Grein

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.

Magnús Þór Hafsteinsson | 07.11.2001 | 10:13Færeyska sóknardagakerfið

Færeyskur sjávarútvegur er í mikilli sókn. Veiðar ganga vel við eyjarnar. Afli fer vaxandi í mörgum tegundum og fiskistofnar virðast í þokkalegu ásigkomulagi. Útgerðir og sjómenn þéna vel á stighækkandi fiskverði á heimsmarkaði, enda er skilið á milli veiða og vinnslu. Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur og fréttamaður greinir frá færeyska fiskveiðistjórnarkerfinu.
Fyrir tæpum tíu árum síðan gerðu stjórnvöld í Danmörku og Færeyjum samning sín á milli. Færeyingar voru á hvínandi hausnum. Danska herraþjóðin ákvað að veiðum skyldi stýrt með kvótum. Fyrirmyndin var að verulegu leyti fengin frá gamalli nýlendu sem búin var að leika lausum hala í nær hálfa öld, Íslandi.

Veiðikvóta átti að ákveða út frá ráðlegginum Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES). Færeyingar keyrðu fljótt á ýmsa veggi. Kvótarnir voru litlir og veiddust fljótt upp. Menn lentu í vandræðum. Þeir áttu ekki næga kvóta fyrir tegundum sem litið var á sem meðafla, til dæmis á þorskveiðum. Fiski var fleygt í sjóinn ef ekki var til kvóti fyrir honum. Alls kyns svindl var stundað í tengslum við skráningu afla.

Kvótakerfið olli brátt gríðarlegri óánægju í Færeyjum. Sífellt háværari raddir voru um að það væri handónýtt. Bæri að afnema það hið fyrsta.

Blaðinu snúið við

Eftir aðeins tveggja ára reynslu skildu Danir að kvótakerfið að hentaði afar illa við Færeyjar. Stjórnvöld í Kaupmannahöfn féllust á að Færeyingar fengju sjálfir að semja eigin fiskveiðilöggjöf með því markmiði að tryggja sjálfbærar veiðar. Bæði með tilliti til efnahagslegs sjálfstæðis sjávarútvegsins og uppbyggingar fiskistofna.

Færeyska Landsstjórnin beið ekki boðanna. Hún skipaði svokallaða Fiskveiðistjórnunarnefnd í árslok 1995. Í henni áttu sæti fulltrúar frá hagsmunasamtökum sjávarútvegsins, Landsstjórninni og Færeysku hafrannsóknastofnuninni. Nefndin starfaði aðeins í rúma tvo mánuði. Í febrúar árið 1996 kynnti hún sínar tillögur. Lagt var til að kvótakerfið yrði lagt niður. Í staðinn yrði tekið upp kerfi með framseljanlegum sóknardögum og friðun hafsvæða fyrir veiðum um lengri eða skemmri tíma. Ekki var tvínónað við hlutina. Þann 1. júní 1996 tóku í gildi ný lög um fiskveiðistjórnun við Færeyjar. Nú skyldi ekki lengur reynt að stjórna afla, heldur sókn. Á rúmum tveim mánuðum var fiskveiðistjórn umbylt við Færeyjar.

Skipaflokkar og svæði

Flotanum var skipt upp í ákveðna flokka. Strandveiðibátar sem veiða með handfærum og línu, stærri línuskip og togara. Þessum flokkum var síðan aftur skipt niður í stærðarflokka mælt í brúttórúmlestum og vélastærð. Hver stærðarflokkur af þessum þremur skipaflokkum fékk síðan ákveðinn fjölda sóknardaga. Þeim var skipt jafnt á milli allra skipa í hverjum flokki. Fjöldi skipa í hverjum flokki var takmarkaður með ákveðnum fjölda veiðileyfa.

Skipting fjölda veiðidaga var ákveðin út frá aflatölum á árabilinu 1984- 1994. Reynt var að leggja mat á hve stór hluti af hverjum fiskistofni hefði að meðaltali verið veiddur af hverju skipi í ákveðnum flokki. Einnig skoðuð gögn sem sýndu hvernig heildarafli í hverri tegund hafði dreifst á hina ýmsu skipaflokka. Allt síðan notað til að ákveða hve marga sóknardaga hver skipaflokkur skyldi fá. Til viðbótar var færeysku lögsögunni skipt í innra og ytra sóknardagasvæði. Einn sóknardagur veitir rétt til að stunda veiðar í einn sólarhring á innra sóknardagasvæði. Hverjum sóknardegi á innra svæði má skipta fyrir þrjá sóknardaga á ytra svæði.

Margar aðrar svæðaskiptingar hafa verið teknar upp. Línuveiðar báta yfir 110 tonna stærð aðeins leyfðar að sex sjómílna mörkunum. Þar fyrir innan geta aðeins litlir línubátar og handfærabátar veitt. Togbátar fá aðeins að fara að 12 mílna mörkunum. Eina undantekningin að 14 litlir togbátar (að 50 tonnum með vélar undir 500 hestöflum) fá að fara inn fyrir 12 mílur í fjóra mánuði á ári. Fyrir utan 12 mílna mörkin stórum svæðum lokað fyrir togveiðum, annað hvort allt árið eða stóran hluta ársins. Stórum svæðum sem eru hrygningarsvæði nytjafiska innan lögsögunnar lokað fyrir tog- og línuveiðum á meðan hrygning stendur yfir. Netaveiðar bannaðar nema á dýpi undir 500 metrum og þá til að veiða grálúðu og skötusel. Dragnótaveiðar alveg bannaðar. Stjórnvöld geta og lokað svæðum tímabundið vegna smáfisks eins og gert er við Ísland. Frystitogarar fá ekki að veiða í færeysku lögsögunni og verða að treysta á veiðar í Barentshafi og


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi