Grein

Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir | 25.10.2005 | 16:19Af gefnu tilefni

Af gefnu tilefni tel ég rétt að birta hér úrdrátt úr ræðu minni sem ég flutti í fyrradag í Alþýðuhúsinu. „Ég hafði satt að segja ekki hugsað mér að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins og ekki hafði ég hugsað mér að ganga út úr vinnunni kl. 14:08 í dag. Af hverju ekki og af hverju er ég þá hér?

Jú, ég ætlaði ekki úr vinnunni kl. 14:08 af því að ég taldi að dagurinn snerist eingöngu um launamisrétti kynjanna. Þar finnst mér að hver einstaklingur óháð kyni eigi og geti staðið fyrir sínu. Ef einstaklingur samþykkir að vinna fyrir lægri laun en annar í SAMA starfi þá verður viðkomandi að eiga það við sig. Þarna finnst mér að hver og einn þurfi að meta sjálfan sig en ekki kynið – það var það sem mamma kenndi okkur systkinunum, eða eins og hún segir í sinni kveðju ,, Alveg eins og við breytum hugsunarhætti karlmanna með uppeldisaðferðum okkar inni á heimilunum, hver og ein, eins verðum við hver og ein að meta sjálfar okkur hátt, setja fram kröfur, trúa á okkur, ekki hika við að taka áskorun og ekki færast undan ábyrgð.” tilvitnun lýkur. “ - Tilvitnun lýkur.

Ég er hér að tala um það að þeir sem starfi hlið við hlið eigi að hafa sömu laun af hvoru kyni sem þeir eru. Ég er ekki að tala um stefnu í launamálum eða starfsmat sem í gildi er hjá opinberum aðilum. Starfsmat er samþykkt af stéttarfélagi viðkomandi starfsgreina.

Með kveðju,
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi