Grein

Hermann Níelsson.
Hermann Níelsson.

Hermann Níelsson | 14.01.2002 | 12:52Bæjarstjórn sagði nei takk við 45 milljónum – er það endanlegt?

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sagði nei takk við 45 milljóna króna boði til byggingar frjálsíþróttavallar. Er það endanlegt eða er enn von? Um mitt ár 1999 var byrjað að ræða um að halda Landsmót UMFÍ á Ísafirði. Héraðssamband Vestfirðinga og Ungmennasamband Bolungarvíkur (sem dró umsókn sína til baka síðar) lögðu inn umsókn til UMFÍ um að halda mótið fyrir vestan. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti nær samhljóða, einn bæjarfulltrúi sat hjá, að byggja þau mannvirki sem til þyrftu svo Landsmót Ungmennafélaganna gæti farið fram í fyrsta skipti í sögunni á Vestfjörðum. Að vísu voru hafðir fyrirvarar af hálfu bæjarstjórnar um að bæði kæmi til álitlegur styrkur úr ríkissjóði og að bænum tækist að fjármagna þá lágmarksaðstöðu sem mótshaldið krefðist.
Umræða í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa snerist í nær heilt ár um staðsetningu mannvirkja, keppnisvallar fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu (en knattspyrnuvöllurinn á Torfnesi er ónothæfur) og 25 m sundlaugar (sem þó var hægt í neyð að bjarga á annan hátt) en þessi mannvirki þarf til viðbótar þeim sem fyrir eru. Auk þess hefðu áhorfendasvæði og tjaldsvæði þurft lagfæringar við til að geta tekið á móti þeim 1500-2000 keppendum og 10-15 þúsund gestum sem áætlað er að hefðu heimsótt Vestfirði af þessu tilefni. Í því sambandi má benda á þau margfeldisáhrif sem fylgt hefðu jákvæðri umræðu í þjóðfélaginu og kynningu á svæðinu fyrir ferðaþjónustu, mannlíf og atvinnuvegi ef staðið hefði verið við fyrirheitin. Alltaf lá ljóst fyrir að fjárlaganefnd veitti einungis fé til byggingar frjálsíþróttavallar með bundnu slitlagi (tartan) en enginn slíkur er til í fjórðungnum. Bærinn þarf hvort sem er að laga knattspyrnuvöllinn og áhorfendasvæðið en nýlegt og gott Vallarhús með búningsaðstöðu er til staðar á Torfnesinu. Við enda vallarins stendur hið stórglæsilega íþróttahús bæjarins.

Stærstu mistök bæjarstjórnar og embættismanna á bæjarskrifstofunni voru að láta ekki gera kostnaðaráætlun vegna byggingar mannvirkja fyrir Landsmót fljótlega eftir að samþykktin var gerð og ákveða sjálfir staðsetningu mannvirkja. Heldur var rokið til eftir borgarafundinn sem UMFÍ stóð fyrir á Hótel Ísafirði í byrjun desember 2001 tæpu ári eftir að bæjarstjórn samþykkti nær samhljóða að tryggja mannvirkjagerð til mótshaldsins. Það segir alla söguna um frammistöðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna undirbúnings Landsmóts 2004.

Því miður kom fram á borgarafundinum að enn voru bæjarfulltrúar ekki búnir að ákveða staðarval fyrir vallarframkvæmdir eða sundlaugarbyggingu og forseti bæjarstjórnar kvað bæjarfulltrúa hafa vonast til að nota mætti annars ágætan malarvöll á Þingeyri fyrir frjálsíþróttakeppnina og væntanlega þá viljað nýta fjárframlag ríkisins til annarra mannvirkja. Það var alltaf skilyrt að ríkið kostaði aðeins frjálsíþróttavöll með bundnu slitlagi, bæjarfélagið sæi um aðrar framkvæmdir.

Ef bygging sundlaugar var of stór biti fyrir 2004 var hægt að gera áætlun til lengri tíma um að ljúka byggingu hennar en bjarga sundkeppninni á landsmótinu með 25 m bráðabirgðalaug utanhúss eða að fá undanþágu og nýta stærstu sundlaugina í nágrenninu. Meira þurfti ekki til í stórum dráttum og auðvelt hefði verið að fá hundruð sjálfboðaliða til að tyrfa fótboltavöllinn og aðstoða við gróðursetningu og lagfæringu áhorfendasvæða og annars undirbúnings sem til þurfti, s.s. tjaldstæða o.fl.

Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar fengu sem sagt kostnaðaráætlunina fyrst í hendur í byrjun janúar 2002 en samþykktu viku síðar að hætta við allar framkvæmdir fyrir Landsmót án þess að hafa ákveðið staðsetningu einstakra mannvirkja fyrir Landsmótshaldið. Engin tilraun var gerð til að ná samstöðu með íþróttahreyfingunni um lágmarksframkvæmdir svo mótið gæti farið fram í Ísafjarðarbæ sumarið 2004.

Engin slík vinna var unnin allt árið og engar viðræður áttu sér stað milli bæjarfulltrúa og íþróttahreyfingarinnar um hagkvæmari lausnir og aðrar leiðir og hugmyndir. Enginn virtist vilja eða hafa haft hugsun á að setja af stað faglega og skipulega undirbúningsvinnu.

Því miður virðist sem forysta HSV og síðar Landsmótsnefndar, sem skipuð var til að annast undirbúning og framkvæmd mótsins, hafi ekki haft vilja eða framtakssemi til að leiða umræðuna og annast þá upplýsingagjöf sem bæjarfulltrúar þurftu á að halda svo og allir bæjarbúar. Það fór heldur engin alvöru umræða í gang innan hreyfingarinnar til að kryfja öll atriði til mergjar og reyna að ná samkomulagi um hvaða framkvæmdum væri hægt að seinka til að missa ekki mótshaldið úr höndunum.

Samkvæmt greinargerð bæjarstjórnar 10. janúar sl. nam loforð um framlag frá ríkinu 45 millj. kr. til framkvæmda vegna Landsmóts 2004. Sú upphæð hefði nægt og vel það fyrir byggingu frjálsíþróttavallar.

Kostnaðaráætlun tæknideildar Ísafjarðarbæ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi