Grein

Árni Traustason.
Árni Traustason.

| 11.05.2000 | 10:19Áskorun til íbúa Ísafjarðarbæjar

Nú er farið að vora og þá kemur ýmislegt miður fallegt undan snjónum. Það er m.a. afleiðing slæmrar umgengni okkar um sumarið og haustið áður. Bæjarverkfræðingurinn hefur auglýst hreinsun í bænum eins og venjulega.
Til að fólk taki eftir hlutunum, þarf oft að fanga athygli þeirra með stórum orðum, það er vel þekkt aðferð hér á Ísafirði. Ég ætla þó ekki að nota þá aðferð, heldur aðeins að nefna nokkur svæði og lóðir sem blasa við mér daglega, sem sýna að umgengni mætti vera betri, í þeirri von að það veki einhverja til umhugsunar um þessi mál. Það má vel vera að þær skoðanir sem lesa má úr þessu skrifi falli ekki öllum í geð. Það er þeirra mál og ég geri ekki kröfu um að þeir hinir sömu séu sömu skoðunar og ég. En gaman væri þá að heyra sjónarmið bæjarbúa um þessi mál á þessum vettvangi.

Slæm umgengni á athafnasvæðum fyrirtækja virðist landlæg þó vissulega séu til undantekningar frá því. Lóðir fyrirtækja eru yfirleitt ekki girtar og þá virðist ýmislegt dót sem þau eiga, dreifast oft langt út fyrir lóðamörk og vera eins og á víðavangi.

Kíkjum á nokkur dæmi.
Lítið á athafnasvæði Eiríks og Einars Vals hf. Af hverju girða menn ekki athafnasvæði sín? Þessir hlutir, sem gætu sem best verið nothæfir, ég ætla ekki að dæma um það, litu betur út ef þeir væru innan girðingar.

Innar við Skutulsfjarðarbrautina, við innkomu í bæinn, blasir við lóð vinnuvélafyrirtækisins Jón og Magnús ehf. sem nú hefur verið selt og flutt úr bænum. Skyldi hinn nýi eigandi (Háfell?) ekki hafa eignast allt fyrirtækið eða megum við eiga það sem ekki er nothæft lengur?

Bærinn er nýlega búinn að leigja sinn hluta af svokölluðu Kofrahúsi, fyrirtæki sem framleiðir skólprör o.fl. úr steinsteypu. Það er gott og blessað, en bæjaryfirvöld hefðu kannske þurft að setja leigjandanum reglur um umgengni á lóð hússins og helst að hún verði girt. Kannske hefur það verið gert en þá hefur því ekki verið fylgt eftir.

Lítið á umhverfi Ljónsins, hvað er gert til að gera það aðlaðandi fyrir viðskiptavinina. Jú, það var byggt nýtt ,,bíslag“, sennilega af því að Bónusmenn hafa krafist þess að aðgengið væri bætt þegar þeir gerðust leigjendur verslunarhúsnæðis þarna. Þegar þetta nýja bíslag kom varð fólki ljóst hvers konar aðgengi því hafði verið boðið upp á, árum saman, það var bara hætt að taka eftir því hvað það var fráhrindandi, óþrifalegt og lélegt. En heppni var yfir rekstraraðilum hússins að ekki varð slys við inngang þessa nýja bíslags sl. vetur er iðulega myndaðist svellbunki við inngang þess sem fólki var boðið að reyna sig við. Þeir þurfa að athuga það fyrir næsta vetur.

Þegar við förum út eftir Skutulsfjarðarbraut verðum við fyrir ,,hálfgerðu“ áfalli, þegar kemur að athafnasvæði Eyrarsteypunnar. Ég segi hálfgerðu því við erum vissulega farin að venjast þessu umhverfi, því þetta er ekki nýtt ástand og ekki hafa brunarústinar bætt ástandið. Þarna er steypuafgöngum fleygt nánast hvar sem er og yfir á annarra lóðir og opin svæði. Svona er þetta búið að vera síðastliðin 25 ár a.m.k og enginn tekur eftir þessu sem sést á því að eigendur þessa fyrirtækis bæði fyrr og síðar, fá og hafa fengið, að halda áfram óáreittir með þetta og nú hafa brunarústir bæst við og virðist eiga að bjóða bæjarbúum upp á annað sumar með brunarústum og tilheyrandi. Er svæðið í kringum bryggjuna ekki umráðasvæði hafnarinnar? Ef svo er, hvernig stendur þá á því að það er látið viðgangast að fyrirtækið hreinsi steypuafganga úr bílum sínum á þetta svæði. Ekki er gengið svona um aðalhafnarsvæðið sem er reyndar mjög snyrtilegt og þrifið reglulega. Mér finnst þessi umgengni forráðamanna fyrirtækisins vera ofbeldi við vegfarendur og bæjarbúa alla og þarna þurfa bæjaryfirvöld og heilbrigðisfulltrúi að taka til hendinni og gefa þessum aðilum mjög stuttan frest til að bæta úr þessu, heimildirnar hafa þeir í byggingar- og heilbrigðisreglugerðum. Subbulegri umgengni er tæpast að finna hér í bæ.

Lítið á svæði Netagerðar Vestfjarða hf. Ekki er það nú til fyrirmyndar. Þar ægir saman alls kyns dóti sem virðist vera á víðavangi. Af hverju er þetta ekki haft í girðingu. Hvað með þennan kofa sem stendur innan við Netagerðina? Í ljósi þeirrar umræðu og upphlaups sem varð út af hesthússkofa sl. vet


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi