Grein

Pétur Tryggvi Hjálmarsson.
Pétur Tryggvi Hjálmarsson.

Pétur Tryggvi Hjálmarsson | 17.02.2006 | 13:15Um æti

Hækkandi hitastigi sjávar er gjarnan kennt um hrun í vistkerfinu við Ísland. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur nýlega fundist töluvert af loðnu. En þá er sama sagan og venjulega: Um að gera að útrýma henni áður en hún nær að hrygna og fjölga sér. Um að gera að útrýma mikilvægasta æti fugla, fiska, skeldýra og krabbadýra. Fengi loðnan að vera æti fyrir önnur sjávardýr og um afgang yrði að ræða, þá yrði hann að næringu fyrir sjávargróður sem lífríkið þarf líka á að halda. Ef sjávarhitinn ætti að hafa eins alvarleg áhrif á vistkerfið og loðnudrápið væri sjórinn að nálgast suðumark.

Loðnunni er dælt inn í vistkerfið sem gjöf frá sjálfri náttúrunni. Þessa fæðu hrifsum við frá lífríkinu og seljum til útlanda sem svínafóður. Þessu má líkja við að húsbóndinn á heimilinu selji matarpakkann sem fjölskyldan fékk gefins. Og þegar fjölskylduna fer að svengja er það vegna þess að of heitt er í húsinu. Með loðnuveiðum er sjávarútvegurinn að saga greinina sem hann situr á.

Pétur Tryggvi.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi