Grein

Greipur Gíslason.
Greipur Gíslason.

Greipur Gíslason | 26.05.2006 | 15:33Andsk... uppgangur

Á dögunum kom ég nálægt verkefni sem fól meðal annars í sér breytingar á húsnæði hérna á Ísafirði. Peningar og teikningar voru til staðar en oft vill einmitt standa á svoleiðis hlutum við framkvæmdir. Í þessu tilviki var það þó ekki þannig. Stærsta martröðin var hinsvegar að útvega iðnaðarmenn í verkið og komst ég við það tilefni þannig að orði að það væri ekki lengur búandi í þessum bæ, það væri svo mikill uppgangur að það væri ekki hægt að fá iðnaðarmenn.

Undanfarin ár hef ég tekið þátt í nokkrum verkefnum sem hafa haft það að markmiði að auðga flóruna hérna á Ísafirði og í bæjarfélaginu öllu. Í öllum þeim tilvikum sem farið var fram á stuðning bæjarins, var tekið jákvætt í umleitanina. Bæjaryfirvöld hafa nefninlega gert heilmikið undanfarin ár við að bæta ímynd og stemmninguna í bænum og ég er þeirrar skoðunnar að það sér sú leið sem yfirvöld eiga að fara til að laga ástandið í ýmsum málum bæjarins. Bær með lélega ímynd og leiðinlega íbúa sem aldrei nenna að gera eitthvað skemmtlegt, dregur nefninlega ekki að sér nýtt fólk eða störf, það eru hreinar línur.

Ég er samt ekki að segja að sumt geti ekki betur farið í bænum okkar og núverandi bæjaryfirvöld geta bætt sig í nokkrum málum en þegar á heildina er litið er ég sáttur við þá stefnu sem þau hafa markað og vinna eftir núna. Ég treysti Halldóri Halldórssyni og Birnu Lárusdóttur fyllilega til að takast á við að stjórna bænum mínum í 4 ár til viðbótar.

Greipur Gíslason, háskólanemi.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi