Grein

Margrét Karlsdóttir.
Margrét Karlsdóttir.

Margrét Karlsdóttir | 09.11.2001 | 04:53Byggðasafn í Reykjanes

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði á þriðjudaginn birtist góð grein hjá Hlyni Þór Magnússyni um Byggðasafn Vestfjarða, hljóðlátt afmæli þess, tildrög stofnunar safnsins, stofnendur þess o.fl. sem alls óvíst er að allur almenningur hafi vitað. Einnig að ýmsir safngripir séu í varðveislu eða geymslum þar sem enginn fær notið þeirra. Vitað er, að töluvert var sent frá byggðunum við Ísafjarðardjúp á safnið. Í greininni kemur einnig fram, að þau þrjú sveitarfélög, Súðavíkurhreppur, Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður, sem að safninu standa, muni fá einhverja peninga fyrir hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða, og finnst greinarhöfundi að eitthvað af þeim megi renna til Byggðasafnsins. Það er alveg hárrétt skoðun hjá Hlyni en ég er honum þó ekki sammála um framkvæmdina og er það ástæðan fyrir þessari grein.
Fram kemur í greininni hjá Hlyni, að aðeins sjóminjahluti Byggðasafns Vestfjarða sé í viðunandi húsnæði og Ósvörin í Bolungarvík hefur að geyma ýmislegt frá liðnum tímum sjósóknar á Vestfjörðum.

Landbúnaðar-, sveitastarfa- og sveitamenningarhluti safnsins verði í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

Er þetta ekki kjörinn staður fyrir þennan hluta safnsins?

Eins og allir vita eru húsakynni Héraðsskólans í Reykjanesi til sölu en samkvæmt fréttum hefur ekki heyrst að af sölu hafi orðið. Því er hér í fullri alvöru skorað á sveitarstjórnirnar sem fara með mál Byggðasafns Vestfjarða, að hefjast nú þegar handa, og huga að kaupum á húsnæði Héraðsskólans í Reykjanesi fyrir safnið og ýmsa aðra starfsemi sem þar getur þróast jafnframt starfi safnsins og myndi stuðla að auknum atvinnumöguleikum á svæðinu.

Í kennsluálmu Héraðsskólans eru margar stórar stofur sem nýta mætti undir safnmuni. Nú þegar er þar bókasafn sem geymir bækur frá lestrarfélögum sem voru í hreppunum við Ísafjarðardjúp.

Samkvæmt upplýsingum í greininni hjá Hlyni er ákvæði í þjóðminjalögum um að ríkið standi straum af þriðjungi kostnaðar við byggingu safnahúss. Það gefur því auga leið að þarna er hægt að slá margar flugur í einu höggi.

Það opinbera getur lagt til húsnæði án þess að miklu sé til kostað við byggingu þess. Framlag frá fjárlaganefnd Alþingis kæmi hugsanlega til innréttinga fyrir safnið. Ísafjarðarbær á landið í Reykjanesi og þyrfti því varla miklar vangaveltur að hafa um land fyrir þá safnhluti sem kæmu til með að vera hafðir utan dyra, þ.e. gömul landbúnaðartæki og þess háttar. Siðan gæti Súðavíkurhreppur lagt rekstrinum gott lið með styrk í formi fasteignagjalda. Og væri það ekki sanngjarnt að einhver hluti Byggðasafnsins væri í því sveitarfélagi sem upphafsmaðurinn kom úr?

Húsakynnum í Reykjanesi er þannig háttað, að hægt er að hafa safnhluta hússins alveg aðskilinn frá gisti- og veitingarekstri á staðnum. En eins og málum er komið í dag, er útlit fyrir að sú þjónustustarfsemi Ferðaþjónustunnar Reykjanesi ehf. sem er í Reykjanesi í dag, muni leggjast af um áramót vegna aðhaldsaðgerða stjórnvalda.

Héraðsskólarnir eru menningararfur dreifbýlisins

Við skulum átta okkur á því, að skólalífið í Héraðsskólanum í Reykjanesi er að verða menningarsafngripur, áþreifanlegur með þeim fjölda skólaspjalda sem þar eru. Þeim fer óðum fækkandi sem þekkja hið margbreytilega líf sem var í héraðsskólunum, en flestir sem ég veit um, og eru þeir ansi margir, minnast þessara daga með glampa í augunum. Hér hafa komið nemendur eftir ótalmörg ár og sest í sætið sitt í matsalnum, farið í göngutúr og rifjað upp liðna atburði úr útivist á tunglskinsbjörtum kvöldum eða um bjartar vornætur. Allar þessar minningar eru þessu fólki ljúfar og eftirminnilegar og sumir telja þetta sin bestu æviár. Því er á þetta minnst hér, að skólarnir og aðrir forsvarsmenn barna í þessum þremur sveitarfélögum, sem að Byggðasafni Vestfjarða standa, hafa í litlum en þó vaxandi mæli verið að gefa ungmennum sínum í dag tilefni til að eignast svona minningar.

Þar er átt við árlega vorferð allra nemenda Grunnskóla Súðavíkur, en skólastjórinn þar þekkir vel hið liðna ljúfa líf í Reykjanesi. Fermingarbörn Ísafjarðarbæjar hafa komið hér í sólarhringsferðir undanfarin haust, nemendur tíunda bekkjar í Bolungarvík komu hér í óvissuferð eftir samræmdu prófin og ekki má gleyma verðlaunaferð grunnskólabarna frá Ísafirði sl. haust. Í mörgum af þessum ferðum eru einnig foreldrar sem hér áttu ljúfa daga. Ungur drengur sagði við mig á Ísafirði um daginn: Við erum að gera myndband í skólanum og þeir sem vinna fá að fara inn í Reykjanes! Greinilega fannst honum til nokkurs að vinna.

Reykjanes er í þjóðbraut

Þeir eru eflaust til sem segja að söfn eigi að vera þar sem fólkið er og safn í Reykjanesi myndi enginn sjá eða skoða. Á það skal bent, að safnið á Hnjóti er ekki í alfa


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi