Grein

Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

| 18.10.2001 | 15:03Af vondum jarðgangakostum

Lárus G. Valdimarsson félagi minn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ritaði á dögunum grein í BB þar sem hann veltir fyrir sér áliti samgöngunefndar bæjarins frá því fyrr í haust. Mig langar að fara hér nokkrum orðum um þetta álit enda var ég einn af þeim sem í nefndinni störfuðu og stóð að álitinu, en einskorða mig við landsamgöngur og þá einkum stóru málin. Auk þess er ég alls ekki sammála Lárusi um það hvað væri versti kosturinn í jarðgangamálum.
Fjórðungssamband Vestfirðinga lét frá sér fara stefnumótun í vegamálum á árinu 1997 og að því er best verður séð hafa framkvæmdir síðan fylgt þeirri áætlun og er það vel, enda áætlunin vel unnin. Nú standa yfir stórframkvæmdir á tveimur svæðum, þ.e. á leiðinni Ísafjörður um Djúp, áleiðis til Reykjavíkur, og Patreksfjörður um Barðaströnd, sömuleiðis til Reykjavíkur. Þriðja stórverkefnið sem lagt var til er enn ekki komið á framkvæmdastig en það var tenging norður- og vestursvæða um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar. Reyndar eru á núverandi jarðgangaáætlun, síðast í röð jarðganga á 10 árum, göng úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð þar sem Arnarfjarðaropið væri innarlega í Borgarfirði skammt frá Mjólkárvirkjun.

Umrædd samgöngunefnd setti sér fá markmið en skýr. Horft skyldi m.a. til þess að fá sem stystan láglendisveg milli Ísafjarðarbæjar og Reykjavíkursvæðisins þannig að öruggur teldist. Ekki var velt mikið vöngum yfir kostnaði við einstakar hugmyndir, enda er Vegagerðin er fullfær um slíkt – heldur setja fram sýn sem gæti orðið að veruleika á næsta áratug eða svo ef hagkvæm reyndist.

Ég lít þannig á að það sé ekki mitt að velta fyrir mér akstursleið íbúa í Barðastrandarsýslum eða Strandasýslu til Reykjavíkur, enda eru ákvarðanir þegar teknar í þeim efnum, a.m.k. hvað Barðastrandarsýslur varðar, og ljóst að Breiðafjarðarferjan er ekki lengur sá kostur sem menn ætla að byggja á, heldur Gilsfjarðarbrú, ef svo má segja. Það er reyndar merkileg staðreynd að Gilsfjarðarbrúin ein virðist hafa komið verulegu róti á vegaumræðu allra Vestfirðinga: Hólmvíkinga og fleiri með hugmyndum um Arnkötludals-Gautsdalsveg, Vestur-Barðstrendinga með umtalsvert auknum áhuga á vegi inn Strönd, og íbúa á norðursvæði með hugmyndum t.d. Guðjóns Arnars og samgöngunefndar Ísafjarðarbæjar. Allir stefna á Gilsfjarðarbrú.

Hagsmunir íbúa á norðursvæðinu eru sjálfstæðir en tvenns konar: Annars vegar eins og áður segir leiðin að heiman suður og svo hinir hagsmunirnir – tengingin milli byggða. Það var niðurstaða samgöngunefndar í stuttu máli, að þeim væri best fullnægt með einni tengingu, sem reynist tryggja tvennt: Annars vegar stysta mögulega láglendisveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og hins vegar einu hugsanlegu heilsárstenginguna milli norðurs og vesturs.

Það er augljóst að vesturleiðin með göngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og áfram yfir í Vatnsfjörð (alls ca. 15 km) er dýari kostur en ein og sér jarðgöng undir Kollafjarðarheiði (ca. 11 km), en þá ber að líta á þá staðreynd að Djúpleiðin er ennþá 30 km lengri nema komi til þverun Hestfjarðar og jarðgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar (ca. 3-4 km). Þá fyrst verða vegalengdir sambærilegar en sennilega er kostnaðurinn þá orðinn hærri (lengd jarðganga innan sviga).

Augljóslega er vesturleiðin frá Ísafirði suður mun ódýrari kostur en Djúpleið Ísfirðinga suður auk samtengingar norðurs og vesturs, að viðbættum þeim kosti að í leiðinni er búið að brúa bilið milli byggðarlaganna, enda vegalengd frá Ísafirði til Patreksfjarðar orðin um 140 km sem samsvarar núverandi vegalengdinni Ísafjörður – Djúpmannabúð.

Það er ekki á verksviði bæjarfélagsins að ákveða hvert stefnt verður. Hins vegar er orðið tímabært að bjóða þingmönnum okkar upp á einhvern valkost í slagnum um fjármagnið, þegar réttlæta þarf dýrar framkvæmdir við að koma okkur í gott vegasamband við meginlandið og svara um leið innan svæðiskröfunni. Það er m.ö.o. hægt að slá tvær flugur í einu höggi fyrir sáralítið hærri kostnað en önnur flugan myndi ella kosta.

Það hefur oftar en einu sinni komið fram í þessari umræðu, að tengingin milli norðurs og vesturs sé fullt eins góð um göng undir Kollafjarðarheiði. Sá er þó hængur á, að með því móti er vegalengdin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar liðlega tvöföld eða um 300 km sem að mínu viti er allt of langt til að hægt sé að tala um tengingu sem máli skiptir.

Jarðgöngin sem eru á núverandi jarðgangaáætlun (Dýrafjörður – Arnarfjörður) eru því óhjákvæmileg til


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi