Grein

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.

Magnús Þór Hafsteinsson | 14.12.2001 | 17:13Ræfildómur og svívirðingar

Birgir Hermannsson trillukarl og útgerðarmaður á Hermóði ÍS ræðst að mér og útmálar mig sem svikahrapp og fréttafalsara í síðasta tölublaði Fiskifrétta. Árásir hans og svívirðingar eru rugl sem auðvelt er að hrekja. Hann gerir mikið úr því að frásögn minni og Arnar Sveinssonar skipverja á Bjarma BA beri ekki saman.
Ég hef sagt að heildaraflinn á Bjarma þá tvo daga sem við Friðþjófur Helgason myndatökumaður vorum um borð hafi verið eitthvað um 70 tonn. Af því hafi á milli 20 og 30 prósentum verið hent aftur í hafið þar sem fiskurinn var af vitlausri stærð eða tegund. Þetta er brottkast sem má meta upp á 14 til 21 tonn, deilt á tvo daga. Að sjálfsögðu með einhverjum skekkjumörkum þar sem hér var um sjónmat að ræða. Bjarmi er dagróðrabátur sem landaði tvisvar á meðan við nutum gestrisni Níelsar Ársælssonar og áhafnar hans. Örn er í áhöfn og talar í viðtali sem birtist við hann í DV eðlilega um afla og brottkast á einum degi. Það er í einum róðri.

Birgir kann vonandi margföldunartöfluna. Hann getur margfaldað tölur Arnar með tveimur og borið saman við mínar. Reikni hann rétt kemst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefur rangt fyrir sér. Aðdróttanir hans um að annaðhvort ég eða Örn eða báðir, fari með lygi, falla um koll á málflutningi Birgis sjálfs.

Fróður um brottkast

Birgir virðist svo hafa verulegt vit á brottkasti. Kannski reynslu af því líka? Hann staðhæfir allavega að dauðir fiskar hljóti alltaf að fljóta á yfirborði hafsins.

Hvenær sem er stendur honum og öðru áhugafólki til boða að sjá margra mínútna myndskeið hjá mér af því þegar fiskur sturtast í hafið og sekkur. Nokkrir fljóta. Gráðugt fuglagerið safnast í kringum þá. Á þeim myndum sem ég á að hafa „leikstýrt“ sukku flestir fiskarnir eins og straujárn.

Steindauðir

Það eru líka til átakanlegar myndir af hinum sem enn voru með lífsmarki og ekki sukku. Burtfleygðir þorskar reyna að kafa eða fljóta bjargarlaust með kviðinn upp í loftið og múkkinn býr sig undir að kroppa lifrina úr þeim lifandi. Þessi myndaskot hafa ekki enn borist fyrir augu almennings um víða veröld en þau eru svo sannarlega til í allri sinni ísköldu nekt.

Birgir Hermannsson skal líka fá að sjá myndir af sjómönnum sem standa við að flokka aflann. Stærsti þorskurinn er blóðgaður en hinu sem ekki á að hirða er fleygt á færibandið sem liggur boltað oní dekkið beinustu leið út að lúgunni. Flestir þorskarnir hafa legið lengi þegar kemur að þeim að verða blóðgaðir eða fleygt. Þeir eru dauðir. Ekki sprelllifandi eins og Birgir reynir að ímynda sér í greininni í Fiskifréttum. Þar sem hann heldur fram meira eða minna meðvitaðri réttlætingu sinni á brottkasti. Réttlætingu sem byggist á tveggja mínútna upptökum sem hann og aðrir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að sjá. Af spólum sem vara í nálega tvo klukkutíma.

Kollinn á karlinum

Trillukarlinn rifjar einnig upp ágætt viðtal sem ég tók við Gunnar Örlygsson í Auðlindinni fyrir rúmu ári síðan. Gunnar viðurkenndi að hafa tekið þátt í viðamiklu svindli á svokölluðum pokafiski. Eitthvað hefur þetta viðtal skolast til í kollinum á karlinum því hann ímyndar sér nú að Gunnar hafi fullyrt að hafa rogast sjálfur með 200 tonn af flökum upp bryggjuna í Sandgerði. Þetta er kjaftæði.

Gunnar var viðriðinn útflutning á fiski sem m.a. var seldur með flugi til útlanda. „Svarti“ fiskurinn var að sögn hans keyptur beint af sjómönnum á Suðurnesjum og greitt fyrir í beinhörðum peningum. Rannsókn í þessu máli mun nú vera á lokastigi. Umfang þess virðist vera mjög mikið. Allavega ekki minna en svo að það er búið að vera á borði Ríkislögreglustjóra í nálega tvö ár.

Hrokkinn úr gír

Heilinn í Birgi Hermannssyni virðist svo hafa hrokkið úr gír þegar hann gerði sér grein fyrir því að brottkastið væri ekki lengur einangrað hneyksli á Íslandi, heldur væru brottkastmyndirnar komnar ljóslifandi í dreifingu út um allan heim á Internetinu. Ég get upplýst hann og aðra um að þessar myndir hafa slegið öll met á vefsíðum Intrafish fréttaþjónustunnar. Þúsundir fólks um allan heim hefur skoðað þær frá því þær voru lagðar út fyrir mánuði síðan. Enn rúlla þær á www.intrafish.com.

Mér var ekki skemmt þegar ég sendi þessar myndir til dreifingar á Internetinu og ég horfi helst ek


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi