Grein

Níels A. Ársælsson.
Níels A. Ársælsson.

Níels A. Ársælsson | 06.06.2006 | 09:35Það má aldrei verða

„Auðvaldið, sem lifir á ránglæti, heimsku og yfirgángi, þarf ekki að ætla sér þá dul að kenna oss, upplýstum alþýðumönnum, neinn sannleika. Þeir sem halda fyrir yður gæðum lífsins og banna yður að vinna nytjar jarðarinnar, það eru fjandmenn Guðs og yðar, og yður ber til þess heilög skylda að útmá þá af ásýnd jarðar. Þeir eru átumein í líkama mannfélagsins. Þeirra vegna eru börn yðar blóðlaus og mergsogin. Þeir hafa hrifsað brauðið frá munnum barna vorra og rænt síðustu skyrtunni af foreldrum vorum örvasa” Tilvitnun í Alþýðubókina.

Nú berast þau válegu tíðindi inn á heimili landsmanna að einn ósvífnasti og mest hataðasti stjórnmálamaður lýðveldisins Finnur Ingólfsson hafi í huga ásamt valdasjúkum uppgjafa formanni Framsóknarflokksins á fjandsamlega yfirtöku formannsstólsins Finni til handa. Ég ákalla alla Framsóknarmenn, nær og fjær, um að slá skjaldborg um varaformann Framsóknarflokksins, Guðna Ágústsson, og koma í veg fyrir valdarán spiltra manna.

Ég vil minna á orð Sverris Hermannssonar sem hann viðhefur í æviminningum sínum „Skuldaskil“ bls 47. Tilvitnun: „Það er mín skoðun að Finnur Ingólfsson sé einn gerspiltasti stjórnmálamaður á Íslandi sem sögur fara af.“

Tálknafirði 5. júní 2006.
Virðingarfyllst.
Níels A. Ársælsson.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi