Grein

Sölvi Sólbergsson.
Sölvi Sólbergsson.

| 27.04.2000 | 17:58Orkubú - auðlindabú í eigu Vestfirðinga – ennþá

Á heimasíðu Bæjarins besta, bb.is, rétt fyrir páska var hægt að kjósa um hvort fólk vildi að sveitarfélögin selji hlut sinn í Orkubúinu eða ekki. En hefur almenningur á Vestfjörðum forsendur til að segja af eða á í þessu máli. Hér á eftir ætla ég að fjalla um málefni Orkubúsins út frá öðrum sjónarhóli en fram hefur komið að undanförnu og gert á ábyrgð greinarhöfundar.
Sveitarfélögin á Vestfjörðum eiga 60% í Orkubúinu og tilgangurinn með sölunni er að lækka skuldir. Arður Orkubúsins hefur verið greiddur til allra Vestfirðinga með lækkun á orkuverði ár frá ári miðað við Rarik. Ef gjaldskrá Rarik kæmi í stað Orkubúsins, þá yrði viðbótarorkukostnað á ári hverju, jafnt til heimila sem sveitarfélaga og fyrirtækja, um 120 Mkr. Mitt eigið hús er ekki stórt, um 110 m2 og kemur hitinn til með að hækka um 8 þúsund krónur. Rafmagnið um sömu upphæð, samtals 16 þ.kr. á ári. Slíkur er munur á gjaldskrám fyrirtækjanna. Þessi tvö sjónarmið hljóta að stangast á.

Vilji sveitarstjórnamanna er, eins og fram hefur komið opinberlega, er ekki einungis að skoða sölu á sínum hlut, heldur einnig kanna kaup á hlut ríkisins í Orkubúinu. Hugmyndin með að kaupa hlut ríkisins er að í kjölfarið greiði Orkubúið arð til eigendanna og væru þá sveitarfélögin á Vestfjörðum ein eftir sem eigendur og héldist þá allt það fé sem greitt er út úr fyrirtækinu innan fjórðungsins.

Afsal á auðlindum

Við stofnun Orkubúsins 1978, afsöluðu bæði sveitarfélög og ríkið öllum þekktum og óþekktum vatns- og hitaréttindum á því landi sem var í þeirra eigu til Orkubúsins. Ekkert annað orkufyrirtæki hefur fengið þessi réttindi með sambærilegum hætti. Er hægt að verðleggja þessi réttindi í dag? Svarið er nei. Ekki einu sinni sérfræðingarnir að sunnan. Mér þykir trúlegra að mælistika þeirra sé tekin út frá skuldstöðu sveitarfélagann frekar en hugsanlegum verðmætum á virkjunarréttindunum í framtíðinni.

Nú þegar nýir tímar eru í sjónmáli í orkumálum landsmanna, þá er ekki farið að reyna enn á hvers virði virkjunarrétturinn er. Flestir hafa litið svo á, vegna þess hversu miklir virkjunarmöguleikar séu til staðar á Íslandi og lítið búið að nýta af þeim sem talið er hagkvæmt, að þeim sökum sé lítið hægt að greiða fyrir réttinn enn sem komið er.


Orkumarkaðurinn

Fyrir rúmum fimm árum áttum við 150 MW Blönduvirkjun svo til ónýtta. Á tíu ára tímabili, 1986 til og með 1995, var aukning á raforkuvinnslu í landinu 919 GWh. Að öllu óbreyttu þá hefði ekki verið þörf á annarri virkjun fyrir landskerfið fyrr en um 2010, nema orkufrekur iðnaður kæmi til. Þá hafa væntanlega vatnsréttindi Orkubúsins verið lítils metin, því margir stækkunarmöguleikar voru fyrir hendi á öðrum virkjunarsvæðum, sem voru í rekstri fyrir utan Blönduvirkjunina.

Mikill kippur kom í raforkuvinnsluna eftir þetta tímabil, því samningar náðust um aukna sölu til stóriðju. Á fjórum árum, 1996 til og með 1999, jókst raforkuvinnslan um 2.209 GWh. Meðaltal þessara ára var allt í einu orðið 550 GWh en var innan við 100 GWh árin á undan. Ef við hugsum okkur eina vatnsaflsvirkjun sem hefði dekkað þessa 4 ára aukingu, þá þyrfti afl hennar að vera um 390 MW.

Þessi aukna orka kom frá Blöndu, Þjórsársvæði og gufuvirkjunum á Nesjavöllum og við Kröflu, þar sem búið var að nema land fyrir löngu. Öðruvísi hefði ekki verið hægt að bregðast svona fljótt við og var mest af þessu að fullu verkhannað áður en samið var um söluna. Ekkert lát er á aukningunni á þessu ári og koma Sultartangavirkjun og Svartsengi til með að framleiða þá viðbótarvinnslu.

Staðan í dag

Vatnsfellsvirkjun er í byggingu og verður fullnýtt með stækkun Norðuráls sem stendur yfir um þessar mundir. Landsvirkjun hefur fengið virkjunarleyfi fyrir 110 MW Búðarhálsvirkjun, en virkjunin hefur ekki verið tímasett ennþá. Þeir eru einnig að kanna 40 MW stækkun á Kröfluvirkjun. Orkuveita Reykjavíkur er búin að taka ákvörðun um 16 MW stækkun á Nesjavöllum. Þá eru allir virkjunarkostirnir upptaldir á þessum svæðum. Næst verður að nema land á nýjum og ósnortnum svæðum. Þær virkjanir eiga mun erfiðara uppdráttar, m.a. vegna umhverfismála.

Ekki ætla ég að fjalla um Fljótsdalsvirkjun eða Kárahnúkavirkjun, því þessir kostir eru ætlaðir eins og kunnugt er álveri við Reyðarfjörð. Um þessar mundir sækir Landsvirkjun um leyfi í annað sinn fyrir 40 M


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi