Grein

Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón A. Kristjánsson | 07.11.2001 | 11:03Nauðung krókaveiðimanna

Þvert ofan í allar ályktanir smábátasjómanna alls staðar af landinu virðist það eindreginn vilji sjávarútvegsráðherra að skipa málum svo við fiskveiðar þessa hóps að þeim verði nauðgað til verka í kvótakerfi sem þeir alfarið hafna. Það liggur fyrir að smábátasjómenn geta sætt sig við takmarkanir eins og dagafjölda, þorskaflahámark, línulegt eða aðra almenna takmörkun sem þeir þekkja úr sínu veiðikerfi. Þeir hafna hins vegar að þeim skuli nauðgað í kvótasetningu og brottkast.
Þeir hafna að veiðikerfi þeirra verði gert þannig úr garði að þeim er ókleift að starfa löglega við fiskveiðar í kerfinu. Rekstrargrundvöllur veiðanna er brostinn fyrir marga og þeim stefnt beint í gjaldþrot og enn munu sjávarbyggðirnar veikjast.

Einstaklingsframtakið drepið

Kvótasetning ýsu, ufsa, steinbíts, keilu og löngu í veiðum smábáta getur aðeins leitt af sér aukið brottkast og var það þó nóg fyrir í stóra kvótabraskkerfinu þar sem leiguverð kvótans hefur hækkað sem aldrei fyrr og það án þess að Kótaþing sé til staðar en því var áður kennt um hátt leiguverð.

Herför stjórnvalda að vinnu smábátasjómanna við fiskveiðar er andstæð markmiðum 1. greinar Laga um stjórn fiskveiða sem eiga m.a. að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Veiðikerfi smábátanna hefur verið vörn fjölmargra sjávarbyggða sem misst hafa frá sér veiðiréttinn í aflamarkskerfinu, þar sem allar aflaheimildir af öllum fisktegundum hafa verið seldar burt. Það hefur verið nauðvörn atvinnulausra sjómanna að taka áhættu og kaupa sig inn í smábátakerfið og byrja á einstaklingsútgerð sér og sínum til lífsviðurværis. Við þá nýliðun í atvinnugreininni hafa duglegir fiskimenn ráðið, það einstaklingsframtak drepa nú stjórnvöld.

Svo forhertir eru stjórnarherrar að þeim finnst sjálfsagt að skrifað sé í texta skýrslu hinnar svokölluðu „Sáttanefndar“ að styrkja megi sjávarbyggðir til þess að koma þar upp öðrum atvinnurekstri en sjávarútvegi ef þar hefur orðið kvótabrestur úr byggð.

Sjá menn ekki fyrir sér hvað það væri eðlilegt og samræmdist vel nýtingu auðlindarinnar að setja upp og efla allan annan atvinnurekstur en fiskveiðar í Grímsey? Samkvæmt áliti meirihluta „Sáttanefndar“ væri óheimilt að setja fé í sjávarútveg úr þeim 300-500 milljónum þó byggðin hafi treyst á sjávarútveg, en það mætti moka fé í stofnun skemmtigarðs með vatnsrennibrautum!

Framtíð sjávarbyggða

Sama má segja um aðrar sjávarbyggðir þar sem sjávarútvegur hefði getað lagst af og skiptir þá ekki máli hvort byggðin er á miðjum fiskimiðunum eins og háttar til í Grímsey eða öðrum stöðum sem liggja vel við fiskimiðum eins og t.d. Drangsnes, Hrísey, Bakkafjörður eða Bolungarvík, svo nokkrir staðir séu nefndir.

Ef þessi regla hefði verið orðin virk þegar Bolvíkingar misstu svo til allan sinn kvóta til Grindavíkur, þá hefði fjárhagsleg aðstoð og lán til eflingar smábátaútgerð verið í andstöðu við stefnu núverandi ríkisstjórnar sem hefur lýst því að tillögur meirihluta „Sáttanefndar“ væri góður grunnur sem sjávarútvegsráðherra vill byggja sínar tillögur á. Þær eru reyndar í svo nákvæmum anda L.Í.Ú. eins og þeir hafa sett fram sínar óskir, að helst er sem meirihlutinn í „Sáttanefnd“ sé farinn að leika óskalög L.Í.Ú. og Árni Mathiesen syngi þeirra texta óbreyttan.

Ráðherraábyrgð

Það er ekki spurning að aðförin að smábátaútgerðinni kostar þjóðina mikla fjármuni í verðminni vöru og atvinnutapi fjölda fólks. Mér er spurn: Hvernig samrýmist það starfsskyldum og ábyrgð sjávarútvegsráðherra að knýja fram lög og reglur yfir fólk, í þessu tilfelli sjómenn á smábátum, sem þeir geta með engu móti farið eftir á löglegan hátt?

Ef þeir reyna að róa til fiskjar fá þeir fisk sem þeir eiga ekki heimildir fyrir. Má ráðherra vísvitandi gera sjómenn að lögbrjótum? Breytilegt náttúru- og hitafar í hafinu umhverfis Ísland mun aldrei hlýða lögum og reglugerðum. Aukin ýsugengd fyrir Norðurlandi nú er ekki til í veiðireynslu á þessu svæði til margra ára, þó svo hafi verið fyrir áratugum. Hlýr sjór við landið eykur útbreiðslusvæði margra fisktegunda, t.d. ýsu og steinbíts.

Það er feikinóg að vera með þorskinn í kvóta hjá smábátum. Leyfum fiskimönnum á strandveiðiflotanum að nýta veiðisvæðin á grunnslóðinni í samræmi við breytilegt lífríki án brottkasts.

Almannahagsmunir í forgang

Krókaveiðar bátaflotans bæði fyrr og síðar hafa aldrei klárað nokkurn fi


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi