Grein

Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur.
Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

| 23.10.2001 | 16:33Hvar er kjarni málsins?

Enn vil ég vekja máls á UMFÍ-mótinu og undirbúningi þess. Það kemur fram í grein Birnu Lárusdóttur á BB-vefnum í síðustu viku að UMFÍ hafi snemma á þessu ári tekið ákvörðun um að úthluta Landsmótinu 2004 til tveggja héraðssambanda á Vestfjörðum, HSV og HSB. Eftir því sem ég best veit komu fyrstu hugmyndir um það héðan að vestan, meira að segja frá Þingeyri og Bolungarvík. Aðdragandinn að ákvörðun UMFÍ var langur, líklegast vegna þess að einhver efi hefur verið í herbúðum yfirstjórnar UMFÍ um bolmagn þessara sveitarfélaga til að standa að slíku stórmóti. Loks var ákveðið að treysta Vestfirðingum fyrir mótinu, og ekki aðeins HSV heldur HSV og HSB.
Mér er það fyrir löngu ljóst að Bolungarvíkurkaupstaður treysti sér ekki til að ganga fram um ábyrgð á uppbyggingu allra íþróttamannvirkja sem til staðar þurfa að vera á slíku móti. Enda er það að mínu mati eðlilegt að það byggðarlag sem stærst er taki slíka ábyrgð, þó svo að samþykkt Ísafjarðarbæjar hafi verið gerð með ýmsum fyrirvörum. Bolvíkingar hefðu kannski átt að gera slíkt hið sama til að tryggja sér „góssið“!

Líkur má þó leiða að því, að þrátt fyrir samstarf þessara tveggja sveitarfélaga, þá hefði meirihluti mannvirkja verið byggður í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði (þ.e. í Skutulsfirði, ekki í útbyggðum Ísafjarðarbæjar). Bolungarvíkurkaupstaður var þó alls ekki að losa sig undan ábyrgð um að leggja sitt af mörkum miðað við getu, þar sem boðin var sú aðstaða sem fyrir er á svæðinu til afnota. Auðvitað horfðu þeir íþróttaáhugamenn í Bolungarvík sem verið höfðu í forsvari við uppbyggingu nýja svæðisins hýru auga til þess í tengslum við landsmótið, að geta hugsanlega lokið uppbyggingu þess íþróttasvæðis sem þegar er búið að leggja gríðarlega vinnu í. Enda óskaði UMFÍ eftir samvinnu við Bolvíkinga í upphafi, og frá þeim sitja / sátu þrír menn í undirbúningshópi. Ég get ómögulega séð tilganginn í því að óska eftir setu þeirra í þessari undirbúningsnefnd ef aldrei hefur mátt koma til tals sá möguleiki að eitthvað af íþróttamannvirkjum eða aðstöðu væri byggt upp þar. Einn þriðji undirbúningsnefndarinnar, sem einkum er ætlað það hlutverk að útvega fjármagn til þess að halda mótið, voru Bolvíkingar og þess vegna hljóta skoðanir þeirra og hugmyndir að hafa verið fullgildar rétt eins og annarra í hópnum á meðan umræður um staðsetningar og skipulagningu áttu sér stað.

Sú vinna sem lögð hefur verið í hið nýja vallarsvæði í Bolungarvík hefur nær eingöngu verið unnin í sjálfboðavinnu fjölmargra áhuga- og eljusamra Bolvíkinga sem lagt hafa óteljandi vinnustundir í jarðvegsvinnu, torflagningu og fleira við gerð nýja vallarsvæðisins síðustu sumur. Það þarf nefnilega ýmislegt fleira en peninga í þessu dæmi. Það þarf vinnuframlag fjölda sjálfboðaliða. Þá má nefna að landrými fyrir tjaldstæði, aðstöðu fyrir hjólhýsi og bílastæði er töluvert mikið meira í Bolungarvík heldur en á Ísafirði, á Suðureyri eða á Flateyri. Og ég spyr hvort Þingeyri þyki ekki of langt í burtu frá Ísafirði til slíkrar aðstöðu, ef hugmyndir þeirra nefndarmanna sem áfram munu starfa ganga út á að byggja allt í Tungudal í Skutulsfirði.

Það er alveg ljóst að þeirri nefnd sem skipuð var til undirbúnings hefur greinilega ekki verið gert ljóst í upphafi hvert hennar hlutverk er, að minnsta kosti ekki öllum innan hennar, því Birna minnist á í grein sinni að einstaklingar innan nefndarinnar hafi misskilið hlutverk sitt. Það er ljóst af opinberum skrifum í blöðum að um tvo einstaklinga er þar að ræða. Það kom líka fram í viðtali við Birnu í Svæðisútvarpinu að ekki voru allir í yfirstjórn bæjarins sáttir þau vinnubrögð sem hluti nefndarinnar hafði viðhaft. Þeir unnu á skjön við það hlutverk sem þeim var ætlað í nefndinni, og þau vinnubrögð eru nefnd misskilningur.

Ég spurði í upphafi: Varð kjarni málsins ef til vill eftir fyrir sunnan? Varð hann eftir hjá yfirstjórn UMFÍ? Er kjarni málsins sá að UMFÍ hefur raunverulega aldrei ætlað Bolvíkingum að vera hluti af undirbúningshópnum heldur „sett þá með“ vegna þess að þeir gerðust svo stórhuga að varpa hugmyndinni fram í upphafi?

Eftir situr að hópurinn sem treyst var fyrir verkinu sundraðist, og þá er það spurningin hvort réttu aðilarnir sitji eftir til að taka að sér verkið fyrir hönd Vestfirðinga.

Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um notkun / staðsetningu einstakra mannvirkja eða aðstöðu, og ég ítreka það að það eru mér mikil vonbrigði að þetta samstarf rann út í sandinn. Hjá mér gætir einskis misskilnings um þetta mál, kannski miklu fremur skilningsleysis á því hvernig horft var á þetta samstarf í upphafi. Það er óskað eftir því að Bolvíkingar sitji í nefndinni, taki þátt í að útvega fjá


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi