Grein

Eva Magnúsdóttir.
Eva Magnúsdóttir.

Eva Magnúsdóttir | 07.12.2005 | 13:51Síminn með umfangsmikla starfsemi á Vestfjörðum

Síminn hefur í gegnum tíðina viðhaft umtalsverða starfsemi á Vestfjörðum og eru tólf Vestfirðingar starfandi hjá Símanum á Ísafirði bæði við verslun og fjarskiptaneti. Síminn hefur bætt fjarskiptasamband Vestfirðinga töluvert á undanförnum árum. Nú í ár setti Síminn t.d. upp tvo mikilvæga GSM senda, að Bæjum á Snæfjallaströnd sem bætir GSM sambandið verulega í Óshlíðinni og við Ísafjarðardjúp. Einnig setti Síminn upp nýjan sendi á Brjánslæk. GSM sendir var auk þess settur upp nýlega á Ísafjarðarflugvelli til þess meðal annars að efla samband í Skutulsfirðinum. Við þetta batnar GSM samband á Vestfjörðum til muna. Síminn er eina fjarskiptafyrirtækið á landsvísu sem heldur uppi talsverðri starfsemi á Vestfjörðum, önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki sett á fót svo mikla starfsemi á þessu landsvæði.

Fengu fyrstir sjónvarp

Síminn hóf sjónvarpssendingar um ADSL í Bolungarvík fyrir rúmu ári síðan. Bolvíkingar höfðu þá fyrstir Íslendinga aðgang að 10 sjónvarpsstöðvum um ADSL kerfi Símans. Allir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum munu innan tíðar hafa aðgang að 10 sjónvarpsrásum um ADSL kerfi Símans. Síminn byggði sem kunnugt er nýja símstöð í Holtahverfi þegar ljóst var að íbúar hverfsisins sæu ella ekki enska boltannn um ADSL. Til þess var fjarlægð frá símstöð of mikil. Til þess að geta gert það og vegna varasambanda stækkaði Síminn gagnasambönd á svæðinu. Síminn setti þannig upp 45 MB/s örbylgjusamband til þess að hafa varaleið fyrir gagnaflutning á milli Ísafjarðar og Blönduóss.

Loks má geta þess að lokið var að tengja ISDN sambönd á alla bæi í Ísafjarðardjúpi, sem óskað hafa eftir samböndum, í síðasta mánuði og Vestfirðir klárast næstu daga. Þá hefur Síminn byggt upp 100% ISDN sambönd á landsvísu sem er einstakt í heiminum.

Síminn styrkir menningarstarfsemi

Síminn hefur einnig styrkt margvíslega menningarstarfsemi á Vestfjörðum. Nefna má að „Aldrei fór ég suður“ tónleikarnir voru styrktir af Símanum. Auk þess hefur Síminn styrkt mörg smærri menningartengd verkefni á Vestfjörðum í gegnum árin. Það er því ljóst af ofansögðu að Síminn hefur um langt skeið tekið virkan þátt í lífi og starfi Ísfirðinga sem og annarra Vestfirðinga.

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi