinn kostnað skv. áætlun starfshópsins tók bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þá ákvörðun á fundi sínum 1. febrúar 2001 að taka þátt í Landsmóti 2004 í samstarfi við íþróttahreyfinguna með fyrirvara um samstarf við ríkisvaldið um fjármögnun. Á þessum tíma voru bundnar vonir við að endurskoðuð kostnaðaráætlun yrði lægri og að fjárframlag ríksins yrði allt að 70-80 milljónum og hugsanlega enn hærra.

Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur bókuðu þá afstöðu að sjálfsagt væri að leggja til þau mannvirki sem til staðar væru í sveitarfélögunum en ekki yrði lagt út í kostnað við ný íþróttamannvirki.

Á forsendum bókunar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar samþykkti UMFÍ að stefna að því að halda landsmótið 2004 á norðanverðum Vestfjörðum og fela HSV og Héraðssambandinu í Bolungarvík að halda mótið.

Aðrar skýrslur og greinargerðir

Fyrir utan kostnaðaráætlun starfshópsins sem dagsett var 8. desember 2000, lagði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fram greinargerð dags. 30. september 2000 um kostnað í Borgarnesi við uppbyggingu fyrir landsmótið þar sem haldið var 1997 ásamt upplýsinum um framlag ríkisins til framkvæmda í Borgarnesi og Egilsstöðum.

Sundfélagið Vestri skilaði inn greinargerð og tillögu dags. 10. maí 2001 um viðbyggingu við núverandi sundlaug við Austurveg ásamt lauslegri kostnaðaráætlun upp á 70-80 milljónir kr.

Í júní 2001 kom út skýrsla sem Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur, vann fyrir Byggðastofnun um Landsmót UMFÍ. Í þeirri skýrslu voru ýmsir kostir nefndir varðandi landsmótshald en ekki gerð nákvæm kostnaðaráætlun.

Á bæjarráðsfundi 24. september 2001 mættu fulltrúar undirbúningsnefndar fyrir landsmót og lögðu fram hugmyndir að frjálsíþróttavelli og 25 metra sundlaug í Tungudal í Skutulsfirði.

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) vann greinargerð dags. 25. október 2001, fyrir Íþróttasjóð ríkisins um núverandi íþróttamannvirki í Ísafjarðarbæ og möguleika á uppbyggingu á nokkrum stöðum.

Á bæjarráðsfundi 10. desember 2001 lagði Sundfélagið Vestri inn aðra hugmynd að stækkun sundlaugar við Austurveg og tilboð frá Ágústi og Flosa ehf. að upphæð 91,2 milljónir kr. Bæjarráð varð að hafna tilboðinu á grun


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi